Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Deildarbikarkeppnin í knattspyrnu 12 liða úrslit: Leikir leiknir 1. maí Fram - Valur Breiðablik - ÍR B Akranes - Leiftur A FH - Grindavík Ifg ÍBV - Keflavík ÍÖ Fylkir - Stjarnan Undirstrikuð lið hafa ekki tapað leik Sigurvegarar fara í tvo þriggja liða riðla: B D F Laugardagur 4. mai: A - C Þriðjudagur 7. maí: C " E Föstudagur 10. mai: E - A Laugardagur 4. maí: B ■* D Þriðjudagur 7. mai: D - F Föstudagur 10. mai: F-B Sigurvegarar úr riðlum leika úrslitaleikinn Fimmtudaginn 16. maí ■ EYJÓLFUR Sverrisson var í fyrsta skipti í vetur í liði vikunnar hjá þýska íþróttablaðinu Kicker í gær. Eyjólfur, sem leikur í vörninni í stöðu miðvarðar, fékk 2 í einkunn fyrir 1:0 sigurleik gegn Liibeck og félagi hans í markinu hjá Hertha var einnig í liðinu. ■ ÞÓRÐUR Guðjónsson skoraði fyrir Bochum í 3:1 sigri gegn Fort- una Köln í þýsku 1. deildinni um helgina. Hann kom inn á strax eftir leikhlé og kom liði sínu í 2:1 á 67. mínútu. Þórður fékk 2,5 í einkunn í Kicker. ■ BOCHUM er nú nær öruggt með sæti í þýsku 1. deildinni næsta tíma- bil því liðið hefur 11 stiga forskot á næsta lið sem er Bielefeld þegar átta umferðir eru eftir. ■ BJARKI Gunnlaugsson þótti einnig leika mjög vel fýrir Mann- heim í 3:1 sigri gegn Zwickau og fékk 2 í einkunn í Kicker. ■ HERMANN Sigtryggsson, sem unnið hefur vel og dyggiiega að skíðamálum hér á landi i tugi ára, hlaut heiðurskross Skíðasambands íslands um helgina. Hann fékk við- Mm FOLK urkenninguna í 50 ára afmælishófi Skíðasambandsins í Sjailanum á Akureyri á föstudagskvöld. ■ I HÓFI Skíðasambandsins fengu fimm einstaklingar gullmerki ÍSÍ fyrir vel unnin störf í þágu skíða- íþróttarinnar. Þeir eru: Björg Blöndal frá Seyðisfirði, ívar Sig- mundsson frá Akureyri, Jensína Magnúsdóttir, Víkingi, Benedikt Geirsson, formaður SKÍ og Trausti Sveinsson, Fljótum; Það var Ellert B. SchranVi forseti ISI, sem afhenti merkin. ■ BJÖRN Bjarnason, íþróttamála- ráðherra, hélt ræðu í hófinu og ósk- aði afmælisbarninu, Skíðasam- bandinu, til hamingju með hálfrar aldar afmælið. Hann sagðist vonast til að íþróttin ætti enn eftir að vaxa og dafna á komandi árum. ■ SION í Sviss hefur sótt um að fá að halda Vetrarólympíuleikana árið 2006. Sion sótti einnig um leik- ana 2002 en fékk ekki. Salt Lake City hreppti þá hnossið. Ákvörðun um staðarval leikanna 2006 verður tekin á fundi alþjóða ólympíunefnd- arinnar í Seoul árið 1999. ■ MARTIN Dahlin, sænski landsi- iðsmaðurinn sem leikur með Boruss- ia Mönchengladbach í Þýskalandi, var dæmdur í átta leikja bann fyrir að gefa mótherja sínum olnbogaskot í l.eik gegn Kaiserslautern um helg- ina. Hann leikur því ekki meira með Gladbach á þessu tímabili. ■ RÚSSAR settu Evrópumet í 4x100 metra boðsundi á rússneska meistaramótinu um helgina en Vlad- imir Selkov, Denis Pankratov, Roman Ivanovsky og Alexander Popov syntu á 3.37,48 mínútum. Selkov, Pankratov, Popov og An- drei Korneyev áttu fyrra metið sem var 3.38,11. ÚRVALSDEILD Keppnistímabili körfuknatt- leiksmanna lýkur formlega í kvöld með iokahófi leikmanna, en landsiið karla er þó langt frá því að vera komið í frí því það tekur þátt S forkeppni Evrópu- mótsins S lok maí. Mikið verður lagt und- ir S keppninni og ætl- unin að komast áfram úr riðlinum sem leik- inn verður hér á landi. Ef það tekst mun margt breytast í ís- lenskum körfuknattleik. í fyrsta iagi munu verða landsleikir hér á landi með reglulegu miliibili því leikið verður heima og að heiman í EM, og svo gæti farið að hingað kæmu einhver af bestu landsliðum álfunnar. Annað, sem verður að breyt- ast, er fyrirkomulag úrvalsdeild- arinnar þvS það gefur auga leið að það er vart hægt að koma fyrir fimm landsleikjum hér heima og alls ekki hægt að fara með landsliðið í fimm ieiki erlend- is. Auðvitað þyrfti landsliðið að hittast eitthvað fyrir þessa vænt- anlegu landsieiki og því er alls ekki hægt að koma fyrir verði deildarfyrirkomulaginu ekki breytt. Annað atriði, sem verður að hafa í huga varðandi deildina, er að leikmenn töluðu mikið um það í vetur að þeir væru orðnir þreytt- ir - ieikimir væru orðnir of marg- ir. Hafi leikmenn ekki gaman af því sem þeir eru að gera á vellin- um smitar það út frá sér til áhorf- enda sem hætta að mæta og þá er illa komið fyrir körfuknatt- leiknum. Þeir eru einnig margir sem telja að allt of margir leikir skipt litlu sem engu máli f deildar- keppninni sjálfri og því sé ekki von á mikilli aðsókn. Þriðja atriðið sem veldur því að breyta verður deildinni er hin frábæra frammistaða ísfirðinga í vetur, en körfuknattleikslið þeirra, KFÍ, tryggði sér úrvals- deildarsæti næsta vetur. Ef veðr- ið næsta vetur verður eins gott og það var í vetur væri hugsan- lega hægt að leika deildina með svipuðu fyrirkomulagi og í vetur. Það þarf hins vegar að gera ráð fyrir að næsta vetur gæti komið „vetur“ og þá riðlast alit. Rétt er að þakka KFÍ fyrir að komast upp, ef það skyldi ýta við mönn- um svo einhveijar breytingar iíti dagsins Ijós fyrir næsta vetur. Ársþing Körfuknattleikssam- bandsins verður haldið á Akra- nesi um aðra helgi og þar verður lögð fram tillaga um breytt fyrir- komulag, þar sem leikið verði í einni deild, heima og að heiman. Hvert lið lék 32 leiki í deildinni í vetur en verði leikin tvöföld umferð næsta vetur fækkar leikj- um um tíu hjá hveiju liða. Hug- myndir hafa verið reifaðar um að koma á fót deildarbikarkeppni þar sem úrvalsdeildarliðin tólf og fjögur efstu lið fýrstu deildar keppa. Þar yrði leikið heima og að heiman þannig að þau lið sem kæmust í úrslitaleikina fengju tíu leiki út úr keppninni. Ætlunin er að fjögur efstu liðin léku síðan til úrslita einhveija helgina. Skúli Unnar Sveinsson Tími er kominn til ad breyta fyrirkomulagi úrvalsdeildarinnar Hvernig / INGIBERGUR SMGURÐSSOIM að þvíað vinna Grettisbeltið meiddur? Tiplaði bara átánum INGIBERGUR Jón Sigurðsson, glímumaður úr Ármanni, varð um helgina þrítugasti glímumaðurinn til að sigra í keppninni um Grettisbeltið í níutíu ára sögu þessa elsta verðlaunagrips í íslenskri iþróttasögu. Sigur Ingibergs var sannfærandi, hann lagði fimm andstæðinga sfna og gerði eitt jafnglími við Arn- geir Friðriksson, HSÞ. Ingibergur er 22 ára og hefur lagt stund á glímu ítíu ár en ekki látið hana nægja heldur einnig æft júdó af krafti ítæp þrjú ár og náð frambærilegum árangri. Ingiberg- ur er í sambúð með Stellu Viktorsdóttur og hafa þau nýlega fest kaup á íbúð við Njálsgötu auk þess sem þau eiga von á fyrsta barni sínu f næsta mánuði. Ingibergur hefur starfað í bakaríi síðastliðin sex ár en er ekkert menntaður í bakaraiðn- inni. „Ég er einn af þessum óákveðnu," segir hann. Arangur Ingibergs er ekki síð- ur eftirtektarverður í ljósi þess að hann gekk ekki heill til ■■■ skógar i Íslandsglí- Eftir munni sökum ivar meiðsla sem hann Benediktsson hlaut í Sveitaglímu íslands fyrir hálf- um mánuði. „Ég meiddist í hæln- um á hægri fæti og á erfitt með að stíga í hann, varð bara að tipla á tánum.“ Þú lést þig hafa það að keppa? „Já, en hefði ekki mátt við neinu höggi, þá hefði ég verið úr leik. Ég hef æft vel síðastliðna sjö mánuði með sigur í Íslandsglím- unni sem iokatakmark. Þess vegna varð ég að láta slag standa og fór í gegnum keppnina á hugarfarinu fyrst og fremst." Þú varst annar í fyrra, hálfum vinningi á eftir Jóhannesi Svein- björnssyni? „I fyrra var ég í besta keppnis- formi sem ég hef verið í og ætlaði að sigra en segja má að ég hafi fallið á eigin bragði. í glímunni gegn Jóhannesi þurfti ég aðeins að ná jafnglími til að vinna, en varð of ákafur, sótti full mikið, gleymdi mér og hann kom bragði á mig og sigraði." En nú ertu ánægður? „Það er ég svo sannarlega og ég hef sjaldan upplifað aðra eins gleðitilfinningu og að taka á móti beltinu í mótslok. Þessi sigur er árangur þrotlausra æfinga þar sem ég hef lagt mikið á mig, æft Morgunblaðið/Jón Svavarsson INGIBERGUR Jón Sigurðsson mættur í vinnuna í gærmorgun í bakaragallanum, eftir glæstan árangur um helglna. tvær greinar samhliða að vinna stundum á tveimur stöðum." Nú æfir þú einnig júdó með glímunni, er engin hætta að þú ruglir saman þessum tveimur greinum? „Nei, alls ekki. Ég tel hins veg- ar að fyrir þá sem vilja stunda báðar greinar sé nauðsynlegt að læra glímu á undan. Sértu með grunn í glímu held ég að engin hætta sér á ruglingi. í glímu þarf til dæmis að vera beinn í baki en það er ekki nauðsynlegt í júdó. Glíman byggist líka upp á meiri snerpu, mýkt og tækni auk þess sem þú ert í meiri nálægð við andstæðinginn. Mér hefur gengið ágætlega að samræma þessar tvær greinar.“ Er engin togstreita hjá þér milli greina? „Júdóið togar meira í mig og löngunin er sú að reyna að bæta mig og komast út í keppni. Ég hef unnið allt sem hægt er að vinna hér heima í glímunni og þess vegna væri ég alveg sáttur við að hvíla hana nú en hef ekk- ert ákveðið. Versta við glímuna er hvað fáir góðir þjálfarar eru og hversu fáir stunda hana.“ Ertu algjör slagsmálahundur? „Það er ég ekki. Ég hef gaman af að eiga við menn eftir reglum en gef ekkert fyrir óheft slagsmál úti á götum borgarinnar." Áhugamál fyrir utan íþróttir? „Ég hef lengi haft áhuga á tón- list og leik á hljómborð og hef svolítið sinnt því. Einnig heillar mótokrossið og þar hef ég keppt, en á ekkert hjól núna og því verð- ur það að bíða betri tíma.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.