Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 8
 8 C LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Bursta teunur eða skera á púlsinn? Rithöfundurinn Jonas Gardell segir frá bók- um sínum á sænska bókmenntadeginum sem hefst í Norræna húsinu í dag klukkan 16. Elisabeth Alm lektor fjallar um þennan kunna höfund sem er líka vinsæll grínisti. SÍÐASTA bók rithöfundar- ins Jonas Gardells, „Fjall freistinganna", leggur þunga áherslu á að í þessu lífi þarftu ekki aðeins að velja á milli plokkfisks og plokkfisks held- ur gætirðu lent í að velja á milli plokkfisks og glötunar. Þetta er líka bók um að halda ekki í neitt, læra að missa, vera annaðhvort hæfur eða óhæfur til að lifa lífínu. í „Fjallli freistinganna“ eru engin öryggisnet, hvorki fyrir lesandann né höfundinn. Allir þekkja Jonas GaEdell í Svíþjóð. Þótt hann sé ungur, fædd- ur 1963, á hann að baki margar og umtalaðar bækur. Fyrsta bók hans, „Ástríðuleikurinn" (1985), sem fyallaði um samkynhneigðar ástir, vakti mikla athygli og um- ræður. Eftir hana hefur hann gef- ið út sex skáldsögur, fimm leikrit, smásögur, óperutexta og óteljandi útvarpsþætti, sjónvarpsþætti og blaðagreinar. Hann hefur líka skrifað tvö kvikmyndahandrit. Seinna handritið, að myndinni „Veitingastaður Óskars", var kos- ið besta, sænska kvikmyndahand- ritið árið 1995. Jonas Gardell er líka þekktur sem einn af vinsælustu grínistum (stand up comedian) Skandinavíu. Hundruð þúsunda hafa mætt á sýningar hans undanfarin ár og enn fleiri séð þær í sjónvarpinu. Bæði í lífi sínu og skáldverkum leitar hann uppi og ræðst gegn kúgun, heimsku, stífni og hræsni, bæði hjá okkur sjálfum og samfé- laginu. Það svíður undan textum hans og þeir eru ögrandi. Þeir geta verið ósvífnir, háðskir og miskunnarlausir, en undir yfir- borðinu er alltaf hlýja, samúð og frelsandi kímnigáfan. Þegar hann var spurður að því hvað fyndni væri svaraði hann: „Það hættulega er alltaf skemmtilegast og fyndni á að nota til að gera valdið hlægi- legt, í baráttunni við örvæntingu okkar og við þá heimsku í samfé- laginu. Hún á að beija upp fyrir sig, ekki vera karlrembuleg, ekki vera með kynþáttafordóma og ekki vera hrædd við samkyn- hneigð.“ í bókum hans eru heldur ekki í gildi nein íhaldssöm bönn. Hann þræðir af nákvæmni einstigið á milli hins grófa og asnalega og hins hástemmdasta andríkis; á milli alvöru og sorgar, yfirborðs og dýptar og milli drauma og hins harða veruleika. Stíll hans er bein- skeyttur, skýr og mjög fallegur. „Það erfíða er ekki að skrifa erfið- an texta. Það erfiða er að skrifa einfalt og létt.“ Með óbrigðulum hæfileikum sínum sér hann í gegnum hvers- dagslíf okkar og við finnum hvern- ig hvæsandi logi brennarans hæfir hjarta okkar, tilfinningar okkar, staðnaða lífshætti okkar og for- dóma. Jonas Gardell hefur aldrei reynt að fela það að hann er samkyn- hneigður. Eins og svo margir hommar var hann lagður heiftar- lega í einelti sem unglingur, en nú getur hann litið á það sem ávinning. „í dag get ég verið glað- ur yfir því hatri og þeirri reiði sem ég geymi innra með mér frá upp- vaxtarárunum, því að það hefur verið óskaplega mikill aflgjafi. Ég þakka Guði fyrir að vera hommi. I mínum augum er það félagslegt hlutskipti sem þvingar mig til að horfa gagnrýnið á sjálfan mig, samfélagið og reglur þess.“ Jonas Gardell er afar trúaður maður. í hans augum er Guð ástríkur alheimskraftur sem hefur enga fordóma, dæmir engan og gerir ekki upp á milli Gyðinga eða Grikkja, svartra eða hvítra, sam- kynhneigðra eða gagnkyn- hneigðra, heldur er alltaf nálægt okkur og stendur ekki á sama heldur huggar mann þegar maður á bágt. Hann segir um Biblíuna: „Hún er grundvöllur minn. Út frá henni hugleiði ég tilveruna og samfélag- ið. Hún er grundvöllur okkar allra, jafnvel þó að þú trúir ekki á Guð ... Hvernig ættir þú annars að geta skilið bókmenntir Vesturlanda? Hvernig ættir þú að skilja list þeirra? Þú ert eins og ólæs maður ef þú kannt ekki þína Biblíu." Titillinn á síðustu skáldsögu hans, „Fjall freistinganna", vísar JONAS Gardell líka til þess fjalls sem djöfullinn leiddi Krist upp á til að freista hans. í allri bókinni notar hann tilvitnanir í Gamla Testamentið til að hlaða og styrkja texta sinn. Á þessu „ijalli" býr sjötug kona, María, móðurmyndin sem stöðugt fórnar, fyrirgefur og þjáist. Þessi kona hefur safnað saman leifunum af lífi sínu í pappakassa sem hún hefur staflað upp við veggina í íbúðinni sinni. „Því að það sem var eftir af henni var eitthvað sem átti að deyja, því að menn höfðu stolið lífí hennar." Gardell segir um skáldsöguna: - „Þetta er óendaniega sorgleg saga ... Sú erfiðasta sem ég hef skrif- að. Þegar ég skrifaði hana sagði ég við sjálfan mig að nú væri kom- inn tími til að hata og tími til að segja sannleikann - þetta skal verða bók hatursins og sannleik- ans.“ Það varð hún, en hún fjallar líka um fjölskylduharmleik og von- lausa ást, um að læra að missa og vita að við lifum líka á fjalli freistinganna þar sem valið getur oftar en ekki staðið milli þess að bursta tennur eða skera sig á púls. Dagný Kristjánsdóttir þýddi. IFORMÁLA að öðru tölublaði tímarits þýðenda, Jóns á Bægisá, segir að nú sem fyrr sé það óráðin gáta hvað rek- ur menn til að stunda svo óarðbæra iðju sem þýðingar. Ennfremur segir: „Um hitt fer væntanlega enginn í grafgötur, að án þýðinga hefðu hérlendar bókmenntir ekki orðið til.“ Er þetta hverju orði sannara; ís- lenskar bókmenntir eiga upptök sín í þýðing- um munka á miðöldum og hafa síðan verið snar þáttur í mótun þessarar listgreinar hér á landi, eins og bent er á í formálanum. Undanfarin ár og áratugi hafa menn verið að gera sér betur grein fyrir þessu; almenn og fræðileg umfjöllun um þýðingar og þýð- ingarstarfið sjálft hefur aukist og er tímarit þetta einn ávöxtur þessa aukna áhuga. Annað tölublað Jóns á Bægisá hefur kjör- orðin Norden er i orden sem eru lokaorðin í þakkarræðu Einars Más Guðmundssonar þegar hann tók við Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs á síðasta ári. Heftið er tví- skipt og er síðari hlutinn helgaður norrænum bókmenntum eins og kjörorðin gefa til kynna. Eru þar birt þýdd verk eftir 25 höfunda frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Noregi, Samalandi og Svíþjóð. Engin tök eru á því að leggja mat á einstakar þýðingar hér en eitt af meginmarkmiðum tímaritsins hlýt- ur að vera að vekja athygli á störfum þýð- enda auk þess að vekja athygli á erlendum höfundum. Að mínu mati ætti slíkt tímarit að leggja höfuðáherslu á gagnrýna umræðu um þýðingar þar sem hún fær ekki ýkja mikið rúm í öðrum tímaritum og blöðum. Tímaritið gæti verið vettvangur fyrir vandaða gagnrýni um þýðingar sem Eygló Guðmunds- dóttir, þýðandi, segir í viðtali, sem birtist í þessu tölublaði, að sé lítið um í dagblöðum £ landsmanna. í öðru tölublaði eru birtar þijár greinar sem fjalla um þýðingar og þýðingafræði. f Gauti Kristmannsson gerir fræðilega úttekt $ á vandanum að þýða og er niðurstaða hans sú að „höfundurinn og þýðandinn þurfi að í koma saman í einhveijum snertipunkti túlk- unarinnar". Er það hlutverk þýðandans að leita að þessum punkti með öllum þeim ráðum sem hann kann. Guðrún Dís Jónatansdóttir fjallar um þýðingu Eyglóar Guðmundsdóttur Óarðbær iðja en nauðsynleg Það er óneitanlega gróska í útgáfu bókmenntatíma- rita hér á landi. Þröstur Helgason gluggar í þrjú þeirra hér, Jón á Bægisá, Bjart og Andblæ, sem að vísu eru misáhugaverð. á skáldsögu Peters Haegs, Lesið í snjóinn. Er sú grein dæmi um gagnrýni eins og þá sem nefnd var hér að framan og mætti leggja meiri áherslu á í tímaritinu. Helgi Hálfdanar- son fjallar svo um greinarmun listrænna þýðinga og fræðilegra. Eru þær vangaveltur skrifaðar í tilefni af gagnrýni sem skrifuð var um þýðingu Helga á grísku harmleikjun- um þess efnis að þær stæðust ekki fræðileg- ar kröfur. Segir Helgi að hann hafi ekki ætlað sér að skrifa fræðilega þýðingu enda sé hún allt annars eðlis en listræn þýðing. „Og þá hygg ég, að fyrir þann sem reynir að þýða forngrískt listaverk, sem samið er á bundnu máli, muni traustar lausamáls-þýð- ingar sérfræðinga koma sér jafnvel betur en dágóð orðabókarfærni í forngrísku,“ segir Helgi að lokum. Blað þýðenda er góð viðbót við íslenska tímaritaflóru. Mikill uppgangur hefur verið í þýðingum hér á landi síðastliðin ár og er HRAFNA-FLÓKI eftir Sigrid Valt- ingojer prýðir forsíðu Jóns á Bægisá. nauðsynlegt að fylgja honum eftir á einhvern hátt. Mikilvægast er þó að Jón á Bægisá haldi uppi gagnrýninni umræðu um íslenskar þýðingar. Hús skáldsins Tímaritið Bjartur hefur gert töluvert af því að kynna lesendum sínum erlenda skáld- jöfra. Nítjánda hefti er tileinkað skáldspek- ingnum Robert Walser (1878-1956), sem oft hefur verið sagður fyrirrennari Kafka, einkum hvað snertir umfjöllunarefni og stíl. Walser fékkst einkum við að skrifa stutta prósaþætti sem margir hveijir eru eins konar þankabrot um jafn ólík efni og dauðann, snjóinn og geðveikina. Hjálmar Sveinsson skrifar inngang um Walser og þýðir verk hans. Tuttugasta hefti Bjarts er lagt undir Reykjavík. Tíu höfundar láta þar móðan mása um höfuðborgina sína í sögu- eða hug- leiðingaformi. Þarna koma fyrir þekkt kenni- leiti, svo sem Alaska í Breiðholti, Hallgríms- kirkja, Laugardalshöllin, fangelsið á Skóla- vörðustígnum og Ráðhúsið við Tjörnina sem Guðmundur Andri Thorsson kallar hús skáldsins í bráðskemmtilegri grein; „Ráðhús- ið verður alltaf tengt skáldinu Davíð Odds- syni, það er hús skáldsins." Guðmundur Andri bendir einnig á áð „hvað sem fræðing- arnir segja hver um annan þveran er ráðhús- ið braggi. Það er ekki fugl. Það er ekki öldu- gangur. Það er ekki einu sinni „rými“. Það er braggi." Bókmenntir og draumbókmenntir Þriðja hefti tímaritsins Andblær inniheldur skáldskap sautján höfunda ortan í vöku og draumi. Tímaritið skiptist í tvo hluta og er sá seinni öllu styttri og kallaður Draumbók- menntir — sem eru væntanlega skrifaðar upp úr draumum. Er hljómurinn í þeim skrifum ansi kunnuglegur en tilraunir af þessu tagi hófust S bókmenntum fyrir árum og öldum síðan. Fyrri hluti tímaritsins er öllu forvitni- legri en þar má finna bæði ljóð, prósaþætti og smásögur. Þó ber allt tímaritið þess merki að vera vettvangur bókmenntatilrauna af ýmsu tagi. Hvort þær tilraunir bera með sér ferskan andblæ inn í íslenskar bókmenntir er erfiðara að segja til um. Það leikur hins vegar enginn vafi á því að hin blómlega tímaritaútgáfa auðgar ís- lenskar bókmenntir og umræðuna um þær. Vonandi tekst útgefendum að halda áfram því þótt útgáfa tímarits hér á landi sé áreiðan- lega óarðbær iðja eins og þýðingarstarfið þá er hún nauðsynleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.