Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 1
FLORIDA Heintili uppf inningamanns í FORT Myers á suðvesturströnd Flórída er starfrækt myndarlegt safn í minningu uppfinn- ingamannsins Tómasar Alva Edison. llann kom fyrst til Fort Myers 38 ára, hreifst af staðnum og reisti sér hús þar sem dvaldi á veturna nær sleitulaust til dauðadags. ¦ SUNNUDAGUR17. MARZ 1996 BLAÐ C Sviknir flugvéla- varahlutir ógna öryggi farþega TALIÐ er að í flugvélum um allan heim sé að fínna varahluti sem uppfylla ekki lágmarks gæðakröf- ur. Oft eru þeir fengnir frá aðil- um, sem þegar hafa fengið dóm fyrir að dreifa slíkum hlutum. ¦ Lægsta verd á bílaleigubílum hverff sem ferðinni er heitið Hringdu i okkur og fóðu sendan sumarbæklinginn s: 588 35 35 Samningur Útivistar og Skaftárhrepps um samstarf á sviði ferðaþjónustu Umf erð f erðaf ólks verður auðvelduð TIL stendur að merkja nýjar gönguleiðir og irýta og endurbæta gangnamannaskála í Skaft- árhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu með það markmiði að auðvelda og skipuleggja umferð ferðafólks um hreppinn, tryggja öryggi þess og vernda náttúru landsins og hlífa við óþarfa átroðningi. Þá er ætlunin að fá heimafólk, sem er manna fróðast um staðhætti, til leiðsagnar í skipulögðum ferðum um svæðið. í þessum tilgangi hafa Skaftárhreppur og Útivist undirritað þriggja ára samning um víð- tækt samstarf á sviði ferðaþjónustu í hreppnum. Þá hafa verið skipulagðar nítján ferðir á vegum Útivistar um Skaftárhrepps í vor og sumar og verður fyrsta ferðin í anda samningsins farin nú um páskana. Enginn þekkir landið beturen helmafólk Að sögn Árna Jóhannssonar hjá Útivist ec, þema samningsins fyrst og fremst að virkja heimamenn tiEenn frekkri ferðaþjónustu en nú er. Heimamenn njóti gÖðs af sérþekkingu Úti- vistar sem meðal annars snýr að öryggismáium og skipulagningu ferða pg fái tækifæri til að tileinka sér hana til atvinnusköpunar í hrepþn- um. Útivistarfólk fái á móti að njóta sérþekking- ar heimafólk á landssvæðinu, enda þekki engir landið betur en það. í Skaftárhreppi eru fjölmargar náttúruperlur svo sem Eldgjá, Lakagígar og Núpsstaðaskógur auk fjölda annarra merkra staða allt frá fjalli til fjöru. Til stendur að merkja nýjar gönguleið- ir um hreppinn og kynna þær ferðmönnum jafnt innlendum sem erlendum. Þá er ætlunin að smíða göngubrú yfir Skaftá og tengja þannig saman Eldgjá sem er vestan við hana og Laka- gígasvæðið að austan. Þar með tengjast Fjalla- baksleið nyrðri og Lakasvæðið en á sumrin eru daglegar rútuferðir á báðum þessum leiðum. Hluti af uppbyggingu hreppsins á swiði ferðamála Að sögn Jóhönnu B. Magnúsdóttur, ferða- málafulltrúa Skaftárhrepps, er verið að endur- skoða stefnu hreppsins í ferðamálum og sé samningurinn mjög í anda þessarar nýju stefnu. „Markmiðið er að nýta svæðið á skynsamlegan hátt og opna það ennfrekar fyrir férðamönnum, bæði göngu- og hestafólki, én nú er og stefnan er- að Skaftárhreppur verði umhverfisvænn áfangastaður ferðamanna," segir Jóhanna. ¦ Morgunblaðið/Þorkell FOSS á Síðú.'er meðal fjölda náttúruperla í Skaftár- hreppi. Ætlunin er að merkja gönguleiðir í hreppn- um, nýta og endurbæta gangnamannaskála og fá heimámenn til að fylgja ferðafólki um landið. SUMARILECH ? LjECII í Austurríki er fyrst og fremst þekktur skíðastaður. Þó er ýmislegt um að vera þar á sumrin og margir skiðakennarar starfa þá sem leiðsögumenn. 14.-20. júlí verður t.d. haldið upp. á 700 ára afmæli þorpsins með sýningum og uppákomum. GENGIÐ Á FJÖLL ?FEGURÐIN í Ölpunum hefur þau listræn áhrif á marga og 20.-27. júlí verður boðið upp á teiknikennslu í Lech. Kennslan kostar um 32.000 kr. með gist- ingu í sjö nætur og morgunmat í tveggja sljörhu hóteli og 53.000 með hálfu fæði í fjögurra stjörnu hóteli. Nánari uppl. fást hjá Reisebiiro Lech am Arlberg, A- 6764 Lech, simi: (43/5583)2161-0, bréfsími: (43/5583)3155. GOLFFERÐ ?GQLFDEILD Úrvals-Útsýnar býður 4ra daga golfferð til Skot- lands um páskana, 4.-8. apríl. Ferðin kostar 49.800 kr. í tvíbýli og er flug, ferðir til og frá flug- velli, fjögurra nátta gisting, inorgunmatur, kvöldmatur og 27 holur á dag innifalið auk allra skatta. Þóka þarf fyrir 20. mars. :_p3C^51Jr- Tryggðu þér sæti til CatKun í sumar á þennan yndislega áfangastað þar sem þú finnur fegurstu streutlur í heimi, tærasta sjóinn og glæsilegan aðbúnað. Cancun er tískustaðurínn í ár, hér er endalaust úrval veitingastaða og skemmti- aða og kynnisferðirnðr eru ógleymanlegar s.s. skoðunarferðin til pýramídans í Chichen Itza eða spennandi ferð til Kúbu. Bókaðu meðan enn er laust. Verð kr. OS.oUUj- M.v. hjón með barn, Posada Laguna, 24. júní, 2 vikur. Verð kr. OO.-Z^U^- M.v. 2 í herbergi, Posada Laguna, 24. júni, 2 vikur. Frábærar undirlektir lO.júní 12 sæti laus 24.JÚI1Í Iíuis sæti 8-júlí 5 sæti laus 22.JÚIÍ 9 sæti liius 5. ágúst iaus sæti 19. ágúst uppselt 2. sept. uppselt 16. sept. laus sæti HEIMSFERÐIR m ¦ ¦/ Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.