Morgunblaðið - 21.03.1996, Síða 5
4 D FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
URSLIT
KA-FH
KA-húsið Akureyri, undanúrslit íslands-
móts karla - fyrsti leikur, miðvikudaginn
20. mars 1996.
Gangur leiksins: 3:0, 3:1, 4:2, 6:3, 8:6,
8:8, 9:9, 9:10, 10:10, 13:10, 13:11, 15:11.
15:12, 17:13, 17:15, 21:15, 23:16, 27:18,
29:20, 32:22, 33:25, 34:26.
Mörk KA: Julian Duranona 8/5, Patrekur
Jóhannesson 7/1, Jóhann G. Jóhannsson
7, Björgvin Björgvinsson 5, Leó Örn Þor-
leifsson 2, Sverrir A. Björnsson 2, Helgi
Þ. Arason 1, Atli Þór Samúelsson 1, Erling-
ur Kristjánsson 1.
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk FH: Hans Guðmundsson 5, Gunnar
Beinteinsson 4, Héðinn Gilsson 4, Guðjón
Ámason 3, Hálfdán Þórðarson 3, Siguijón
Sigurðsson 2, Sigurður Sveinsson 2/1, Guð-
mundur Petersen 1, Stefán Guðmundsson
1, Sverrir Sævarsson 1.
Utan vallar: 2 mínútur.
Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir
Sveinsson, dæmdu vel.
Áhorfendur: 1.046 (Þó nokkrir bættust í
hópinn).
2. deild karla:
Fylkir-HK......................26:30
Þór - Breiðablik...............25:29
ÍH-Fram........................14:34
Staðan
Fram..............5 3 2 0 144:99 12
HK...............5 4 0 1 145:104 10
Þór............. 7 2 2 3 156:172 7
Fylkir............6 2 2 2 145:138 6
Breiðablik........6 1 2 3 129:161 4
ÍH................5 1 0 4 89:134 2
■Fram tók með sér fjögur stig, HK tvö,
Þór eitt og hin ekkert.
Meistaradeild Evrópu
Átta liða úrslit
Moskvu, Rússlandi:
Spartak - Nantes (Frakkl.).......2:2
Júri Nikiforov 2 (33., 38.) - Nicolas Ou-
edec 2 (63., 85.) Áhorfendur: 30.000
•Nantes vann 4:2 samanlagt.
Amsterdam, Hollandi:
Ajax - Borussia Dortmund.........1:0
Kiki Musampa (74.) Áhorfendur: 42.000
•Ajax sigraði 3:0 samanlagt.
Aþenu, Grikklandi:
Panathinaikos - Legia Varsjá.....3:0
Krzysztof Warzycha 2 (34., 58.), Juan Jose
Borrelli (72.) Áhorfendur: 75.000
•Panathinaikos sigraði 3:0 samanlagt.
Tórínó, Ítalíu:
Juventus - Real Madrid...........2:0
Alessandro Del Piero (16.), Michele Pado-
vano (55.) 65.000
•Juventus vann 2:1 samanlagt.
England
Úrvalsdeildin
Bolton - Tottenham...............2:3
(Stubbs 74., Sellars 84.) - (Howells 17.,
Fox 54., Armstrong 60.). 17.800.
Manchester United - Arsenal......1:0
(Cantona 66.). 50.028.
Southampton - Sheff. Wednnesday...0:1
- (Degryse 1.). 13.200.
Bikarkeppnin
Liverpool - Leeds................3:0
(Steve McManaman 57., 74., Robbie
Fowler 89.)
Wimbledon - Chelsea..............1:3
(Jan Goodman ) (Dan Petrescu, Mich-
aej Duberry 79., Mark Hughes 84.)
■í undanúrslitum mætast Liverpool
Aston Villa á Old Trafford annars
vegar og Manchester og Chelsea hins
vegar á Vi.lla Park í Birmingham.
Báðir leikirnir fara fram sunnudaginn
31. mars.
Staðan efstu liða:
Newcastle....29 20 4 5 55:26 64
Man. llnited..31 19 7 5 58:30 64
Liverpool....30 17 8 5 60:26 59
Aston Villa....32 16 8 8 46:30 56
Arsenal......31 14 9 8 42:28 51
Körfuknattleikur
NBA-deildin
Charlotte - Indiana.....
New Jersey - Vancouver....
Orlando - Detroit....
Houston - Golden State....
■Eftir framlengingu.
Chicago - Sacramento...
Dallas - Cleveland....
Portland - Minnesota...
LA Lakers - Seattle.......
102:94
.....82:77
....113:91
...102:105
.....89:67
.....72:81
....106:71
.....94:71
Reynir Pálsson
Telpur '79-’80
Bára Björk Ingimarsdóttir
Þorbjörg Sveinsdóttir
Berglind Sigurgeirsdóttir
Sveinar ’81-’82
Daníel Benediktsson
Birgir Guðjónsson
Ámi F. Ólafsson
Meyjar ’81-’82
Dagný Ólafsdóttir
Áslaug Ó. Ragnarsdóttir
Erna Guðmundsdóttir
Hnokkar '83-’84
Ólafur Gylfason
Birgir Guðjónsson
Róbert Halldórsson
Hnátur ’83-’84
Áslaug Reynisdóttir
Erna Guðmundsdóttir
Signý Hafsteinsdóttir
Snáðar ’85-’86
Freyr Sævarsson
Kristinn Hilmarsson
Hjörtur Jóhannsson
2-1
2-0
2-1
2-0
2-0
2-0
2-0
2-1
2-0
2-0
Héraðsmót HSK
Mótið var haldið á vegum Héraðssambands-
ins Skarphéðins sl. laugardag. Helstu úrslit:
Stangarstökk, karlar
Freyr Ólafsson, Umf. Dagsbrún.......4,32
Ólafur Guðmundsson, Umf. Selfoss....4,10
Auðunn Guðjónsson, Umf. Skeiðam.....3,70
Hástökk, karlar
Guðmann Óskar Magnússon, UBH........1,85
Örvar Ólafsson, Umf. Dagsbrún.......1,80
Þórir S. Þórisson, Umf. Selfoss.....1,65
Langstökk án atrennu, karlar
Auðunn Guðjónsson, Umf. Skeiðum.....3,02
Ásmundur Jónsson, Umf. Selfoss......3,01
Bjarki Viðarsson, Umf. Dagsbrún.....2,99
Hástökk án atrennu, karlar
Ólafur Guðmundsson, Umf. Selfoss....1,65
Auðunn Guðjónsson, Umf. Skeiðam.....1,60
Freyr Ólafsson, Umf. Dagsbrún.......1,45
Þrístökk án atrennu, karlar
Ólafur Guðmundsson, Umf. Selfoss....9,52
Ásmundur Jónsson, Umf. Selfoss......9,18
Kári Jónsson, Umf. Laugdæla.......8,79
Kúluvarp, karlar
Ólafur Guðmundsson, Umf. Selfoss.14,95
Bjarki Viðarsson, Umf. Dagsbrún..14,70
Ásmundur Jónsson, Umf. Selfoss...11,80
Hástökk, konur
SigríðurÁ. Guðjónsd., Umf. Selfoss..1,60
Inga Birna Baldursd., Umf. Trausta..1,50
Kristín Gunnarsdóttir, Umf. Selfoss.1,50
Langstökk án atrennu, konur
Sigríður A. Guðjónsd., Umf. Selfoss.2,60
Inga Birna Baldursd., Umf. Trausta..2,55
Kristín Gunnarsdóttir, Umf. Selfoss.2,45
Hástökk án atrennu, konur
Sigríður A. Guðjónsd., Umf. Selfoss.1,25
Inga Birna Baldursd., Umf. Trausta..1,20
Kristín Gunnarsdóttir, Umf. Selfoss.1,20
Þrístökk án atrennu, konur
Sigríður A. Guðjónsd., Umf. Selfoss.7,65
Inga Birna Baldursd., Umf. Trausta..7,06
Anný Ingimarsd., Umf. Samhygð.......6,86
Kúluvarp, konur
Guðbjörg Viðarsd., Umf. Dagsbrún.11,53
Hildur Harðardóttir, Umf. Samhygð ...11,41
Eva Sonja Schiöth, Umf. Selfoss..11,00
Snóker
Stigahæstu menn að loknum
stigamótum vetrarins:
1. Jóhannes R. Jóhannesson.....182,5
2. Kristján Helgason ...i......167,0
3. Jóhannes B. Jóhannesson.....132,5
4. Arnar Richardsson...........114,0
5. Sumarliði Gústafsson.........75,8
6. Björgvin Hallgrímsson........44,5
7. Ágúst Ársælsson..............42,0
8. Sigfús Helgason..............32,8
9. Axel Einar Guðnason..........26,4
10. GísliJónsson..................24,8
11. Ásgeir Ásgeirsson.............24,3
12. Gunnar Valsson................19,0
13. Heiðar Reynisson..............16,0
14. Jónas Þ. Jónasson.............13,8
15. Björgvin Hólm Jóhannesson.....10,5
16. Kristján Ágústsson.............9,8
Vormót Skotfélags
Reykjavíkur
Mótið var haldið ! Baldurshaga 18. mars.
Stöðluð skammbyssa:
Hans Christensen...................534
IÞROTTIR
HANDKNATTLEIKUR
Punktamót í skvassi
Sjóva-Almennra mótið í skvassi, sem gaf
punkta til íslandsmóts, fór fram í Vegg-
sporti um helgina. 50 keppendur tóku þátt
í mótinu. Helstu úrslit:
Meistaraflokkur karla:
Kim Magnús Nielsen 3-0
Heimir Helgason 3-2
Arnar Arinbjarnar 3-2
Hilmar Gunnarsson
Opinn flokkur
HrafnhildurHreinsdóttir 3-1
Trausti Eysteinsson
SigurðurÁrniGunnarsson 3-0
Ásta Ólafsdóttir
A. fl. kvenna
Þórveig Hákonardóttir 3-1
íris Ragnarsdóttir 3-0
Sigurlín Jónsdóttir 3-0
Kristín Valdemarsdóttir
Unglingaflokkar:
Drengir ’79-’80
Friðrik Ómarsson 2-0
Daníel Benediktsson 2-0
Hlynur Hendriksson..,....
Guðmundur Kr. Gíslason...
Íshokkí
NHL-deildin
Leikir aðfararnótt mánudags
Ottawa - Tampa Bay......
Toronto - Vancouver.....
Washington - Dallas...
Chicago - NY Islanders..
Ðetroit - Calgary.......
Florida-NewJersey.......
Philadelphia - San Jose.
Anaheim - St Louis......
Colorado - Edmonton.....
I kvöld
Handknattleikur
Undanúrslit karla, 2. leikur:
Varmá: UMFA-Valur.......kl. 20
Körfuknattleikur
Undanúrslit karla, 4. leikur:
Gríndavík: UMFG-Haukar...kl. 20
Urslit 1. deildar karla, oddaleikur:
ísafiörður: KFÍ-ÞórÞ....kl. 20
Íshokkí
Úrslitaleikur karla, oddaleikur:
Akureyri: SA-SR.........kl. 20
Sterkur norðan-
KA-vindur á leið
suður heiðar
......510
......496
...........5:0
...........4:2
..........2:1
..........5:1
...........4:2
...........3:0
..........8:2
...........5:1
..........8:1
EKKI kæmi neinum á óvart að
leikmenn FH, Aftureldingar og
Vals fengju hroll þegar þeir
hugsa norður til Akureyrar — á
leiðinni suður heiðar er sterkur
norðan KA-vindur, sem biæs
frá KA-heimilinu, þar sem
kuldabolinn Alfreð Gíslason
ræður ríkjum. Sunnan andvari
hefur ekkert að segja ef vind-
inn á eftir að herða, því fengu
leikmenn FH að kynnast í gær-
kvöldi — þegar þeir voru „fryst-
ir“ 34:26.
I ikil spenna var í byijun og
spurningin hvaða útspil
FH-ingar myndu leika til að reyna
að stöðva KA-liðið.
SigmundurÓ. Þeir byijuðu á því
Steinarsson að láta Sturlu Egils-
skrifar son fara út til að
taka Patrek Jóhann-
esson úr umferð. Ekki gekk það vel
í byijun, KA-menn skoruðu fyrstu
þijú mörk leiksins, 3:0. Eftir það
fóru FH-ingar að herða tökin, náðu
að jafna 8:8 og komast yfir í eina
skiptið í leiknum, 8:9. Þegar staðan
var 10:10 var Guðjóni Árnasyni vik-
ið af leikvelli, KA-menn nýttu sér
það og skoruðu þijú mörk í röð og
voru yfír í leikhléi 15:11 með tveim-
ur glæsimörkum Julian Duranona
— það seinna úr aukakasti þegar
4,6 sek. voru eftir.
Hraðferð KA-manna
FH-ingar breyttu um varnarleik-
aðferð í seinni hálfleik, fóru að leika
flata vörn. Það var nokkuð sem
KA-menn kunnu að meta — tóku
leikinn smátt og smátt í sínar hend-
ur og þegar Guðmundur A. Jónsson
fór að veija og KA-menn skoruðu
hvert markið af fætur öðru úr
hraðaupphlaupi, gáfust FH-ingar
upp — staðan orðin 23:16. KA-
menn höfðu þá skorað fimm mörk
í röð úr hraðaupphlaupum á stutt-
um tíma — Duranona, Björgvin tvö,
Jóhann og Patrekur, sem skoraði
síðasta markið með því að snúa
knettinum fram hjá markverði.
FH-ingar tóku þá Patrek aftur úr
umferð, það var of seint — mestur
var munurinn síðan tíu mörk, 32:22
og 33:23.
Jóhann G. með stórleik
Leikmenn KA fóru á kostum og
voru hornamennirnir Jóhann G.
Jóhannsson, sem átti snilldarleik,
og Björgvin Björgvinsson fljótir
fram í hraðaupphlaup — skoruðu
mörg falleg mörk. Þeir félagar hafa
skipað sér á bekk með bestu horna-
mönnum landsins, eru fljótir og lesa
leikinn vel — bregða sér snöggt inn
á línuna þegar það á við. Þá er lið
með langskyttur eins og Duranona
og Patrek ekki á flæðiskeri statt.
Þegar varnarmenn KA ná að stilla
saman strengi sína, er erfitt að
hamra gegn þeim — hæð leikmanna
er mikil. Hvaða langskyttur geta
komið knettinum fram hjá væng-
hafi Alfreðs, Patreks, Erlings og
Duranona, þegar þeir komast í
ham?
FH-ingar náðu sér ekki á strik
og munaði þar mest um að vörn
þeirra var ekki sannfærandi — réð
ekkert við hraða leikmanna KA —
og markvarslan var eftir því. Magn-
ús Árnason varði ekki nema þijú
skot í leiknum, öll í fyrri hálfleik.
Það eitt segir sína sögu. Sóknarleik-
ur þeirra var vandræðalegur. Hans
Guðmundsson var frískastur FH-
inga og Héðinn ógnaði með góðum
langskotum í fyrri hálfleik. Aðrir
burðarásar, eins og Guðjón Árna-
son, Siguijón Sigurðsson, Gunnar
Beinteinsson og Sigurður Sveins-
son, sér ekki á strik.
Eins og fyrr segir þá er ekki
hægt að sjá að sunnanliðin þijú,
FH, Afturelding eða Valur, geti
stöðvað norðanvind KA-manna.
Ekkert annað en kraftaverk getur
komið í veg fyrir að íslandsmeist-
aratitillinn fari ekki norður yfir
heiðar í fyrsta skipti.
Gils Stefánsson fyrrum leikmaður FH
Lýsir áhyggjum
vegna aukinnar
hörku í leikjum
TALSVERT hefur borið á grófum
leik í 1. deild karla í handknattleik
í vetur, sérstaklega þykir hafa
færst í vöxt að slegið sé í háls og
andlit leikmanna. Einn þeirra sem
hafa miklar áhyggjur af þessari
þróun er Gils Stefánsson, fyrrum
leikmaður FH,. sem þótti einmitt
mikill varnaijaxl meðan hann var
í eldlínunni.
„Það var alltaf verið að reka mig
útaf á sínum tíma, en ég man ekki
eftir því að ég hafi verið að gefa
andstæðingunum olnbogaskot eða
beija þá á annan hátt, eins og tíðk-
ast í dag,“ sagði Gils við Morgun-
blaðið.
Gils lék með FH sem fyrr segir
og Héðinn sonur hans leikur með
félaginu í dag, en hann tekur skýrt
fram að hann sé ekki að ræða
málið sem FH-ingur. Lið FH sé
ekki betra að þessu leyti en önnur.
„Þetta er dómurunum að kenna.
Þeir verða einfaldlega að taka harð-
ar á svona ruddaskap. Ég hef mikl-
ar áhyggjur af þessu og óttast að
ekkert gerist fyrr en stórslys á sér
stað,“ sagði Gils — og rétt er að
taka fram að rætt var við hann
áður en undanúrslit íslandsmótsins
hófust, en greinin ekki komist inn
í blaðið fyrr en nú.
„Rautt spjald sést varla á lofti í
handboltaleikjum í dag nema þegar
leikmenn mótmæla. Dómarar virð-
ast ekki þola að við þá sé talað en
þeir horfa upp á að leikmenn séu
barðir til óbóta. Þetta gengur ekki,“
sagði Gils.
Duranona með
500. markið
JULIAN Duranona skoraði í gærkvoldi
500. mark KA í úrslitakeppninni frá
1992, þegar úrslitakeppnin hófst með
því fyrirkomulagi sem leikið er í dag.
Markið var afar glæsilegt — Duranona
fiskaði knöttinn giæsilega, brunaði upp
völlinn og sendi hann í netið þegar hann
var á punktalinu. Kom liði sínu þá í 19:15.
Guðmundur
varði 300.
skotið
GUÐMUNDUR A. Jónsson varði 300.
skot KA-liðsins í úrslitakeppninni, þegar
hann varði skot frá Gunnari Beinteins-
syni úr horni. Fimm markverðir hafa
staðið í marki KA i úrslitakeppninni frá
1992 og hefur Sigmar Þröstur Óskarsson
varið flest 6kot þeirra, eða 202 skot.
sér ekki á strik
MAGNÚS Árnason, markvörður FH-
inga, sem var hetja þeirra gegn Haukum
á dögunum, varði þá 23 skot, náði sér
ekki á strik gegn KA í gærkvöldi. Hann
varði aðeins þrjú skot í leiknum - það
fyrsta eftir 13 mínútur. Jónas Stefánsson
varði aðeins tvö skot í leiknum.
Átta heima-
sigrar i roð
KA-liðið hefur unnið átta heimasigra í
röð í úrslitakeppninni, eða síðan liðið
tapaði sinum eina leik á heimavelli -
20:26 gegn Eyjamöimum 1992. FH-liðið
hefur ekki fagnað sigri á Akureyri síðan
1993,23:24. Síðan hefur það gert eitt
jafntefli, 26:26,1994 ogtapað þremur
leikjum árin eftir - 24:27,24:30 og í
gærkvöldi 26:34.
Hans fékk
greiðan að-
gang
HANS Guðmundsson skoraði síðasta
mark FH-inga beint úr aukakasti í gær-
kvöldi, er leiktíminn var útrunninn.
KA-menn veittu honum greiðan aðgang
að marki sínu, með því að stilla ekki upp
varnarvegg.
Bergsveinn
varið mest
BERGSVEINN Bergsveinsson hefur var-
ið mest allra í úrsiitakeppninni frá 1992,
alls 390 skot fyrir FH og Aftureldingu.
Bergsveinn skaust yfir Guðmund Hrafn-
kelsson, Val, sem liefur varið 387 skot
og Sigmar Þröst Óskarsson, ÍBV/KA,
sem hefur varið 320 skot.
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 D 5
ÍÞRÓTTIR
Þannig vörðu
þeir
Hvað oft knötturinn fór aftur
til mótheija, er innan sviga:
Guðmundur A. Jónsson, KA
8 (1). 6(1) langskot, 1 eftir
gegnumbrot, 1 úr horni.
Björn Björnsson, KA 3. 3
langskot.
Magnús Árnason, FH 3. 2
langskot, 1 eftir gegnumbrot.
Jónas Stefánsson 2. 2 lang-
skot.
KA-menn voru
miklu betri
BJÖRGVIN Björgvinsson,
hornamaður I liði KA, lék
sérlega vel gegn FH-ingum
á Akureyri í gærkvöldi. Hér
er hann í dauðafæri og í
þann veginn að gera eitt
fimm marka sinna í leikn-
um, en Hans Guðmundsson
virðist vera að æfa dans-
spor á meðan. Lýsandi
mynd fyrir leikinn því yfir-
burðir norðanmanna voru
mjög miklir.
Úrslitakeppnin
í handknattleik
Fyrsti leikur liðanna
í undanúrslitum
íslandsmótsins,
leikinn á Akureyri
miðvikudaginn
20. mars 1996.
SÓKNARNÝTING
Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson
KA FH
Mörk Sóknir % Mörk Sóknir. %
15 25 60 F.h 11 24 46
19 30 63 S.h 15 30 50
34 55 62 Alls 26 54 48
10 Langskot 13
2 Gegnumbrot 1
g Hraðaupphlaup 4
3 Horn 2
4 Lína 5
6 Vlti 1
KNATTSPYRNA / MEISTARADEILD EVROPU
Juve áfram á
kostnað Real
ÍTÖLSKU meistararnir Juventus
slógu Real Madrid úr leik í Evr-
ópukeppni meistaraliða, Meist-
aradeildinni, með 2:0 sigri á
heimavelli í gærkvöldi. A sama
tíma lögðu Evrópumeistarar
Ajax frá Amsterdam þýsku
meistarana Borussia Dortmund
með einu marki gegn engu. Auk
Ajax og Juventus tryggðu Nant-
es og Panathinaikos sér sæti í
fjögurra liðum meistarakeppn-
innar, Nantes með janftefli 2:2
gegn Spartak í Moskvu og Grikk-
irnir með 3:0 heimasigri á Legia
frá Varsjá.
Framheijinn Michele Padovano
tryggði Juventus sæti í fjögurra
liða er hann gerði annað mark ítalska
liðsins gegn Real Madrid. Spánver-
jamir voru mun betri í viðureign fé-
laganna á sínum heimavelli fyrir hálf-
um mánuði en dæmið snerist við í
gærkvöldi. ítalski landsliðsmaðurinn
Alessandro Del Piero kom félögum
sínum á sigurbraut með marki úr
aukspymu á 16. mínútu skammt frá
vítateig. Á 55. mínútu innsiglaði Mic-
liele Padovano sigurinn, en hann kom
inn í lið Juventus fyrir Fabrizio Ra-
vanelli sem var í leikbanni. Bæði Iið
voru einum leikmanni fátækari á leik-
vellinum áður en yfir lauk - Spánveij-
anum Rafael Alkorta og markaskor-
aranum Del Piero var vísað af velli
fyrir grófan leik með stuttu millibili
er tæplega tuttugu mínútur voru til
leiksloka. Juventus mætir Nantes í
undanúrslitum.
„Við verðskulduðum þennan sigur
en leikurinn var erfiður," sagði Marc-
ello Lippi, þjálfari Juventus að leiks-
lokum. „Nú er hins vegar nauðsyn-
legt að halda sig á jörðinni og telja
sig ekki vera komnir í úrslitaleikinn.
Leikmenn Nantes em alls engin lömb
að leika sér við.“
Evrópmeistarar Ajax létu ekki slá
sig út af laginu á heimavelli í gær-
kvöldi er þeir tóku á móti Borussia
Dortmund. Þar með er ljóst að þeir
mæta Panathinaikos í undanúrslit-
um. Eftir 2:0 sigur í fyrri leiknum
fóru Hollendingar sér í engu óðslega
á heimavelli. Kiki Musampa gerði ein
mark leiksins á 74. mínútu. Þetta
var nítjándi sigur Ajax í röð í Evrópu-
keppninni og er það met. Patrick
Kluivert lék ekkk með Ajax sökum
leikbanns og Peter Hoekstra, Danny
Blind, Marc Overmars, Michael
Reuter
MICHELE Padovano fagnar marki sínu gegn Real Madrid, sem
kom Juventus áfram í Meistaradeildlnni.
Reiziger, Finidi George, Marcio Sant-
os og Martijn Reuser léku heldur
ekki með Ajax að þessu sinni. Það
breytti engu. Þjóðveijarnir urðu að
játa sig sigraða og bíta í það súra
epli að vera fallnir úr keppni. Reynd-
ar vantaði Matthias Sammer, Stefan
Reuter og Andy Möller í lið Dort-
mund, Sammer og Reuter voru í leik-
banni en Möller meiddur.
Jari Litmanen lék að nýju með
Ajax eftii’ nokkurt hlé. Hann fékk
eina umtalsverða marktækifæri fyrri
hálfleiks á 5. mín., en hann skaut
hátt yfír af stuttu færi fyrir opnu
marki.
„Við áttum ekki okkar besta dag,
en ég skil ekki hvað leikmenn Dort-
mund voru að hugsa. Það var sem
þeir væru yfír og þyrftu ekki að
sækja,“ sagði Ronald De Boer mið-
vallarleikmaður Ajax í leiklok. „Ég
vona að allir okkar bestu menn verði
með gegn Grikkjunum svo okkur
takist leika til úrslita á ný,“ bætti
hann við.
BLAK
Þrótt-
arar
ætlaað
krækja
íþijá
tftla
REYKJAVÍKUR Þróttur skellti
Stjörnunni í Austurbergi í gær-
kvöldi ífyrsta úrslitaleiknum í
karlaflokki í blaki, en fimm hrin-
ur þurfti til að gera út um leik-
inn. Kvennalið HK og Þróttar í
Neskaupstað mætast í úrslitum
og er þetta í fyrsta sinn sem
lið Þróttar kemst svo langt í
deildinni.
Þróttarar byijuðu betur en það
V£(r þó ekki fyrr en í lokin að
þeir náðu að gulltryggja sig, 15:13,
eftir að Stjarnan hafði verið 12:11
yfir. Þróttarar kafsigldu Stjömuna
síðan í annarri hrinu, unnu 15:6.
Hávömin hjá Þrótti var sterk og
framspilið úr móttökunni var mjög
gott og gerði það gæfumuninn.
Leikmenn Þróttar gengu síðan um
eins og svefnenglar því Stjarnan var
ekki búin að segja sitt síðasta orð.
„Refurinn" í liði Stjörnunnar, hinn
42 ára gamli uppspilari, Hristo Sto-
ianov, messaði hressilega yfir sínum
mönnum og dreif þá upp úr logn-
mollunni með snilldartilþrifum þeg-
ar á þurfti að halda. Stjarnan vann
líka tvær næstu hrinur, 15:5 og
15:11, eftir að hafa verið undir 11:7.
Úrslitahrinan var jöfn þar til í
lokin en þá gerðu Stjörnumenn
nokkur ódýr mistök, Emil Gunnars-
son fékk dæmt á sig mok, og Einar
Sigurðsson og Hristo Stoianov mis-
reiknuðu sig báðir illilega þegar
boltinn datt í gólfið fyrir framan
þá án þess að þeir gerðu tilraun til
að ná honum. Möguleikinn á að
vinna þriðju hrinuna í röð fór því
fyrir lítið á lokakaflanum hjá Stjörn-
unni og leikmenn liðsins sátu eftir
með sárt ennið.
Þróttarar hafa oft leikið betur,
en Matthías Bjarki Guðmundsson
stóð fyrir sínu og skilaði móttök-
unni hnökralaust allan leikinn, en
hann ásamt Vali Guðjóni Valssyni
og Áka Thoroddsyni voru best menn
liðsins. Annar leikur liðanna verður
í Ásgarði á föstudaginn. „Þá verður
látið sverfa til stáls og það er á
hreinu að við byijurn leikinn strax
í fyrstu hrinu,“ sagði Einar Sigurðs-
son, fyrirliði Stjörnunnar.
HK og Þróttur N. í úrslit
Kvennalið Þróttar í Neskaupstað
vann sögulegan sigur á Stúdínum í
Austurbergi í gærkvöldi í þremur
hrinum gegn einni. Hrinurnar end-
uðu, 10:15, 15:11, 15:17 og 8:15.
Vendipunkturinn í leiknum kom i
þriðju hrinunni hjá Þróttarastúlkum
en þær náðu með gífurlegri baráttu
að vinna upp forskot Stúdína sem
höfðu leikinn í höndum sér. Lág-
vörnin hjá Þróttarstúlkum var ótrú-
leg og leikmenn liðsins hentust um
á vellinum eins og kvikasilfur og
hirtu alla bolta sem komu yfir netið
og refsuðu grimmt. í fjórðu hrin-
unni var aldrei spurning hvort liðið
var sterkara, en Miglena Apostolova
var prímusmótorinn í liði Þróttar
og spilamennska hennar var óað-
fínnanleg.
íslandsmeistarar HK skelltu Vík-
ingsstúlkum á afgerandi hátt í
Digranesi í einungis þremur hrinum,
en þær enduðu 15:9, 15:3 og 15:2
fyrir heimaliðið.