Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ftoqgmiHtöft 1996 ¥ 1 Þrefalt hjá Kenýu- mönnum í Boston KENYUMENN gerðu það gott í hundraðasta Boston-mara- þonhla upinu í gær. Moses Tanuúi varð sigurvegari og gerði draum landa síns Cosmas Ndeti, umað verða sigurvegari fjórða árið í röð, að engu. Ned- eti varð þríðji, Kcnýumaðurínn Ezehiel Bitok annar. Tími Tanui var tvær klukkustundir, níu mín. og sextán sek. Þýska stúlkan Uta Pippig sýndi mikla keppnishörku í kvennaflokki — varð sigurveg- ári þríðja árið í röð. Pippig, sem var veik fyrir hlaupið, tryggði sér sigurínn undir lok- in - skaust framúr Tegla Loro- upe frá Kenýa þegar aðeins 1,6 km voru eftir og kom í mark 2:27:12 klst. Poppig er fyrst kvenna til að fagna sigri í Boston-maraþonhlaupinu þrjú ár í rbð, eða síðan byrjað var að keppa í kvennaflokki 1972. Þess má geta að Loroupe hefur tvisvar orðið sigurvegari í New York maraþonhlaupinu. „Magic" í bann EARVIN „Magic" Johnson var i gær dæmdur í þriggja leikja bann og 660 þúsund króna sekt fyrir að rekast viijandi í dómara leiks Lakers og Phoenix á sunnadaginn. Magic féllst á úrskurð for- ráðamanna NBA deildarinn- ar. „Ég fellst á bannið og fjár- sektina og vil að allir sem unna körfuknattleik viti að hegðun min var ekki við hæfi atvinnumanns i iþróttinuni og ég bið Scott Foster dómara velvirðingar á framferði mínu." ÞRIÐJUDAGUR 16.APRÍL KNATTSPYRNA BLAÐ B Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson BJARKI Gunnlaugsson hefur lengi átt tromp upp í ermlnni á knattspyrnuvellinum, elns og vlð spilaborðið. Hér nuddar Arnór Guðjohnsen axlir Bjarka, sem spllar við landsllðsfélaga sína Þórð Guðjónsson og Kristján Finnbogason. Logi sá Bjarka skora tvö mörk Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, brá sér til Þýska- lands um helgina til að sjá landsliðs- menn leika. Logi sá Skagamanninn Bjarka Gunnlaugsson skoratvö mörk í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Waldhof Mannheim, sem vann Leipz- ig 2:0. Með þessum sigri lyfti Mannheim sér frá fallhættusvæðinu. „Ég var mjög ánægður að fá tækifæri til að sjá Bjarka í byrjunarliðinu. Hann lék vel og skoraði bæði mörk liðsins - það fyrra eftir aðeins ellefu mín. Bjarki var óheppinn að ná ekki þrennunni, með smá heppni hefði hann getað skorað fleiri mörk. Hann lék mjög vel og er greinilega funheit- ur," sagði Logi, sem sá einnig leik Herthu Berlín og Bochum, 2:2. „Eyjólfur Sverrisson er kominn í nýtt hlutverk hjá Herthu, byrjaður að leika sem miðvörður fyrir framan aftasta varnarmann liðsins. Eyjólfur fékk það Hlutverk að hafa gætur á hættulegasta sóknarleikmanni Boc- hum og gerði það vel. Ég ræddi við Eyjólf eftir leikinn og sagðist hann vera betur upplagður en hann var í fyrra. Þórður Guðjónsson kom inná sem varamaður hjá Bochum þegar tólf mín. voru til leiksloka. Það er greinilegt að Þórður á erfitt upp- dráttar, þar sem margir útlendingar eru hjá liðinu, aðeins þrír leika. Þórð- ur kom inná sem varamaður fyrir pólskan leikmann," sagði Logi, sém var ánægður með ferð sína til Þýska- lands. „Eg græddi töluvert á henni." Logi mun í vikunni velja landsliðs- hóp sinn sem leikur í Eistlandi í næstu viku. Lárus Orri fékk níu í einkunn Vlnníngar FJöldi vinninga Vinnings-upphæð 1 . 6a(6 4 11.040.000 O Sat6 0 1.337.974 3. 5al6 2 98.670 4. 4a(6 193 1.620 j- 3a(6 O. + bónus 645 200 Samtals: 844 46.136.974 46.136.974 1.976.974 KIN VINNINGSTOLUR VIKUN/l 9.04.-15.04/96 ©ÉB ffljdðÆ C24T25] UPPLYSINGAR MUNID ;ið tyrsti vinningur í Lottó 5/38 er fjórfíildur næst.i laugardag. # Siöast þegar 1. vinningur var fjóiialdur var hann rúmar 13 milljónir króna. 1. vinnlngur Vertu vi8búm(n| vinningi LÁRUS Orri Sigurðsson lék mjög vel með Stoke í 2:1 sigri gegn Portsmouth í 1. deild ensku knatt- spyrnunnar um helgina og fékk níu í einkunn í þremur enskum dagblöð- um. „ Frábær í vörninni," sagði Sun um Lárus og valdi hann mann leiks- ins. „Ég er mjög ánægðuc með leik minn, náði mér vel á strik. Þar sem tveir reyndustu varnarmenn okkar voru meiddir, reyndi mikið á mig — varð að duga eða drepast. Við hlið- ina á mér lék leikmaður, Justin Wittle, sem var að leika sinn fyrsta heimaleik," sagði Lárus Orri í við- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Stoke á mikla möguleika á að komast í aukakeppni um sæti í úr- valsdeildinni á næsta tímabili en liðið er í fimmta sæti sem stendur. Tvö efstu liðin fara beint upp en næstu fjögur fara í aukakeppnina um eitt sæti. Stoke leikur gegn Charlton, sem er í fjórða sæti, á heimavelli í kvöld og gegn Sunderland á útivelli um næstu helgi. HAIMDKNATTLEIKUR: LAIMDSLIÐIÐ FÉKK GULL í JAPAN / B8 Wl L«TT« Jt vinningnr er 4œtlaSur44mlllÍénlr kr_ Íi íslens^s Getspá >wm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.