Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 4
4 C FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FiMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 C 5
ÚRSLIT
ÍÞRÓTTIR
ÍÞRÓTTIR
KÖRFUKNATTLEIKUR
Knattspyrna
Reykjavíkurmótið
A-deild:
KR-Fram........................1:0
Guðmundur Benediktsson (85. - vsp.)
B-deild:
Léttir - Armann.............. 4:0
Engilbert Friðriksson 2, Valdimar Pálsson,
Guðbjartur Hafliðason
Þýskaland
Bayern Miinchen - St. Pauli....1:1
(Klinsmann 89.) - (Schweissing 43.).
46.000.
Werder Bremen - Gladbach.......2:0
(Besehastnikh 3., Labbadia 81.). 29.850.
Diisseldorf - Kaiserslautern...2:1
(Wemer 69. - vsp., Brehme 73. - sjálfs-
mark) - (Kuka 34.). 20.000.
Hamburg - Freiburg.............0:0
18.727.
Staðan
Bayern .27 17 3 7 56:35 54
Dortmund .26 15 8 3 61:27 53
Gladbach .26 13 5 8 41:39 44
VfB Stuttgart .27 9 12 6 52:49 39
Schalke .26 9 12 5 31:28 39
Hamburg .26 8 11 7 37:38 35
Freiburg .27 9 8 10 24:30 35
Hansa Rostock .25 8 10 7 37:33 34
1860Miinehen .27 8 10 9 41:39 34
Karlsruhe .27 8 10 9 38:40 34
Werder Bremen.... .27 7 13 7 28:31 34
St. Pauli .27 8 9 10 37:41 33
Leverkusen .26 7 11 8 30:25 32
Dusseldorf .27 6 12 9 29:38 30
Köln .27 5 13 9 23:28 28
Frankfurt .27 6 9 12 37:52 27
Kaiserslautern .26 4 13 9 22:32 25
Uerdingen .27 2 11 14 24:43 17
England
1. deild
Millwall - Birmingham 2:0
Efstu lið
Sunderland .41 21 14 6 56:31 77
Derby .42 20 14 8 66:46 74
Crystal Palace „42 18 15 9 62:45 69
Charlton „40 16 16 8 53:42 64
Stoke „40 16 12 12 53:44 60
Ipswich „40 16 11 13 71:60 59
Huddersfield „41 16 11 14 56:53 59
Leicester „41 15 13 13 57:58 58
Southend „42 14 13 15 49:56 55
Birmingham „41 14 12 15 55:55 54
Barnsley „41 13 15 13 55:62 54
Sheff United „42 14 12 16 51:53 54
Skotland
Úrvalsdeild
1-1
Hearts - Rangers. .2:0
Efstu lið
Rangers ..32 23 6 3 71:23 75
Celtic ..32 20 11 1 60:21 71
Aberdeen ..31 14 5 12 45:38 47
Hearts ..32 14 5 13 49:50 47
Raith ..32 11 6 15 36:49 39
Frakkland
Metz - Bastia ,2:0
.1:1
Efstu lið
Auxerre ..34 20 4 10 60:27 64
P.S.G ..34 18 9 7 58:32 63
Metz ..33 17 10 6 37:23 61
Lens ..34 15 13 6 40:24 58
Montpellier ..34 16 9 9 47:35 57
Holland
Deildarkeppnin
Feyenoord - Sparta Rotterdam .1:1
(Koeman 74.) - (Van der Laan 38.).
Efstu lið
Ajax ..30 23 4 3 87:20 73
PSV Eindhoven... ..30 21 5 4 90:21 68
Feyenoord ..30 14 9 7 55:35 51
Twente ..30 14 6 10 44:46 48
Spánn
Bikarkeppnin, úrslitaleikur
Atletico Madrid - Barcelona........1:0
[Milinko Pantic 103.). 35.000.
Italía
Atalanta - Bari....................1:2
(Vieri 21. - vsp.) - (Protti 69., 77.). 12.000.
Cagliari - AC Milan................1:2
(Villa 32.) - (Napoli 30. - sjálfsm., Silva
79. sjáifsm.). 27.000.
Inter - Sampdoria..................0:2
- (Chiesa 43., 69. - vsp.). 45.000.
Juventus - Udinese.................2:1
(Ravaneili 27., Vierchowod 84.) (Stroppa
15.). 20.000.
Lazio - Fiorentina.................4:0
(Winter 14., Signori 33., 52. - vsp., Casirag-
FELAGSLIF
Skákmót Vals
SKÁKMÓT Vals verður haldið að
Híðarenda í kvöid kl. 20. Keppnis-
fyrirkomulag er hraðskák, 5 mín.
skák. Allir Valsmenn eru velkomn-
ir, teflt verður um Valshrókinn.
Ikvöld
Körfuknattleikur
Úrslit karla, 6. leikur:
Keflavík: Keflavík - UMFG.kl. 20
Handknattleikur
Úrslit kvenna, 1. leikur:
Garðabær: Stjarnan - Haukar ,.kl. 20
Knattspyrna
Deildarkeppni KSÍ.
Stjömuvöllur: Stjaman-ÍA..kl. 19
hi 83.). 50.000.
Napoii - Tórínó....................1:0
(Boghossian 29.). 55.000.
Padova - Roma......................1:2
(Vlaovic 83.) - (Fonseca 45., Cappioli 82.).
11.590.
Parma - Cremonese..................2:0
(Mussi 56., Zola 90.). 22,400.
Piacenza - Vicenza...................0:1
- (Rossi 29.). 12.000.
Staðan
Milan ...29 18 9 2 48:18 63
Juventus ...29 17 6 6 51:27 57
Fiorentina ...29 15 8 6 49:33 53
Parma ...29 13 10 6 38:26 49
Roma ...29 13 9 7 39:28 48
Inter ...29 13 8 8 39:25 47
Lazio ...29 13 7 9 55:33 46
Sampdoria ...29 12 8 9 48:41 44
Vicenza ...29 1.2 8 9 31:30 44
Napoli ...29 8 11 10 24:34 35
Udinese ...29 9 7 13 34:41 34
Cagliari ...29 9 7 13 29:42 34
Atalanta ...29 9 6 14 31:45 33
Piacenza ...29 7 8 14 26:47 29
Cremonese ...29 5 10 14 34:46 25
Torino ...29 5 10 14 26:41 25
Bari ...29 6 7 16 40:60 25
Padova ...29 6 3 20 35:60 21
Markahæstir
20 - Igor Protti (Bari), Giuseppe Signori
(Lazio)
■ Leikirnir sem voru í gærkvöldi eru ekki
inn í ítölsku stöðunni sem er á bls. C2.
Körfuknatfleikur
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
Sacramento - Dallas........ 95: 86
NewYork-Boston............. 97: 93
Denver - La Lakers......... 98: 91
Houston-Vancouver.......... 90: 84
Milwaukee - Toronto........ 96:102
Phoenix - Portland......... 91: 98
New Jersey - Detroit....... 94:111
Skotfimi
Páskamót í leirdúfuskotfimi
Mótið fór fram á völlum Skotfélags Reykja-
víkur í Leirdal sl. laugardag. Alls voru 19
keppendur sem tóku þátt. Helstu úrslit:
Heildarkeppni: stig
1. ÆvarL. Sveinsson..................84
(24-20-21+19)
2. Alfreð K. Alfreðsson..............82
(21-21-20+20)
3. Gunnar Sigurðsson.................81
(21-22-21+17)
Meistaraflokkur:
1. Alfreð K. Alfreðsson..............62
2. Ellert Aðalsteinsson..............61
1. flokkur:
1. Ævar L. Sveinsson.................65
2. Jóhannes Jensson..................62
3. Víglundur G. Jónsson..............61
2. flokkur:
1. GunnarSigurðsson..................64
2. Halldór Axelsson..................60
3. Ásbjöm S. Amarson.................58
3. flokkur:
1. Guðmundur Kr. Gíslason............50
2. Einar Guðjónsson..................48
3. Jóhann Norðijörð..................46
KNATTSPYRNA
Klinsmann
tryggði
Bayern
jafntefli
Bayem Miinchen lék illa og mátti þakka fyrir 1:1 jafn-
tefli gegn St. Pauli á heimavelli í þýsku deildinni í
gærkvöldi. Oliver Schweissing skoraði fyrir gestina
skömmu fyrir hlé og þegar dró að leikslokum virtist sem
ein óvæntustu úrslit vetrarins væru í uppsiglingu. En
Júrgen Klinsmann kom Bayern enn einu sinni til bjargar
á síðustu stundu, jafnaði mínútu fyrir leikslok og liðið fór
í efsta sætið á ný. Bayern er með eins stigs forystu á
Dortmund sem á leik til góða.
Bayern hefur átt misjafna leiki í vetur en þetta var ein
slakasta frammistaða liðsins á tímabilinu og voru 46.000
áhorfendur allt annað en ánægðir. Franz Beckenbauer,
forseti félagsins og fyrrum fyrirliði, hefur gagnrýnt leik-
mennina harðlega þegar honum hefur þótt ástæða til en
hann var ekki í Múnchen í gærkvöldi heldur að spíla golf
á Marbella á Spáni og sluppu spilararnir því við ákúrur
úr þeirri átt. „Við virtumst vera hræddir við að tapa,“
< sagði Oliver Kahn, markvörður Bayern. „Það er slæmt að
segja það en við hljótum að vera ánægðir með að hafa
fengið stig.“
Kaiserslautem tapaði 2:1 fyrir Dússeldorf og virðist
fátt geta komið í veg fyrir að meistararnir 1991 falli en
þeir eru í næst neðsta sæti.
Werder Bremen vann Gladbach 2:0 á heimavelli en Stef-
an Effenberg hjá gestunum fékk að sjá rauða spjaldið á 53.
mínútu.
Reuter
JEAN-
Pierre
Papln
skallar
að marki
St. Pauli
en gest-
irnir eru
við öllu
búnir.
SjáKsmörk Cagliari
björguðu AC Milan
Flest bendir til að AC Milan verði
ítalskur meistari í fjórða sinn á
fimm árum en liðið, sem er án fyrirlið-
ans Franco Baresis sem tók út leikbann
og George Weahs sem er meiddur, sýndi
ekki meistaratakta á útivelli gegn Cagi-
iari. Gestirnir unnu samt 2:1 og eru
með sex stiga forystu á Juventus en
heimamenn gerðu öll mörkin.
Dejan Savicevic átti gott skot að
marki eftir hálftíma leik en boltinn fór
af Nicolo Napoli í eigið mark. Tveimur
mínútum síðar jafnaði Matteo Villa fyr-
ir heimamenn en 11 mínútum fyrir
leikslok kom sigurmarkið. Roberto
Baggio tók aukaspyrnu rétt við víta-
teig, boltinn fór með miklum hraða í
varnarvegginn og af varamanninum
Dario Silva frá Uruguay í markið.
Juve vann Udinese 2:1 á heimavelli
og er með 57 stig. Moreno Torricelli
fékk að sjá rauða spjaldið um miðjan
seinni hálfleik og einum færri héldu
meistararnir áfram að sækja og Pietro
Vierchowood tryggði þeim sigur með
marki sex mínútum fyrir leikslok.
Fiorentina tapaði 4:0 fyrir Lazio og
er með 53 stig í þriðja sæti. Giuseppe
Signori gerði tvö mörk fyrir Lazio og
er markahæstur með 20 mörk eins og
Igor Protti sem var með bæði mörk
Bari í óvæntum 2:l-sigri á Atalanta.
Enrico Chiesa gerði bæði mörk
Sampdoria í 2:0 sigri á Inter og er
kominn með 18 mörk.
Parma er í fjórða sæti eftir 2:0 sigur
á Cremonese.
Fimm umferðir eru eftir í deildinni.
Rangers tapaði
Hearts kom á óvart í skosku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar liðið
vann Rangers 2:0. Þetta var þriðja tap meistaranna í deildinni
í vetur og í annað sinn sem þeir verða að láta í minni pokann fyrir
Hearts sem er í fjórða sæti. Neil Pointon skoraði í fyrri hálfleik og
Allan Johnston bætti öðru marki við eftir hlé en liðin mætast í úrslit-
um skosku bikarkeppninnar I maí.
Rangers er efst með 75 stig, fjórum stigum meira en Celtic sem
gerði aðeins jafntefli við Kilmarnock. Hollendingurinn Pierre Van
Hooydonk tryggði Celtic stigið þegar hann skoraði mínútu fyrir leikslok.
GOLF / BANDARÍSKA MEISTARAMÓTIÐ
Ben Chrenshaw stefnir að því að klæðast þriðja græna jakkanum
Verð að taka áhættu
Gamli og nýi tíminn
Rculcr
TVÆR kynslóðlr kylfinga í fremstu röð. Ástralinn Greg Norman
og Tiger Woods, Bandaríkjunum, bregða á leik eftir teighögg á
14. braut.
BANDARÍSKA meistaramótið,
eða Masters eins og það er
venjulega kallað, hefst á Augusta
golfvellinum í Georgíu í Banda-
ríkjunum í dag. Þar munu 93 kylf-
ingar reyna með sér, en þetta
er eitt af fjórum stóru mótunum
í golfi og það sem haldið er fyrst
ár hvert. Að venju velta menn
því fyrir sér hver sé sigurstrang-
legasturog eru mörg nöfn nefnd
í því sambandi.
Ben Crenshaw fékk græna jakkann
í fyrra, en það er jakki sem veitt-
ur er sigurvegaranum og var þetta
annar jakki hans. Aðrir reyndir kylf-
ingar sem gætu vel dottið niður á
góða daga eru Greg Norman, Nick
Faldo, Fred Couples og Nick Price.
Ungir kylfingar, sem eiga eftir að
setja svip sinn á þetta mót á næstu
árum, eru meðal annars Ernie Els og
Phil Mickelson og ekki má gleyma
þeim sem oft eru taldir bestir af þeim
sem aldrei hafa unnið á einhverju
stóru mótanna, Colin Montgomerie og
Davis Love, en svo skemmtilega vill
til að þeir félagar leika saman í riðli
í dag.
Crenshaw segir að í raun geti hver
sem er sigrað á Augustavellinum. „Ég
held að hann sé sá völlur í heiminum
sem freistar manna mest. Það er
hægt að prófa öll þau högg sem menn
kunna á meðan völlurinn er leikinn.
Bæði er hægt að slá það sem við
getum kallað hættuleg högg og einnig
er hægt að leika af varkárni og íhalds-
semi, en ætli menn sér að sigra verða
þeir að taka áhættu,“ segir meistar-
inn.
Árlega eru gerðar smávægilegar
breytingar á vellinum og flatirnar eru
nokkuð öðruvísi en gerist og gengur
á völlum í Bandaríkjunum, mun hrað-
ari og því þurfa menn að æfa sérlega
vel á vellinum áður en leikur hefst.
Síðari níu holurnar eru langar og því
hefur röð manna oft breyst mikið
þar. Einn örn á einhverri af par fimm
holunum getur skipt sköpum og margt
óvænt hefur gerst á seinni níu í gegn-
um tíðina.
Það er fleira óvænt sem getur gerst
á Masters og í ár eru 19 kylfingar
að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn
og hafa aldrei verið eins margir síðan
árið 1935. Ástæðan er að mjög óvænt
úrslit hafa orðið á mörgum mótum í
bandarísku mótaröðinni. Einn áhuga-
maður keppir að þessu sinni, Gordon
Sherry frá Skotlandi. Crenshaw segir
að það sé alltaf erfitt að taka þátt í
Masters í fyrsta sinn. „Andrúmsloftið
er rafmagnað og flatirnar eru erfiðar
þannig að nýliðar gefast oft upp,“
segir hann.
Greg Norman lék aðeins í tvo daga
af fjórum á síðasta mótinu í banda-
rísku mótaröðinni, lék það illa að hann
komst ekki áfram. Þetta er í fyrsta
sinn í 13 ár sem Norman kemst ekki
áfram á móti í bandarísku mótaröð-
inni, en hann hefur tvívegis sigrað á
Opna breska meistaramótinu og sjö
sinnum hefur hann orðið að sætta sig
við annað sætið á stórmótum. „Stund-
Um hefur maður á tilfinningunni að
vonlaust sé að sigra og einhver annar
virðist vera að stinga af, en síðan
gerist eitthvað og dæmið snýst við.
Þetta gerist jafn snögglega og golf-
bolti skoppar á flöt. Hvers vegna
skoppaði boltinn svona en ekki ein-
hvern veginn öðruvísi? Ég trúi því að
hlutir gerist af einhverri ástæðu,“
segir Norman. Hann minnir á að Jack
Nicklaus varð elstur allra til að sigra
á Masters þegar hann sigraði fyrir
áratug, þá 46 ára gamall. Hann hefur
37 sinnum keppt á Masters. „Maður
lærir svo mikið með árunum um þessa
íþrótt og það getur komið manni til
góða einhverntíma," segir Norman.
Þegar hann var beðinn að nefna ein-
hvern einn hlut sem orsök þess hversu
illa hann lék á síðasta móti, svaraði
hann stutt og laggott: „Höfuðið á
mér!“
Hann segir Master vera mesta mót
hvers árs. „Þetta er eina mótið þar
sem menn hugsa aðeins um golf -
ekkert annað. Hér eru engin sjúkratj-
öld þar sem ailt milli himins og jarðar
er selt. Bara golf, og ég kann vel við
það. Ég kann vel við allar hefðirnar.
Sama fólkið kemur ár eftir ár að fylgj-
ast með og maður er farinn að þekkja
suma og vita hvar þeir sitja,“ segir
Norman.
Nick Faldo hefur tvívegis sigrað á
Masters og hann segist vera betur
búinn undir þetta mót en nokkru
sinni, en hann hefur 12 sinnum keppt
á Masters. „Ég er búinn að miða all-
ar æfingar mínar síðan í ágúst við
þetta mót og nú bíð ég spenntur eft-
ir að það byrji,“ sagði Faldo í gær
áður en hann lék einn æfingahring.
Hann sagðist tiltölulega ánægður
með flesta þætti leiksins hjá sér um
þessar mundir og segist vonast til að
það hjálpi sér að hann hefur leikið í
bandarísku mótaröðinni í rúmt ár.
Hann hefur verið meiddur á öxl und-
anfarin ár en segir að öxlin sé miklu
betri og muni ekki hafa áhrif á leik
hans að þessu sinni.
Hugsa
daglega
um sigur
BEN Crenshaw, kylfingurinn
sem sigraði öðru sinni á Mast-
ers í fyrra, segir það alveg
sérstakt. „Það líður ekki svo
dagur að ég hugsi ekki um
hvernig það var að sigra á
Augustavellinum," segir
Crenshaw. Hann segir að til
þess að sigra í Masters þurfi
ýmislegt að komatil. Uppskrift
hgns er i rauninni samt sára-
einföld; stáltaugar á teigunum,
bein og góð högg á brautum,
eitthvað taugaslakandi á flöt-
unum og örlitil aðstoð hjá for-
lögunum.
„Forlögin hafa mikið að
segja. Ég hef sagt það áður
og get sagt það aftur að það
er eitthvað sem raaður finnur
fyrir á Augusta. Eitthvað sem
tekur í hendina á manni og
leiðbeinir manni í gegnum völl-
inn.,“ sagði Crenshaw, enþeg-
ar hann sigraði i fyrra hafði
hann ekki náð í gegnum niður-
skurð á fjórum mótum þar á
undan.
Ólíklegt verður að teljast að
sigurstundin í ár verði eins
átakanleg og i fyrra. Crenshaw
grét bæði af ánægju og einnig
af sorg, enda hafði hann fylgt
golfkennaranum sínum og vini,
Harvey Penick, til gi-afar dag-
inn áður en mótið hófst.
Skjra Grindvíkingar :
þriðja sinn í Keflavík?
/ö
Miðherjar £• $
G: Dobard 84 48/86 56%
K: Stuart 67 36/70 51%
G: Marel 50 30/75 40% G: Helgi J. 83 53/103 51%
K: Albert 40 21/55 38% K: Guðjón 72 34/78 44%
Framherjar
G: Guðmundur 56 35/81 43%
K: D. Grisson 42 24/57 42%
Varamenn
Grindavík 41 19/53 36%
Keflavík 70 32/75 43%
Leikstjornendur
G: Hjörtur 59 28/57 49%
K: Falur 57 25/48 52%
Skotnýting leikmanna
Grindavíkur og Keflavíkur
I fimm úrslitaleikjum
GRINDVÍKINGAR og Keflvík-
ingar mætast sjötta sinni í
kvöld í baráttu liðanna um ís-
landsmeistaratitilinn og verð-
ur leikið í Keflavík. Heimamenn
verða að sigra ætii þeir sér
titilinn og ef það verður ofaná
verður sjöundi og síðasti leikur
liðanna í Grindavík á sunnu-
daginn hreinn úrslitaleikur.
Sigri Grindvíkingar hins vegar
í kvöld eru þeir Islands-
meistarar.
Það er fróðlegt að skoða ýmsar
tölulegar upplýsingar um liðin
úr þeim fimm leikjum sem þau
hafa leikið í úrslitarimmunni.
Crindvíkingar hafa
Skúli Unnar gert 30 stigum
Sveinsson meira en Kefivík-
skrifar ingar, 378 stig á
móti 348 stigum.
Keflvíkinga, en breiddin hjá Kefl-
víkingum virðist vera heldur meiri,
a.m.k. nota Keflvíkingar vara-
mennina meira en Grindvíkingar.
Þeir sem hefja leik á varamanna-
bekknum hjá Keflavík hafa leikið
samtals í 249 mínútur en varamenn
UMFG hafa leikið í 158 mínútur
samtals. Unndór Sigurðsson er
sjötti maður í Grindavíkurliðinu og
hann hefur leikið í 104 mínútur
þannig að hinir fjórir skipta með
sér 54 mínútum. Hjá Keflavík eru
það Jón Kr. Gíslason og Sigurður
Ingimundarson sem koma mest við
sögu af varamannbekknum og Jón
hefur leikið í 107 mínútur og Sig-
urður í 78 þannig að þeir þrír sem
þá eru eftir hafa skipt með sér 64
mínútum.
Byijunarlið Keflvíkinga hefur
gert 278 stig en varamannabekkur-
inn 70 stig. Byijunarlið UMFG
hefur hins vegar gert 337 stig og
varamennirnir 41 og þaraf hefur
Unndór gert 30 stig. Hinir fjórir
skipta því með sér 11 stigum. Af
varamannabekk Keflvíkinga hefur
Sigurður verið atkvæðamestur með
26 stig og Jón er með 22 þannig
að þeir þrír sem þá eru eftir hafa
gert 22 stig.
Á kortinu má sjá samanburð á
árangri byijunarliðanna, hversu
mörg stig hver leikmaður hefur
gert, hversu oft menn hafa skotið
og hversu oft hitt og er þá ekki
gerður greinarmunur á hvort
skotið er innan teigs, utan þriggja
stiga línu eða af vítalínunni. Loks
má sjá skotnýtingu hvers leik-
manns.
Þessar tölur segja auðvitað ekki
nærri alla söguna því ýmislegt
fleira kemur til. Grindvíkingar hafa
verið heldur grimmari í fráköstum
í leikjunum fimm, hafa tekið 192
fráköst, 64 í sókn og 128 í vörn.
Keflvíkingar eru reyndar aðeins
með 14 færri fráköst, hafa tekið
57 í sókn og 121 í vörn eða alls
178. Einstökum leikmönnum
Grindavíkur hefur sex sinnum tek-
ist að taka 10 eða fleiri fráköst í
leik, Guðmundur Bragason hefur
þrívegis tekið fleiri en tíu fráköst
í leik, Rodney Dobart tvívegis og
Hjörtur Harðarson einu sinni. Kefl-
víkingar hafa hins vegar fjórum
sinnum náð þessu, Dwight Stewart
þrívegis og Davíð Grissom einu
sinni.
Þegar búið er að bera saman
hinar tölulegu upplýsingar geta
menn velt fyrir sér hvort liðið er
sterkara og um leið hvort liðið sigr-
ar í kvöld eða á sunnudaginn. Byij-
unarlið Grindvíkinga virðist vera
heldur sterkara á pappírnum að
minnsta kosti, en breiddin hefur
verið meiri hjá Keflvíkingum. Mið-
að við hvernig leikimir fimm hafa
þróast virðist ekki vera kostur að
leika á heimavelli. Keflvíkingar
hafa tvívegis sigrað Grindvíkinga
í Grindavík og Grindvíkingar hafa
sömuleiðis tvisvar lagt Keflvíkinga
í Keflavík.
Keflvíkingar léku fyrri tvo
heimaleiki sína mjög illa og hafa
örugglega fullan hug á að bæta
úr því og sýna stuðningsmönnum
sínum hvað þeir geta. Það væri
ábyggilega ekki leiðinlegt fyrir
Grindvíkinga að krækja í íslands-
meistaratitlinn á sínum heimavelli
á sunnudaginn en þrátt fyrir það
myndu stuðningsmennirnir fyrir-
gefa strákunum þó þeir sigraðu í
kvöld og tækju við bikamum í'
Keflavík.
Endurkoma Olajuwon
hafði góð áhrif
HAKEEM Olajuwon kom eins
og kallaður þegar meistaralið
Houston Rocket náði sigurleik
gegn nýliðum Vancouvers
Grizzlies, eftir að hafa tapað
sex leikjum í röð. Meistararnir
fögnuðu sínum öðrum sigri í
tólf síðustu leikjum sínum,
90:84. Olajuwon, sem hafði
ekki leikið níu leiki vegna hné-
meiðsla, skoraði 20 stig og tók
sex fráköst.
Olajuwon var ánægður með sig-
urinn. „Leikmenn Vancou-
vers léku mjög vel gegn okkur,
sigurviljinn var mikill hjá þeim. Það
var furðulegt hvað við náðum okk-
ur vel á strik, þrátt fyrir allt. Leik-
urinn sýnir hvað NBA-deildin er
erfið.“
Alvin Robertsson skoraði 23 stig,
tók tíu fráköst og átti sex stoðsend-
ingar fyrir Toronto Raptors, þegar
liðið fór vel heppnaða ferð til Milw-
aukee — fagnaði sigri, 102:96.
Trenty Murray skoraði 23 stig og
Doug Christie nítján fyrir gestina,
Vin Baker skoraði 25 stig og tók
sextán fráköst fyrir heimamenn,
sem hafa tapað sautján af síðustu
nítján leikjum sínum.
Leikmenn Detroit Pistons fóru
vel heppnaða ferð til New Jersey,
þar sem þeir lögðu Nets 111:94.
Allan Houston skoraði 23 stig og
Otis Thorpe 21, auk þess sem hann
tók tíu fráköst, Grant Hill var ná-
lægt sinni tíundu þrennu í vetur —
hann setti 12 stig, tók 13 fráköst
og var með níu stoðsendingar. Fyr-
ir heimamenn skoraði Shawn Brad-
ley mest, 25 stig.
John Straks setti niður tvö víta-
skot undir lokin þegar New York
Knicks vann Boston Celtic 97:93.
New York er þar með fjórða liðið
í austurdeildinni sem er komið í
úrslitakeppnina, hin eru Chicago,
Orlando og Indiana. Patrick Ewing
skoraði mest fyrir heimamenn, 26
stig. Pervis Ellison skoraði 31 stig
fyrir gestina.
Clifford Robinson skoraði 24 stig
og Rod Strickland 23 og átti tíu
stoðsendingar þegar Portland Trail
Blazers tryggði sér rétt til að leika
í úrslitakeppni vesturdeildar, með
því að fagna sigri í Phoenix, 98:91.
Þá skoraði Harvey Grant 21 stig
og Arvydas Sabonis 19 og tók þrett-
án fráköst. Kevin Johnson skoraði
27 stig fyrir heimamenn, átti 13
stoðsendingar og Charles Barkley
skoraði 21 stig.
Dale Ellis skoraði 20 stig og
LaPhonso Ellis skoraði sautján og
tók tólf fráköst þegar Denver Nug-
gets vann sinn fimmta leik í sjö
leikjum — gegn Los Angeles La-
kers, 98:91. Með þessum sigri nálg-
ast Denver Sacramento Kings í
baráttu liðanna um áttunda sætið
í úrslitakeppni vesturdeildar. Vlade
Divac skoraði 19 stig fyrir Lakers
og Magic Johnson fjórtán.
Sacramento Kings stefnir að ná
sæti í úrslitakeppninni í fyrsta skipti
í tíu ár — liðið lagðr Dallas Ma-
vericks 95:86. Brian Grant skoraði
25 stig fyrir heimamenn, en Georgee
McCloud 37 stig fyrir gestina, svo*
mörg stig hefur hann ekki skorað
áður í leik í NBA-deildinni.