Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 D 7 SKOGRÆKT OG UMHVERFISVERND Metþátttaka í Yrkju- verkefninu ÖFLUGUR bakhjarl ræktun- arstarfs skólabarna er Yrkju- sjóður, sjóður æskunnar til ræktunar landsins. Sjóðurinn var stofnsettur að ósk Vigdísar Finnbogadóttur forseta í tilefni af 60 ára afmæli hennar, með það að markmiði að kosta trjáplöntur fyrir grunnskól- ana. Stofnfé sjóðs- ins er afrakstur sölu afmælisrits- ins Yrlgu. Þannig hefur það fé, sem almenningur lagði fram, verið ávaxt- að í sjóði sem nú kostar tijáplöntur til skólabarna um land allt. Yrlqusjóður hefur gert það að verkum að gróð- ursetning tijá- plantna er orðin fastur liður í starfi fjölmargra skóia. Gróðursetn- ingin er oft tengd umhverfis- verkefnum og náttúrufræði- kennslu í skólunum. Þannig gefst gott tækifæri á því að tengja bóknámið gróðrinum, ekki síst þegar trén vaxa úr grasi og hægt er að fylgjast með einstök- um þáttum í vexti og viðgangi tijánna. Eins er hægt að horfa á hlutina í víðara samhengi, ekki síst því hve tijágróður er nauð- synlegur hlekkur í keðju alls Iífs á jörðinni. Gróðursetningin hef- ur sömuleiðis víða orðið vett- vangur foreidra til að mæta í skólann og taka þátt í uppbyggj- andi ræktunarstarfi með börn- um. Víða eru haldnir gróðursetn- ingardagar þar sem öll fjölskyld- an mætir og vinnur saman. Þann- ig geta börnin miðlað sínum fróð- leik sem þau hafa fengið í skólan- um til foreldranna um gagnsemi trjágróðursins. Núna í vor verður úthlutað í fimmta skipti úr sjóðnum. Aldr- ei hafa eins margir skólar sótt um plöntur til sjóðsins, en nú liggja fyrir um eitt hundrað umsóknir. Grunnskólar landsins eru í heild um 220 talsins þann- ig að nærri lætur að um helm- ingur þeirra hafi sótt um til sjóðsins. Það er afar ánægjulegt að skólarnir sýni verkefninu aukinn áhuga. Umhverfismál verða æ fyrirferðarmeiri í þjóð- félagsumræðunni. Stærsta um- hverfisvandamál sem við íslend- ingar eigum við að glíma á heimavelli er án efa gróður- og jarðvegseyðing, sem hefur verið hér meiri en nokkurs staðar í N-Evrópu. Með því að stuðla að auknum skilningi skólabarna á þessu máli erum við að leggja grunn að betra og grænna Is- landi framtíðarinnar. Aðstaða skólanna til gróður- setningar er misjöfn. Víða á landsbyggðinni hafa skólarnir komið sér upp ræktunarsvæðum nærri skólabyggingunum þar sem þeir geta sinnt ræktunar- starfinu, en aðrir hafa fengið aðstöðu á öðrum ræktunarsvæð- um. Hefur það víða verið í tengslum við skógræktarfélög, sem þá leggja til leiðbeiningu og verkfæri. I Reykjavík hafa skólarnir nú fengið úthlutað framtíðarlandi til ræktunar. Rafmagnsveita Reykjavíkur FRÆÐSLA um skóg- rækt stendur skólunum til boða. hefur látið skipuleggja svæði við Úlfljótsvatn í Grafningi, þar sem skólarnir geta fengið úthlutað landsspildu til ræktunar. Fær hver skóli ákveðið svæði sem hann getur merkt sér og síðan fylgst með í fram- tíðinni. Leggur Raf magnsveitan einnig til faglega leiðsögn á staðn- um og verkfæri til starfans. í tengslum við Yrkjuverkefnið hefur Skógrækt- arfélag íslands látið framleiða kennsluefni fyrir grunnskólana sem nefnist „Ræktun í skóla- starfi". Námsefn- ið var samið af kennaranum Vil- mundi Hansen og samanstendur af vinnubók, nem- endahefti og kennarahefti. Nemendaheftið er hin eiginlega kennslubók sem verður eign SKÓLAKRAKKAR að gróðursetja á Blönduósi. Ljósm. J.G.P. skólans og nýtist ár frá ári. Vinnubókina fylla krakkarnir út og eiga sjálfir. Þar er bent á ýmis skemmtileg verkefni sem hægt er að leysa í skólanum. Kennaraheftið er ítarefni fyrir kennarann, sem hann getur not- að til að dýpka þekkingu sína eða til að fletta upp í ítarlegri heimildaskrá. Myndband fylgir kennsluefninu samið af Davið Þór. Þar er sögð stutt saga af nokkrum krökkum í Vestur- bænum. Þeir eru að leika sér í gömlum tijágarði og verða fyrir því óhappi að eyðileggja verð- launatréð hans Sigga spíru, sem er orðinn gamall og geðstirður. Hann nær í skottið á krökkun- um, en hvernig því máli lyktaði eftirlátum við áhorfendum að upplifa! Með útgáfu þessa fræðslu- pakka er kennurum gert kleift að fara i gegnum helstu þætti ræktunar með krökkunum og fella inn í umhverfis- og náttúru- fræðikennsluna. Skortur hefur verið á sambærilegu efni, en með þessu er leyst myndarlega úr því. Gerð fræðsluefnisins var styrkt myndarlega af íslands- banka og gerir sá stuðningur kleift að bjóða það endurgjalds- laust til skólanna. Jón Geir Pétursson, skógfræðingur /yá Skógræktarfélagi íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.