Morgunblaðið - 01.03.1996, Síða 8

Morgunblaðið - 01.03.1996, Síða 8
8 B FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF í í j. » j. * AUK félaga frá Gerðubergi eru á myndinni Guðrún Jónsdótt- ir forstöðumaður Gerðubergs, Þórdís Gunnlaugsdóttir íbúi í Foldabæ og Guðrún K. Þórsdóttir forstöðumaður í Foldabæ. Sjö konur með heilabilun búa saman á notalegu heimili KÓR Gerðubergs. Foldabær er tilrauna- verkefni á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða krossins og Fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Morgunblaðið/Kristinn OTTÓ Pétursson með móður sinni, Þóreyju Brynjólfsdóttur, og á milli þeirra er félagi frá Gerðubergi. Markmiöið er veita stuðning og hvatningu sem stuðlar að því að einstaklingurinn geti búið við sem eðlilegast heimilislíf svo lengi sem kostur ér. ÖFLUGUR söngurinn berst alla leið út á götu þegar ég renni í hlað hjá rauðu múrsteinshúsi sem stendur á einni sjávarlóð- inni í Grafarvoginum. „Það er draumur að vera með dáta“ syngja gestir og heimilisfólk og harmon- ikkuleikarinn lætur sitt ekki eftir liggja. Heimilis- fólkið hefur boðið vinum og vandamönnum í þorra- blót og reyndar kór aldr- aðra úr Gerðubergi líka. Þarna búa saman sjö rosknar konur með heilabil- un. Stoðbýlið er tilraunaverkefni Heimili þeirra er notalegt, hús- gögnin heimilisleg í stofunni og það eina sem minnir á að þama búi konur með heilabilun er að víða eru skrifuð orð á veggi og hurðir með stórum stöfum, viku- dagurinn, árstíðin, baðherbergið er merkt stórum stöfum og hvert herbergi með nafni þeirrar konu sem þar býr. Hver kona hefur nefnilega sitt rúmgóða herbergi í Foldabæ en það heitir stoðbýlið. Þar geta þær komið fyrir persónulegum mun- um, sófasetti, myndum og öðru sem þær kjósa að hafa nálægt sér og hefur tilfinningalegt gildi. Foldabær er tilraunaverkefni á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða krossins og Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Sigurveig H. Sigurðardóttir er stjórnarformað- ur Foldabæjar. Hún segir að stoð- býli eins og Foldabær sé millistig heimilis og stofnunar. Sem eðlilegast helmllislff Hver íbúi getur verið útaf fyrir sig og fær síðan að ráða svo miklu um eigin hagi sem unnt er en nýtur jafnframt öryggis stofnun- ar með aðstoð allan sólarhring- inn. Hún segir að markmiðið með stoðbýli sem Foldabæ sé að veita stuðning og hvatningu sem stuðli að því að einstaklingurinn geti búið við sem eðlilegast heimilislíf svo lengi sem kostur er. Guðrún K. Þórsdóttir forstöðukona Folda- bæjar segist leggja áherslu á að markvisst sé reynt að spoma við afleiðingum við áframhaldandi minnistapi. „Við fáum konurnar okkar til að sinna þeim störfum innan heimilisins sem þær ráða við, því með því móti er færni þeirra haldið við eins lengi og kostur er. Þær taka þátt í öllum matartilbúningi, sjá um þrif á sín- um herbergjum með aðstoð og hjálpa til við matarinnkaup, svo dæmi séu tekin.“ Happdrættisvinningur frænku minnar „Þetta er stærsti happdrættis- vinningur sem hún frænka mín gat fengið," segir Hrafnhildur Þorgrímsdóttir aðstandandi einn- ar konunnar sem búsett er í Foldabæ. „Hér er andrúmsloftið notalegt og konunum finnst þær vera heima frekar en á stofnun. Starfsfólkið er alveg einstakt. Þolinmæði og góðmennska ein- kennir starfíð innan veggja þessa heimilis,“ segir hún. „Konurnar fá alla þá örvun sem hugsast getur og nú hef ég bara áhyggj- ur af því hvað verður um hana Ásdísi frænku mína ef hún veik- ist það mikið að hún geti ekki verið hérna lengur,“ segir hún. Vinlr úr Gerðubergi Guðrún segist vera í góðu sam- starfi við Félagsmiðstöð aldraðra í Gerðubergi og þaðan koma „vin- ir Foldabæjar“. Vinir Foldabæjar eru sjálfboðaliðar sem koma í heimsókn hálfsmánaðarlega. Markmiðið er að njóta samvista, rifja upp gamla tíma, syngja, spjalla og njóta góðra veitinga saman. „Þetta eru mjög ánægju- legar samverustundir þar sem virðing og vinátta er í fyrirrúmi.“ Guðrún segir jafnframt að heimil- ismenn og starfsfólk Foldabæjar nýti sér þær rútuferðir sem eru í boði með öldruðum frá Gerðu- HEILABILUN erhugtak, notað um það ástand aldraðs einstaklíngs þar sem truflun er á heiiastarfseminni. Þessi einkenni orsakast af ýmsum sjúkdómum í miðtaugakerf- inu, en af þeim er hinn svo- kallaði Alzheimerssjúkdóm- ur algengastur og talinn or- saka um 50-60% af öllum heilabilunum. Sjúkdómar í blóðrás heilans orsaka um það bil 20% og eftirstöðvam- ar, 20-30% tilfella, eru af öðrum orsökum. Þór HaUdórsson yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Landspítalans og Sigurveig H. Sigurðardóttir yfirfélags- ráðgjafi á öldrunarlækninga- deild sama spítala segja að þó að heilabilun orsakist ekki af eðlilegum öldrunarbreyt- ingum er fylgni hennar mjög mikil með hækkandi aldri og tíðnin fer vaxandi eftir því sem aldurinn verður hærri. Rannsóknir liggja ekki fyrir um tíðni heilabilunar á ís- landi en samkvæmt erlendum rannsóknum er talið að um 5% af fólki 65 ára og eldri hafi heilabilunareinkenni. Þegar komið er upp í 80 ára aldur er talið að tíðnin hafi aukist upp í 20% og við 90 ára aldur upp í 40%. Þau segja að þar sem mannfjölg- unarspár gera ráð fyrir mik- illi aukningu í hæstu aldurs- hópunum (80 ára og eldri) á næstu áratugum megi búast við að hlutfall heilabilaðra aukist í svipuðum mæli. Elnkennl heilabilunar Einkenni heilabilunar eru fyrst og fremst minnistap, erfiðleikar við að átta sig á umhverfi sínu, erfiðleikar við að tjá sig eða skilja aðra, framkvæma persónubundnar þarfir, svo sem að klæðast, borða og hirða sig. Einnig geta komið fram breytingar á persónuleika og tilfinninga- lífi. „Forsendur þess að gömlu fólki með heilabilun geti lið- ið vel er að tekið sé fullt til- lit til þessara einkenna þegar verið er að skipuleggja að- stoð við það. Sökum skorts á viðeigandi úrræðum lendir þetta fólk oft um aldur og heilsu fram á hinum hefð- bundnu dvalarstofnunum fyrir aldraða, sem henta þeim oft mjög illa. Umhverf- ið er framandi, mikið af ókunnugu fólki sem taka þarf tillit til, reglur sem þarf að hlíta og svo framvegis. Þeir heilabiluðu eru oft mjög viðkvæmir fyrir slíku. Til að forðast þetta hafa ýmsar dvalarstofnanir komið upp sérstökum deildum fyrir sjúklinga með langt gengin heilabilunareinkenni og er það nýög til bóta, en kemur þó ekki í staðinn fyrir stoð- býU,“ segja þau Þór og Sig- urveig. ■ bergl og með því að vera með í slíkum hópferðum finni Foldabæjarkonurnar síður fyrir einangrun. Guðrún segir að dagarnir gangi þannig fyrir sig að konumar tínist í morgunmat fram eftir morgni, en oft hafi þurft að ýta við þeim í skammdeginu. Einn starfsmaður er ætíð í eldhúsinu, sér um morg- unmatinn og les jafnframt með konunum úr blöðunum og heldur uppi samræðum um atburði líð- andi stundar. Tveir starfsmenn eru að jafnaði á morgunvakt og sér annar um eldhúsið en hinn um félagsstarfið. „Við gefum okkur ætíð góðan tíma við hádegisverð- arborðið, riijum upp atburði lið- inna ára og ræðum það fréttnæm- asta. Eftir hádegi, ef ekki eru heimsóknir sjálfboðaliða, vinnum við handavinnu, förum í göngu, lesum eða hlustum á útvarp. Eftir kaffi fara konurnar oftast í leikfími og þá er tvinnað saman áttunarþjálfun, ljóðalestri og söng, en við syngjum mikið í Foldabæ og þá hver með sinu nefi. Við erum með gott safn af gömlum sönglögum bæði á geisladiskum og plötum og það eru okkar hvíldarstundir að sitja saman og hlusta á tónlist", segir hún. Halda lengur líkamlegri og andlegrl getu „Hvort sambýli af þessum toga uppfylla þær væntingar sem að- standendur og íbúar hafa í upp- hafi, fer eftir fólki sem velst þar til starfa,“ segir Sigurveig. „Það þarf að hafa þekkingu á sjúk- dómnum og áhrifum hans og mikinn áhuga á starfi sínu. Talið er að þeir sjúklingar sem á sam- býlum búa haldi líkamlegri og andlegri getu sinni lengur, þarfn- ist síður róandi lyfja og líði betur en þeim sem búa á stórum vist- deildum. Það er brýn þörf á fleiri svona stoðbýlum ef anna á eftirspurn- inni.“ ■ m

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.