Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 2
J 2 C LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 l i I t 4 | » 1 * „FYRSTA skífa“ Roberts Delaunay. miðið það að sýna list sem sýndi ekki venjulega og kunnuglega hluti. Þrátt fyrir að safnið hafi látið af þessari ströngu stefnu og hafi selt mörg af fyrstu verkum sínum, líta yfirmenn þess enn á það sem einn helsta samastað abstraktlist- ar. Sýningin hefur fengið stórt nafn og viðamikið, „Alger áhætta, frelsi, agi“, kallast hún Að hefja leit að fyrsta abstrakt- málverkinu virðist álíka verk og að ætla sér að hafa uppi á fyrsta manninum eða fyrsta talaða orð- inu. Vissulega fann Turner lykil- inn að því að vinna óhlutbundið, impressjónistarnir sneru lyklinum í skránni og Cézanne opnaði dyrn- ar. Þrátt fyrir að kúbistarnir hafi horfið frá hinu reglubunda mál- verki, urðu það Rússarnir Male- vitsj og Kaudinskíj og Hollending- urinn Piet Mondrian sem stigu skrefið til fulls. Langt fram á fimmta áratuginn ýttu kúbisminn og abstraktlistin raunsæinu til hliðar, sérstaklega í Evrópu. Bandaríkjamenn voru mun íhaldssamari og voru margir hveijir mótfallnir því sem þeir töldu vera samsæri evrópskra formalista. En abstraktlistin lifði þó af í Bandaríkjunum og um 1950 hafði hún fengið eigið nafn, ab- strakt expressjónismi. Það hefur oft verið fullyrt að abstraklistin hafi náð hápunkti sínum um miðja öldina. Hún Ieið að minnsta kosti ekki undir lok þá. Skilin eru ógreinilegri en allt fram á þennan dag sér abstrakt- Iistarinnar stað í verkum ótal lista- manna. Nefna má Richard Serra, Daniel Buren, Martin Puryear og Agnes Martin. Framúrstefnan hefur nú færst yfir á myndbönd, margmiðlun og gjörninga en ab- straktlistin lifir þó enn. Abstrakt í eina öld ABSTRAKTLISTIN er harðgerð jurt. I hartnær eina öld hefur hún lifað af jafnt fyrirlitningu sem oflof listunnenda og afborið efa- semdir abstraktlistamanna sem hafa hvað eftir annað velt því fyr- ir sér hvort þeir ættu ekki að leggja stund á aðra listgrein. En abstrakt, eða óhlutbundin, list hefur lifað af og í Guggenheim- safninu í New York getur nú að líta yfirlitssýningu á abstrakverk- um síðustu hundrað ára. Efasemdarmennirnir hafa ætíð verið margir og þeir hafa að mörgu leyti haft rétt fyrir sér. Þrátt fyrir óumdeilanleg áhrif abstraktlistarinnar hefur hún fremur notið virðingar en aðdáun- ar. Og það er líklega mun einfald- ara að sýna en segja hvað ab- straktlist er. En þegar þeir sem lítið þekkja til, berja hana í fyrsta sinn augum, grunar þá oftar en ekki að brögð séu í tafli. Ab- straktlist getur verið svo einföld að hún virðist tæplega uppfylla þau skilyrði sem gerð eru til list- ar. Dæmi um það var listaverk Louis Marcoussis, sem flytja átti til Bandaríkjanna frá Frakklandi fyrir áttatíu árum. Kröfðust toll- verðirnir þess að greiddur yrði sérstakur tollur þar sem verið væri að flytja óunninn málm inn í landið. 75 árum síðar eyðilögðu tollverðir i sama landi verk eftir breskan abstrakt- listamann, Richard Wentworth, þar sem þeir töldu að um sprengju væri að ræða. I fjármálalegu og list- rænu tilliti hefur gengi abstraktlistarinnar verið upp og niður. A þriðja áratugnum tóku menn harða afstöðu með eða á móti henni, um miðja öldina þótti hún hins vegar til marks um framþróun og módernisma. Nú þegar svo miklu meira hefur verið málað og séð, eru öll mörk í list- inni miklu óljósari. Þegar rætt er um abstraktlist sem stíl sem á i samkeppni við aðrar stílgerðir, virðist hún í álíka útrýmingar- hættu og svartir nashyrningar. Og þó er abstraktlist ekki stílteg- und, hvað þá tíska. Markmið og hugmyndir hennar, í víðasta sam- hengi, hafa orðið til að ýta undir margt það besta sem gert hefur verið í list á okkar tímum, hvaða stíl sem um hefur verið að ræða. Sýningin á abstraktiist í Gugg- enheim varpar skýru ljósi á þetta. Sjálf staðsetningin er viðeigandi þvi saga safnsins er samtvinnuð abstraktlistinni. Það var opnað árið 1939 og hét þá safn óhlut- lægrar málaralistar og var mark- „MÁLAÐ með svörtum boga“ eftir Wassily Kandinsky frá 1912. Byggt á The Economist MORGUNBLAÐIÐ Bein Jónasar 50 ár eru liðin frá því að jarðneskar leifar Jónasar Hallgrímssonar voru grafnar upp í Kaupmannahöfn og flutt heim. Miklar deilur spunnust um það hvar ætti aðjarðsetja Jón- as hér á landi. Um þær og málsatvik öll er flallað í útvarpsþættinum Ferðalok 1946 á Rás 1 á morgun. Þröstur Helgason fjallar hér stuttlega um málið og birtir lítt þekktar myndir frá uppgrefbrinum í Kaupmannahöfn. HNN 31. maí árið 1845 var Jónas Hallgrímsson bor- inn til grafar í svonefnd- um Hjástoðarkirkjugarði í Kaupmannahöfn. Eitt hundrað og einu ári síðar voru meintar jarðnesk- ar leifar þjóðskáldsins grafnar upp, fluttar til Islands og jarðsettar hér. Þessar tilfæringar með það sem menn töldu vera bein skáldsins ollu miklu upphlaupi í íslenskum menn- ingarheimi sem Halldór Laxness gerði að umfjöllunarefni í Atómstöð- inni tveimur árum síðar. Þykir mönnum sjálfsagt frásögn Halldórs öll með ólíkindum en þar segir að ástmögur þjóðarinnar hafi verið fluttur í leyfisleysi norður í afskekkt- an dal í tveimur kössum. Þegar bet- ur var að gáð höfðu kassarnir hins vegar ekki að geyma bein Jónasar heldur portúgalskar sardínur í nið- ursuðudósum og Dansk Ler, eins og stóð á öðrum kassanum. En hvort sem beinin voru til staðar eður ei skyldi skáldið jarðsett í sinni sveit: Ég trúi, sagði séra Trausti, á hlutverk sveitanna í íslensku þjóðlífi. Þessi Ieir, sem eftilvill geymir safann úr beinum frelsis- hetjunnar og stórskáldsins, er mér heilagt tákn. Héðanífrá verður það íslensk trúarsetning að Ástmögur Þjóðarinnar sé aft- ur heim kominn í sveit sína. Heilagur andi í bijósti mér upp- lýsir mig í þessari íslensku trú. Eg vona að sveitin okkar sleppi Morgunblaðið/Fr. Clausen RITHÖFUNDAR og náttúrufræðingar bera kistu Jónasar Hall- grímssonar í grafreitinn á Þingvöllum 16. nóvember 1946. Kómedian er i 1 móðurmál mitt LEIKHÚS er eitthvað sem maður býr til, ekki eitt- hvað sem maður sækir,“ segir finnsk-sænski leik- húsmaðurinn, Bengt Ahlfors, sem j er höfundur söngleiksins Ham- , ingjuránsins, sem verið er að sýna | á smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Ahlfors segist aðspurður ekki gera I mikið af því að sækja leiksýning- ; ar, hann fari frekar í bíó ef hann langi til að lyfta sér upp. Hann kveðst reyndar allra síst vilja sjá uppfærslur á sínum eigin verkum, . einkum ef það eru ekki hans eigin i uppfærslur. „Mér þykir óþægilegt að sjá uppfærslur annarra á verk- um mínum. Sýn mín á verkin er ; svo sterk að ég á erfitt með að sætta mig við annarra útfærslu á þeim. Undir venjulegum kringum- Bengt Ahlfors er höfundur söngleiksins, Hamingjuránsins, sem veríð er að sýna á smíðaverkstæði Þjóðleikhússins um þessar mundir. Þótt hann segist síður viija sjá upp- færslur annarra ieikstjóra á eigin verkum sló hann ekki hendinní á móti ferð til Reykja- víkur til að sjá frumsýninguna. Þröstur Helgason hitti þennan viðkunnanlega fínnsk-sænska leikhúsmann að máli, sem segir að íjarlægð kómedíunnar geri lífíð skiljanlegra. Morgunblaðið/Sverrir „ÞAÐ getur vissulega verið einmanalegt að sitja við skriftir daginn út og inn,“ segir finnsk-sænski leikhúsmaðurinn Bengt Ahlfors, „en ég fæ útrás fyrir félagslegar þarfir minar við leik- stjórnina, þar er maður í miklu návígi við fólk, alls konar fólk.“ stæðum hefði ég því ekki þegið að koma á frumsýningu Hamingj- uránsins, en þar sem ferð til Reykjavíkur var í veði lét ég til leiðast; hingað kem ég við hvert tækifæri sem gefst.“ Ahlfors er íslenskum leikhús- gestum af góðu kunnur. Fyrir um það bii aldarfjóðrungi var sýnd í Þjóðleikhúsinu leikgerð hans byggð á sögunni Umhverfis jörð- ina á 80 dögum eftir Jules Verne og vakti hún mikla athygli. Al- þýðuleikhúsið sýndi einnig leikrit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.