Morgunblaðið - 18.04.1996, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
JMfóglUtllIllfetík
c
1996
FIMMTUDAGUR 18. APRIL
BLAÐ
Tveir ungir leik-
menn hjá Fram
undir smásjánni
TVEIR af unglingalandsliðsmönnum Fram í
knattspyrnu, sem stóðu sig svo vel með unglinga-
liðinu á Italíu á dögunum,
eru undir smásjánni lyá
erlendum liðum. Þjálfari
hjá Anderlecht í Belgíu
ræddi við Þorbjörn Atla
Sveinsson á ítaliu og kann-
aði hug hans og Arsenal
vill fá Val Fannar Gislason
á ný til æfinga — hann æfði
með liðinu um tima i vetur
ásamt bróður sínum, Stef-
áni. Valur Fannar er fyrir-
liði unglingaliðsins, sem fagnaði sigri á sextán
liða móti á Ítalíu og Þorbjörn Átli var marka-
kóngur mótsins, skoraði fimm mörk. Fram hefur
ekkert heyrt Anderlecht eða Arsenal.
Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson
LANDSLIÐSMENNIRNiR Arnór Guðjohnsen, Bjarki Gunnlaugsson, Arnar Grétarsson, Eyjólfur Sverrlsson, Ólafur Adolfsson,
Sigurður Jónsson og Ólafur Þórðarson.
Leikið gegn
Kýpur og
Möltu
FJÓRIR landsleikir í knatt-
spyrnu verða leiknir hér á
landi í sumar og þrír á er-
lendri grund. Fyrsti leikurinn
í Reylqavik verður HM-leikur-
inn gegn Makedóníu 1. júní,
síðan kemur landslið Kýpur í
heimsókn og leikur 5. júní.
Landslið Möltu leikur hér 14.
ágúst og þá kemur hið sterka
lið Rúmeníu og leikur á Laug-
ardalsvellinum i undankeppni
HM 9. október.
Leikurinn gegn Eistlend-
ingum í Tallinn verður fyrsti
leikurinn á útivelli, síðan verð-
ur leikið í Litháen í und-
ankeppni HM 5. október og
þá HM-leikur gegn írum í
Dublin í nóvember.
ísland hefur ekki áður leik-
ið landsleik gegn Makedóníu,
Litháen og Rúmeníu.
Feðgarnir Arnórog EiðurSmári Guðjohnsen með í landsliðshópnum semfertil Eistlands
„Einkennileg tilfinning
- að vera með syninum ílandsliðshópnum," segir ArnórGuðjohnsen
BROTIÐ var blað í knattspyrnusögu í heiminum í gær, þegar
Logi Ólafsson, landsiiðsþjálfari, valdi feðgana Arhór og Eið
Smára Guðjohnsen í landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn
Eistlandi, sem fer fram íTallinn á miðvikudaginn kemur. Þeir
eru fyrstu feðgarnir í heiminum sem hafa verið valdir saman í
landsliðshóp. Eiður Smári er 17 ára — fæddur 15. september
1978, Arnór verður 35 ára 30. júlí i' sumar.
egar Amór lék sinn fyrsta lands-
leik í Bern 1979 — þá 17 ára
og 296 daga, var Eiður Smári rétt
sex mánaða gamall.
SigmundurÓ. „Hvað segir þú, var
Steinarsson sonurinn valinn,“
skrifar sagði Arnór þegar
Morgunblaðið sló á
þráðinn til hans í gær. „Það er
hálfskrítið — já, einkennileg tilfinn-
ing að ég sé með syni mínum í landsl-
iðshópnum. Já, mjög skemmtilegt,“
sagði Amór, sem þurfti smátíma til
að átta sig á hlutunum. Þeir feðgar
hittast á mánudaginn í Kaupmanna-
höfn, þar sem landsliðshópurinn
kemur saman og heldur til Eist-
lands. „Ég hef alltaf vonað að sá
dagur myndi renna upp að við lékjum
saman - það hefur lengi verið
draumurinn að við myndum klæðast
landsliðsbúningi Islands í sama leikn-
um. Þetta hófst allt 1986 í Belgíu,
þegar Eiður Smári vakti athygli með
unglingaliði. Þá sagði ég í sjónvarps-
viðtali að það væri gaman ef við feðg-
arnir fengjum tækifæri til að leika
saman. Nú fyrst geri ég mér grein
fyrir að sá tími nálgast óðfluga. Við
erum komnir saman í leikmannahóp-
inn, þannig að það er stutt í að
draumurinn rætist,“ sagði Arnór,
sem er mjög hrifinn af örum framför-
um hjá syni sínum, sem hefur leikið
með byijunarliði PSV Eindhoven í
Hollandi að undanförnu — skoraði
sitt fyrsta mark fyrir liðið, sama dag
og Arnór var að skora mark fyrir
ísland í leik gegn Möltu á Möltu á í landsliðshópinn, en Eindhoven fór
dögunum. Þá var Eiður Smári valinn fram á að halda honum.
„Eiður Smári hefur náð
lengra en ég bjóst við —
framfarir hans hafa orðið
miklar á rúmu ári, hann er
hættur að vera efnilegur,
heldur góður. Það var gæfu-
spor fyrir hann að fá tæki-
færi til að æfa og leika með
Eindhoven, þar sem unglinga-
starf er til fyrirmyndar,"
sagði Arnór og bætti við:
„Það er eins gott að halda sér
í góðri æfíngu, þannig að ég
geti leikið tvo til þrjá leiki
með stráknum áður en ég
legg landsliðsskóna á hill-
una.“
Eiður Smári á
heima í hópnum
Þegar Logi Ólafsson var
spurður um, hvort að hann
teldi að Eiður Smári væri til-
búinn til að leika m_eð landsl-
iðinu, sagði hann. „Ég er ekki
að velja Eið Smára í landsliðs-
Landsliðshópurinn
Markvex-ðir
Birkir Kristinsson, Brann..........41
Kristján Finnbogason, KR........... 7
Vamaraienn:
Guðni Bergsson, Bolton.............66
Rúnar Kristinsson, Örgryte.........51
Sigursteinn Gíslason, IA...........17
Ólafur Adolafsson, ÍA..............12
Lárus Orri Sigurðsson, Stoke....... 2
Miðjumenn:
Ólafur Þórðarson, íA...............64
Sigurður Jónsson, Örebro...........41
Arnar Grétarsson, Breiðabliki......30
Eyjólfur Sverrisson,_Herthu Berlín.29
Hlynur Stefánsson, ÍBV.............22
Sóknarmenn:
Amór Guðjohnsen, Örebro............64
Bjarki Gunnlaugsson, Mannheim......16
Þórður Guðjónsson, Bochum.......... 5
Eiður Smári Guðjohnsen, Eindhoven... 0
hópinn til að láta draum pabba hans
rætast — ég vel hann í landsliðshóp-
inn þar sem ég tel hann eiga heima
í hópnum. Hann hefur verið að leika
vel með Eindhoven - einu besta fé-
lagsliði Evrópu - að undanförnu."
„Ég hefði vel getað valið stærri
hóp fyrir leikinn gegn Eistlandi -
margir góðir leikmenn eru fyrir utan
hann, eins og Amar Gunnlaugsson,
sem er meiddur, Þorsteinn Guðjóns-
son, Helgi Sigurðsson, Halldór Ing-
ólfsson, Rútur Snorrason, Helgi Kol-
viðsson, Ágúst Gylfason og Guð-
mundur Benediktsson, sem voru með
í æfíngaferðinni til Möltu á dögun-
um.“
„Ferðin til Eistlands verður nýtt
til að undirbúa okkur sem best fyrir
leikinn gegn Makedóníu í undan-
keppni heimsmeistarakeppninnar,
þýðingarmikinn leik sem verður á
Laugardalsvellinum 1. júní. Ég mun
prófa ýmislegt nýtt og þá er gott að
kynnast andrúmsloftinu í Eystrasalt-
slöndunum, þar sem við leikum þar
gegn Litháen í haust í heimsmeist-
arakeppninni," sagð! Logi.
MAGNÚS VER SIGRAÐIÁ STERKU AFLRAUNAMÓTI í ÁSTRAUU / C8