Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA C 1996 FIMMTUDAGUR 11. APRIL BLAD KNATTSPYRNA Atletico Madrid bikarmeistari FÖGNUÐUR leikmanna Atletico Madrid var mikill eftir 1:0 sigur á Barcelona í framlengdum úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar sem fram fór í Zaragoza í gærkvöldi. Tyson sakaður um líkamsárás LÖGREGLAN í Chieago rannsakar nú ásakanir 25 ára dansara í næturklúbbi í borginni um að Mike Tyson, heimsmeistari í þungavigt í hnefaleikum, hafi ráðist á hana á mánu- dag og ætlað að koma fram vilja sínum. Tyson hefur ekki verið ákærður. Menn eru ekki á eitt sátt- ir um það hvað gerðist í næturklúbbnum. Músl- MIKE Tyson imskur ráðgjafi Tysons sagði að ásakanirnar væru ekki trúverðugar og Moody Andrews, að- stoðai-stjórnandi klúbbsins, kvað ólíklegt að Ty- son hefði getað ráðist að konunni vegna þess að hann hefði verið í fylgd öryggisvarða og innan um gesti allan þann tíma, sem hann hefði verið á staðnum. JeiTy Peteet, lögfræðingur konunn- ar, sagði að Tyson hefði viljað Iiitta konuna eft- ir að hann kom auga á hana á dansgólfinu. Starfsmenn skemmtistaðarins hefðu sótt hana. Tyson hefði veist kynferðislega að henni í lokuðu herbergi. Andrews sagði að Tyson hefði ekki farið afsíðis meðan hann var á staðnum og kon- an hefði krafist þess að hitta hnefaleikarann. Tyson var látinn laus úr fangelsi á skilorði fyrir ári eftir að hafa setið inni í þijú ár fyrir að hafa nauðgað Desiree Washington fegurðar- drottningu árið 1992. Skilorðið er til fjögurra ára og má lítið út af bera til að honum verði stungið inn aftur. Tyson hefur tekið múslimska trú og fékk leyfi yfirvalda til að fara tál Chicago til að vera við trúarathöfn. Sherry eini áhugamaðurinn SKOTINN Gordon Sherry er eini áhugamaðurinn sem keppir á Mastersmótinu bandariska í golfi sem hefst í dag. Hann er talinn nyög efnilegur og Greg Normann sagði um hann í fyrra þegar þeir léku saman í riðli á móti: „Sherry er ekki aðeins nrýög efnilegur, hann er líka vel gefinn og rajög einbeittur I leik sínum. Ég er nyög spenntur að fylgjast með honum í framtíðinni og það eru ekki margir ungir kylfingar sem ég get sagt það sama um þó svo ég hafi leikið með nýög mörgum ungum kylfingum víða um heim. Hann minnir mig dálítið á Ernie Els. Golfíþrótt- in þarf á ferskum kylfingi að halda og Sherry er einmitt sá sem getur veitt íþróttinni þann ferskleika sem hún þarf.'1 Sherry hefur ákveðið að gerast atvinnumaður eftir Masters. Hann segist staðráðinn í að verða samt ekki atvinnumaður fyrr en á sunnudags- kvöldið þegar mótinu lýkur. Það verður síðan að koma í Ijós hvort hann verður orðinn atvinnu- maður á fóstudaginn þegar keppendum verður fækkað. Pantic hetja Atletico Madrid MILINKO Pantic hefur átt stór- an þátt í velgengni Atletico Madrid í vetur og í gærkvöldi tryggði aukaspyrnusérfræðing- urinn liði sínu bikarmeistaratitil- inn þegar hann gerði glæsilegt mark með skalla í lok fyrri hálf- leiks framlengingar gegn Barc- elona. Þetta reyndist eina mark leiksins og Atletico fagnaði titlin- um í þriðja sinn á fimm árum, varð einnig meistari 1991 og 1992. „Þetta er fyrsti meistaratitill minn og nú fylgjum við þessu eftir með því að verða deildar- meistarar," sagði Pantic sem er ekki þekktur fyrir að skora með skalla. Rúmeninn Gheorghe Hagi og Jordi Cruyff voru ekki sjálfum sér líkir og fóru illa með mark- tækifærin. Hagi var á auðum sjó eftir hálftíma leik en skaut fram- hjá og Cruyff eyðilagði tækifæri um miðjan seinni hálfleik auk þess sem hann átti skalla í slá hjá Atletico. Jose Luis Caminero hefði get- að gert tvö mörk eftir mistök Carlos Busquets, markvarðar Barcelona, en það átti ekki fyrir honum að liggja að þessu sinni. Hagi var nálægt því að skora í byijun framlengingarinnar en Pantic var eini maðurinn sem fann réttu leiðina. Atletico er með þriggja stiga forystu á Barcelona í deildinni en liðin mætast um aðra helgi og getur leikurinn ráðið úrslitum um deildarmeistaratitilinn. BADMINTON Elsa Nielsen fyrsti varamaður Elsa Nielsen, badmintonkona úr TBR, er einu sæti frá því að tryggja sér þátttökurétt í einliða- leik kvenna í badminton á Ólymp- íuleikunum í Atlanta í sumar. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær var Elsa í 7. sæti varamanna- listans en hún hefur færst upp á listanum og er nú 1. varamaður. „Ég get ekki staðfest neitt á þess- ari stundu en það er mjög líklegt að hún öðlist keppnisrétt á Ólymp- íuleikunum," sagði talsmaður Al- þjóða badmintonssambandsins við Morgunblaðið í gær. Öllum úrtökumótum fyrir Ólympíuleikana er lokið en fyrr- nefndur talsmaður sagði að beðið væri staðfestinga frá viðkomandi badmintonsamböndum varðandi keppendur og endanlegur listi keppenda lægi ekki fyrir fyrr en öll samböndin hefðu sent inn um- beðin gögn en gera mætti ráð fyr- ir að hann yrði tilbúinn innan skamms. ELSA Nielsen á enn von um aó komast á Ólympíulelk- ana í Atlanta í sumar. HANDKNATTLEIKUR: STJARNAN HEFUR TITILVÖRNINA GEGN HAUKUM / C8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.