Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 C 7 PÁLL Jóhannesson tenórsöngv- ari heldur tónleika í íslensku óperunni á morgun kl. 17. Páll hlaut afar góða dóma fyrir síðustu tónleika sína hér á landi sl. sumar og kallaði gagnrýnandi Morgun- blaðsins hann týnda tenórinn í gagnrýni um þá tónleika. Ástæða þess var að sjö ár voru liðin frá síðustu tónleikum hans hér á landi en Páll býr og starfar í Svíþjóð þar sem hann er fastráðinn við Kon- unglegu óperuna í Stokkhólmi. Tónleikarnir nú eru að hans sögn til komnir vegna fjölda áskorana enda misstu margir af síðustu tón- leikum hans hér á landi sem voru haldnir með litlum fyrirvara. „Tónleikarnir síðasta sumar voru alveg frábærir, þetta gekk mjög vel. Eg er í mjög góðu tækni- legu formi núna og mín bestu ár eru framundan. Röddin er komin á mjög góðan stað og það er alltaf léttara og léttara að syngja. Þetta situr í mænunni núna og er orðið miklu náttúrulegra fyrir mig og þá get ég farið að lifa mig mun meira inn í sönginn og túlkunina. Maður getur þróað sönginn alveg fram í andlátið. Sumir söngvarar segja: Loksins þegar ég er farinn að hafa hugmynd um hvernig á að syngja þá er röddin ekki til stað- ar og maður er orðinn of gamall," sagði Páll í samtali við Morgun- blaðið. * Tónleikar í Islensku óperunni á morgun Eins og gott rauðvín Hann sagði að söngröddin þyrfti að geta gefið fólki kitlandi áhrif og gefa frá sér ögn lostafulla strauma þannig að fólk fengi fiðr- ing í magann. „Sumir segja að það sé eins og að drekka gott rauðvín að heyra góðan söngvara syngja. Á tónleikunum ætla ég að leggja áherslu á veikt sungin lög, það er ekkert of mikið um veikan söng hjá tenórum.“ Þjóðsöngur á fótboltaleik Páll hefur áætlað að taka sér árs frí frá óperuhúsinu til að freista gæfunnar á meginlandi Evrópu. „Ég er að búa mig undir nokkur hlutverk og er í sambandi við ít- alskan stjórnanda sem ætlar að hlusta á mig syngja. Því fleiri sem vita af því að maður hefur fram- Morgunblaðið/Ámi Sæberg Páll Jóhannesson tenórsöngvari. bærilega alþjóðlega rödd, því betra. Það þýðir ekkert að sitja og bíða eftir að tækifærin komi til mín, ég verð að sækja þau, sérstak- lega þegar mér finnst ég vera kom- inn á-einhvern topp og er að hlusta á aðra tenórsöngvara og finnst ég geta gert ennþá betur,“ sagði Páll. Aðspurður sagði hann að óperu- heimurinn væri harður en mýktist ef maður vissi hvað maður væri að gera. „Vera réttur maður á rétt- um tíma,“ sagði hann. Hann sagð- ist hafa gert þó nokkuð af því að syngja á einsöngstónleikum með- fram vinnunni í óperunni. Eins og einhvetjir hafa sjálfsagt tekið eftir söng hann einnig þjóðsöng Islend- inga á landsleik Islands og Svíþjóð- ar síðastliðið vor. „Ég söng svo vel að þeir gerðu allt til þess að vinna. Þeir náðu jafntefli sem var það næstbesta," sagði Páll og hló. Á tónleikunum á morgum ætlar hann að syngja óperettur, ítalska ástarsöngva, íslensk lög og þekkt- ar óperuaríur. Verður þú ekki að hafa einhver uppklappslög í handraðanum? „Jú ætli ég verði ekki með tvö, þtjú lög. Annars er erfitt að syngja svona langa tónleika, um eina klukkustund og tuttugu mínútur. Það hjálpar til að ég stunda líkams- rækt en það er geysilega mikil- vægt að vera í góðu formi. Þetta er íþrótt." Barnakóra- mót Kjalar- nesspróf- astsdæmis KÓRAMÓT barnakóra í Kjal- arnesprófastsdæmi verður haldið í dag, laugardag, í Vídalínskirkju í Garðabæ. Það hefst með æfingum um morguninn og eftir hádegi. En kl. 17 verða tónleikar í kirkjunni og eru allir vel- komnir á meðan húsrúm leyf- ir. í þriðja sinn Þetta er í þriðja sinn sem slíkt kóramót er haldið. Það fyrsta var í Grindavík 1992, annað var í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 1994 og svo nú í Vídalínskirkju í Garðabæ. Það eru fimm kórar sem taka þátt í mótinu að þessu sinni, Barnakór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, Barnakór Grindavíkurkirkju, Barna- og unglingakór Hafnarfjarðar- kirkju, Barna- og unglinga- kór Víðistaðakirkju og Skóla- kór Garðabæjar. Guðmundur Oddur sýnir í Ganginum í GALLERÍ Gangi á Reka- granda 8 sýnir um þessar mundir Guðmundur Oddur Magnússon. Sýningin saman- stendur af safni svart/hvítra „órólegra Ijósmynda" sem allflestar eru teknar sumarið 1995. Guðmundur Oddur nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Islands frá 1976-1980 og grafíska hönn- um og ljósmyndun við Emily Carr Institute of Art & De- sign í Vancouver, Kanada á árunum frá 1986-1990. Guð- mundur Oddur er núverandi skorastjóri í grafískri hönnun við Myndlista- og handíða- skóla Islands. Opnun sýningarinnar er milli kl. 17 og 19 miðvikudag- inn 28. febrúar. Sýningin stendur út mars- mánuð. Píanótónleikar í íþróttahúsi Bessastaðahrepps PETER Máté heldur píanótónleika á vegum Menningarfélagsins Dægradvalar sunnu- daginn 3. mars kl. 20.30. Tónleikarnir verða í samkomusal íþróttahúss Bessa- staðahrepps. Peter Máté er fædd- ur árið 1962 í Tékkó- slóvakíu. Hann lærði hjá Ludmila Kojanová í fimm ár og útskrifað- ist frá Tónmennta- skólanum í Kosice árið 1982. ÁjDessum árum vann hann til nokkurra verðlauna í landi sínu, má þar nefna verðlaun tónmenntaskólanna í Slóvakíu 1979 og 1981 og Smetana píanókeppnina 1978 og 1980. í kynningu segir: „Hann vakti þó fyrst þó fyrst verulega athygli, þegar hann vann verðlaun gagnrýnenda á Listahátíð ungmenna í Trencianske Teplice árið 1982. Pétur fékk inngöngu í Tónlistarháskólann í Prag þetta sama ár og lærði hjá prófessor Valentinu Kameníková, virtum tékkneskum listamanni, en hélt þó áfram þátttöku í píanókeppnum innan- lands sem utan. Árið 1985 vann hann fyrstu verðlaun í píanókeppni menntamálaráðuneyt- isins í Slóvakíu, árið 1986 önnur verðlaun í alþjóðlegu píanó- keppninni í Vercelli á Ítalíu og árið 1989 þriðju verðlaun í al- þjóðlegu píanókeppn- inni í Enna á Italíu.“ Pétur Máté hefur komið fram sem ein- leikari með mörgum hljómsveitum. Má þar nefna Ríkishljómsveitina í Kosice, Fílharmóníuhljómsveitirnar í Sló- vakíu og Móraviu, Sinfóníuhljóm- sveitina í Prag, Útvarpshljómsveit- ina í Berlín og Sinfóníuhljómsveit íslands. Hann hefur haldið einleiks- tónleika víða um Evrópu. Einnig hafa verið gerðar margar útvarps- og sjónvarpsupptökur með leik hans. Hann hefur starfað á íslandi síðan 1990. Á efnisskrá tónleikanna eru'verk eftir Mozart, Liszt, Debussy, Bart- ók, Martinu og Speight. Peter Máté Listamaður mánað- arins hjá Dægra- dvöl á Alftanesi LISTA- og menningarfélagið Dægradvöl stendur fyrir myndlist- arkynningu í Haukshúsum á Álfta- nesi sunnudaginn 3. mars frá kl. 14-18. Kynntur verður listamaður mánaðarins, Magnús Guðjónsson. Magnús lauk námi frá Hótel- og veitingaskóla íslands, þar sem meðal annars var lögð áhersla á teikningu, blóma- og borðskreytingar. Magnús vann við iðn sína um árabil og hefur síðan stundað ýmis störf. I kynningu segir: „Hann fékk til- sögn í teikningu hjá Éinari Hákonar- syni myndlistarmanni og hafði þá lagt stund á myndlist í tómstundum í nokkur ár. Úr grjóti og járni byrj- aði hann að smíða fyrir um það bil tveimur árum og hefur hann lagt áherslu á að gijótið haldi sér sem mest eins og náttúran hefur smíðað það, en myndi form með járni og kertaljós gefi því líf, þar sem það á við.“ Lista- og menningarfélagið Dægradvöl var stofnað 17. október 1994 og hefur staðið fyrir margvís- legri menningarstarfsemi frá upp- hafi. Meðal þess sem félagið hefur bryddað upp á eru vísnatónleikar, djasskvöld, bókmenntakynningar og flutningur sígildrar tónlistar. Félagið stendur fyrir opnu húsi í Haukshúsum í hverjum mánuði og kynnir listamann mánaðarins fyrsta sunnudag í hveijum mánuði. ValurFreyr í íslensku mafíuna VALUR Freyr Einarsson mun hlaupa inn í hlutverk Ásláks barnastjörnu í íslensku maf- íunni, sem sýnd er hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu, laugardaginn 2. mars. Hlutverk Ás- láks hefur ver- ið í höndum Felix Bergsson- ar en liann er nú staddur ásamt leik- hópnum Bandamönnum á alþjóðlegri leiklistarhátíð í Krónborgarkastala við Hels- ingjaeyri í Danmörku en Amlóða- saga, samstarfsverkefni Banda- manna og Leikfélags Reykjavík- ur, verður frumsýnd á þessari hátíð nú í byrjun mars. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Valur Freyr æfir upp hlutverk með skömmum fyrirvara. Skemmst er að minnast þess að hann tók við hlutverki Gunnars Helgasonar í Himnaríki fyrr í vetur með aðeins fjögurra daga fyrirvara. Valur Freyr lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1989, 5. stigs prófi í söng við Tónlistarskóla Garða- bæjar 1991 og stundaði leiklist- arnám í Manchester Metropolit- an University School of Theatre 1992-1995. Hann hefur leikið með leiksmiðju Reykjavíkur í Stúdentaleikhúsinu og auk þess í nokkrum leikritum fyrir Stund- ina okkar. Auk þess lék Valur Freyr í kvikmynd Einars Heimis- sonar, Hvíta dauða. Síðustu dagar bókamarkaðs NÚ LIÐUR að lokum bókamarkaðs Félags íslenskra bókaútgefenda, því honum lýkur sunnudaginn 3. mars. Opið verður laugardag og sunnudag í Perlunni til kl. 19. Bókamarkaður- inn hefur fengið góðar undirtektir og sjaldan eða aldrei hafa jafn margir komið á bókamarkaðinn. Markaðurinn verður opinn alla daga kl. 10-19 fram til sunnudags- ins 3. mars. MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Kjartan Ólason, Philippe Richard og Guðrún Hrönn Ragnarsd. - Kjarvais- sýning fram á vor. Listasafn íslands Norræn framtíðarsýn til 17. mars. Safn Asgríms Jónssonar Sýn. á vatnslitam. Ásgríms út mars. Listasafn Sigurjóns Olafssonar Portrettsýning til 19. maí. Norræna húsið Sams. myndlistarm. frá Færeyjum, Grænlandi og Islandi til 10. mars. Gerðarsafn Thomas Huber sýnir til 10. mars. Ingólfsstræti 8 Hrafnkell Sigurðsson sýnir til 3. mars. Gallerí Sævars Karls Kristján Guðmundss. sýnir til 13. mars. Nýlistasafnið Alda Sigurðard., Hlynur Hallsson, Steinunn Helga Sigurðard. og Örn Karlsson sýna til 10. mars. Hafnarborg Guðrún H. Jónsd., Guðrún Ragnhildur Eiríksd. sýna til 11. mars og Ian Hobson til 5. mars. Gallerí Stöðlakot Árdís Olgeirsdóttir sýnir til 3. mars. Listhús 39 Ásrún Tryggvadóttir sýnir til 10. mars. Gallerí Greip Jón B. Kjartanss. sýnir til 10. mars. Gallerí Fold Siguijón Jóhannsson sýnir til 10. mars og Sveinbjörg Hallgiámsd. sýnir í kynningarhorni. Listhús Ófeigs Erna G. Sigurðard., og Eva G. Sigurð- ard. sýna til 9._mars. Gallerí Sólon íslandus Anna María Siguijónsd. sýnir ljós- myndir til 17. mars. Mokka Hlynur Hallsson sýnir til 9. mars. Gallerí Umbra 14 Langbrækur sýna til 13. mars. Gallerí Önnur hæð Vincent Shine til 6. mars. Myndás Einar Óli sýnir ljósm. til 22. mars. Listasafn Ákureyrar Guðmundur P. Ólafsson sýnir ljósm. og sýn. á verki Komar og Melamid. Galleri Plús - Akureyri Hlynur Hallsson sýnir til 10. mars. TONLIST Laugardagur 2. mars Lúðrasveitarstónl. í Ráðh. Reykjav. kl. 16. Diddú og Anna Guðný í Loga- landi kl. 21. Barnakóramót í Vídalíns- kirkju Garðabæ, tónleikar kl. 17. Sunnudagur 3. mars Léttsveit Tónmenntask. Reykjavíkur í sal Tónlistarsk. Fél. ísl. hljómlist- arm., Rauðagerði 27 kl. 15. Afmælis- tónl. Tónlistarsk. Ak. í Gierárkirkju kl. 17. Peter Máté heldur píanótónl. á vegum Menningarfél. Dægradvalar kl. 20.30. í samkomusal íþr.húss Bess- ast.hrepps. Sunnudagstónl. í óper- unni; Páll Jóhannesson kl. 17. Mánudagur 4. mars „Eg trúi á ljós“ í Loftkastalanum kl. 20 og 22. Þriðjudagur 5. mars Söngtónleikar í Borgarleikhúsinu kl. 20.30. Miðvikudagur 6. mars „Ég trúi á ljós“ í Loftkastalanum kl. 21. Leikhúskjallarinn Jazz-kvintett Ragnheiðar Ólafsdóttur mán. 4. mars kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Tröllakirkja sun. 3. mars, fös. Þrek og tár lau. 2. mars, fim., lau. Kardemommub. lau. 2. mars, sun., lau. Leigjandinn sun. 3. mars, fös. Ástarbréf sun. 3. mars. Borgarleikhúsið íslenska rnafían lau 2. mars, fös. BarPar lau. 2. mars, fös. Konur skelfa lau., sun., mið., fim., fös. Höfundasmiðja LR; Uppgerðarasi með dugnaðarfasi eflir Svölu Amardóttur lau. Leikfélag Akureyrar Sporvagninn Gimd lau. 2. mars Hafnaríjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör lau. 2. mars., fös., lau. Kaffileikhúsið Sápa þijú og hálft lau. 9. mars. Kennslu- st. lau. 9. mars. Grískt kvöld lau. 2. mars. Gerðuberg Dagur leikbrúðunnar; Bamasýn. Brúður, tónlist og hið óvænta... kl .14. og 16. sun. 3. mars. Möguleikhúsið Ekki svona! mið. 6. mars. Astarsaga lau. 2. mars. Leikfélagið Snúðiu- og Snælda Veðrið klukkan 18 og Háttatími. Sýn. í Risinu, lau., sun., þri., fim. kl. 16. KVIKMYNDIR MÍR Fjórar heim.kvikm. sun. kl. 16. Norræna húsið Sænsk teiknim. fyrir böm, sun. kl. 14,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.