Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 B 5 ÍSLANDSGLÍMAIM KNATTSPYRNA Ingibergur Sigurðsson kom öllum á óvart INGIBERGUR Sigurðsson, Ármanni, sigraði óvænt í íslands- glímunni sem fram fór í íþróttahúsi Kennaraháskólans á laug- ardaginn. Ingibergur lét erfið meiðsli ekki aftra sér frá því að verða þrítugasti glímumaðurinn til að bera sigur úr býtum í elsta íþróttamóti landsins sem fagnaði 90 ára afmæli á þessu ári. Alls mættu sjö glímumenn tii leiks að þessu sinni og lagði Ingibergur fimm þeirra en gerði jafnglími við einn. Jóhannes Sveinbjörnsson, HSK, Grettisbeltishafi frá því í fyrra, var ekki í eins góðu formi og oft áður og varð að láta j sér lynda þriðj a sæt- Benediktsson ið- Annar varð Þing- skrifar eymgurmn Arngeir Friðriksson eftir að hafa lagt Jóhannes í úrslitaglímu um annað sætið. Fjórði var Jón Birgir Valsson, KR og Orri Björns- son, KR, sem sumir töldu fyrirfram sigurstanglegastan keppenda, varð að gera sér fimmta sætið að góðu með þijá vinninga. Kóngaslagur í upphafi Strax í annarri glímu mótsins áttust við þeir Jóhannes og Orri en sá fyrrnefndi hefur þrisvar sinn- um farið með sigur af hólmi í ís- landsglímunni og Orri einu sinni. Var útlit fyrir að þar færi fram úrslitaglíma mótsins. Jóhannes Mm FOLK ■ ÓLAFUR Ólafsson fimmfaldur- glímukóngur íslands úr KR og þjálfari glímumanna félagsins tók ekki þátt í Íslandsglímunni að þessu sinni þrátt fyrir að hafa lagt alla andstæðinga sína í Sveitaglímu íslands fyrir tveimur vikum. „Það er kominn tími til ég sætti mig við að vera þjálfari. Mér hafði hins vegar aldrei tekist að vera með í sigursveit í Sveitaglímunni og þess vegna var ég með,“ sagði kappinn rétt áður en mótið hófst. ■ MÖRGUM þótti dómarar í ís- landsglímunni vera ósparir við að veita keppendum aðvörun með gulu spjöldunum sínum. „Að okkar mati hefur verið of mikið um níð í glímu- mótum vetrarins og við vildum koma í veg fyrir þau strax með að gefa gul spjöld þegar ástæða þótti til,“ sagði Kjartan Lárusson, einn þriggja dómara Islandsglímunnar og vísar til þess að strax í annarri viðureign mótsins fékk Jóhannes Sveinbjörnsson gult spjald í viður- eign sinni við Orra Björnsson fyr- ir að fylgja of lengi eftir. ■ GÍSLI Halldórsson heiðursfor- seti ISI afhenti Grettisbeltið að þessu sinni ■ ALLS voru háðar 22 viðureignir í Islandsglímunni og lauk aðeins tveimur með jafnglími. Það var Arngeir Friðriksson HSÞ sem skildi við skiptan hlut gegn Ingi- bergp Sigurðssyni, Armanni, og Jóni Birgi Valssyni, KR. ■ INGIBERGUR SIGURÐSSON Glímukóngur Islands 1996 beitti nýstárlegri aðferð til að einbeita sér pg blása sér baráttuanda í bijóst. í stað þess að fylgjast með keppn- inni þá gekk hann um salinn og hlustaði á þungarokk úr litlu vasa- segulbandstæki. ■ INGIBERGUR sagðist hafa reynt þessa aðferð við að einbeita sér einu sinni áður en þá hefði allt gengið á afturlöppunum, en eigi að síður hefði hann látið slag standa á ný og allir þekkja útkomuna. Sennilega hefur þessi aðferð við að einbeita sér að glímukeppni ekki verið notuð áður. sótti ákaft og var nokkru sinnum nærri því að koma Orra í gólfið, en Orri varðist fimlega. Er á glí- muna leið fékk Jóhannes gult spjald fyrir að fylgja of mikið eftir. Virt- ist hann ekki vera í góðu úthaldi og nýtti Orri sér það er á glímuna leið og sneri vörn í sókn. Jóhannes tók hann taki sem Orri svaraði með lotklofbragði og feldi Jóhannes. Orri fylgdi sigrinum eftir með því að leggja félaga sinn Helga Bjarna- son, KR, og Ólaf Sigurðsson, Ár- manni. En í fjórðu viðureign varð hann að játa sig sigraðan í viður- eign við Jón Birgi. En hann hélt í vonina þar sem Jóhannes hafði einn- ig tapað vinningi og Ingibergur hálf- um gegn Arngeiri og Ingibergur og Jóhannes áttu eftir að mætast. Engin vettlingatök Það var spenna í lofti er þeir gengu út á gólfið Jóhannes og Ingi- bergur og tóku þeir hvor annan engum vetlingartökum heldur glímdu fast til vinnings. Fór svo að Ingibergur kom hægri hælkróki á Jóhannes eftir nokkurt þref og stóð því vel að vígi. Það var því upp á líf og dauða hjá Orra er hann mætti hinum knáa Þingey- ingi, Arngeiri. Báðir lögðu sig fram og mátti engu muna að Orri hefði Arngeir, en dómarar voru ekki sátt- ir og sýndu Orra gula spjaldið og sögðu köppunum að halda áfram. Þá kom Árngeir bragði á Orra og hafði þar með betur. „Mér tókst að snúa á hann með sniðglímu á lofti á hægri,“ sagði Arngeir. „Ég hélt samt að hann hefði haft mig er hann fékk gula spjaldið en svo var ekki,“ bætti Arngeir við en hann hlaut annað sætið í keppn- inni. „Ég er að sjálfsögðu ánægður með annað sætið þó ég mæti alltaf til að sigra. Ég er minnstur og létt- astur og held að þess vegna geti ég verið sáttur við minn hlut.“ Vonbrigði hjá Orra Ingibergur og Orri háðu síðustu glímu mótsins og þar sigraði Ingi- bergur með fallegu bragði og þar með var sigurinn í höfn og Grettis- betlið hans í fyrsta sinn. „Það spil- aði ýmislegt inn í hjá mér og meðal annars er ég ósáttur við að fá ekki viðurkendan sigur í glímu sem ég sigraði í,“ sagði Orri í mótslok og vísar til glímunnar við Arngeir. „Eftir hana var þetta búið hjá mér. Vissulega er ég ósáttur við að hafa ekki sigrað hér í dag. Stefnan hjá mér var að sigra í Íslandsglímunni 6g eftir að hafa unnið flest mót vetrarins eru vonbrigði að tapa því stærsta." Jóhannes á skólabekk Jóhannes varð að sjá á eftir Grett- isbeltinu en sagðist geta sjálfum sér um kennt. „Ég hef oft verið í betra formi en nú. Ég hef haft mikið að gera og glíman hefur þarafleiðandi ekki verið verið eins ofarlega á for- gangslistanum og oft áður. En ég er ánægður fyrir hönd Ingiberg og óska honum til hamingju með sigur- inn.“ Ætlar Jóhannes að koma að ári og endurheimta Grettisbeltið? „Ég reikna ekki með því. Næsta vetur ætla ég að setjast á skólabekk í landbúnaðarháskólanum í Uppsöl- um og þess vegna verður glíman að bíða betri tíma, en ég reikna með að verða með einhverntímann í framtíðinni." Opin og tvísýn keppni „ÉG er hæstánægður méð afmælismótið,“ sagði Jón M. ívarsson, formaður Glímu- sambandsins að loknu 90 ára afmælismóti Íslandsgiímunn- ar. „Keppendur voru ekki nyög margir en mótið var opnara og tvísýnna en ég hef áður séð frá því ég fór að fylgjast með. Til marks um það má nefna að maðurinn sem flestir bjuggust við að sigraði hafnaði í fimmta sæti. Arngeir var sterkur og glímdi skemmtilega og Ingi- bergur glimdi líka vel og sýndi glæsileg brögð.“ Fram- ganga Arngeirs glæsileg „MÉR fannst keppnin í heild- ina vera góð en auðvitað voru glímurnar misjafnar en mörg falleg brögð sáust,“ sagði Þorsteinn Einarsson, fyrr- verandi íþróttafulltrúi ríkis- ins, en hann lét sig ekki vanta á Íslandsglímuna frekar en áður og fylgdist grannt með hverri skrefi glímukapp- anna. „Framganga Arngeirs fannst mér sérstaklega glæsileg og mörg brögð hans voru falleg en eins voru fleiri sem glímdu vel.! heildina voru það sex brögð í glím- unum sem báru af ððrum þeim sem hér sáust.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson HÉR hefur Ingibergur náð að koma bragðl á félaga slnn Ólaf Sigurðsson og ekki er þörf að spyrja að leikslokum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Glímukóngur íslands 1996 INGIBERGUR Sigurðsson þrítugasti glímukóngur íslands I níutíu ára sögu Grettisbeltisins, heldur hér á verðlaunagripnum eftirsótta að lokinni keppni á laugardaginn. Grettisbeltið er elsti verðlaunagripur í íslenskri íþróttasögu. Verðskuldaður sigur Fimmfaldur Glímukóngur ísiands, Pét- ur Ingvarsson, HSÞ var einn þriggja dómarar Islandsglímunnar að þessu sinni. Hvernig þótti honum keppnin? „Mér fannst hún góð og alls ekkert neikvætt sem bar fyrir augu. Sigur Ingibergs fannst mér verðskuldaður," sagði Pétur. „En ég er ekki nema þokkalega bjartsýnn fyrir hönd glímunnar því mér finnst ekki vera nógu margir keppendur á móti sem þessu, en þeir sem voru hér glímdu vel.“ En hvernig fannst Pétri að vera í' dómarasæti að þessu sinni. „Það var ágætt og mun auðveldara en ég bjóst við.“ Pétur og bróðir hans, Ingi, voru á sínum tíma sterkustu glímumenn lands- ins og samtals eru nöfn þeirra á níu skjöldum á Grettisbeltinu. En eru þeir alveg hættir að keppa. „Ingi hefur lítið glímt í tóif ár en ég er aðeins með enn- þá og hef verið þátttakandi í tveimur mótum í vetur, Sveitaglímu íslands og Islandsmeistaramótinu. Ég æfi ekki eins og þarf til að vera í fremstu röð auk þess sem aldurinn er farinn. að segja til sin svo ég geri mér ekki vonir um að sigra, en reyni mitt besta og finnst gam- an að vera með.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson EKKI tókst Orra að sigra Arngeir á þessu bragðl. AC Milan Italíumeistari ífjórða sinn á fimm árum. Fabio Capello þjálfari Erfiðast að þessu sinni Tvær umferðir eru eftir í ítölsku deildinni en AC Milan tryggði sér meistaratitilinn í frjórða sinn á fimm árum þegar liðið vann Fior- entina 3:1 í fyrradag. Juventus gerði 2:2 jafntefli við Roma og er níu stigum á eftir meisturunum. AC Milan hefur verið á toppnum allt tímabilið en eftir stundarfjórð- ung skoraði Portúgalinn Rui Costa fyrir Fiorentina. Júgóslavinn Dejan Savicevic jafnaði innan mínútu og skömmu fyrir hlé bætti Roberto Baggio öðru marki við úr víta- spyrnu. Marco Simone gerði þriðja markið stundarfjórðungi fyrir leiks- lok en áður hafði Sebastiano Rossi varið vítaspyrnu frá Costa. Fabio Capello hefur verið sigur- sæll síðan hann tók við AC Milan fyrir fimm árum en hann sagði að erfiðast hefði verið að ná markmið- inu að þessu sinni. „Ávallt var að minnsta kosti eitt lið við hliðina á okkur og spennan hefur varað allt timabilið en henni er nú aflétt.“ Hann sagði að óvænt tap gegn Bordeaux í undanúrslitum Évrópu- keppni bikarhafa hefði hjálpað í baráttunni um Ítalíutitilinn því Ju- ventus, helsti keppinauturinn, hefði skyldum að gegna í Evrópukeppni meistaraliða. „Eínbeiting og hóg- værð skópu áfangann og þetta var sigur liðsheildarinnar.“ Capello vildi ekki segja til um hvort hann væri á leiðinni til Real Madrid sem hefur boðið honum samning til þriggja ára en sagði að málið skýrðist eftir fund með Silvio Berlusconi, eiganda AC Milan, sem yrði sennilega í dag. Juventus var tveimur mörkum undir í Róm, þar sem liðið mætir Ajax í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í næsta mánuði, en tókst að jafna áður en yfir lauk. Lazio vann Atalanta 3:1, fyrsti sigur liðsins í Bergamo síðan 1957, og fór í fimmta sætið. Giuseppe Signori gerði annað mark gestanna og var það 100. mark hans á ferlin- um í deildinni en 23. markið á tíma- bilinu. Parma er í fjórða sæti, vann Vic- enza 1:0 og var þetta fyrsti sigur liðsins á útivelli í fimm mánuði. Sigursæll þjálfari FABIO Capello hefur verið sigursæll síðan hann tók við AC Milan fyrir fimm árum en hann sagði að erfiðast hefði verið að ná markmiðinu að þessu sinni. Því var hann að vonum glaður þegar áfanginn var í höfn. Þrenna hjáAjax Ajax tryggði sér hollenska meist- . aratitilinn þriðja árið i röð þegar liðið vann Willem II 5:1 um helgina. Eiður Smári Guðjohnsen og samheijar í PSV töpuðu 2:1 fyrir Sparta og er Eindhoven átta stigum á eftir Ajax en ein umferð er eftir. De Meer leikvangurinn sem tekur 19.000 áhorfendur hefur verið heimavöllur Ajax síðan 1934 en svæðið hefur verið selt undir íbúðir og verður Amsterdamleikvangurinn, sem tekur 50.000 manns í sæti, heimavöllur Ajax hér eftir. Afram barátta á Spáni Ánægður Englendingur Reuter ENGLENDINGURINN Paui Gascoigne, sem gerði 19 mörk á tímabilinu, var valinn Leikmaður ársins í Skotlandi og fékk sérstaka viðurkenningu af því tilefni í leikslok. Glasgow Rangers meistari áttunda árið í röð Paul Gascoigne leikmaður ársins Atletico tapaði óvænt 3:2 fyrir Valencia í spænsku deildinni um helgina en Barcelona vann Gijon 3:0 og er munurinn aðeins þijú stig á efstu liðunum en fjórar umferðir eru eftir. Predrag Mijatovic var frábær, gerði tvö mörk fyrir Valencia og lagði upp eitt en talið er að hann gangi til leiks við Real Madrid fyrir næsta tímabil. Eftir að Barcelona tapaði 3:1 heima fyrir Atletico fyrir 10 dögum var útlitið ekki bjart varðandi meist- aratitilinn en Johan Cruyff er þekktur fyrir annað en að gefast upp og leikmenn hans fóru á kost- um um helgina. Táningurinn Ivan de la Pena gerði tvö mörk en Gheorghe Hagi skoraði einnig. „Við hefðum getað gengið frá þessu,“ sagði Jesus Gil, eigandi Atletico, en Cruyff sagði að barátt- unni væri ekki lokið. „Deildin er mjög opin og ef við höldum áfram að sigra verðum við meistarar.“ Paul Gascoigne gerði öll mörk Glasgow Rangers sem vann Aberdeen 3:1 í fyrradag og tryggði sér þar með skoska meistaratitilinn áttunda árið í röð, en Celtic á metið í Skotlandi, varð meistari níu ár í röð, 1966 til 1974. Gascoigne, sem gerði 19 mörk á tímabilinu, var val- inn Leikmaður ársins og fékk sér- staka viðurkenningu af því tilefni í leikslok, en hann gerði einnig mark ársins. Glasgow Rangers greiddi'Lazio 4,3 millj. punda fyrir kappann í fyrra og er hann dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins en David Murray, formaður Rangers, sagði að peningunum hefði verið vel varið. „Paul hefur lagt mik- ið af mörkum á tímabilinu og segja má að hann hafi borgað fyrir sig.“ Gazza, sem gerði samning til þriggja ára við Rangers, sagði í leikskrá dagsins að hann þyrfti að horfast í augu við það að vera stöðugt í sviðs- ljósinu og fólk hugsaði sjálfsagt ýmis- legt um sig, en gaman væri að leika með Rangers og hann vildi standa við samninginn. Eftir útnefninguna- sagði hann að þrátt fyrir mótlætið hefði sér verið vel tekið og viðurkenn- ingin sýndi að hann hefði verið að gera réttu hlutina. Richard Goug, fyrirliði Rangers, varð meistari í níunda sinn, en auk titlanna með Rangers var hann í meistaraliði Dundee United 1983.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.