Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 8
Á iílovtjimlilrtöiö úr VERINU mm. : ........... ••-•.•,' •.: ■■:■■,■•• ■'.•:.•; SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIDVIKUDAGUR 3. APRIL 1936 Sókn í flatfisktegundir hefur aukist mjög hratt Töluverð hætta talin á ofveiði SÖKN í flatfisk hefur aukist mjög hratt á undanförnum árum, að sögn Bjöms Ævars Steinarssonar, fiskifræðings á Hafrann- sóknastofnuninni. Hann segir að margar flatfisktegundir séu utan kvóta, þannig að rétt sé að fara varlega í sakirnar. Björn Ævar nefnir sem dæmi að veiði á langlúru hafi gengið mjög vel árið 1987, en þá hafi hún verið um 5 þúsund tonn. Dragnótabátar hafi verið að fá að meðaltali um tonn í kasti. Aflinn hafi hinsvegar verið um 1.500 tonn á undanförnum árum og menn séu mjög áhyggjufullir enda sé um að ræða mjög hægvaxta fiskitegund með tiltölu- lega litla afrakstursgetu. „Núna er langlúruafli í kasti ekki helmingur af því sem áður var eða um 400 kíló,“ segir hann. „Langlúran er á tiltölulega afmörkuðum blettum og því er hættan meiri á ofveiði. Drag- nótin er afkastamikið veiðarfæri þannig að það verður að fara varlega í þessa hluti.“ Björn Ævar segir tvísýnt um fleiri flatfisktegundir. Það fari alltaf fleiri og fleiri bátar á dragnót og stefni á kolaveiðar. „Skarkolinn er innan kvóta og virðist vera fullnýttur,“ seg- ir hann. „Veiðar á sandkola og skrápflúru sem eru utankvótategund- ir hafa hinsvegar aukist gífurlega. Þar höfum við lagt til aflamark í varúðarskyni eins og í langlúru.“ Áhyggjur af aukinni sókn Hann segir að þrátt fyrir tiltölulega litla þekkingu á afrakstursgetu þess- ara stofna sé ljóst að hún sé takmörk- um háð. Sjómenn sem hafi verið að veiða úr þessum stofnum hafi lýst yfir áhyggjum af aukinni sókn og það komi heim og saman við niðurstöður Hafrannsóknastofnunarinnar. Á undanförnu ári hafi rannsóknir á þessum tegundum því verið auknar og sé vonast eftir því hjá Hafrann- sóknastofnuninni að hægt verði að koma með ákveðnar tillögur í vor þegar ný ástandsskýrsla komi út. „Við lögðum til aflamark á lang- lúru, skrápflúru og sandkola fyrir yfirstandandi fiskveiðiár,“ segir hann. „Okkar tillögur fólust í því að aflinn færi ekki yfir 5 þúsund tonn í skráp- flúru, 1.400 tonn í langlúru og 7 þúsund tonn í sandkola. Þessar teg- undir voru hinsvegar ekki settar í kvóta. Aftur á móti er skarkolinn í kvóta. Við lögðum til 10 þúsund tonna hámarksafla, en sjávarútvegsráðu- neytið hækkaði það um 20 til 30 pró- sent. Nú virðast veiðarnar vera að minnka sem er ákveðið áhyggjuefni." Langlúru sparkað í haflð Hvað varðar aðrar flatfisktegundir segir Björn Ævar að 700 tonn hafi verið veidd af þykkvalúru í fyrra og 400 tonn af stórkjöftu, en ekki hafí verið lagt til neitt aflamark í þessum tegundum. Tillögur um hvernig áframhaldi á flatfiskveiðum verði háttað komi með öðrum tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar í maí. „Það segir sitt að árið 1990 voru veiðar á sandkola um tvö þúsund tonn en þær voru komnar í 5.500 tonn árið 1995. Þetta eru tegundir sem við hirtum ekki á árum áður,“ segir hann. „Maður sér að þegar langlúru- afli var hvað mestur þá var sáralítið af honum tekið í humarvörpu, en núna er nokkuð hátt hlutfall heildar- aflans tekið þannig. Það er alveg klárt mál að mikið hefur veiðst í humar- vörpu á árum áður, en þá hefur það verið talið einskis nýtt og verið spark- að í hafið.“ Áhersla á grálúðurannsóknir Björn Ævar segir að þótt grálúðan sé flatfiskur sé sjaldan talað um hana í sama vetfangi og aðrar flatfískteg- undir vegna þess að veiðum á henni sé öðruvísi háttað. Hann segir að samkvæmt aflatölum Hafrannsókna- stofnunarinnar fyrir yfirstandandi fiskveiðiár hafi átt að veiða 20 þús- und tonn. Áður hafi verið um að ræða 30 þúsund tonna afla og jafn- vel allt upp í 60 þúsund tonna afla. „Það verður að fara mjög varlega í veiðar á grálúðu,“ segir hann. „Við höfum gengið of langt þar. Mikil áhersla er nú lögð á grálúðurannsókn- ir og í tengslum við það hefur verið stofnaður samstarfshópur með skip- stjórnarmönnum og útgerðaraðilum. Það hefur m.a. skilað sér í því að sextán fiskveiðiskip taka sýni á veiði- slóð og þannig margfaldast gagnaöfl- unin, sem er mikið framfaraskref.“ Það sem eftir er af kvótanum í byrjun apríi 1996 (42% ettir af kvótaárinu) Þorskur, veiðiheimild, 101,2 þús. t, Ný staða, Ýsa, veiðiheimild, 52,0 þús. t, Ný staða, 32,7 Ufsi, veiðiheimild, 65,4 þús. t, Ný staða, Karfi, veiðiheimild, 70.9 þús. t, Ný staða, 16.9 þús. t. Grálúða, veiðiheimild, 23,4 þús. t, Ný staða, Skarkoli, veiðiheimild, 14,0 þús. t, Ný staða, 10,3 þús. t. Úthafsrækja, veiðiheimild, 67,2 þús. t, Ný staða, 23,1 þús. t. Innfjarðarækja, veiðiheimild, 9,9 þús. t, Ný staða, 0,9 þús. t. Humar, veiðiheimild, 594 tonn Ný staða, 593 tonn Skel, veiðiheimild, 9,3 þús. t, Ný staða, 1,8 þús. t. Síld, veiðiheimild, 128,7 þús. t, Ný staða, 3,4 þús. t. Loðna, veiðiheimild, 536 þús. t, Ný staða, 238,6 þús. t. FOLK Sumarvinnan þáttur í náminu • STAFNBÚI félag sjáv- arútvegsfræðinema við Há- skólann á Akureyri, gaf út blað á dögunum. Þar kennir ýmissa grasa, m.a. fjallar Sigurður Garðarsson um tvífrystingu, Ólafur Ragnar Grímsson um markaðssókn íslendinga í Asíu, Logi Þor- móðsson um fiskmarkaði og Sigþór Pétursson um rann- sóknir á fiskpróteinum og peptíðum. í ritstjóm blaðsins sitja Guðbjörg Glóð Loga- dóttir, Guðrún Anna Finn- bogadóttir og Gunnar Torfason. í inngangserindi þeirra kemur fram að félagið Stafnbúi hafi verið stofnað á vordögum 1990. Markmið þess hafi m.a. verið að efla tengsl nemenda við sjávarút- vegsfyrirtæki og standa fyrir kynningu á sjávarútvegs- fræðum. Þá segir að vakning hafi verið undanfarin ár um gildi þess að hafa menntað starfsfólk í höfuðatvinnu- grein landsins. Sjávarútvegs- deild Háskólans á Akureyri hafi hafið starfsemi í janúar 1990 en markmið deildarinn- ar sé að mennta einstaklinga í öllum undirstöðuatriðum ís- lensks sjávarútvegs og þjálfa þá í beitingu faglegra vinnu- bragða við stefnumörkun, ákvarðanatöku og stjórnun í greininni. „Nemendur sjávar- útvegsdeildar era í dag 61 að tölu og góð nýliðun hefur Guðrún Anna Finn- bogadóttir Guðbjörgf Glóð Loga- dóttir verið í deild- inni enda er mikil þörf á menntuðu starfsfólki á þessu sviði,“ segir enn- fremur. „Fyrirtæki sem starfa við sjávarút- veg hér á landi hafa kannski ekki áttað sig á því ágæta tækifæri sem býðst með sumarvinnu náms- manna úr Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri. Hér er um að ræða fólk sem flest hefur lokið stúdentsprófi og er að sérfræðimennta sig í sjávarútvegi. Þetta er fólk sem á að geta gengið í flest störf innan fyrirtækisins, fólk sem hefur áhuga á viðfangs- efninu og þarf helst að kom- ast í snertingu við flesta þætti greinarinnar áður en að útskrift kemur. Það er ekki bara hagur nemenda að verkþjálfun yfir sumartímann sé til staðar, heldur er það hagur greinarinnar í heild. Ef nemendur komast í aukn- um mæli út í fyrirtækin yfir sumartímann þá koma þeir væntanlega út úr skóla sem hæfari starfsmenn, auk þess sem fyrirtækin bera líklega sitthvað úr býtum.“ Aukin veiði í Volgu •FISKAFLI úr rússnesku ánni Volgu varð á síðasta ári um 60.000 tonn. Það er um 10.000 tonna aukning frá ár- inu 1994, en það eru mest smá krókaveiðifyrirtæki, sem veið- arnar stunda. Stefnt er að því að aflinn úr Volgu verði 75.000 tonn á næsta ári og verðmæti hans um 650 millj- arðar rúblna, 8,8 milljarðar króna. Með aukinni veiði hef- ur vinnslufyrirtækjum fjölgað hratt og í fyrra unnu um 200 lítil fyrirtæki afurðir úr fiski úr Volgu fyrir um 2 milljaðra króna. Þessi litlu fyrirtæki sækja fast að risunum, sem réðu lögum og lofum við Volgu á valdatímum komm- únista og vilja risarnir nú hefta fjölgun hinna smáu. Þrátt fyrir aukningu afla úr Volgu, hefur orðið samdráttur á veiðum á dýrmætasta fisk- inum, styijunni, og verður kvótinn í ár 1.600 tonn, sem er 20% minna en í fyrra. Hunangsgljáð loðna að hætti Japana ÞÁ ER komið að fjórðu og síðustu loðnuuppskriftinni frá Stefáni Úlfarssyni, matreiðslumeistara á Þremur » » mMmanmm frökkum. Nú ættu lesendur Versins j&toéW-*: Jfflai að vera orðnir sérfræðingar í mat- reiðslu á loðnu. Loðnuvertíð er nú að ljúka og því rétt fyrir þá, sem hyggjast eiga loðnu til matseldar fram eftir ári að byrgja sig upp. Enn er um að ræða forrétt fyrir fjóra. í réttinn þarf: 20 ioðnur (hængir) 60 gr blaðlauk 60 gr rauð papriku 50 gi' lauk 60 gr baunaspírur 50 ml soyasósu (Kikkoman) 2-3 msk hunang 1-2 tsk engifer (saxað) 1 rif hvítlauk 3 msk matarolíu Skerið hrygginn úr og hausinn af loðnuimi, þannig að hún hangi saman á maganum. Skolið fiökin og leggið þau í helminginn af soyasós- unni, blandið engifemum út í, látið marinerast í 30 mín. Takið loðnuna upp úr og leggið á grind í 4-5 tíma. Skerið paprikuna og laukinn í fína strimla og blað- iaukinn í sneiðar. Steikið grænmetið uppúr olíunni og setjið loðnuna útá, síðan hunangið, veltið grænmetinu og Joðnunni varlega upp úr hunanginu meðan það leys- ist vei upp. Bætið þá baunaspírunum, hvitlauknum og afganginum af soyasósunni útí. Látið soyasósuna bland- ast vel við hunangið og takið síðan af hitanum. Berið fram með hrísgrjónum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.