Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 C 3 ÍÞRÓTTIR Guð- mundur tapaði aft- ur fyrir Maze Morgunblaðið/ívar ÞÁTTTAKENDUR í unglingalandsleiknum í borðtennis, frá vinstri Peter Nilsson, þjálfari íslands, Markús Árnason, Guðmundur Stephensen, Ingólfur Ingólfsson, Martin Lundquist, þjálfari Dana, Mikael Maze, Martin Bræmer og Allan Nielsen. IngóHur hétt í við Maze DANSKA unglingalandsliðið í borðtennis sigraði það íslenska með sjö vinningum gegn tveimur í landsleik í TBR-húsinu á skír- dag. íslenska landsliðið var skipað Guðmundi Stephensen, Ing- ólfi Ingólfssyni og Markúsi Árnasyni. Það voru þeir Guðmundur og Ingólfur sem náðu að vinna einn leik hvor. ikil eftirvænting ríkti fyrir keppnina vegna leiks Guð- mundar Stephensens og Mikaels Mazes. Guðmundur hefur sem kunnugt er borið höfuð og herðar yfir aðra ís- lenska borðtennis- menn undanfarið þrátt fyrir ungan aldur. Daninn hins vegar er drengjameistari síns lands og varð Ivar Benediklsson skrifar Leikurinn við Guðmund vonbrigði MIKHAEL Maze sigraði alla íslendinganna þrjá og var glað- beittur í mótslok. Hann er flórt- án ára og hefur æft borðtennis í átta ár og er talinn eitt mesta efni í borðtennis í Evrópu og iík- legur til að koma frændum vor- um inn á borðtenniskortið er fram líða stundir. „Leikurinn gegn Ingólfi var mjög erfiður, hann slær mjög fast og ég átti í basli með hann og sigurinn hefði getað lent hvorum megin sem var. Viðureignin við Guð- mund olli mér nokkrum von- brigðum. Ég átti von á mun meiri mótspyrnu frá honum en raun varð á,“ sagði hinn ungi Maze. Hvernig líst honum á væntanlegt samstarf við Guð- mund á borðtennisveilinum? „Það leggst vel í mig og ég geri mér vonir um að við náum vel saman og náum langt á Evrópumeistaramótinu í sum- þriðji í flokki unglinga á danska meistaramótinu. Þá er hann silfur- hafí í sínum aldursflokki frá síðasta Evrópumeistaramóti. Báðir eru þeir fjórtán ára. Leikur þeirra félaga varð ekki sá spennuleikur sem von- ast hafði verið eftir. Maze sigraði fyrstu lotuna 21-12 og hafði góða stöðu framan af annarri lotu, en Guðmundi tókst aðeins að velgja honum undir uggum undir iokin en tókst ekki að.krækja í odd, lotan endaði 22-20. Guðmundur lagði Allan Nielsen í fyrsta leiknum 21-11 og 21-14 en Maze sigraði Markús 21-9 og 21-13. Ingólfur náði sér ekki á strik gegn danska unglingmeistaranum Martin Bræmer í fyrsta leiksinum og tapaði 2:0, 21-14 og 21-14. „Hann er ekki sá leikmaður sem sem best er að hefja leik gegn í svona keppni. Bræmer er sterkur varnarspilari og erfitt að sækja gegn honum,“ sagði Ingólfur að leik loknum. Hann náði sér vel á strik gegn Allan Nielsen í næsta leik. Tapaði reyndar fyrstu lotunni 19-21 en sneri síðan taflinu við og sigraði í tveimur næstu lotum 21-12 og 21-15. Markús varð að lúta í lægra haldi fyrir Bræmer 14-21, 16-21. í þriðju og síðustu umferðinni mætti Ingólfur Maze og fór leikur þeirra í þrjár lotur og varð bráð- skemmtilegur og vel leikinn. Maze hafði betur í fyrstu lotunni, 21-16, en Ingólfur var grimmur í þeirri annarri og knúði fram oddalotu með því að sigra 21:18. Lengi framan af þriðju lotunni hafði Ingólfur bet- ur en varð að gefa eftir undir lokin og tapaði 17:21. „Ég lék vel í þess- um leik,“ sagði Ingólfur. „Maze er erfiður og það er alveg sama á hverju gengur, boltarnir hans koma alltaf inn á borðið. Ég reyndi að skjóta honum skelk í bringu með þvi að slá föstum boltum og um leið varð að hann að taka áhættu. Þannig tókst mér að halda frum- kvæðinu framan af en síðan fór að síga á verri veg.“ Guðmundur tapaði naumlega í fyrstu lotunni fyrir Bræmer 19-21 en náði sér aldrei á strik í annarri lotu þar sem Daninn hafði algjöra yfirburði, mun meiri en tölurnar gefa til, lokatölur, 14-21. Allan Nielsen lagði Markús að velli i tveimur lotum, 21-11 og 21-13. DANSKA unglingalandsliðið í borðtennis tók einnig þátt í opnu móti á meðan á dvöl þeirra stóð og var þá keppt í einliða- og tvíliðaleik í karla- flokkum. Var mótið haldið síðastliðin laugardag í húsi TBR við Gnoðarvog. Allir sterkustu borðtennismenn landsins tóku einnig þátt i mótinu en þeir áttu við ram- man reip að draga þar sem Danirnir voru annars vegar. í undanúrslitum í einliða- leik mættust Guðmundur Stephensen og Mikael Maze annars vegar og Martin Bræ- mer og Ingólfur Ingólfsson hins vegar. Bæði Guðmundur og Ingólfur urðu að bíta í það súra epli að tapa 2:0 í viður- eignum sinum. Bræmer lagði síðan Maze í úrslitum 2:0, en Bræmer er unglingameistari Danmerkur og tveimur árum eldri en Maze. í tviliðaleiknum léku Guð- mundur og Maze saman og náðu sér vel á strik og voru engir keppendur hindrun í þeirra vegi við að sigra í tvíl- iðaleiknum. aP ? i FéLAGARNIR Mikael Maze t.v. og Guðmundur Stephensen. Guðmundur og Maze AKVEÐIÐ hefur verið að Guð- mundur Stephensen og Daninn Michael Maze leiki saman í tví- liðaleik á Evrópumeistaramóti unglinga í Tékklandi í júlí í sum- ar. Einnig munu þeir leika saman á Norðurlandamóti unglinga og einhverjum opnum mótum á und- irbúningstímanum. Báðir eru þeir 14 ára gamlir. Frá þessu var gengið um páskahelgina en þá var Maze ásamt danska unglinga- landsliðinu i heimsókn hér á landi. Til undirbúnings mun Guð- mundur Stephensen dvelja við æfingar í júní í Danmörku með Maze og unglingalandsliðsþjálf- ara Dana, Martin Lundquist. Aðspurður kvaðst Lundquist vera ánægður með að þessi sam- vinna hefði komist á. Til hefði staðið að Maze léki tvíliðaleikinn með landa sínum, Allan Nielsen en hann væri árinu yngiá og ekki eins sterkur leikmaður og Guðmundur. „Guðmundur er mjög efnilegur borðtennismaður og Maze er það sömuleiðis og ég tel að náist góð samvinna þeirra á milli geti þeir náð langt í tvíl- iðaleiknum." Sjáið Guðna Bergsson, félaga hans í Bolton og aðra stórkostlega leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar með eigin augum. Flogið verður út laugardaginn 13. apríl og farið beint á leik Bolton og West Ham. Gist á Kensinton Close Hotel í London. Leikurinn milii Arsenal og Tottenham er svo mánudaginn 15. apríl og verður flogið heim daginn eftir. Allar nánari upplýsingar er að fá á íþróttadeild Samvinnuferða - Landsýnar. aATlASJBl EUROOARO avík: Austurstrati 12 • S. 5691010» SimbféÍW 7796 o<j 559 1095 Telex|24l • innanlítWstetöíf S. 569 1070 iuvtóHaaatofo• S 5622277•SImbréf562 2460 Hatnartjöréur:Baprhtawu 14• $ 563bÍ155• Stmbrét5655 vik:Há»»öi<I'«u35 * S. 421 3400 • Simbrét 421 3490 AkraftW Bretfturgðtu 1 • S. 431 3358 * Slmbfét 431 1195 Vestmannarnfjðr: Vostniannabrautð8 * S. 4811271 •Sfmtaát 461 umbotemena «nt ia«8 »Hl 2782

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.