Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL1996 B 5 SKÍÐI SKÍÐI fyrstu stúlkurnar í alþjóðamótinu í stórsvigi sem einnig fór fram á sunnudag. Hrefna Óladóttir sigr- aði, Hallfríður Hilmarsdóttir varð önnur og Hildur Þorsteinsdóttir þriðja. íslandsmeistarinn, Sigríður Þorláksdóttir, fél! í brautinni í fyrri umferð og hætti keppni. Öll mótin voru jafnframt FIS- rnót og gáfu því punkta eða alþjóð- leg styrkstig. Flestir ungu kepp- endanna náðu að bæta punkta- stöðu sína verulega, sem ætti að koma þeim til góða á mótum er- lendis næsta vetur. Sem dæmi um það gáfu stórsvigsmótin í karla- flokki sigui-vegaranum í kringum 45 punkta og 85 punkta hjá kon- unum. Sá efnilegasti Morgunblaðið/Kristján JÓHANN Haukur Hafstein úr Ármanni stóö sig vel í Hlíðarfjalli um helgina. Hann sigraði í alþjóðamótinu í stórsvigi á laugardag. Hér keyrir hann til sigurs í síðari umferð stórsvigsins. Ævintýri líkast ARNOR Gunnarsson og Sigríður Þorláksdóttir fóru heim til ísafjarðar hlaðin verðlaunum. Arnór Gunnarsson var maður móts- ins í karlaflokki. Hann sagðist ánægður með árangurinn. „Ég ætlaði að vinna öll fjögur FlS-mótin, en náði þremur og get ekki annað en verið ánægður með það. Það er góð tilfinning að vinna þrefalt. Ég þurfti ekki að taka neina óþarfa áhættu því það vantaði helstu keppinautana, Kristi'n Björnsson og Hauk Arnórsson, sem meiddist í stórsviginu á föstudag og gat því ekki verið með. Það hefði verið meira spenn- andi ef þeir hefðu verið með,“ sagði Arnór. „Þessi skíðahelgi er búin að vera hreint ævintrýri. Ég er ánægður með hve Akureyringar hafa staðið sig vel í mótahaldinu miðað við þann stutla fyrir- vara sem þeir höfðu. Frystingin á snjón- um í brautunum tókst frábærlega." Arnór sagði að þessi mótasería hafi verið lokapunkturinn á vetrinum. „Nú ætla ég að taka mér hálfsmánaðar frí og hugsa mig um hvort ég eigi að halda áfram að æfa eða hætta þessu.“ Arnór hefur dvalið við æfingar og keppni í Schladming í Austurríki síðustu tvo vet- ur ásamt Kristni Björnssyni og Hauki 'Arnórssyni. „Þetta er búið að vera langt og strangt. Við voru þrír saman í íbúð í Schladming en sambúðin gekk vel. En þetta kostar okkur mikla peninga og ætli úthaldið hafi ekki kostað rúma millj- ón á mann. Við höfum reyndar fengið styrk, en hann þarf að vera hærri svo þetta gangi upp. Það er gaman að sjá hvað ungu strák- unum hefur farið mikið fram. Jóhann Haukur, Jóhann Friðrik og Egill eru greinilega allir á réttri leið. Þeir hafa mjög góða tækni í stórsvigi, en vantar aðeins meiri snerpu í svigið. Ég hef mikla trú á þessum strákum. Við þurfum að fá meiri breidd og því vona ég að þeir haldi áfram á sömu braut.“ Andrésar andar-leikarnir á Akureyri Hæll við keppni í yngstu flokkunum Andrésar andarleikamir verða haldnir í Hlíðarfjalli 25. tii 28. apríl þrátt fyrir að lítill snjór sé í fjallinu. Gísli Kr. Lórenzson, for- maður Andrésar andar-nefndarinn- ar, sagði að það hafi verið ákveðið að fella niður keppni í yngstu flokk- unum, 7 og 8 ára, vegna aðstæðna í Hlíðarfjalli. Því verður aðeins keppt í flokkum 9 til 12 ára. Eins fellur keppni í stökki niður. „Það var erfið ákvörðun að þurfa að skera niður, en aðstæður bjóða ekki upp á annað. Það kom til tals að aflýsa leikunum, en menn voru ekki sáttir við það enda góð aðstaða uppi við Strýtu til að halda mótið. 750 keppendur ■ voru skráðir til leiks að þessu sinni, en eftir að við hættum við yngstu flokkana fækkar þeim nið- ur í 500. Gísli sagði að öllum þeim sem skráðir voru til keppni í 7 og 8 ára flokkunum fengju senda sér- staka gjafapakka í sárabætur. „Þessir leikar verða annars með hefðbundnum hætti, en við ætlum að gera eitthvað meira fyrir krakk- ana í bænum því þeir geta ekki verið á skíðum í fjallinu eftir að þeir hafa lokið keppni," sagði Gísli. Morgunblaðið/Kristján HREFNA Óladóttir er hér á fullri ferði í stórsviginu á sunnudag. Hrefna með fullt hús Morgunblaðið/Kristján ÞAU urðu bikarmeistarar SKÍ í gönjgu 1996. Frá vinstri: Þóroddur Ingvarsson frá Akureyri, Svava Jónsdóttir, Olafsfirði og Haukur Eiríksson, Akureyri. U refna Óladóttir i'rá Akureyri sigraði ■■ í stórsvigi alþjóðamótsins á sunnudag og var bikarmeistari SKÍ, en þann titil fær sá keppandi sem staðið hefur sig best á bikarmótum SKI í vet- ur. „Ég er mjög ánægð með þetta. Ég vann átta mót í vetur,“ sagði Hrefna, sem byijaði að æfa skíði sex ára og hefur verið mjög sigursæl upp í gegnum yngri flokkana. Hrefna er 18 ára og stundar nám í Verkmenntaskólanum á Akureyri. „Það hefur gengið vel að samræma námið og skíðin. Ég hugsa að ég haldi áfram að æfa næsta vetur, en síðan ætla ég að ,sjá til. Ef meiri árangur á að nást verður að dvelja erlendis við æfingar, en það kostar of mikla peninga.“ Hrefna háði bestum árangri í bikar- mótum SKÍ í vetur. Hún fékk fullt hús stiga, eða 150 stig af 150 mögulegum. Dagný L. Kristjánsdóttir frá Akureyri varð önnur með 125 stig og Hallfríður Hilmarsdóttir, Akureyri, þriðja með 97 stig. Armenningurinn Pálmar Pétursson var bikarmeistari í alpagreinum karla. Hann hlaut 130 stig úr mótum vetrar- ins. Jóhann Gunnarsson frá ísafirði varð annar með 99 stig og Dalvíkingur- inn ungi, Björgvin Björgvinsson, þriðji með 96 stig. Valur B. Jónatansson skrifar DANÍEL Jakobssort var f sér- flokki í göngukeppninni á ís- landsmótinu sem fram fór í Hlíðarfjalii um helgina, varð fjórfaldur meistari. Svava Jónsdóttir og Lísebet Hauks- dóttir skiptu með sér gullinu í kvennaflokki og sama gerðu þeir Þóroddur Ingvarsson og Jón Garðar Steingrímsson í piltaflokknum. Ólafsfirðingar bættu síðan tveimur skraut- fjöðrum í gönguhattinn með því að sigra bæði í boðgöngu karla og kvenna. Daníel hafði sömu yfirburði í 30 km göngunni á sunnudag eins og í 15 km á föstudag. Hann var rúmum tveimur mínútum á undan Akur- eyringnum gamal- reynda, Hauki Ei- ríkssyni, sem náði _ óvænt öðru sæti. Gísli Einar Árnason frá ísafirði, sem hefur æft í Svíþjóð í vetur, varð að gera sér þriðja sætið að góðu. Daníel var með forystu í göngunni frá upphafi og ljóst að enginn gat ógnað honum, enda eins og sporhundur fyrir hina keppendurna. Hins vegar var spennandi keppni um annað sætið. Gísli Einar virtist eiga annað sæt- ið nokkuð vist þegar gangan var hálfnuð, enda hálfri mínútu á und- an Hauki. Á endasprettinum Sýndi Haukur mikið keppnisskap og sax- aði jafnt og þétt á forskot Gísla Einars og 19 sekúndum betur áður en yfir lauk. í 7,5 km göngu kvenna náði Svava Jónsdóttir, sem varð önnur í 5 km göngunni á föstudag, að næla í gullið. „Ég fann mig mun betur í þessari göngu,“ sagði hún. Lísebet Hauksdóttir varð önnur og tryggði sér um leið sigur í göngutvíkeppninni. Helga M. Malmquist frá Akureyri varð þriðja. Lísebet var sigurvegari kvennagöngunnar, því hún varð þrefaldur meistari, í 5 km, tví- keppni og boðgöngu. Akureyringurinn Þóroddur Ingvarsson var sterkastur í pilta- flokknum. Hann gekk 15 km með fijálsri aðferð á 38,12 mín. og var rúmlega mínútu á undan ís- landsmeistaranum í 10 km göngunni, Jóni Garðari Stein- grímssyni frá Siglufirði, sem varð annar. Gísli Harðarson frá Akur- eyri varð þriðji. Jón Garðar sigr- aði í tvíkeppninni og vann því besti Morgunblaðið/Kristján DANIEL Jakobsson haföi töluverða yfirburði í göngunni og var sá eini sem varð fjórfaldur íslandsmeistari. tvenn gullverðlaun á mótinu. Keppni í boðgöngu fór fram á laugardag og fögnuðu Ólafsfirð- ingar sigri í bæði karla og kvenna- flokki. Keppnin í kaylaflokki var spennandi á milli Ólafsfirðinga, Akureyringa og Siglfirðinga fram- an af. Það sem gerði gæfumuninn fyrir Ólafsfjörð var Daníel sem tók síðasta sprett, stakk alla af og náði langbesta brautartímanum. Daníel æfir með danska landsliðinu DANÍEL Jakobsson, göngumaður, hefur fengið boð að æfa með danska landsliðinu í skíðagöngu sumar. Hann segir að Danii' séu að koma upp með gott göngulandsUð og það væri þar einn sem væri í svipuðum styrkleikaflokki og hann sjálfur. „Þeir verða með hálfsmánaðar æfingabúðir í Noregi og Austur- ríki í júlí og ágúst. Ég hef ákveðið að flyija búslóðina mína heim frá Svíþjóð og fer síðan héðan á þessa æfingar með danska iiðinu. Síðan flyt ég aftur til Jerpen í Svíþjóð þar sem ég lief verið undanfarna vetur og æfi áfram með skíðafélaginu Ás- arna. Það er spennandi vetur framundan því það verður heims- meistaramót í Þrándheimi í Noregi á næsta ári,“ sagði Daníel. „Ég var að íhuga að hætta þessu í fyrra en það hefur geng- ið mun betur hjá mér í vetur. Ég hlakka því til næsta vetrar." FOLK ■ MAGNÚS Eiríksson frá Siglu- firði, sem varð Islandsmeistari í göngu fyrir 14 árum, var í boð- göngusveit Siglfirðinga með syni sínum Ingólfi. Siglfirska sveitin stóð sig vel og hafnaði í þriðja sæti. ■ ÞRENNIR bræður tóku þátt í göngukeppninni; Magnús og Haukur Eiríkssynir, Þóroddur og Baldur lngvarsson og síðan Kári og Helgi Jóhannessynir. Kristján Hauksson og Lísebet eru systkini. ■ HAUKUR Arnórsson úr Ár- manni meiddist í fyrri umferð stór- svigsins á föstudag. Hann gat ekki keppt meira vegna ökklameiðsla og var aðeins áhorfandi um helgina. ■ FJÓRIR erlendir keppendur tók þátt í alþjóðamótinu á Akur- eyri. Þrír Hollendingar og einn Svíi. Þeir náðu ekki að ógna ís- lensku keppendunum en fóru ánægðir heim því þeir bættu punktastöðu sína verulega. "* ísfirðingarnir hirtu öll gullverðlaunin í alpagreinum Amór og Sigríður vom í sérflokki Daníel sópaði 'r gullinu Ólafsfirðingar unnu átta gullverðlaun af 11 mögulegum ÍSFIRÐINGAR hirtu öll gullverðlaunin sem íboði voru íalpa- greinum á íslandsmótinu sem lauk í Hlíðarfjalli á sunnudag. Arnór Gunnarsson og Sigríður Þorláksdóttir sáu um guliregn- ið fyrir ísafjörð, urðu bæði þrefaidir meistarar; sigruðu í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni. Kynslóðaskipti eiga sér nú stað í alpagreinunum. Unga skíðafólkið ræður yfir miklli tækni og stóð þeim eldri og reyndari lítt að baki. Sérstaka athygli vakti frammistaða Jóhanns Hauks Hafstein. Mótahaldið var til fyrir- myndar hjá Akureyringum, sem kunna vel til verka. Valur B. Jónatansson skrifar Arnór var með besta tímann í báðum umferðum svigsins sem fram fór á sunnudag. Hann sýndi mikið öryggi og hafði snerp- una fram yfir aðra keppendur. Sigurð- ur _M. Sigurðsson úr Ármanni, sem er aðeins 17 ára, keyrði sig upp í annað sætið úr fjórða eftir fyrri ferð og_ Sveinn Brynjólfsson varð þriðji. Ármenn- ingarnir Ingi Geir Omarsson, sem náði næstbesta tímanum í síðari umferð, og Jóhann Haukur Haf- stein, komu síðan fast á eftir. Vil- helm Þorsteinsson var í þriðja sæti eftir fyrri umferð en keyrði út úr í síðari og hættL Pálmar Pétursson, Ármenning- ur, náði besta tímanum í fyrri umferð stórsvigsins á laugardag og setti þannig pressu á Arnór, sem var ekki langt undan. Arnór sýndi síðan styrk sinn í síðari umferð og sigraði. Pálmar varð annar og Sveinn þriðji eins og í sviginu. Arnór varð því einnig meistari í alpatvíkeppni, sem er samanlagður árangur úr sviginu og stórsviginu. Sveinn Brynjólfs- son varð annar í tvíkeppninni og Jóhann Haukur Hafstein þriðji. Á laugardag var einnig alþjóð- legt mót í stórsvigi og þar voru ungu strákarnir í sviðsljósinu. Jó- hann Haukur Hafstein sigraði og var 0,23 sek. á undan Vilhelm Þorsteinssyni sem varð annar. Jó- hann Haukur, sem er 17 ára, var annar eftir fyrri umferð en náði besta tímanum í síðari umferð. Hann er orðinn mjög öflugur skíðamaður og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. KR-ingurinn ungi Egill Birgisson varð þriðji eftir að hafa náð næstbesta tíman- um í síðari umferð. Arnór datt í fyrri umferð og hætti keppni. Sigríður Þorláksdóttir varð ís- landsmeistari í svigi og stórsvigi og var með besta tímann í öllum fjórum umferðunum. Theodóra Mathiesen úr KR varð önnur í báðum greinum og Brynja Þor- steinsdóttir nældi í bronsverðlaun- in í stórsvigi og Hrafna Oladóttir tók bronsið í sviginu. Sigríður og Theodóra urðu því í tveimur efstu sætunum í alpatvíkeppni og Dagný L. Kristjánsdóttir þriðja. Akureyringar áttu síðan þijár Skíðasambandsmenn til Nýja-Sjálands ÁRSÞING alþjóða skíðasambandsins, FIS, verður haldið á Nýja- Sjálandi í næsta mánuði. Tveir fulltrúar frá íslandi sækja þing- ið; Benedikt Geirsson formaður Skíðasambandsins og Sigurður Sigurðsson, varaformaður þess. Þeir halda utan 5. maí og verða í hálfan mánuð. Á þinginu verður m.a. kosið um það hvar heims- meistaramótið í alpagreinum á að fara fram árið 2001. Lillehammer í Noregi og Bormio á Ítalíu hafa sótt um mótið. Skíðasambandsmenn eru að vinna í því að fá að halda árs- þing alþjóðasambandsins á íslandi árið 2000. Benedikt sagði að fyrsta skrefið í því yrði að fá FIS til að halda sijórnarfund hér á landi og skoða um leið það sem við höfum upp á að bjóða. Á ársþing alþjóðsambandsins mæta um þúsund fulltrúar. „Ég held að ísland sé mjög spennandi land fyrir þing sem þetta,“ sagði formaðurinn. Morgunblaðið/Kristjáo BIKARMEISTARAR SKÍ í alpagreinum 1996; Hrefna Óladóttir frá Akureyri og Pálmar Pétursson úr Ármanni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.