Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 B ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 IÞROTTIR BARÁTTAN UM ENGLANDSMEISTARATITILINN 1996 STAÐA EFSTU LIÐA Lið L U J T Mörk Stig Manchester Utd. 32 20 7 5 59:30 67 Newcastle 30 20 4 6 55:28 64 Liverpool 31 17 8 6 60:27 59 Aston Villa 32 16 8 8 46:30 56 Arsenal 32 15 9 8 44:28 54 Tottenham 31 14 9 8 40:31 51 Leikirnir sem þrjú efstu liðin eiga eftir: Newcastle United 1. apríl: 6. apríl: 8: apríl: 13. apríl: 17. apríl: 27. apríl: 2. maí: 5. maí: Liverpool Q.P.R. Blackburn Aston Villa Southampton Leeds Nottingh. For. Tottenham 6. apríl: 8. apríl: 13. apríl: 17. apríl: 27. apríl: 5. maí: 1. apríl: 6. apríl: 8. apríl: 16. apríl: 27. apríl: 1. maí: 5. maí: Manchester United Manch. City Coventry Southampton Leeds Nottingh. For. Middlesboro Liverpool Newcastle Coventry West Ham Everton Middlesboro Arsenal Manch. City ■ KARA TESAMBANDIÐ ætlaði að vera með nýja og enn fallegri verðlaunapeninga á Islandsmótinu í Kata um helgina, en þeir voru ekki tilbúnir í tíma. Karl Gauti Hjaltason formaður sambandins tilkynnti því við verðlaunaafhend- inguna að keppendur yrðu að skila málamyndapeningunum sem þeir fengu og fá síðan nýja fljótlega eftir helgina. ■ VERÐLA UNAHAFAR tóku því við verðlaunapeningunum, og skiluðu þeim jafnharðan þannig að hægt væri að láta næstu fá verð- launapeninga. ■ EDDA Blöndal fékk eignarbik- ar fyrir sigurinn í kvennaflokki og átti a.ð fá farandbikar einnig, eins og Ásmundur ísak í karlaflokki. Farandgripurinn var hins vegar ekki tilbúinn og bað Karl Gauti viðkomandi að skila honum hið fyrsta. Skömmu síðar áttaði hann sig á því að Jónína Olsen hafði sigrað árið áður og hún vann grip- inn þá til eignar, enda verið með eindæmum sigursæl í kvennaflokki undanfarin ár. ■ THOMAS Muster, Austurríkis- maðurinn, sem er í efsta sæti heimslistans í tennis, hefur ekki ÉfÓOK FOI_K unnið leik síðan hann komst í efsta sætið. Hann tapaði um helgina fyr- ir Nicolas Pereira frá Venesúela í annarri umferð móts í Flórída. Þetta var þriðji ósigur hans á jafn- mörgum mótum síðan um áramótin er hann komst í efsta sætið. ■ „ÉG er alls ekki besti tennisleik- ari heimsins, en reiknireglurnar fyrir þennan lista eru bara svona,“ sagði Muster, sem er snillingur á leirvöllum, en hefur ekki leikið á slíkum velli á þessu ári. ■ MICHAEL Johnson, banda- ríski spretthlauparinn, getur keppt bæði í 200 og 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í sumar. Tíma- töflu fijálsíþróttakeppninnar hefur verið breytt þannig að hann geti keppt í báðum greinunum. ■ DORTMUND hafur orðið fyrir blóðtöku - Andy Möller er meidd- ur á hné og er ólíklegt að hann verði leikfær fyrr en í maí. Þá er einn mánuður til stefnu í EM í Englandi og óvíst hvort hann get- ur leikið með þýska landsliðinu. „Meiðsli Möllers eru áfall fyrir okk- ur, það er slæmt að vera án hans,“ sagði Berti Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands. ■ JOSE Luis Chilavert, lands- liðsmarkvörður Paraguay, skoraði mark beint úr aukaspyrnu af 60 m færi fyrir argentínska meistaraliðið Velez Sarsfield gegn River Plate, 3:2. Þetta var í annað skiptið sem hann skorar úr aukaspymu, hann hefur aftur á móti skorað mörg mörk úr vítaspyrnum - bæði fyrir lið sitt og landslið Paraguay. ■ KAISERSLA UTERN hefur ráðið til sín nýjan þjálfara í stað Friedel Rausch sem hætti eftir jafnteflisleikinn, 0:0, gegn Werder Breman á laugardaginn. Það er Eckhard Krautzun sem tekur við liðinu, en hann lék með félaginu eitt tímabil, 1966-1967. Krautzun er 55 ára og hefur starfað við þjálf- un hjá 1860 Miinchen og Frei- burg. Kaiserslautern, sem var þýskur meistari 1991, hefur verið í botnbaráttunni í deildinni í vetur. JÚDÓ ’líernharð Þorleifsson júdó- w kappi frá Akureyri hefur náð mjög góðum árangri á mót- um erlendis að undanfömu. Hann nældi sér í bronsverðiaun á A- móti evrópska júdósam- bandsins í Róm um síð- ustu helgi og það gerði hann einnig á A-móti í Póllandi viku áður. Hann er nú í sjöunda sæti á styrkleikalista evrópska júdósam- bandsins í -95 kg flokki og á því góða möguleika & að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar. Níu efstu á styrkleikalistanum öðlast sjálf- krafa keppnisrétt í Atlanta. Þar sem aðeins eitt A-mót er eftir fram að Evrópumóti má búast við að röðin breytist ekki mikið. Árangur á Evrðpumótinu hefúr hins vegar tvöfalt vægi þannig að mikilvægt er að standa sig vel þar. Árangur Vemharðs er kannski betri en marga grunar. Fróðir menn segja að árangur hans að undanförnu sé sá besti sem ís- lenskur júdómaður hefur náð síð- an Bjarni Friðriksson vann brons- verðlaunin á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. A-mótin eru oft sterkari en sjálft Evrópumótið því þau eru opin og þar eru kepp- endur frá öðrum heimsálfum eins og Asíu og jafnvel Bandaríkjun- um. Vernharð er 22 ára og hefur æft júdó frá því hann var tíu ára gamall undir handleiðslu Jóns Oðins Jónssonar, júdóþjálfara hjá KA á Akureyri. Vernharð segist eiga Jóni Óðni mikið að þakka. Hann segir að ef hann öðlist keppnisrétt á Ólympíuleikunum, eins og allt bendir til, leggi hann mikla áherslu á að fá þjálfara sinn með sér þangað. Slíkt ætti að vera sjálfsagt. Bjami Friðriksson, sem hefur borið höfuð og herðar yfir aðra íslenska júdómenn síðustu tvo áratugina eða svo, er enn með í baráttunni um að komast til Atl- anta. Möguleikar hans eru þó minni en áður vegna þess að hann er nú í 13. sæti á styrkleika- lista Evrópu og aðeins eitt A-mót eftir fram að Evrópumótinu. Þess má geta að hann og Vemharð eru í sama þyngdarflokki og því fær aðeins annar þeirra að taka þátt í Evrópumótinu - sá sem ofar er á styrkleikalistanum. Bjami, sem sigraði ólympíu- meistarann frá því í Barcelona, Ungveijann Kovacs, á mótinu í Róm um helgina, sýndi að hann er enn í fremstu röð. Til að kom- ast upp fyrir Vernharð á styrk- leikalistanum þarf hann að ná fyrsta eða öðru sæti í Hollandi og það gæti reynst þrautin þyngri. Vemharð hefur hins vegar ákveðið að sieppa mótinu í Hol- landi vegna þess að hann ætlar að hvílast og búa sig undir Evr- ópumótið, þ.e.a.s. ef Bjarni fer ekki upp fyrir hann. Vemharð hefur verið á B-styrk hjá afreks- mannasjóði ÍSÍ, en árangur hans að undanförnu ætti skilyrðislaust að færa hann upp um flokk - á A-styrk. Þeir sem ráða afreks- mannasjóði ættu að opna augun fyrir þeim afrekum sem þessi ungi Akureyringur hefur náð að undanfömu. Það þarf að gera honum kleift að einbeita sér alfar- ið að íþróttinni fram að Ólympíu- leikum. Hver veit nema hann feti í fót- spor Ármenningsins Bjarna Frið- rikssonar? Valur B. Jónatansson Árangri Vemhards Þorleifssonar er verl að gefa meiri gaum Var meistarinn GUÐMUIMDUR STEPHEIMSEIM hræddur um að tapa í úrslitum? Fermistum næstu helgi GUÐMUNDUR Eggert Stephensen, borðtennismaður úr Vík- ingi, varð um helgina þrefaldur íslandsmeistari í greininni. Þrátt fyrir að vera aðeins þrettán ára var þetta þriðji íslands- meistaratitill hans í flokki fullorðinna á jafnmörgum árum og annað árið f röð sem hann sigrar þrefalt, þ.e.a.s. í einliða-, tvfliða- og tvenndarleik. Hann lék með Evu Jósteinsdóttur í tvenndarleik en Ingólf ur Ingóifson var félagi hans í tvfliðaleik. Guðmundur er sonur hjónanna Sigríðar Sigurðardóttur og Péturs Stephensens, en mikill borðtennisáhugi er ífjölskyldu hans því auk hans leggja bræður hans Matthías, sem er yngri, og Ólafur, sem er eldri, stund á íþróttina auk föður hans en hann kynnti iþróttina fyrir syni sínum er hann var þriggja ára. Guðmundur byrjaði að æfa borðtennis þegar hann var sex ára og vakti fljótlega mikla athygli fyrir mikla Eftir hæfíleika. Hann ívar fór fljótlega að Benediktsson standa þeim eldri á sporði og Iék fyrst með landsliðinu er hann var ellefu ára. Sama ár vann Guðmundur sér sæti í íslenska landsliðinu og hefur tekið þátt í öllum landsleikjum þess síðan enda varla tagað leik hér heima í nokkur ár. Á Islands- meistaramótinu um helgina Ienti hann í kröppum dansi í úrslita- leiknum í einliðaleik er hann mætti Kjartani Briem. Kjartan er 25 ára og æfir og leikur með dönsku fé- lagsliði. Leikur þeirra varð fimm lotur og sigraði Guðmundur 21:11 í lokahrinunni. En var Guðmundur aldrei hræddur um að tapa leikn- um þegar hann var kominn í odda- lotu? „Jú, ég var orðínn svolítið hræddur, en hafði það af að sigra, 21:11. Það er alltaf gaman að vinna Kjartan, en hann var erfiður að vanda." Hvernig er það fyrir þrettán ára dreng að vera sá besti hér í borð- tennis, hvernig taka jafnaldrar þínir þér? Morgunblaðið/Þorkell GUÐMUNDUR Stephensen, íslandsmeistari í einllðaleik í borðtennis, þriðja árið í röð. „Þeir umgangast mig eins og hvern annan félaga." Er leikinn borðtennis í skólan- um? „Það er borðtennisborð í skól- anum og við leikum stundum í frímínútum." Ertu eitthvað að spá í að fara út þegar þú verður eldri til þess að æfa og keppa? „Mig langar til þess að fara út til Norðurlandanna þegar ég verð eldri og æfa þar og keppa, en ég hef ekkert ákveðið ennþá.“ Þú hefur æft tvíliðalcik með dönskum unglingameistara, Mich- ael Maze, ætli þið að keppa saman á Evrópumeistaramóti unglinga í sumar? „Vonandi keppum við saman í tvíliðaleik. Það er ekki komið á hreint en ætti að skýrast í næstu viku þegar hann kemur hingað til lands til þess að taka þátt í móti sem verður um páskana." Hefurþú áhuga á fleiri íþróttum en borðtennis? „Já, ég hef áhuga á og fylgist með flestum íþróttum." Þú fermist um næstu helgi, ekki satt? Hvernig gengur undir- búningurinn? „Ég er ekkert byijaður að und- irbúa mig, en ég veit að það er byijað að baka eitthvað af kök- um.“ / hvaða kirkju verður þú fermd- ur? „í Áskirkju, en veislan verður ekki heima, heldur í sal úti bæ. Ég man ekki hvar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.