Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL1996 B 3 KIMATTSPYRNA Óbreytt stada efstu liða Manchester United ekki aftur í gráum treyjum LEIKMENN Manchester United hafa fimm sinnum leikið í jgráum treyjum á útivelli og aldrei fagnað sigri í þessum leikjum. A laug- ardaginn voru þeir 3:0 undir gegn Southampton i hléi og skiptu um búning, mættu til leiks í bláum og hvítum búningi en það breytti því ekki að liðið tapaði 3:1. Eftir leikinn gaf Alex Fergu- son, knattspymustjóri United, til kynna að gráu búningarnir yrðu ekki notaðir framar. „Málið er einfalt. Leikmennirnir kunna ekki við þessa búninga. Þeim finnst erfitt að finna hver annan og við urðum að skipta í hléi.“ Atletico Madrid fékk gullið tæki- færi til að auka forystu sír.a í spænsku deildinni en liðið varð að sætta sig við 1:1 jafntefli heima gegn Real Betis. Betis lék mjög vel í fyrri hálfleik og Alfonso Perez skoraði skömmu fyrir hlé. En gleði gestanna var skammvinn því vara- maðurinn Pirri Mori jafnaði innan mínútu. Betis missti Tomas Olias út af með rautt spjald 20 mínútum fyrir leikslok en liðið var samt nær því að skora en heimamenn sem eru með þrjú stig framyfir Barcel- ona. Carlos Busquets, markvörður Barcelona, gerði afdrifarík mistök á síðustu mínútu og Suances jafn- aði fyrir Racing. Barcelona byijaði vel og miðjumaðurinn Ivan de la Pena skoraði á 12. mínútu. Á 40. mínútu fékk Króatinn Robert Pros- inecki að sjá rauða spjaídið og 10 leikmenn Barcelona áttu í nokkrum erfiðleikum þó liðið virtist ætla að halda fengnum hlut. Daninn Michael Laudrup tryggði meisturum Real Madrid 1:0 sigur gegn Sevilla og er Real í sjöunda sæti en fimm efstu liðin tryggja sér rétt til að leika í Evrópukeppni í haust. AIKopio uppágátl Baráttan um Englandsmeistara- titilinn tók nýja stefnu um helgina þegar Manchester United tapaði í Southampton og Newcastle fagnaði sigri heima gegn Aston Villa. United er með þriggja stiga forystu og með 29 mörk í plús en Newcastle er með 27 mörk í plús og á leik til góða. Les Ferdinand skoraði fyrir Newcastle með skalla af stuttu færi um miðjan seinni hálfleik eftir sendingu frá Peter Beardsley. Þetta var 28. mark Ferdinands á tímabil- inu. „Við lékum ekki sérstaklega vel,“ sagði Kevin Keegan, knatt- spyrnustjóri Newcastle. „Aston Villa stjórnaði ferðinni lengi vel og við erum ekki vanir slíku á tímabil- inu. En vörnin var góð hjá okkur og til að verða meistari verður lið að sigra í leikjum sem ganga samt ekki vel. Nú erum við þremur stig- um á eftir með leik til góða og rit- un sögu keppninnar er ekki lokið.“ Manchester United var ekki svip- ur hjá sjón í Southampton og tap- aði 3:1 en heimamenn voru á kost- um í fyrri hálfleik. Þá skoruðu Ken Monkou, Neil Shipperley og Matt- hew Le Tissier á skemmtilegan hátt í fyrri hálfleik en Ryan Giggs minnkaði muninn undir lokin. Le Tissier hefur ekki leikið sérlega vel í vetur en hann lék vel um helgina og lagði m.a. upp fyrsta markið, „Eg hef aldrei misst trúna á Mattie og það er mikilvægt,“ sagði Dave Morrington, knattspyrnustjóri Southampton. Manchester United tekur á móti Leeds á morgun og þá fær New- castle Southampton í heimsókn. Síðan á United heimaleik gegn Nottingham Forest 28. apríl og útileik gegn Middlesbrough 5. maí. Newcastle fer til Leeds 29. apríl, fær Nottingham Forest í heimsókn 2. maí og tekur á móti Tottenham 5. maí. Mark Hughes var með þrennu þegar Chelsea vann Leeds 4:1 en Leeds hefur tapað sex af síðustu sjö deildar- og bikarleikjum. Coventry krækti sér í dýrmæt stig með 1:0 sigri gegn QPR. Jess kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og gerði eina mark leiksins en þetta var fyrsta mark hans fyr- ir félagið sem keypti hann frá Aber- deen fyrir um 250 millj. kr. í febr- úar. Coventry er í 18. sæti fyrir ofan QPR og Bolton sem tapaði 1:0 gegn West Ham. „Við eigum möguleika á að halda sæti okkar en ekkert er öruggt,“ sagði Ron Atkinson, knattspyrnustjóri Co- ventry. Ray Wilkins, knattspyrnu- stjóri QPR, sagðist hins vegar sofa rólegur. „Tal um fall truflar mig ekki,“ sagði hann. Manchester City er stigi ofar eftir 1:0 sigur gegn Sheffield Wednesday. „Ég leik ekki fyrir Alan Ball heldur fyrir félagið og samherja mína. Ég elska Manc- hester City,“ sagði þýski miðherj- inn Uwe Rösler sem skoraði um miðjan seinni hálfleik en hann hef- ur lent upp á kant við knattspyrnu- stjórann. Meistarar Blackburn unnu Nott- ingham Forest 7:0 fyrr á tímabilinu en úrslit urðu 5:1 í seinni leik lið- anna í Nottingham um helgina. Jason Wilcox skoraði tvívegis, Alan Shearer gerði 35. mark sitt á tíma- bilinu, Billy McKinley var með eitt mark og varamaðurinn Graham Fenton skoraði einnig en Ian Woan minnkaði muninn fyrir heimamenn. Klinsmann var enn bjargvættur Bayem Skoraði.sigurmarkið gegn Stuttgart. Dortmund gerði jafntefli heima Júrgen Klinsmann hefur öðrum fremur séð til þess að Bayern Múnchen er í baráttunni um meist- aratitilinn í Þýskalandi. Þessi frá- bæri knattspyrnumaður hefur oft tekið af skarið og gert útslagið og um helgina var hann enn bjarg- vættur liðsins en hann gerði eina markið í 1:0 sigri gegn Stuttgart. Dortmund náði aðeins markalausu jafntefli á heimavelli gegn Schalke og er Bayern með þriggja stiga forystu á toppnum en meistarar Dortmund eiga leik til góða auk þess sem þeir eru með betri markatölu. Dieter Hamann, sem lék í fyrsta sinn eftir að hafa verið frá í átta vikur vegna meiðsla, fékk að sjá rauða spjaldið eftir brot á Giovane Elber eftir hálftíma leik og var Bayern því einum færri það sem eftir var. Klinsmann skoraði rétt eftir hlé og þar við sat. verið komið á beinu brautina um miðjan fyrri hálfleik og hefði átt að ná forystunni. Úrslit dagsins gerðu það að verkum að Schalke fór upp fyrir Stuttgart sem þarf að gera betur til að tryggja sér Evrópusæti. Dortmund hefur ekki sigrað í fjórum leikjum í röð og komst aldr- ei alla leið gegn Schalke. „Barátt- an var í lagi en sóknarleikurinn er umhugsunarverður og ég get ekki verið ánægður með hann,“ sagði Ottmar Hitzfeld, þjálfari Dortmund. Gladbach vann Köln 2:1 og er í þriðja sæti en liðið missti Rico Steinmann út af með rautt spjald um miðjan seinni hálfleik. Þar með hafa leikmenn deildarinnar fengið að sjá rautt 26 sinnum i vetur. Kaiserslautern tapaði 2:1 heima fyrir Hamburg og stendur illa að vígi við botninn. JURGEN Klinsmann Necastle eygir von BARÁTTA Manchester United og Newcastle um Englands- meistaratltilinn stendur sem hæst. Unlted stendur betur að vígl en Newcastle hefur ekki sagt sitt síðasta orð. Á mynd- innl reynlr lan Taylor hjá Aston Vllla að nð boltanum af Les Ferdlnand sem gerði elna mark lelksins. AC Milan er med níu stiga forystu á Juventus „Við áttum skilið að sigra,“ sagði Otto Rehagel, þjálfari Bay- ern, Rolf Fringer, starfsbróðir hans hjá Stuttgart, sagði að leik- menn sínir hefðu farið illa með færin. „Við ætluðum að vera þolin- móðir í seinni hálfleik en við nýtt- um ekki færin.“ Hann bætti við að tíma hefði tekið að aðlagast leik mótherjanna en liðið hefði Christian Panucci tryggði AC Milan 1:0 sigur gegn Napólí í ítölsku deildinni og þegar fjórar umferðir eru eftir er AC Milan með níu stiga forystu á Juventus sem tapaði 3:0 fyrir Sampdoria. Varnar- maðurinn Panucci skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá Roberto Baggio á 13. mínútu. George Weah lék með AC Milan á ný og liðið var mjög öruggt gegn Napólí. Roberto Donadoni átti skot í stöng á 72. mínútu en gestirnir fengu varla önnur tækifæri til að bæta við. Enrico Chiesa braut ísinn eftir 25 sekúndur fyrir Sampdoria með 19. marki sínu á tímabilinu og lagði síðan upp tvö mörk í seinni hálf- leik. Gianluca Vialli, Alessandro Del Piero og Fabrizio Ravanelli fengu allir tækifæri til að jafna fyrir Juve en Walter Zenga i marki Sampdor- ia sá við þeim. Fiorentina sem er í þriðja sæti tapaði 1:0 fyrir Udinese en Inter í fjórða sæti vann botnlið Padova 8:2. Marco Branca var með þrennu og hefur gert 20 mörk á tímabilinu. Lazio vann Parma 2:1 og er í fimmta sæti en Roma tapaði 2:1 fyrir Vicenza og fór niður í sjöunda sæti. Bari vann Cremonese 2:1 og heldur í vonina um að halda sér í deildinni. Igor Protti gerði bæði mörk Bari og er markahæstur í deildinni með 22 mörk. Tórínó tapaði 1:0 fyrir Piacenza og er í fallsæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.