Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Markaðshorfur ágætar fyrir úthafskarfa Verð 20% hærra en á sama tíma í fyrra „ÞÆR FRÉTTIR, sem við höfum af þeim skipum, sem við erum með, eru að veiðarnar gangi nokk- uð vel,“ segir Gylfi Þór Magnús- son, framkvæmdastjóri markaðs- mála hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. „íslensku skipin eru að taka um 20 til 25 tonn á dag þann- ig að það hefur glæðst nokkuð yfír þessu.“ Hann segir að markaðshorfur 'séu ágætar fyrir úthafskarfa að því leyti að söluverðið núna sé 20% hærra en á sama tíma í fyrra. „Að því leyti er markaðurinn opnari en hann var í fyrra þegar viðræð- ur voru að hefjast," segir hann. „Það á eftir að reyna betur á viðbrögð markaðarins þegar menn sjá mikið magn koma inn á Jap- ansmarkað og við erum mjög vark- árir á að fullyrða neitt í þessum málum. Við reynum bara að leið- beina okkar skipum um góða vöru- vöndun um borð sem er lykillinn að góðri sölu. Gylfi segir að mark- aðir eins og Grikkland, Portúgal, Ítalía, S-Kórea og fleiri lönd séu afar mikilvægir. I fyrsta lagi taki þeir stundum aðrar stærðir og önnur gæði en Japansmarkaður og í öðru lagi létti þeir á þeirri pressu sem sé á framleiðendum þegar eitt stórt markaðsland sé að taka við miklum hluta fram- leiðslunnar. „Þess vegna er ják- vætt að hafa fleiri útgönguleiðir þótt magnið sé mun minna,“ segir hann. „Stefnt er að því að afurðir úr úthafskarfa, bæði af innlendum og erlendum skipum hjá okkur, verði ekki undir 20 þúsund tonn- um. Þá á ég bæði við heilfrystingu og flakavinnslu. Annars er áhersluatriði hjá okkur að það eru gæðin sem selja. Við erum með framleiðsluráðgjafa um borð í flestum skipum og aðstoðum áhafnirnar við að tryggja að þetta markmið náist.“ Spákaupmennska í kvótakerfi Gagnrýnir afla- mark með framseljanleg- um kvóta greinargerð um efnið samþykkt á „Meðal viðbragða við ýmsum aðsteðjandi vandamálum í sjávarút- vegi er nálgun að stjóm fiskveiða sem byggist á aflamarki með fram- seljanlegum kvóta (ITQ). Ein af afleiðingum slíks stjórnkerfis er samþjöppun á kvóta á færri hendur eins og gerst hefur á íslandi, Nýja- Sjálandi og í Bandaríkjunum. Þessu til viðbótar hefur verið til- hneiging til að kvótinn safnist til stærri fyrirtækja sem reka bæði veiðar og vinnslu. Þetta getur Ieitt til lækkunar tekna sjómanna í gegnum aflahlut þeirra, þegar afl- inn er seldur beint til vinnslunnar EVRÓPUDEILD fiskimanna innan Alþjóða flutningamannasambands- ins, ITF, hélt fund í Pétursborg dagana 25. og 26. apríl 1996. A fundinum var meðal annars fjallað um stjórn fiskveiða. Fundurinn gagnrýndi fyrirkomulag fiskveiða með aflamarki og framseljanlegum kvótum (ITQ) og var eftirfarandi fundinum: fyrir lægra verð en fæst fyrir hann á markaði. Þannig verðákvörðun hefur hrundið af stað allshetjar- verkfalli sjómanna á íslandi. Á grundvelli könnunar á vegum OECD um efnahagsleg áhrif stjórn- kerfa fiskveiða hefur verið ályktað að kvótakerfið leiði til óæskilegrar hvatningar til frákasts á fiski. Vis- bendingar benda einnig til þess að kvótakerfið sé í vaxandi mæli að verða grundvöllur til fjárhagslegrar spákaupmennsku, þar sem kvóti gengur kaupum og sölu milli fyrir- tækja sem hafa engan beinan rekst- ur á sínum snærum í sjávarútvegi." Fagnar ákvörð- un um bann við framsali FARMANNA- og fiskimanna- samband Islands hefur sent eft- irfarandi ályktun til sjávarút- vegsráðherra vegna ákvörðun- ar hans um að banna framsal kvóta úr norsk-íslenska síldar- stofninum. „Fundur framkvæmdastjóm- ar Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands, haldinn 13. maí 1996, fagnar ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að banna framsal aflamarks úr norsk-íslenska síldarstofninum. Fundurinn telur að sjávarút- vegsráðherra hafi stigið mikil- vægt skref, með þessari ákvörð- un sinni, í átt að sjónarmiðum samtaka sjómanna. Það er von fundarins að sjávarútvegsráð- herra beiti sér fyrir algjöru af- námi á framsali veiðiheimilda og renni þannig styrkari stoðum undir sátt á afar umdeildu kerfi um stjórn fískveiða." í Morgunblaðinu í gær gætti misskilnings varðandi þessa ályktun og er beðist velvirðing- ar á því. FRÉTTIR Morgunblaðið/Ágúst Hljóta gæðaskjöldinn 1 • X • / • X / t* X þnðja anð 1 roð NÝLEGA var starfsfólki og anna í Bandaríkjunum, fyrir góða Það var Jón Friðjónsson, inn- stjórnendum frystihúss Síldar- framleiðslu á flökum, sem fara á kaupastjóri hjá Coldwater, sem vinnslunnar afhentur gæðaskjöld- Bandaríkjamarkað. Þetta er afhenti skjöldinn ogtók Jónalngi- ur Coldwater, dótturfyrirtækis þriðja árið í röð sem frystihús marsdóttir fiskverkakona við við- Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- SVN hlýtur þessa viðurkenningu. urkenningunni. Aðrir látnir borga fyrir mistökin MEÐ STJÓRNARFRUMVARPI um úthafsveiðar, sem lagt verður fram á Alþingi næstu daga, er verið að leggja á úthafsveiðiskipin kostnað vegna eftirlits sem getur numið allt að þremur prósentum af aflaverð- mæti, að sögn Snorra Snorrasonar, formanns Félags úthafsútgerða. Hann segir að þegar kostnaður við uppihald eftirlitsmanna um borð í skipunum bætist við geti hann numið allt að fimm prósentum af aflaverðmæti. Einnig gagnrýnir hann að talað sé um 20% skerðingu innan lögsögunnar á þeim sem stundi veiðar utan lögsögunnar og að þeir sem hafi ekki veiðiheimildir innan lögsögunnar verði skertir samsvarandi í veiðireynslu þegar komi til útdeil- ingar á afla í úthöfunum. Formaður úthafs- útgerða gagnrýnir stjórn- arfrumvarp Snorri segir að íslendingar séu að taka upp auðlindaskatt, en aðeins á úthafinu. Frumvarpinu hafi verið kastað undirbúningslaust fram fyrir einni viku og það eigi að knýja það í gegn á síðustu dögum þingsins. „Þetta er fyrsti lagabálkur sem sett- ur er á grundvelli úthafsveiðilaga Sameinuðu þjóðanna, en samt er kastað til höndunum við frumvarp- ið,“ segir hann. „Undirbúningslög- unum sem lágu fyrir 25. mars hef- ur verið breytt í miklu flaustri til þess að ná frumvarpinu í gegn og allar eru breytingarnar vegna eftir- lits á Flæmingjagrunni." Snorri segir að þarna séu emb- ættismenn sjávarútvegsráðuneytis- ins og sjávarútvegsráðherra að klóra sig út úr mistökum sem þeir gerðu á síðastliðnu ári. „Þetta er fín latína," segir hann. „Ég vildi að við gætum gert þetta fleiri, að gera mistök og láta aðra borga fyrir þau.“ Mistökin voru þau að láta Kanadamenn blekkja sig til þess að taka upp svona eftirlit með þeim formerkjum að Kanadamenn myndu greiða fyrir þau, að sögn Snorra. Að lokum ítrekar hann að frumvarpið þarfnist mun meiri umræðu og undirbúnings en þarna hafi verið raunin. Skoðunarstofur verði faggiltar SJAVARUTVEGSRAÐUNEYTIÐ hefur óformlega tilkynnt skoðunarstofum að óskað verði eftir því að þær verði faggiltar. „Það þýðir að þær verða þá væntanlega teknar út af einhverri faggildingarstofu sem gæti hugsanlega verið Löggildingarstofan," segir Sturlaugur Daðason, fram- kvæmdastjóri gæða og þjónustu hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Takmörk sett á eignaraðild Hann segir að einnig séu sett takmörk við eignaraðild sem þýði að SH geti ekki átt skoðunarstofu ein. Það sé líka ljóst að það að fara í faggildingu hafi kostnaðarauka í för með sér þannig að það þurfi að breikka rekstrargrundvöll skoð- unarstofa sem væntanlega gerist þá með því að þeim muni fækka og farið verði út í sameiningu. „Við breikkum okkar samstarf með því að vinna með Rannsóknar- þjónustunni Sýni, sem hugmyndin er að taki yfir skoðunarstofu SH,“ segir hann og bætir við að málið sé enn á umræðustigi og ekki hafi verið rætt til enda hvernig gæðaeft- irliti SH verði háttað i framhaldi af þvi. „Þetta ákvarðast mjög mikið af því hvernig málin þróast hjá sjávar- útvegsráðuneytinu og Fiskistofu og þeim kröfum sem gerðar verða til skoðunarstofanna. Þannig að það er mjög erfitt að setja einhvern ákveðinn tíma á þetta,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.