Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ VERALDARVEFURINN hefur þegar breytt sýn manna á tölvur og nota- gildi þeirra og sér ekki fyrr endann á þróun hans. Tvennt er það þó sem notendum er þyrnir í augum; klám og hatursefni ýmis- konar og öryggi í verslun og við- skiptum. Til að bregðast við því fyrrnefnda streymir nú á markað hugbúnaður sem á auðvelda mönnum að sigta úr það sem berst inn á tölvuna, og því síðarnefnda mæta menn með æ traustari lás- um. Það er þó hægara sagt en gert að ritskoða alnetið og eðli þess reyndar slíkt að það bregst við hindrunum með því að finna sjálfkrafa færa leið. Klámtölvuhundar Með eftirminnilegri minnum úr íslenskri vefsögu er þegar ráð- herra var spurður um klám á al- netinu og svaraði ákveðinn: Vitan- lega verður það stöðvað. Flestir sjá hve þessi fullyrðing er ijar- stæðukennd, því ekki er hægt að stöðva klám eða annan viðbjóð á netinu frekar en hægt er að koma í veg fyrir að fólk tali ósiðlega í síma. Það er þó ekki þar með sagt að ekki sé rétt að reyna að koma böndum á alnetið. Kínversk yfirvöld hafa tekið það upp að láta alla netumferð úr land- inu fara um tölvumiðstöð í Beijing þar sem yfirvald getur skoðað það sem fram fer. Það er dæmi um ritskoðunaröfga en líkt og okkur þykir ekki sjálfsagt að klámblöð séu á boðstólum innan um barnabækurnar eða dónamyndir sýndar í barnatímum, er rétt að skoða hvort ekki sé leið fær til að beina klámefni til þeirra fullorð- inna sem hafa á því áhuga þó klámumferð sé ekki nema 5% af heildarumferð á veraldarvefnum. Einnig hafa öfgasamtök upp- Meö þessu stórkostlega fyrir- komulagi næst hámarksnýting á lagersvæði. Mjög hentugt kerfi og sveigjanlegt við mis- munandi aöstæður. Greiður aðgangur fyrir lyftara og vöru- vagna. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga. SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SÍMI564 4711 • FAX 564 4725 VIÐSKIPTI Klámhundar og annað fólk Að sama skapi og veraldarvefnum vex fisk- ur um hrygg aukast áhyggjur manna af stjómleysinu sem einkennir hann. Ami Matthíasson segir það skoðun sína að þó það sé ógemingur að ritskoða vefínn sé ekki þar með sagt að þess sé ekki þörf. götvað vefínn og nýtt sér færið til að dreifa hatursáróðri, aukin- heldur sem ýmsar upplýsingar sem ekki er vert að séu á ferli eru aðgengilegar á netinu. Andmæl- endur ritskoðunar kveinka sér mjög undir reglum þeim sem leidd- ar voru í lög á Bandaríkjaþingi fyrir nokkru. Þau lög voru allgöll- uð, en án þess að farið verði út í lagarefjar hér, má ekki gleyma því að frelsi einstaklings nær að frelsi næsta einstaklings. Mál og prentfrelsi, sem verður hiklaust að ríkja á alnetinu eins og annars staðar, má ekki nota til að meiða eða niðurlægja aðra. Víst eru var- naglar ýmiskonar um meiðyrði og fleira í mannheimum, en erfítt að koma slíku við í netheimi. Netverslun í vanda Hinn vandinn sem ég nefndi í upphafí er að það hefur staðið vefverslun og að nokkru tölvu- pósti fyrir þrifum að fólk treystir alnetinu ekki fullkomlega. Hvað tölvupóstinn varðar má segja að það að senda tölvupóst sé eins og að senda póstkort sem allir sem um véla geta lesið, í sjálfu sér ekki stórmál, en þegar verslun er annars vegar fínnst mörgum óþægilegt að slá inn persónulegar upplýsingar og krítarkortanúmer sem óprúttnir gætu komist yfír. Sú hræðsla er reyndar nokkuð skondin, því á sama tíma fínnst mönnum ekkert að því að gefa ókunnri rödd í síma, jafnvel úti í heimi, upp krítarkortsnúmer, eða afhenda kort þjóni á veitingastað sem hverfur með það úr augsýn á meðan hann „strauar". Þess eru líka fjölmörg dæmi að menn hafi fengið háa reikninga að utan eftir slíkt kæruleysi, en fáum sögum fer af svikum á vefnum. Um það leyti sem alnetið var opnað öllum sem vildu var nokkuð um frásagnir af tölvuspillum sem væru að dreifa krítarkortanúmer- um og þá jafnvel gríðarstórum skrám með þúsundum nafna og númera. Þau númer voru aftur á móti fengin .með því að bijótast inn í tölvur kortafyrirtækja eða banka, stela allri súpunni og dreifa síðan. Krítarkortanotendur ættu að hafa meiri áhyggjur af þvi hvemig gögn eru send úr „posa“ til kortafyrirtækis, en af því að einhver næli í númer á vefnum. Islensk fyrirtæki á vefnum íslenskum fyrirtækjum fjölgar sífellt á vefnum og hafa mörg hver náð að setja upp glæsilegar síður, nefna má Iceland Review- siðan, sem á eru fréttir frá ís- landi. Síðurnar þar eru einfaldar og smekklegar og mjög vinsælar, Síður Iceland Review, sem eru á slóðinni http://www.centr- um.is/icerev/, voru reyndar verð- launaður fyrir tveimur mánuðum og skipað í hóp 100 bestu vefstaða heims. Listahátíð Reykjavíkur hefur einnig komið sér fyrir á vefnum með heimasíðu þar sem fræðast má um væntanlega listahátíð, en ekki er hægt að panta miða eða kaupa á síðunni. Slóðin er: http://www.saga.is/artfest. Tímarit Máls og menningar er og á netinu með fremur einfalda síðu, en þar má þó fínna upplýs- ingar um tímaritið og efni þess allt síðasta ár og einnig yfír fyrsta hefti þessa árs sem kom út fyrir mánuði. Slóðin er: http://www.centrum.is/mm/mm- info.htm. Glæsilegasti vefur landsins sem stendur er þó vefur Flugleiða sem opnaður var síðasta vetrardag. Hann er á slóðinni http://www.centrum.is/flight/, en þar er að finna upplýsingar um allt sem viðkemur flugi til og frá landinu, ýmsar upplýsingar um land og þjóð, rafrænt tímarit og svo mætti lengi telja, en alls eru síðurnar nærfellt fímm hundruð sem liggja á bak við heimasíðuna. Vefurinn er á ensku að mestu, enda ætlaður fyrir útlendinga fyrst og fremst. Meðal þeirar fyrirtækja sem nýta sér veraldarvefínn til að þjón- usta viðskiptavini er B.T. tölvur, en vefsíður fyrirtækisins hafa tek- ið miklum breytingum til að auð- velda upplýsingaleit og þannig er miklar upplýsingar að fínna þar um ýmsa leiki. Slóðin er: http://www.mmedia.is/bttolvur. Af B.T. tölvum er það annars að frétta að fyrirtækið heldur upp á ársafmæli sitt á næstu dögum, meðal annars með afmælistilboði það sem mjög er slegið af verði, en sú afsláttarhrina hefst reyndar á morgun í tilefni sumarkomu. Einnig verður sitthvað gert sér til gamans alla næstu viku, þar á meðal troða upp ýmsir gestir og Viðskiptaráðherra á ársfundi Evrópubankans * Aherslan lögð á smá og meðalstór fyrirtæki ÁRSFUNDUR Evrópubankans var haldinn í Sófíu í Búlgaríu nýlega. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra sat fundinn fyrir ís- lands hönd. í ræðu sinni lagði hann áherslu á mikilvægi þess að sinna smáum og meðalstórum fyrirtækj- um, á hlutafjárframlög og mikilvægi þess fyrir bankann að nota banka í viðkomandi aðilarríki til að miðla fjármagni, að því er fram kemur í frétt frá iðnaðarráðuneytinu. Sagði Finnur að þetta hefði verið afstaða íslands frá stofnun bankans og það væri ánægjulegt að stefna bankans endurspeglaði nú þessi sjónarmið. Finnur lagði áherslu á staðbundna hlutafjársjóði sem bank- inn hefur ásamt öðrum sett á laggim- ar. Þá lagði hann til að bankinn kann- aði möguleika á því að leiða saman smá og meðalstór fyrirtæki á Vestur- löndum og í ríkjum Mið- og A-Evrópu. Reynslan hefði sýnt að fyrirtæki á íslandi og smá og meðalstór fyrirtæki á öðrum Vesturlöndum, sem hafa áhuga á verkefnum í ríkjum Mið- og Astur-Evrópu, ættu erfitt um vik að nálgast bankann og vekja áhuga hans á verkefnum. Lagði ráðherra áherslu á samstarfsverkefni smærri fyrir- tækja með sértækum aðgerðum til að koma slíkum verkefnum á. íslensk þekking kynnt Eystrasaltsríkj unum í tengslum við ársfundinn átti ís- lenska sendinefndin fundi með sendi- nefndum Éystrasaltsríkjanna og nokkurra annarra ríkja í Austur-Evr- ópu til að ræða þátttöku íslenskra fyrirtækja í samstarfsverkefnum. Af íslands hálfu var sérþekking íslenskra fyrirtækja á ýmsum sér- sviðum kynnt fyrir viðkomandi ráð- herrum. Það á meðal var sérhæfð þekking íslenskra fyrirtækja á nýt- ingu jarðhita og ýmsum rekstri sem því tengdist, sérhæfð þekking á sviði matvælaframleiðslu, fiskveiða og fiskvinnslu svo og þekking á sviði hugbúnaðarþjónustu og framleiðslu. Rætt var um að skipulagðar yrðu heimsóknir íslenskra fyrirtækja til ríkjanna þar sem samstarfsverkefni yrðu kynnt. Síðastliðið ár var annað heila starfsár bankans undir stjóm frakk- ans Jacques de Larosiere sem tók við sem aðalbankastjóri sumarið 1993. Undir forystu de Larosiere hefur áhersla verið lögð á að bankinn sinni í auknum mæli smáum og meðalstórum fyrirtækjum og leggi fram hlutafé og starfi í auknum mæli í gegnum staðarbanka í hveiju aðildarríki. Á árinu var hlutur bankans í fjár- mögnun hinna 'ýmsu verkefna um 170 milljarðar króna. Til samanburð- ar var hlutur bankans í ijármögnun verkefna fyrstu fjögur starfsárin samtals um 370 milljarðar króna. Alls tók bankinn þátt í 165 verkefn- um á árinu 1995 samanborið við 200 fyrstu fjögur starfsárin til samans. Þá skilaði bankinn á árinu 1995 hagnaði í annað sjcipti. Útflutn- ingsskóli á Sauðár- króki BOÐIÐ verður upp á sérstakt nám í útflutningsfræðum í fyrsta sinn í sumar á Sauðár- króki. Um er að ræða 6 vikna nám í samvinnu við Den Danske Exportskole. Kennt verður í skólahúsi Fjölbraut- arskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og verður nem- endum boðin gisting í heima- vist skólans mánudaga til föstudag og um helgar ef þeir óska. Sérfræðingar frá fjórum löndum auk íslands munu kenna við skólann þar á rheð- al skólameistari og fjórir kennarar Danska útflutn- ingsskólans. Kennt verður á íslensku og ensku. Upplýs- ingar eru veittar í síma 453 62 81 á Sauðárkróki og í síma 568 7677 í Reykjavík. u .. GMYNÐASAMKEPPNIN § Lf f Zl & & i £ er kjörið tsekifseri til að koma góðri hugmynd é framfseri UmsóknareySublöS og nónari upplýsingar fóst hjó Björgvini Njáli Ingólfssyni, | Iðntæknistofnun Islands, Keldnahoiti. Sími 587 7000. Umsóknarlrestur er til 3. maí 1996 (Q) iðnlánasjóður § iðnþróunarsjóður Iðntæknistofnun II IÐNAÐARRAÐUNEYTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.