Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 6
 6 C LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Skynjun o g viðmið MYNDLIST VERK eftir Rúrí. Gallcrí I ngólf sstræti 8 / Gallcrí Sævars K a r I s HÖGGMYNDIR/BLÖNDUÐ TÆKNI Rúri/Janet Passehl. Ingólfsstræti 8: Opið alla daga (nema mánud.) kl. 14-18 til 25. maí. Galleri Sævars Karls: Opið virka daga á verslunar- tima til 29. maí. Aðgangur ókeypis. ÞESSAR tvær sýningar, sem voru opnaðar í nágrenni hvor við aðra fyrir stuttu, virðast við fyrstu sýh eiga fátt sameiginlegt; efnis- notkun er gjörólík, sem og úr- vinnslan sem við blasir. Við nánari umhugsun verður gestum þó ljóst að báðar þessar listakonur eru að ijalla um á hvern hátt við reynum að skilgreina umhverfi okkar, ýmist út frá skynj- un eða mælistikum, þar sem fátt reynist fast og flest er breytingum undirorpið. Rúrí Listakonan Rúrí sýnir hér með nokkrum sterkum verkum að metr- inn á enn hug hennar allan, en þetta viðfangsefni kom sterkt fram hjá henni með eftirminnilegri sýn- ingu á Kjarvalsstöðum fyrir fjórum árum. Rúrí hefur þó fengist mun lengur en það við ýmsar mælistik- ur, sem lífíð gengur eftir, og má þar m.a. nefna tímann og manninn sjálfan, sem öll tilvera okkar hlýtur að miðast við. Metrakerfíð var eðli- legt framhald þeirra hugleiðinga, og með yfirskriftinni „Afstæði" á sýningunni 1992 benti hún á að samhengið væri ekki síður mikil- vægt en mælieiningin - það væri samræmi og afstaða hlutanna, sem réði gildi þeirra. Sýningin nú hefur hlotið yfir- skrifina „Gildi II“, og virðist fram- hald sýningar hennar í Helsinki fyrir tveimur árum. Hér eru gildi mælieining- arinnar hins vegar umbúðalaust dregin í efa, og þá fyrst og fremst á grunni þeirra mælitækja, sem þó hafa verið hönnuð til að vera mönn- um til leiðbeiningar um þessi gildi. Þau viðmið sem fást geta nefnilega reynst nokkuð framandleg hvort sem litið er til lengdarmetra, fer- metra eða rúmmetra, eins og sést í þessum vel útfærðu verkum. Þegar slíkt kemur upp er einfalt að álykta að allt sé í raun af- stætt, og viðmiðin markist ekki síður af mælitækjunum sjálfum - í þessu tilviki mismunandi gerðum tommustokka - en því sem þau eiga að mæla, þ.e. hinni alþjóðlega viðurkenndu mælieiningu. Það er hins vegar í besta falli hjákátlegt að í litlum blöðungi sem hér liggur frammi er settur fram sem stutt ávarp óþýddur texti á ensku. Það er tæpast til of mikils mælst að íslenskir listamenn ávarpi gesti sína á íslensku í íslensku list- húsi á íslandi... Þrátt fyrir þennan síðstnefnda hnökra er hér á ferðinni vönduð og hnitmiðuð sýning, eins og listunn- endur eiga að venjast frá hendi listakonunnar, og er vert að minna þá á að láta hana ekki fram hjá sér fara. Janet Passehl I Galleríi Sævars Karls sýnir nú bandarísk listakona, sem hefur áður sýnt hér á landi (í Galleríi Ganginum) og er smám saman að koma sér á framfæri vestanhafs. Af sýningunni hér má ráða, að það er hið smálega í umhverfinu sem heillar hana, og má þar eink- um tala um það forgengilega og einskis nýta, sem hún gefur nýtt líf í litlum og ólíklegum verkum sínum. Allt er þetta á lágum og hógværum nótum, sem forðast all- ar vísbendingar um stórfengleik listarinnar. í kynningu sýningar- innar er þetta orðað svo: „í verkum Janet má greina áhrif frá minimal list en þau notuð á persónulegan og nýjan hátt, þ.e. hún notar sér aðferðir og „reglur“ stefnunnar eins og henni hentar." Önnur áhrif sem greina má í þessum fátæklega efnivið eru frá „arte povera", og hér liggur beint við að vísa til verka Kristins G. Harðarsonar, sem lengi hefur unn- ið á sama akri. -Verk sem þessi þjóna einkum þeim tilgangi að skerpa vitundina um eigin skynjun á umhverfið; hvað vekur athygli okkar og hvað gerir það ekki, og loks á hvern hátt hið smágerða, hversdagslega eða auvirðulega getur komið okkur skemmtilega á óvart þegar við gefur því nánari gaum. Skynjunin er undirstaða þess að við metum umhverfi okkar og líf að verðleikum, og þar er hið smáa jafn mikilvægt og annað. Eiríkur Þorláksson Kennara- tónleikar í Keflavík KENNARAR við Tónlistarskól- ann í Keflavík hafa nokkrum sinnum haldið opinbera tónleika í sveitarfélaginu. Að þessu sinni verða tónleikar í Keflavíkur- kirkju á sunnudag kl. 16. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. í kynningu segir: „í kennara- liði skólans starfar hópur hljóð- færaleikara, söngvara og tón- skálda. Því má fullyrða að efnis- skráin verður fjölbreytt og kenn- ir þar ýmissa grasa. Má þar nefna einleik, samspil á ýmis hljóðfæri, málmblásarasamspil, harmonikuleik, einsöng og orgel- leik auk flutnings á nýjum verk- um eftir Áka Ásgeirsson, Eirík Árna Sigtryggsson og Ragnar Björnsson." Karlakór Keflavíkur í Ytri-Njarðvík- urkirkju V ORTÓNLEIKAR Karlakórs Keflavíkur verða í Ytri-Njarðvík- urkirkju sunnudaginn 12. maí kl. 20.30, þriðjudaginn 14. maí kl. 20.30 og fimmtudaginn 16. maí kl. 20.30. Tímaritið Leikhúsmál komið út ANNAÐ tölublað tímaritsins Leikhúsmál er komið út , en fyrsta tölublað kom út í október sl.. Fyrirhugað er að ritið komi út tvisvar á ári, að hausti og vori. Á árunum 1940-1950 stóð Haraldur Bjömsson leikari einn Forsíða nýútkominna Leik- liúsmála. að útgáfu tímarits sem hann kallaði Leikhúsmál. Þrettán árum síðar var gerð tilraun til að endurvekja Leikhúsmál í nýrri mynd. Að því stóðu þrír ungir menn og tókst þeim að gefa út fjögur blöð. Síðastliðið haust endurvakti Félag íslenskra leikara Leikhús- mál þriðja sinni og er ætlunin að það verði vettvangur umræðu, skoðanaskipta og hugleiðinga um hvaðeina er leiklist varðar. I ritnefnd tímaritsins, sem fæst í áskrift eða í lausasölu hjá Félagi íslenskra leikara, eru meðal annars leikararnir Bríet Héðinsdóttir og Jón Hjartarson. í nýjasta hefti Leikhúsmála er meðal annars að finna viðtal við Jón Sigurbjörnsson leikara, grein um danshöfundinn Jerome Robbins, viðtal við Hauk J. Gunnarsson leikhús- og leik- stjóra, grein um ástandið í Borg- arleikhúsinu og hugleiðing Þor- steins Gylfasonar um túlkun og tjáningu. Málverk að Ingólfsstræti 5 SJÖFN Haraldsdóttir og Ingunn Eydal sýna málverk sýn í húsa- kynnum kosningaskrifstofu Guð- rúnar Agnarsdóttur að Ingólfs- stræti 5 um þessar mundir. Tónskáldin tala TÓNLIST STgildir diskar 23 SÍGILD TÓNSKÁLD Composers’Letters.Lesið úr bréfum Handels, Bachs, Glucks, Haydns, Mozart, Beethovens, Schuberts, Berliozs, Mendelssohns, Schumanns, Wagners, Verdis, Brahms, Tsjækovskijs, Dvóráks, Elgars, Pucc- inis, Debussys, Deliuss, Saties, Holsts, Stravinskys og Mahlers. Upplestur: Jeremy Nicholas, Daniel Philpott, Edward de Souza o. fl. Tónlist eftir áðurtalin tónskáld. Naxos AudioBo- oks NA203012. Upptaka: DDD, 1995. Lengd (2 diskar): 2.28:07. Verð: 890 kr. EINHVERRA hluta vegna virðist lítið hafa farið fyrir svokölluðum hljóðbókum á almennum plötu- markaði hér á landi; einkum, að manni skilst, miðað við Bretland og Bandaríkin. Um orsakir skal ósagt látið. ■ Sjálfsagt spilar markaðssmæð inn ; í, eins og gengur. Væri ekki óviðeig- andi fyrir félagsfræðinga að taka nú á sig rögg og kanna aðstæður og mynztur í listneyzlu bókaþjóð- arinnar, og birta síðan niðurstöður í blöðum og útvarpi. Tími er til kominn, því um þau mál er fjarska lítið vitað, en þeim mun meira uppi af fordómum og getgátum. Það er annars eins og áhugaverð- ustu hliðamar vilji gleymast, þá sjaldan athugun er gerð um slík efni, eins og sást af nýlegri könnun » á hérlendri plötusölu, þar sem látið var duga að greina frá heildarfjár- magnstölum, án þess að skoða t.d. söluhlutföll milli popps, jass og sí- gildrar tónlistar, líkt og þau kæmu engum við... En áfram með smjörið. Ef að lík- um lætur, lýtur yfirskrift þessa pist- ils, Sígildir diskar, í huga flestra einkum að hinni Dýru list. En stöku sinnum ætti dálkahöfundi samt að leyfast að þamba um gráu jaðar- svæðin. Eitt slíkt er hljóðbókaútgáfa Naxos-fyrirtækisins, er nýlega mun farin að sjást í plötubúðum í Reykja- vík, enda ekki nema tvö ár síðan þessi nýja búgrein hófst hjá lág- verðsplötumerkinu, er kom sígildri tónlist inn á hvers manns heimili. Það sem fyrst vakti athygli undir- ritaðs, var tvídiskurinn um sígildu tónskáldin og bréf þeirra, sem hér um ræðir; væntanlega sú bók- menntagrein sem stendur í hvað nánustu tengslum við tónsköpunina sjálfa. í útgáfuröð, sem annars ein- beitir sér að sígildum rithöfundum frá Hómer til Joyce, liggur engu að síður beint við að helga einu númeri valin sendibréf tuttugu og þriggja tónská'da með innskotsmúsík eftir þau sjálf; ekki sízt, þegar fyrirtækið getur ausið úr sæg innanhúshljóðrita án mikils aukatilkostnaðar. Þar sem lesið er á ensku, er kannski skiljanlegt, að tónskálda- valið hefur nokkra enska yfirvikt. Og þó. Frá sjónarhóli Norður- landabúa er það t.a.m. hlálegt að flíka þrem Bretum (Elgar, Holst og Delius), meðan ekkert kemst að frá Norðurlöndum, ekki einu sinni Grieg, Nielsen eða Sibelius! Því furðulegra virðist þetta, ef haft er í huga, að einmitt hinn enskumæl- andi heimur hefur miklar mætur á þessum höfundum. Veldur því sennilega afstaða þýzkra yfirmanna fyrirtækisins. Kannski mætti spyija: hvers vegna kaupa plötur með dæmigerðu útvarpsþáttaefni (a.m.k. ríkisút- varpsstöðva) - og á erlendu máli? Er kaupandi líklegur til að leggja Mo/.art við hlustir oftar en einu sinni eða tvisvar? Ég held það. Ef enskan er engin fyrirstaða, þá eru sýnishornin af bréfaskrifum tónskáldanna það vel valin, að hlustandinn fær ekki að- eins óvænta innsýn í hugarheim lið- inna meistara, heldur fer hann einn- ig smám saman ósjálfrátt að leggja hinar og þessar fleygu setningar á minnið fyrir vini og kunningja. Og varðandi enskuna, þá má kannski lesa af þessari „dirfsku" í hérlendi markaðssetningu, að óvíða getur orðið meiri almennrar enskukunn- áttu utan hins engilsaxneska heims en einmitt á íslandi. Allur lestur er í hæsta gæða- flokki, enda vel menntaðir brezkir leikarar að verki, og tóndæmin eru valin hugvitsamlega í anda bréf- anna - auðvitað öll eftir viðkom- andi tónskáld (nema þá hugsanlega æskuverk Bachs, hin fræga Toccata og fúga í d-moll, sem sumir hafa viljað vefengja í seinni tíð að sé eftir hann). Helzt mætti hnjóta um nauman meðaltíma hvers tónskálds. Tæpar 7 mínútur er í það snöggsoðnasta, ef nást á heilleg mynd af manni, jafnvel þótt í skizzuformi sé, og hefði að ósekju mátt jafna 23- menningana niður á 4 diska I stað tveggja. Eða fækka tónskáldunum sem því nemur. GRIMMSÆVINTÝR 13 ævintýr úr safni Grimmsbræðra. Upplestur: Laura Paton. Tónlist eftir Tsjækovsky, Jóh. Strauss yngri og Grieg. Naxos AudioBooks NA200512. Upptaka: DDD, 1994. Lengd (2 diskar): 2.20:12. Verð: 890 kr. HAFI svæði hins fyrrtalda tví- disks verið grátt, er svæði þessa enn grárra. „ Upplestur ævintýra?" gæti grandvar lesandi hugsað. „Hvernig á nú að fóðra það? Eða hvar tengist hann sígildri tónlist?“ Megintilefnið er fordæmið. Undir- ritaður ætlar sér ekki þá dul, að íslenzk börn á forskólaaldri fari í hrönnum að hlusta á enskumæltan upplestur. En vonandi mætti þessi frábæri tvídiskur verða landanum hvatning til að gera annað eins á ástkæra ylhýra málinu, hvort sem unnið yrði úr innlendum þjóðsögum og ævintýrum eða erlendum, því hér er sýnt, hvernig á að gera það. Málið snýst mikið til um gæði. Jafnvel yngstu börn skynja gæða- mun betur en tilhneiging er til að telja (af þeim sökum þyrfti víða að bæta frágang bamaefnis frá því sem nú er, t.a.m. talsetningar teikni- mynda í sjónvarpi). Frágangur þess- ara diska sker sig að því leyti úr. Hann er hreint út sagt til fyrirmynd- ar. Ef bara þetta væri til á íslenzku! Upptökur eru skýrar, tónlistarval innblásið og lestur framúrskarandi góður hjá Láru Paton. Maður fær ekki þá tilfinningu, sem iðulega hjá íslenzkum leikurum, að verið sé að tala niður til barnanna. Lesarinn er innlifaður af heilum hug og höfð- ar - eins og ævintýrin miðevrópsku gerðu raunar fýrrum - jafnt til bama sem fullorðinna. Stéttaskipt- ing Breta, sem okkur kemur hálf fáránlega fyrir sjónir, reynist hér hinn mesti búhnykkur, þegar lesar- inn leikur sér að því að svissa á milli oxfordframburðar (kónga- fólk), n.-enskrar sveitamállýzku, eins og hjá ráðskonu dr. Frasiers Crane (almúginn) og East End cockneys (vondu karlarnir). Og gott ef ekki huldufólkið talaði með írsk- um hreim! En allt nótabene án fyrir- hafnar eða uppgerðar af neinu tagi. Að vísu er erfitt að gera sér í hugarlund, hvemig koma ætti því- líku til skila á íslenzku. Finna verður aðrar leiðir. En það er fleira athug- unarvert við þetta dæmi. Hér blasir við upplögð leið til að örva velvild bama gagnvart sígildri tónlist, þegar hin stöku ævintýr taka að tengjast myndrænu perlubrotunum úr fjár- sjóð klassíkur í formi kynningar- og bakgrunnstónlistar í ungum heilabú- um með allt að því pavlovskum hætti... O, þér uppeldisfræðinga fjöld! Hlustið á þetta - og látið hendur standa fram úr ermum, áður en það verður of seint. Áður en sjónreiti afþreyingarmiðla fer að rústa heyrn og hugmyndarflug. Börn eiga það skilið. Og foreldrar líka. Ríkarður Ö. Pálsson Bach

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.