Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 D 7 BÖRN OG UNGLINGAR Morgunblaðið/Stefán Þór ÞÓRÐUR ívar Björnsson markvörður 4. flokks SR á milii fé' laga sinna í fullum skrúða. Margar byftur þeirra yngstu Tilþrifin hjá yngstu krökkunum í íshokkí lofa góðu en skiljan- lega eiga margir erfitt með að standa í fæturna í þessum miklu búningum á fleygiferð um svellið. Bylturnar voru því allmargar en öryggishjálmar og hlífðarbúningar draga úr högginu þannig að slysa- hættan er ekki svo mikil. Lið Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar léku til úrslita í 4. flokki en Reykvík- ingar höfðu sigrað með nokkrum yfirburðum í undankeppninni. Úrslitaleikurinn var jafn framan af og staðan 1:1 lengi vel. Krakk- arnir í SR voru þó sókndjarfari og Þórður varði vel í markinu. Lið SR bætti fjórum mörkum við og vann 5:1. Þórður ívar Björnsson, vel dúðaður markvörður, var tekinn tali eftir leikinn. Hann var hæst- ánægður með frammistöðu liðsins. „Við unnum líka á SR-mótinu fyr- ir viku. Það er alltaf gaman að vinna og líka bara að spila,“ sagði Þórður sem æfir íshokkí tvisvar í viku. Hefurðu alltaf verið í marki? „Nei, ég fór bara í það til að leika mér.“ Manni sýnist þetta vera dálítið varasamt. Hefurðu meitt þig í markinu? „Já, ég meiddi mig í síðasta leik. Þá var ég nefnilega buxna- laus. Það er ekki hægt að vera í marki nema með allar hlífarnar,“ sagði Þórður, og það eru orð að sönnu miðað við atganginn sem oft er upp við markið. íslandsmeistarar 5. f lokks kvenna HÉR að ofan er A-iið Stjörnunnar. Efri röð f.v.: Karen Ýr Lárusdóttir, Stein- unn Ósk Geirsdóttir, Sigrún Pétursdóttir, Signý Björgvinsdóttir, Guðrún Óskarsdótir, þjálfari. Fremri röð f.v.: Elfa Björk .Erlingsdóttir, fyrirliði, Sig- rún Birgisdóttir, Kristín J. Clausen, Guðrún Viðarsdóttir. KA sigraði hjá B-liðum. Efri röð f.v: Erlingur Kristjánsson, þjálfari, Edda L. Kristinsdóttir, Ilanna Sigrún Helgadóttir, Anna kristín Þórhallsdóttir, Elín Dögg Jóhannes- dóttir, Helga Björg Ingvarsdóttir. Fremri röð f.v.: Hulda Vilhelmsdóttir, Selma Sigurðardóttir, Þóra Rögnvaldsdóttir, Guðrún L. Guðmundsdóttir. ÍR-ingar sigurðu í keppni C-liða. Efri röð f.v.: Sævar Ríkharðsson, þjálfari, Jóhanna B. Sveinbjömsdóttir, Sigrún L. Sverrisdóttir, Hjördís Sigurðardótt- ir, Bettý S. Sigurðardóttir, Hrafnhildur Sigþórsdóttir, liðsstjóri, Fremri röð f.v.: Abra Hallgrímsdóttir, Ástá María Guðbergsdóttir, Gígja Kristinsdóttir, fyrirliði, Hildur Björg Þorsteinsdóttir, Anna M. Ævarsdóttir, Þórdís Þórsdótt- ir, fremst við hlið bikarsins er bangsinn Rósa sem fylgir liðinu í alla leiki. Unglingamir til Kalíu gerðu 1:1 jafntefli við Þjóðverja í æfingaleik í Mersburg í gær ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spymu skipað leikmönnum átj- án ára og yngrí lék í gær æf- ingaleik gegn þýskum jafnöldr- um sínum í Mersburg í Þýska- landi. Lyktaði leiknum með jafntefli, 1:1, og voni bæði mörinjgerð í fyrri hálfleik. Mark Islands skoraði Heiðar Sigurjónsson leikmaður Þrótt- ar. Leikurinn gegn Þjóðverjum var æfingleikur fyrir íslenska liðið en í dag heldur það til ítal- íu til þátttöku í 16 þjóða móti. Þar leika íslendingar í riðli með Sviss, Tyrklandi og Noregi. Fyrsti leikurinn verður á laug- ardaginn gegn Svisslendingum. Því næst mætir íslenska liði Tyi'kjum á mánudaginn og loks Norðmönnum á miðvikudag. Fari svo að islenska liðið sigri í sínum riðli leikur það í undan- úrslitum annan laugardag og um sæti á annan dag páska, mánudaginn 8. april. Guðni Kjartansson landsliðs- þjálfari valdi átján manna hóp til fararinnar sem er er þannig skipaður: Markverðir: Ólafur Þór Gunnarsson......ÍR Gunnar S. Magnússon......Fram Aðrir leikmenn: Rúnar Ágústsson..........Fram Valur Fannar Gíslason....Fram Þorbjörn Atli Sveinsson..Fram Sigurður Elí Haraldsson..Fram Haukur Hauksson..........Fram Ámi Ingi Pjetursson..........KR Edilon Hreinsson.............KR ívar Ingimarsson............Val Ásgeir Ásgeirsson.........Fylki Heiðar Siguijónsson......Þrótti Hjalti Þór Vignisson.....Sindra Jóhann B. Guðmunds.....Keflavík Haukur Ingi Guðnason ....Keflavík Arngrímur Amarson......Völsungi Njörður Steinarsson....Selfossi Amar Viðarsson...............FH Bjarni Guðjónsson knatt- spyrnumaður af Akranesi var valinn en varð að hætta við þátttöku sökum meiðsla í hné og þykir líklegt að hann verði að fara í uppskurð. í hans stað kom Hjalti Þór Vignisson leik- maður með Sindra á Höfn í Hornafirði. Morgunblaðið/Stefán Þór HID sigursæla 3. flokks lið Skautafélags Akureyrar glaðbeitt eftlr sigur í úrslltaleiknum. Oruggur sigur SA Flestir þátttakendur voru í 3. flokki á Brynjumótinu, þ.e. 10-12 ára. Björninn og SR sendu tvö lið hvort félag og SA eitt. Skrautlegustu tölumar litu dagsins ljós í þessum flokki, svo sem 17:0 og 18:3, en þær tölur skipta ekki öllu máli. Hinum kappsömu ís- hokkíspilurum þykir meira um vert að fá að vera með. Skautafélag Akureyrar vann alla sína leiki stórt í þessum flokki en margir af bestu leikmönnum liðsins eru á leið upp í næsta flokk. SA mætti a-liði Bjarnarins í úrslitum og sigraði 7:0. SR a fékk síðan bronsið eftir 3:0 sigur á b-liði Bjarnarins. Margir góðir sprettir sáust í þessum flokki enda leikmenn orðnir vel stöðugir og farnir að geta spilað meira saman. Andri Magnússon er einn af leikmönnum Akureyringa en hann er sonur Magnúsar Finnssonar, frammámanns í Skautafélagi . Akureyrar, og því þaulvanur skautunum frá bernsku. Hann kvaðst vera miðlínuspilari og vera búinn að æfa býsna lengi. Eruð þið ekki vanir því að sigra í þessum flokki? „Jú, okkur hefur gengið vel. Ég á ekkert nema gull heima, ekki eitt einasta silfur. Ég á eitt ár eftir í þessum flokki og held því von- andi áfram að safna gulli,“ sagði Andri, og hann var mjög ánægður með allt nema kuldann sem beit óþyrmilega á sunnudaginn. Fínt mót enkalt , HIÐ geysisterka lið Bjamarins í 2. flokki er skipað mörgum reyndum köppum en þar eru líka strákar og stelpur sem eru nýlega byijuð í ís- hokkí. Svavar Ottesen dró fram kylf- una í fyrra og hóf æfingar, en hann er Akureyringur að upplagi og vanur skautum. „Þetta er alveg stórskemmtileg íþrótt og ég held að ég sé allur að koma til. Okkur hefur líka gengið vel, við unnum gull í SR-mótinu og ég er mjög ánægður með 10:1 sig- urinn gegn SR á þessu móti. Það vár frábær leikur. Úrslitaleikurinn gegn SA núna var erfiður. Okkur gekk bölvanlega að skora í byijun en sig- urinn var sanngjarn,1* sagði Svavar. Eruð þið félagarnir ánægðir með mótið hérna? „Já, þetta er fínt, bara of kalt. Það vantar alveg yfirbygginguna og svo mættu aðstæður vera betri.“ ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.