Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fískverð heima _il__ i ii Alls fóru 567,6 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 67,1 tonn á 60,72 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 48,7 tonn á 80,53 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 451,8 tonn á 91,38 kr./kg. Af karfa voru seld alls 67,6 tonn. í Hafnarfirði á 85,99 kr. (7,71), á Faxagarði á 156,59 kr./kg (12,41) og á 81,55 kr. (47,41) á Suðurnesjum. Af ufsa voru seld alls 211,4 tonn. í Hafnarfirði á 49,20 kr. (54,91), á 47,87 kr. á Faxagarði (7,61) og á 41,41 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (148,91). Af ýsu voru seld 228,6 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 68,33 kr./kg. 10 100 Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja 172,97 Feb. Mars \ 8.v ! 9.v í 10.v! 11 ,v| 12.v! 13,v I Karfi Mars Feb. 8.v I ð.v 110.v [ 11 .v 112.v Ufsi Kr7kg 80 Fiskverð ytra Þorskur Karfi Ufsi Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustú viku, samtals 340,1 tonná141,73 kr./kg. Þaraf voru 16,1 tonn af þorski á 111,70 kr./kg. Af ýsu voru seld 121,5 tonná 113,05 kr./kg, 107,8tonnaf kolaá181,82kr./kg, og 5,7 tonn af karfa á 127,30 kr. hvert kfló. Fjögur skip seldu afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Alls voru seld 712,0 tonn af karfa á 126,38 kr./kg. meðalv, en um sölu á ufsa var ekki getið sérstaklega. Mikil aukning’ í útflutningi á norskum siávarafurðum NORÐMENN Síldin vegur æ þyngra og er Srðír fyrir þriðja verðmætasta afurðin jjja 4.° ™nj. fyrstu tveimur mánuðum ársins og er það nærri 24% aukning frá því á sama tíma í fyrra. Var magnaukningin 31,5% og útflutningurinn alls 369.000 tonn. Hér er um nýtt met að ræða í útflutningi norskra sjávarafurða og gæti bent til, að heildarútflutningur Norðmanna á ár- inu yrði meira en 240 milljarðar ísl. kr. Þótt heildarútflutningurinn hafi aukist er þróunin innan einstakra greina mjög ólík. Þar sem vel hef- ur gengið, hefur gengið mjög vel og þar sem illa gengur hefur ver- ið um mikla erfiðleika að ræða. Tölurnar yfir útflutning sjávaraf- urða sýna hins vegar vel hve sjáv- arútvegurinn hefur sterka stöðu í norsku efnahagslífí um þessar mundir, því að heildarvöruútflutn- ingur Norðmanna í febrúar, ef skip og olíuborpallar eru undan- skilin, var um 240 milljarðar ísl. kr. Innflutningur til Noregs jókst um 9,6% í febrúar en viðskiptin við útlönd voru samt hagstæð þá um 6,5 milljarða ísl. kr. Er það 19% aukning frá því febrúar í fyrra og munar mest um olíu og gas, sem hafa hækkað í verði um 17%. Venjulegur vöruútflutningur jókst þó um 7,5% og þar vega sjáv- arafurðimar þyngst. Auknlngin mest i Austur-Evrópu Það, sem af er árinu, hefur sölu- aukningin verið mest á mörkuðum utan Evrópusambandsins, aðal- lega í Austur-Evrópu og Brasilíu. Rússland er nú orðið sjötta stærsta markaðslandið fyrir norskar sjávarafurðir og jókst út- flutningur þangað í janúar og febrúar um 88%. Var alls 64.824 tonn. Verðmætisaukningin var hins vegar 116%. Uppistaðan í útflutningi Norð- manna til Austur-Evrópulanda er síld, einkum fryst, og hefur verðið á henni hækkað um 16% þótt út- flutningurinn hafi aukist um 123%. Þykir það sýna vel hve möguleikarnir eru miklir að þessu leyti. Saltfiskútflutningur til Brazilíu hefur aukist svo mikið, að þar er nú að finna stærsta markað fyrir norskar sjávarafurðir í heiminum. í janúar og febrúar keyptu Braz- ilíumenn fisk af Norðmönnum fyr- Bretland ir 4,7 milljarða ísl. kr. og er það 27% aukning frá fyrra ári. Hefur aukningin verið mest í söltuðum ufsa, löngu og keilu en eftirspum- in er mjög árstíðabundin og lang- mest í kringum stórhátíðir. Kaup- máttur almennings í Brazilíu hefur verið að batna og Norðmenn telja næstum óendanlega möguleika á þessum markaði. 54% til ESB Þótt Brazilía sé stærsta, ein- staka markaðslandið, þá fer mest af sjávarafurðaútflutningi Norð- manna til Evrópusambandsríkj- anna eða 54%. Hefur verið nokkuð um erfiðleika í frystum flökum og laxi á þeim markaði en samt er um magnaukningu að ræða og verðmætið hefur aukist um 16%. Verðmætaaukningin stafar ekki síst af því, að ýmsar afurðir fengu nýja tollfrjálsa kvóta í haust er leið og um áramótin. Sem dæmi um það má nefna, að verðmæti frystrar og pillaðrar rækju jókst um 84% vegna þess, að tollinum var aflétt 1. sept. sl. Það er síldin, sem stendur að stórum hluta undir auknum sjávarvöruútflutningi Norðmanna og á fyrstu tveimur mánuðum ársins var hún þriðja mesta út- flutningsafurðin. Þá hefur útflutn- ingsverðmæti makríls meira en tvöfaldast vegna aukinna kaupa í Austur-Evrópu, einkum í Rúss- landi, Póllandi og Lettlandi. Þang- að fór næstum helmingur makríls- ins en til Japans, sem hefur lengi verið helsta markaðslandið, fóru 26%. Laxinn verðmætastur Ofan á öllu þessu trónir að sjálf- sögðu ferski laxinn. Þrátt fyrir verðlækkun og bann eða takmark- anir á fóðrun hefur verið um aukn- ingu að ræða á þessu ári, jafnt í magni og verði. Var magnaukn- ingin 18,22% og verðmætið jókst um 2%. Er verðið fyrir ferska lax- inn nú um 280 ísl. kr. kílóið. Á frysta laxinum hefur verðið lækk- að enn meira eða um 19% og staf- ar meðal annars af því hve auð- velt er fyrir neytendur að nálgast ferskan lax. Á eftir laxinum er saltaður og þurrkaður þorskur verðmætasta fiskafurðin og fer hann aðallega til Spánar, Portúgals og Brazilíu. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins jókst útflutningurinn um 25%, var næstum 10.000 tonn, og verðmæt- ið jókst um 19%. Útflutningur á blautsöltuðum þorski jókst um 79% í janúar og febrúar, var um 14.000 tonn, en þessi fiskur er unninn áfram eða þurrkaður í innflutningslandinu. Verðið hefur hins vegar lækkað um 9,5% og er nú eitthvað innan við 220 ísl. kr. Mun meira flutt inn af fiski en flutt er utan ÚTFLUTNINGUR á sjávarafurðum frá Bretlandi dróst saman um 5% fyrstu 9 mánuði síðasta árs talið í magni. Hins vegar jókst verð- mæti útflutningsins um 5% miðað við sama tíma árið áður. Útflutn- ingurinn nam alls 310.000 tonnum að verðmæti um 44,8 milljarðar íslenzkra króna. Aukin verðmæti stafa fyrst og fremst af 14% aukn- ingi á útlfutningi á skelfiski og nam verðmæti þess útflutnings nú um 17,7 milljörðum króna. Verð á skelfiski hækkaði og magnið jókst um 9%. Þá jókst útflutningur á fiskimjöli um 41% í magni og 45% í verðmæti. Þá jókst útflutningur á flökum og ferskum fiski. Innflutningur á sjávarfangi til Bretlands minnkaði lítillega, var nú 680.000 tonn á móti 700.000 tonnum árið áður. Verðmæti innflutn- ingsins nam 88 milljörðum króna. Þar skiptir mestu innflutningur á tilbúnum fiskafurðum að verðmæti 35 milljarðar króna. „Viðskipta- halli“ vegna sjávarafurða jókst um 17.700 tonn eða 5% milli ára. Á þessu tímabili var innflutningur 370.600 tonnum meiri en á sama tíma 1994 og verðmæti mismunarins um 44 milljarðar króna. Rækja ÍSLENSKAR SJÁVARAFURÐIR hf.: Framleiðsla á rækju Góður gangur hjá ÍS í fyrra VINNSLA og sala íslenzkra sjáv- arafurða á rækju hefur aukizt mikið undanfarin ár í samræmi við aukinn rækjuafla okkar ís- lendinga. Fráárinu 1991 hefur rækjuaflinn aukizt úr 38.000 tonnum í 75.000 tonn tvö síðustu ár. Inn í þessa miklu aukningu kemur 7.500 tonna rækjuafli ís- lenzkra skipa á Flæmska hattin- um. Á sama tíma hefur heildar- framleiðsla Islenzkra sjávaraf- urða aukizt úr 3.500 tonnum í 4.950 eða um rösklega þriðjung. Aukningin er að mestu leyti í vinnslu á pillaðri rækju, sem nemur nú um 3.500 tonnum á ári. Sú framleiðsla nam um 2.150 tonnum 1991 en og hefur því aukizt um meira en 50%. Minni aukning hefur verið á rækju frystri í skel en í fyrra nam sú frysting 1.410 tonnum. Gengi hlutabréfa ISLENSKAR SJÁVARAFURÐIR hf.: Gengi hlutabréfa í árslok, árin 1991-1995 Aflaverðmæti, þús. norskar krónur Afli, tonn GENGI hlutabréfa í íslenzkum sjávarafurðum hefur hækkað mikið á undanförnum árum. Árin 1991 til 1993 var gengi bréfanna stöðugt í um 1,15. Það hækkaði síðan lítillega árið 1994, en tók loks mikinn kipp í árslok 1995, er gengið náði 2,25%. Skýringin á þessari miklu gengishækkun er meðal annar sú, að siðari hluti síðasta árs gerði ÍS samning við rússneska útgerðarfyrirtækið UTRF um aðstoð við útgerð og vinnsiu og sölu afurða unnum úr allt að 120.000 tonnum af fiski NOREGUR: Afli og aflaverðmæti 1992-1995 1992 1993 1994 1995 1992 1993 1994 1995 Botnfiskur samtals 567.228 641.378 748.900 777.500 3.889.137 3.777.613 4.755.821 5.109.900 Þoskur 219.097 275.220 372.200 368.400 1.872.492 1.978.387 2.778.100 2.836.200 Ufsi 168.161 188.087 188.200 221.100 587.127 582.171 624.500 906.600 Annað 179.970 178.071 188.500 188.000 1.429.518 1.217.055 1.353.221 1.367.100 Uppsjávarfiskur samtals 1.796.245 1.684.192 1.536.100 1.694.800 1.518.352 1.646.672 1.853.900 2.241.900 Síld 227.472 350.468 538.500 684.500 340.622 463.866 735.800 978.700 Sandsíli 92.822 101.362 167.900 263.500 55.280 56.539 104.800 172.600 Loðna 810.457 530.401 113.400 28.000 420.399 291.072 62.500 16.000 Annað 663.502 699.968 714.306 716.805 700.059 833.202 948.806 1.072.605 Skelfiskur samtals 57.477 60.721 48.264 49.200 704.190 679.806 701.200 827.400 Afli samtals 2.619.250 2.555.891 2.518.364 2.706.500 6.141.479 6.131.091 7.345.721 8.208.400 Afli útlendinga, samtals 166.400 233.500 212.200 262.800 844.700 915.700 1.011.100 1.333.100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.