Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 1
SAMKEPPNI Olíuverö lækkar á miöunum/2 BORCEY Veðjar á upp- sjávarfiska /4 ________TOLVUR Flugleiöir pláss- frekar á vefnum /6 "^esæ VEDSnPn/iflVINNUlÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 25. APRIL 1996 BLAÐ B Plastprent Fyrstu viðskiptín með hlutabréf í Plastprentí hf. urðu á Opna tíl- boðsmarkaðnum í gær þegar.bréf að nafnvirði 120 þús. voru seld á genginu 3,75. Þetta er um 15% hækkun gengis frá hlutafjárút- boði félagsins nýverið. Verðlaun Forsetí íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, mun afhenda hin árlegu útflutningsverðlaun í áttunda sinn við hátíðlega athöfn á Bessa- stöðum nk. sunnudag. Verðlaunin eru veitt í samráði við Útflutn- ingsráð íslands. í fyrra hlaut Guðmundur Jónasson þessi verð- laun en þau hafa einnig í'allid í skaut Marels, SH, Flugleiða, Oss- urar hf., Sæplasts og IS hf. Útboð Borgarráð hefur samþykkt að ganga að tilboði SR Sigurðssonar hf. í lengingu vélasala Nesjavalla- virkjunar. Tilboðið var að fjárhæð 35,7 millj. sem er 79% af kostnað- aráætlun. Fyrirhugað er að reisa nýja varmaskipta á næsta árí í framhaldi af þessari stækkun. Verður þá unnt að nýta betur varmann úr því vatni, sem kemur upp með jarðgufunni úr borholum virkjunarinnar. SOLUGENGIDOLLARS Kr. Síðustu fjórar vikur 69,00------------------------------------------- 68,50------------------------------------------- 68,00- 67,50- ,50-----------------——67,24 ,00— -f=^%JP ,50^------------------- 66,00- 65,50- 65,00- 64,50- 64,001- 27. mare 3. apr. 10. 17. 24. VAXTAÞRÓUN FRA % ÁRAMÓTUM % %°% 3MAN. SPARISKÍRTEINI % ^%JT=^ MAR. 23. apríl 6,59 SKULDABREF BANKA % ¦ 10,01 Almenn skuldabréf Meðalkjörvextir JAN. FEB. MAR. APR. ¦1 5 ARA SPARISKÍRTEINI % r70 62,06 JAN. FEB. MAR. APR. HUSBREF JAN. FEB. MAR. APR. '...'..:.:.:..'.. VIXILLAN BANKA % -----1—14,0 Almenn víxillán Forvextir 11,80 ^3,0 -21. april 1.2,0 12,50 -11,0 JAN. FEB. MAR. APR. H0,0 9,0 " ___ _____ Sund og Hekla kaupa hlut í Samskipum Bréf fyrir 216 milljónir skipta um hendur EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Sund ehf. og Hekla hf. hafa eignast sam- anlagt 15,55% hlut í Samskipum hf. Seljendur bréfanna til Sunds ehf. eru G. Jóhannsson hf. sem er félag í eigu Gunnars og Garðars Jóhanns- sona, og Eignarhaldsfélagið Skip hf., sem er í eigu Hofs sf, dótturfyr- irtækis Hagkaups. G. Jóhannsson átti 11,1% hluta- fjár í Samskipum að nafnvirði 100 milljónir króna, en Skip hf. átti 4,4% hlutafjár að nafnvirði 40 milljónir. Þessir aðilar keyptu bréfin í júlí 1994 á nafnvirði. Akveðið var að greina ekki frá söluverði hlutabréfanna, en sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins voru bréfin seld á genginu 1,54. Nemur því söluandvirði bréfa Skips um 61,6 milljónum og söluvirði bréfa G. Jóhannssonar 154 milljónum eða samtals um 216 milljónum. Sund fjárfestir í mörgum fyrirtækjum Þetta er stærsta einstaka fjárfest- ing Sunds frá því fyrirtækið seldi 45% hlut sinn í Olís á sl. ári. Sölu- verð Olís-bréfanna var talið vera nálægt 1 milljarði króna. í frétt frá Sundi segir að forráðamenn félags- ins telji þetta vera góða fjárfestingu enda hafí rekstur Samskipa tekið stakkaskiptum. Samskip verði í framtíðinni álitlegur kostur fyrir fjárfesta. Þá kemur fram að Sund hafi að undanförnu fjárfest í nokkr- um fyrirtækjum öðrum. Þar megi helst nefna Bakka hf. í Bolungarvík, Flugleiðir, Hampiðjuna, Harald Böð- varsson hf., íslenskar sjávarafurðir, Handsal hf., Marel hf., SÍF hl, Auðlind hf., íslandsbanka hf., Taugagreiningu hf. og OZ Interac- tive Inc. Hins vegar var í gær ekki skýrt frá því hversu stór hluti bréfanná kemur í hlut hvers kaupanda heldur aðeins að Sund hf. hefði keypt stærstan hluta þeirra. Sveinlaugur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sunds, vildi í samtali við Morgun- blaðið hvorki tjá sig um hversu mik- ið kæmi í hlut Sunds eða veita upp- lýsingar um aðra fjárfesta. Hann sagði aðeins að samið hefði verið um kauprétt við nokkra aðila að bréfunum en Sund myndi halda stærstum hluta þeirra. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins keypti Hekla einungis bréf fyrir 3,4 milljónir að nafnvirði. I frétt frá Heklu í gær kemur fram að fyrirtækið hafi selt Samskipum Air Express International á íslandi þann 20. febrúar og fái hluta sölu- verðsins greitt með hlutabréfum í Samskipum. Það sé aftur á móti rangt að Hekla sé að kaupa hluta af hlutabréfum Hagkaups og Fóð- urblöndunnar í Samskipum. Hagnaður Samsklpa hátt í 180 milljónír Aðalfundur Samskipa verður haldinn nk. fimmtudag þann 2. maí. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins nam hagnaður félagsins hátt í 180 milljónum á síðasta ári en þar af er nokkur hluti vegna eignasölu. a i I i • • • • • -L^ f I y f l/l VCml'Kl'\/ . Lf 11/ V á leiðinni á hlutabréfamarkað? Gögn frá ráðstefnu Landsbréfa „Leiðin á hlutabréfamarkað" hafa verið tekin saman í handhæga möppu í möppunni er að finna helstu reglur er varða útboð og skráningu hlutabréfa, svo og gögn frá eftirtöldum frummælendum - og kostar aðeins 1.000 krónur. Islenskur hlutabréfamarkaöur í tölum. Bjarni Brynjólfsson, verðbréfamiðlun Landsbréfa hf. Þýðing skráningar á VÞÍ/OTM. Stefán Halldórsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaþings íslands. Stjómunarbreytingar í kjölfar skráningar. Gunnar Hjartarson, fjármálastjóri Lyfjaverslunar íslands. Kaup hlutabréfa í óskráðum og vaxandi félögum. Sigurður Smári Gylfason, Eignarhaldsfélag Alþýðubankans hf. • Kaup lífeyrissjóða á hlutabréfum. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða. • Leiðin á hlutabréfamarkað. Davíð Björnsson, deildarstjóri, verðbréfamiðlun Landsbréfa hf. Starfsmenn Landsbréfa veita frekari upplýsingar og eru fyrirtækjum til ráðgjafar. I § 4 LANDSBREFHF. fftMJH. - ^fi^,, fri-us^. -á*í&- Löggill veröbrélafyrirlæki. Aftili aö Verðbréfaþingi íslands. SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVIK. SÍMI 588 9200, BREFASIMI 588 8598

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.