Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 D 3 SKÓGRÆKT OG UMHVERFISVERND Skógar eru mikilvægur þáttur í lífríki jarðar Mynd: Sig. Blöndal. GAMALT fjallalerki í norðvesturhorni Montanafylkis, Bandaríkjunum. | 1 Sumargrænir laufskógar I ;; 1 Regnskógar I I Þurrir hitabeltisskógar 3 Sígrænir laufskógar 1 1 Monsúnskógar | 1 Takmörkub skóglendi Heimild: FAO J.P. Kimmins er prófessor við Háskólann í Bresku Kólumbíu í Kanada og er fremsti skógvistfræðingur sem nú er uppi. Hann mun flytja erindi á ráðstefnu Norræna skógræktarsam- bandsins. J.P. Kimmins var beðinn að svara nokkrum spumingum um skógrækt og stöðu umhverfísmála á alþjóðavettvangi. HVERT er álit þitt á stöðu skóga frá alþjóðlegu sjón- arhorni og hvert er hlut- verk þeirra á vettvangi umhverfis- mála? Skógar eru mikilvægur þáttur í iífríki jarðar. Þörf mannkyns fyrir skógarafurðir og ásókn í nytjar af þeim vex jafnt og þétt. En skógum jarðar er mikil hætta búin ef spádóm- ar rætast um gífurlega fólksfjölgun að minnsta kosti fram eftir næstu öld. Ásókn í þessa náttúruauðlind sem skógar eru, vex í réttu hlutfalli við mannfjöldann. Eyðing skóga hefur ekki verið stöðvuð hnattrænt séð. Ástandið hlýtur því að vekja nokkurn ugg. íbúafjöldi jarðar er nú 5,8 milljarð- ar og hefur aukist hröðum skrefum undanfama áratugi. Fari svo sem horfir mun íbúatalan tvöfaldast á þeim tíma sem nýliðun í skógum tek- ur. Svo dæmi sé tekið um eftirspurn skógarafurða á markaði hér í Bresku Kólumbíu á vesturströnd Kanada, sem er mikið skógræktarland, eykst eftirspurnin árlega um það sem nem- ur öllu viðarmagni sem til fellur í skógunum hér. Fleiri dæmi mætti taka um viðarskortinn en tölurnar vekja ugg. Vegna fólksfjölgunar verður skóg- um jarðar eflaust enn meiri hætta búin og í kjölfar skógareyðingar steðja óhjákvæmilega hættur að öðr- um umhverfisþáttum. Skógar jarðar gegna þannig lykilhlutverki um um- hverfis og náttúruvernd. Til staðfestingar á því hversu mik- ilvæg náttúruauðlind skógarnir eru má nefna að þeir hýsa eitt fjölbreytt- asta og um leið flóknasta vistkerfi jarðar. Tegundafjöldinn sem þar dafnar er hvergi meiri bæði að því er varðar jurtir og dýr. Skógar tempra áhrif veðrabrigða sem kemur öllu lífríki til góða, þeir eyða mengun sem berst í andrúmsloftið af manna- völdum. Skógar binda jarðveg sem er undirstaða lífs á jörðinni, þeir hefta rof, uppblástur og landskrið. Snjór í skógiklæddu landi bráðnar hægt svo ekki er hætta á snjóflóðum og í stöðuvötnum sem umkringd eru skógivöxnu landi dafnar hvað fjöl- skrúðugast vatnalíf. Því miður hopar skógargróður víða enn af ýmsum orsökum. Til dæmis er regnskógum jarðar eytt vegna þess að kröfur eru gerðar um breytta landnotkun. Skógarnir í norðurhluta Rússlands eru í hættu vegna rán- yrkju. Hins vegar er þess gætt í Skandinavíu, víða annars staðar í Evrópu og Norður-Ameríku að ekki sé gengið á auðlindina og sjálfbærri þróun er beitt í æ ríkara mæli. Vist- kerfi þeirra nytjaskóga hefur að vísu tekið nokkrum breytingum en við skógræktarstörf er lögð áhersla á að ræktun sé rekin í samræmi við auknar kröfur um umhverfisvemd og nýtt verðmætamat. Samtök umhverfisvemdarsinna hafa náð umtalsverðum árangri á undanfömum árum til vemdar skóg- um jarðar. Núlifandi kynslóðir eiga þessum tiltölulega fámenna hópi hugsjónamanna mikið að þakka. Boðskapur þeirra hefur náð eymm almennings og því ber að fagna. En stundum hefur upplýsingum um grundvallaratriði verið nokkuð ábótavant. Þá hættir mönnum til að draga rangar ályktanir. Raddir hey- rast t.d. um að vemd skóga sé best tryggð með því að láta náttúmlög- málin ein ráða þróuninni. Maðurinn eigi hvergi að koma þar nærri svo skógurinn öðlist sinn uppmnalega blæ. Næðu slíkar kröfur fram að ganga þar sem skógrækt er stunduð á gmnni vísinda og þekkingar væri illa komið. Rannsóknir heyrðu þá sögunni til og það einmitt þegar þeirra er mest þörf vegna yfirvof- andi fjólksfjölgunar. Menn eiga vissulega að taka und- ir kröfumar sem hvetja til þess að náttúrulögmálin séu virt. En það er ekki síður nauðsynlegt að fara að ráðum vísindamanna um það hvernig nýta eigi og varðveita um leið þessa auðlind. Sé skógum ætlað að vinna gegn koltvísýringi í andrúmsloftinu og vera fjölmörgum tegundum jurta og dýra ömgg heimkynni og jafnframt skapa íbúum jarðar sæmandi lífsskil- yrði, þarf að stýra þeirri þróun með fulltingi vísindamennsku. Þess vegna er mikilvægt að framvinda vistkerfís- ins í skógunum verði ekki háð órök- studdum geðþóttaákvörðunum sem upp kunna að koma. Hvað telur þú brýnasta verkefni núlifandi kynslóða aðþví er umhverf- ismál varðar? Það er erfítt að nefna afmarkað svið því mörg eru samfléttuð. Alvar- legasta vandamálíð tel ég þó felast í fólksfjölguninni sem spáð er. Auð- lindir jarðar geta aldrei nægt til framfærslu slíks mannfjölda. Því þarf með öllu móti að koma í veg fyrir þá þróun. Það vekur líka upp að íbúar hinna vanþróuðu þjóða em 75% jarðarbúa. Þær þjóðir hafa hvorki bolmagn né vilja til að taka þátt í samstarfi um umhverfísvemd. Vaxandi örbirgð, hungursneyð og ófriður elur af sér alvarlegustu ógn sem mannkyn stendur frammi fyrir. Ríku, tæknivæddu vestrænu þjóð- imar em 25% jarðarbúa. Þær verða að temja sér aðrar neysluvenjur en þær sem tíðkast hafa undanfama áratugi. Það er deginum ljósara. Þá er það brýnt verkefni að stöðva með öllum tiltækum ráðum jarðveg- seyðinguna sem nú á sér stað víða um lönd. Jarðvegur er undirstaða lífs á jörðinni, eins og áður sagði. Líka mannfólksins. Aukin skógrækt er aðkallandi af mörgum ástæðum. Illa gróið eða ógróið land á að taka til ræktunar nýskóga þar sem þess er kostur til þess að auka umfang þeirra. Við framleiðslu í nytjaskógum verður að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi og gæta verður þess í öllum tilvikum að við skógræktarstörf glatist ekki menningar minjar eða náttúmverð- mæti sem varðveita á til framtíðar. Gera verður róttækar ráðstafanir til að draga úr mengun andrúmslofts vegna útsleppingar koltvísýrings og annarra lofttegunda sem valda gróð- urhúsaáhrifum. og þá má ekki gleyma þeirri hættu sem yfírvofandi er vegna ferskvatnsskorts og getur leitt til blóðugra styijalda þjóða í milli. Ferskvatnsbúskapur jarðar er takmörkuð auðlind sem verður að varðveita. Telur þú að menn þurfi að endur- skoða viðtekið verðmætamat til þess að árangur náist í þessum málum? Ég tel að endurskoðun sé þegar hafin. Meðal annars ber að þakka það hinum öflugu umhverfisvemd- arsamtökum. Stundum finnst okkur miða hægt í rétta átt. Það er vegna þess hve þessi mál em flókin og sam- þætt. Þama koma til álita vistfræði- leg, þjóðfélagsleg, fjárhagsleg, menningarleg og stjómmálaleg við- horf. Af þeim tel ég hin þjóðfélags- legu einna erfíðust viðfangs því þau byggja flest á óvísindalegum grunni. Hver er þín framtíðarsýn í stuttu máli? Ef litið er fyrst til baka er næsta ljóst að flest umhverfisspjöll sem orðið hafa á síðari hluta þessarar aldar má rekja til hinna tæknivæddu og ríku þjóða. Þær þjóðir hafa nú þegar bæði bolmagn og þekkingu til að bæta skaðann, sé pólitískur vilji fyrir hendi. Ég er því bjartsýnn um framtíðina að því er varðar hinn vest- ræna heim. Ég hef meiri áhyggjur af 75% mannkyns sem teljast til hinna fá- tæku þjóða. Meðal þeirra er hvorki þekking, fjárhagslegt bolmagn né pólitískur vilji til að stöðva ört vax- andi umhverfisspjöll. Afleiðingar þess munu snerta allar þjóðir heims með einhveiju móti. Fátæku þjóðimar eiga fyrir hönd- um erfíðan feril sem svipar til þess sem vestrænu þjóðirnar eiga að baki. Ég treysti mér ekki til að spá fyrir um hver staðan verður þegar jafn- ræði verður komið á milli þessara andstæðna. Mér sýnist hæpið að líta til þess tíma af einskærri bjartsýni. Hins vegar geri ég mér vonir um að jarðarbúar beri gæfu til að leysa þessi mál á farsælan hátt. Til þess þarf að sjálfsögðu mikið mannvit, þrautseigju og þekkingu. Ég tel að alvarleg umhverfisspjöll eigi enn eftir að verða víða um heim. En úr þeim verði bætt alveg eins og tókst að afloknum tveimur heims- styijöldum á þessari öld. Öll erum við þó sammála um að því fyrr sem hefíst verður handa á alþjóðavett- vangi að bæta skaðann, því betra fyrir framtíð lífs á jörðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.