Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 8
KORFUBOLTI Orlando stígur ekkí feilspor á SKIÐI / HEIMSBIKARINN I ALPAGREINUM heimavelli Nýir meistarar krýndir ÍSLANDSMÓTIÐ í þolfimi fór fram með pompi og pragt á sunnu- daginn og voru nýir meistarar krýndir þegar Ásdís Pétursdóttir tók við af Unni Pálmadóttur og Haraldur Jónsson settist í sæti Magnúsar Scheving, sem er hættur keppni. Mótið tókst í alla staði mjög vel og fengu rúmlega þúsund áhorfendur í Laugardalshöll- inni ekki bara að berja augum þá bestu í þolfimi á íslandi, heldur mikla sýningu og kvöldið kórónaði Carmen Valderas heimsmeist- ari f þolfimi með siguratriði sínu. Guðrún ísberg yfirdómari sagði framfarir mikiar og ánægjulegt að keppendur tækju íþróttina mun alvarlegar en áður. Kvenfólkið hóf keppnina og sigr- aði Ásdís örugglega með 34,5 stig. „Ég byijaði vel en klúðraði í lokin þó að mér tæk- Stefán ist að bJarga mér fyr- Stefánsson ir born en ég átti alls skrifar ekki von á sigri,“ sagði Ásdís, sem er tuttugu og tveggja ára og æfir fim- leika í fimleikadeild Ármanns. Það mátti sjá á æfingum hennar enda hafði hún yfirburði í tækni og erfið- leikaæfingum. „Ég get nýtt margt úr fimleikunum, til dæmis í tækni og styrk þó að þetta séu ólíkar grein- ar en fimleikamir em mun erfiðari. 'Nú er stefnan að gera betur og bráð- um kemur að úrtökumóti fyrir heims- meistarakeppnina, en ég stefni alltaf á að ná langt í hveiju sem ég er að gera,“ bætti Ásdís við. Keppni í karlaflokki var tvísýn og skildu aðeins tæp þijú stig að fyrsta og þriðja sætið. Haraldur fékk bestu einkunnir fyrir tækni og listfengi, sem skilaði honum gullpeningi. „Ég átti eins von á þessu því ég hef æft mik- ið og það gekk allt upp hjá mér,“ sagði Haraldur, sem æft hefur í eitt og hálft ár. „Það er frábært að taka við af Magnúsi Scheving og nú er bara að halda áfram. Vonandi kemst ég út að keppa en það veltur á hvort Fimleikasambandið getur styrkt mig.“ I hópakeppni sigraðu stúlkur úr fimleikadeild Gerplu með nokkrum yfirburðum hressan hóp frá Selfossi og í parakeppni keppti eitt par, sem hlaut að sjálfsögðu gullið. Úr gjör- gæslu í þolfimi EFTIR hvert atriði voru kepp- endur tekuir tali á sviðinu. Samúel Sveinn Bjamason, sem keppti fyrir Hressó í Vest- mannaeyjum, hafði áhugaverða sögu að segja. Fyrir rúmu einu og hálfu ári var hann 120 kíló og hafðí hann ekki minnsta áhuga á íþróttum. Þá greindist hann skyndilega með sykursýki og var fluttur á gjörgæslu með 97% mmol, sem er mælieining fyrir sykurmagn i blóði en vepjulegur maður hefur um 5% mmol í blóðinu. Hann náði sér en var mjög máttfarinn og varð að breyta algerlega um lífstíl, byijaði smátt með kílóa lóð í hvorri hendi en þegar hann var farinn að hlaupa 10 kílómetra á dag, ákvað hann að breyta til og spreyta sig í þolfimi, meðal annars vegna þess að þar lærði hann um næringarfræði. „Það var bara svo gaman í þol- fiminni að ég get bara alls ekki hætt og kenni nú íþróttina." Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÍSLANDSMEISTARAR íþolfimi 1996, Ásdís Pétursdóttir og Haraldur Jónsson. Austurríki er örugg með svigtitil- inn. í karlaflokki tryggði Luc Alph- and sér bruntitilinn um helgina, en áður hafði Svisslendingurinn Mich- ael von Giinigen fagnað stórsvigst- itlinum. Þrefaklur sigur hala í Narvík ÍTALSKIR skíðamenn voru sig- ursælir í heimsbikarnum í alpa- greinum skíðaíþrótta um helg- ina. Peter Runggaldier sigraði í risasvigi í Hakuba í Japan og ítöisku stúlkurnar unnu þre- faldan sigur í stórsvigi í Narvik f Noregi. Runggaldier, sem var heimsbik- armeistari í risasvigi í fyrra, var fyrstur Itala til að sigra í Japan síðan Gustavo Thöni varð Ólympíu- meistari í stórsvigi í Sapporo 1972. Þetta var jafnframt fyrsti heimsbik- arsigur Runggaldiers í vetur. Norð- maðurinn Alte Skárdal, sem er efst- ur í risasviginu, varð annar og Hans Knaus frá Austurríki í þriðja sæti. Aðeins eitt mót er eftir í risa- svigi og fer það fram í Lillehammer í Noregi í vikunni. Austurríkismenn áttu fjóra af tíu fyrstu og unnu þar með liðakeppn- ina og fengu í verðlaun japanska Subaru-bifreið. Karlamir áttu einn- ig að keppa í bruni, en ákveðið var að fella það niður því veður var ekki nægilega hagstætt til keppni í Japan. Þar sem aðeins eitt brunmót er eftir getur enginn annar keppandi náð Frakkanum Alphand að stigum. Hann er með 532 stig, en næstur kemur Partick Ortleib frá Austur- ríki með 359 stig, en 100 stig eru veitt fyrir sigur á heimsbikarmóti. „Ég hef unnið vel fyrir þessum titli og ég held að ég verðskuldi hann,“ sagði Alphand. Lasse Kjus frá Noregi, sem varð níundi í Japan, heldur enn foryst- unni í heildarstigakeppninni. Hann er með 163 stiga forskot á Austur- ríkismanninn Gunther Mader, sem var fjórði á sunnudaginn. Þrefalt hjá þeim ítölsku Konurnar kepptu í stórsvigi í Narvik í Noregi á laugardag og röðuðu þær ítölsku sér í þijú efstu sætin. Olympíu- og heimsmeistar- inn Deborah Compagnoni var fyrst, Sabina Panzanini önnur og Isolde Kostner þriðja. Þetta er í fyrsta sinn sem ítalskar stúlkur vinna þre- falt í heimsbikarmóti. „Ég er mjög ánægð með sjálfa mig og eins löndur mínar. Þetta er frábær dagur fyrir Ítalíu,“ sagði Compagnoni. Hún á ekki möguleika á að vinna stórsvigstitilinn því hún gat ekki tekið þátt í heimsbikarmót- unum fyrr en eftir áramót vegna meiðsla. Martina Ertl frá Þýska- landi er sigurstranglegust í stór- svigskeppninni, en Katja Seizinger og Anita Wachter eiga einnig möguleika. Fimm titlar í höfn Lokamótin í heimsbikarnum fara fram í Lillehammer í vikunni og lýkur um næstu helgi. Nú þegar eru fimm heimsbikartitlar af tíu í höfn. Picabo Street er brunmeistari kvenna, Katja Seizinger er sigur- vegari í risasvigi og Elfi Eder frá Shaquille O’Neal átti stórleik með Orlando sem vann Portland 115:89 á laugardag. Hann gerði 41 stig og tók 17 fráköst. Þetta var 37. sigur Orlando í röð á heimavelli og hefur unnið alla 30 leiki sína á tíma- bilinu. Með sigri á Charlotte næsta föstudag jafnar Orlando met Boston Celtics frá því 1985 til 1987. „Við lékum vel og áttum skilið að sigra og stórleikur O’Neals hjálpaði til,“ sagði Brian Hill, þjálfari Orlando. Dennis Scott gerði 19 stig og þar af vora sex þriggja stiga körfur, Penny Hardaway var með 18 stig. Clifford Robinson var stigahæstur í liði Portlands með 26 stig. Michael Jordan setti niður 21 stig er Chicago Bulls vann Boston Celtics örugglega á heimavelli 107:75. Scottie Pippen meiddist á baki í þriðja leikhluta og lék ekki meira eftir það. Celtic lék án Dino Radja, sem er meiddur á ökkla. Bulls hefur unnið alla heimaleiki sína, 28 tals- ins. Liðið hefur nú unnið 52 leiki og tapað aðeins sex og þarf að vinna 18 af síðustu 24 leikjunum í deild- inni til að verða fyrst liða til að Vinna 70 leiki á í NBÁ-deildinni á sama tímabilinu. 1 .OOO sígrar hjá Wilkins Lenny Wilkins, sem þjálfar Atl- anta og bandaríska ólympíuliðið, vann 1.000. leik sinn sem þjálfari aðfaranótt laugardags er Átlanta mætti Cleveland, 74:68. Wilkins hef- ur verið þjálfari í 23 ár, unnið 1.000 leiki og tapað 838 sem er 54,4% vinningshlutfall. Hann hefur komist með lið í úrslitakeppni NBA-deildar- innar í 13 af síðustu 17 keppnistíma- bilum og þar af einu sinni meistari, árið 1979, er hann var með Seattle. Lakers sigraði Washington á heimavelli 100:95 aðfaranótt laug- ardags og skoraði Cedric Ceballos 27 stig. Vlade Divac kom næstur með 18 stig og 11 fráköst og Elden Campbell 15 stig og 11 fráköst. Indiana hafði betur gegn Charl- otte 103:100 í fyrrinótt og þar með var 800. sigurleikur Larry Browns sem þjálfara staðreynd. Reggie Mill- er gerði 31 stig fyrir Indiana, Rik Smits kom næstur með 23 og Mark Jackson gerði 16 og átti auk þess 12 stoðsendingar. Larry Johnson var með 24 stig fyrir Charlotte, sem hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Hakeem Olajuwon setti niður 29 stig fyrir meistara Houston sem unnu LA Lakers á útivelli 111:107. Sam Cassell var með 24 stig og átti 11 stoðsendingar sem er met hjá honum í vetur. Nick Van Exel var með 21 stig fyrir Lakers. „Það þarf enginn að undrast góðan leik Houston. Liðið sýndi enn einu sinni hvers vegna það er meistari síðustu tveggja ára,“ sagði Del Harris, þjálfari Lakers. „Magic“ ekki með á ÓL ERWIN „Magic“ Johnson, leikmaður Los Angeles Lakers, gefur ekki kost á sér í bandaríska landsliðið í körfuknattleik sem leikur á Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar. „Ólympíuleikarnir tækju einfaldlega of mikinn tíma frá fjölskyldunni," sagði Johnson, sem hóf að leika aftur með Lakers á þessu tímabili eftir fjögurra ára hlé eða síðan hann greindist með HlV-veiruna. Johnson, sem er 36 ára og lék með „Draumaliðinu“ á Ólympíulcikunum í Barcelona 1992, segist hafa í hyggju að leika áfram í NBA-deildinni næsta keppnistímabil og ætlaði sér að undirbúa sig fyrir það í sumar. Tvö sæti eru enn laus í bandariska ólympíuliðinu og var talið fullvfst að ef Johnson myndi gefa kost á sér yrði hann valinn. Þeir leikmenn sem lfklegastir þykja til að hreppa þessi tvð sæti eru Mitch Richmond, Sacramento, Shawn Kemp, Seattle og Jason Kidd, Dallas. ÞOLFIMI / ISLANDSMOTIÐ ENGLAND: X12 2 X X 2X1 112X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.