Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1996 D 3 Morgunblaðið/Frímann Ólafsson JON Sigurðsson GK 62 kominn til heimahafnar í Grindavík fánum skrýddur í tilefni dagsins. Nýtt nóta- o g togveiðiskip til Grindavíkur Grindavík Morgunblaðið 1. MAI síðastliðinn sigldi inn til Grindavíkur í fyrsta skipti nýtt og glæsilegt skip sem Fiskimjöl og lýsi í Grindavík hefur fest kaup á og hlotið hefur nafnið Jón Sigurðs- son GK 62. Sveinn ísaksson skipstjóri, sem var áður með Hábergið frá Grinda- vik, tekur við stjórn Jóns Sigurðs- sonar en Háberg verður áfram í eigu Fiskimjöls og lýsis. Hann náði í skipið fyrir þremur mánuð- um til Skotlands. „Þótt ekki hafi reynt mikið á skipið gekk heim- siglingin vel og það var gott að sigla því. Þetta er gott skip og ég er bara bjartsýnn á framhaldið. Það er búið,að vera í klössun hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík að und- anförnu og þar var tekið allt í gegn sem þurfa þótti, allt frá brú og niður í lestar. Það er búið að taka brúna í gegn, allar íbúðir skipveija og taka úr skipinu allar beyglur ásamt öðru,“ sagði Sveinn í viðtali við Morgunblaðið. Skipið var smíðað í Noregi árið 1978 og gert út sem fiskiskip og um fimm ára bil notað sem þjón- ustuskip fyrir borpalla. Það var keypt til Skotlands árið 1988 og þá útbúið aftur sem fiskiskip. Skipið ber nú nafn Jóns Sigurðs- sonar heitins sem keypti verk- smiðju Fiskimjöls og lýsis árið 1957 og hefur verksmiðjan verið síðan í eigu afkomenda Jóns og skrásetningarnúmerið er hið sama og var á bifreið Jóns til margra ára eða G-62. Jón Sigurðsson er 56 m að lengd og 10,5 m að breidd með 3.300 hestafla vél, 40 tonna togkraft og tvö 40 tonna spil. Skipið ber rétt rúm 900 tonn í aftari lest og um 100 tonn í fremri lest. Hann er útbúinn til nóta- og togveiða fyrir bræðslufisk og í honum eru sjókælilestar þar sem hægt er að kæla afla hvort sem hann er notaður til bræðslu eða manneldis. Þetta þýðir að sögn Sveins að hægt er að koma með betri afla í land bæði til bræðslu og frystingar. Framundan er að halda í síldarsmuguna og síðan er ætlunin að fylgja toppum í síld- inni og loðnunni en á milli á síðan að brúa bilið með trolli á kol- munnaveiðum. Þá á fyrirtækið heimild til karfaveiða á Reykjanes- hrygg. Heildarkostnaður við skipið er um 550 milljónir króna en Fiski- mjöl og lýsi hefur selt Sunnuberg frá sér til Vopnafjarðar ásamt því að kaupa togarann Hrímbak frá Akureyri til úreldingar á móti þeim rúmlestum sem þurfti til að kaupa Jón Sigurðsson. Skipið var sýnt bæjarbúum og nýttu fjölmargir sér það og þótti skipið hið glæsileg- asta. Það vakti athygli að í sameig- inlegri setustofu skipveija voru glæsilegir leðurstólar og víst er að ekki kemur til með að væsa um skipveija í skipinu. SIGRÚN Jónsdóttir afhendir Sveini ísakssyni blóm í tilefni komu Jóns Sigurðssonar til Grindavíkur en skipið ber nafn föður hennar. FRÉTTIR Unilever hættir að kaupa lýsi úr bræðslufiski Gæti haft verðlækkun í för með sér ALÞJÓÐA stórfyrirtækið Unilever gaf út þá yfirlýsingu í lok síðasta mánaðar að það myndi hætta að nota lýsi sem væri tekið úr ofveidd- um fiski í Evrópu eða nytjafiski fyrir aðrar fisktegundir innan árs. Það myndi einnig leggja áherslu á að leita eftir mati á umhverfisáhrif- um slíkra veiða á öðrum hafsvæð- um. Aðgerðir fyrirtækisins koma í framhaldi af starfi nefndar með fulltrúum Unilever og World Wide Fund for Nature sem kannaði leiðir til þess að bæta veiðiaðferðir og tryggja heilbrigt og sjálfbært líf- kerfi sjávar. Unilever hefue árlega keypt um 100 þúsund tonn af lýsi úr bræðslu- fiski til smjörlíkis- og bökunarfeitis- framleiðslu. Til samanburðar má geta þess að milliríkjaviðskipti með lýsi úr bræðslufiski nema 600 til 700 þúsund tonnum og heildar- framleiðsla í heiminum nemur 1 til 1,1 milljón tonna. Þyrfti að finna aðra markaði „Þetta er ekkert sérlega glæsi- legt,“ segir Jón Reynir Magnússon, forstjóri SR-mjöls. „Notkun Unilev- er er 100 þúsund tonn á ári og aðrir smjörlíkisframleiðendur eru með önnur 100 þúsund tonn. Við- skipti upp á 200 þúsund tonn gætu því fallið niður. Það þyrfti þá að fínna aðra markaði fyrir þessi 200 þúsund tonn og þetta gæti haft þau áhrif að lýsi lækkaði í verði.“ Þótt Islendingar séu ekki mjög stórir í heiminum hvað mjölfram- leiðslu varðar eru þeir með þeim stærstu í lýsisframleiðslu. Arleg sala á lýsi hefur komist yfir 100 þúsund tonn á ári, en á undanförn- um árum hefur aflinn verið eitthvað undir þvi vegna þess að loðnan hefur ekki veiðst á haustin þegar hún er hvað gjöfulust hvað lýsi varðar. Greenpeace komið í málið Fleiri blikur eru á lofti í þessum efnum því Greenpeace er farið að heija á Dani vegna veiða þeirra í Norðursjónum út af Skotlandi. Ný- lega var haldinn fundur með við- ræðunefndum Greenpeace og danska iðnaðarins, en ekkert kom út úr fundinum nema að nefndirnar væru ósammála. Um er að ræða árlegar veiðar á sandsíli sem hófust fyrir mánuði. Þessar veiðar eru aðalundirstaða mjöl- og lýsisframleiðslu Dana. Veiðarnar hafa þó ekki gengið vel upp á síðkastið vegna þess að sjór- inn er enn of kaldur. Jón Reynir Magnússon segir að lítill munur sé á Greenpeace og WWF og samtökin vinni saman. Fiskimjölsframleiðendur jafnt hér á landi sem erlendis hafi verið að taka saman staðreyndir um þessar veiðar til þess að bregðast við. Auðvelt að ljúga að almenningi Ákvörðun stórfyrirtæk- isins Unilever um að hætta notkun lýsis úr bræðslufiski í afurðir sínar er áhyggjuefni að mati forsvarsmanna ís- lenskra lýsisframleið- enda. Pétur Blöndal kynnti sér málið og tók þrjá stóra íslenska framleiðendur tali. um eins og Greenpeace," segir Jón Reynir. „Þegar ekki fæst nægilegt fé út úr baráttunni gegn hvalveiðum þurfa þau að snúa sér að öðru. Almenningur veit lítið um þær af- urðir sem við framleiðum vegna þess að þetta er ekki vara sem keypt er út úr búð heldur fer hún í matvælaframleiðslu. Mjölið fer í fóður fyrir kjúklinga, svín og bú- pening, en lýsið hefur verið hert og er líka notað mikið í fiskafóður.“ Jón Reynir segir að fyrst lýsi og mjöl séu tiltölulega lítið sjáanlegar afurðir sé ef til vill tiltölulega auð- velt fyrir Greenpeace að ljúga al- menning fullan um hvað gert sé við þessar afurðir. „Það væri eftir þeim að segja að lýsinu væri brennt og það notað í smurolíu og mjölið væri notað í áburð,“ segir hann. Gæti beinst gegn íslendingum „Þetta er mjög alvarlegur hlut- ur,“ segir Sigurður Einarsson, for- stjóri ísfélags Vestmannaeyja. „Þótt við höfum tiltölulega hreinan skjöld samanborið við þá rányrkju sem stunduð er í Norðursjónum og Unilever virðist helst vera að mót- mæla virðist vera hætta á því að þetta beinist fljótlega að okkur.“ Hann segir að Islendingar geti aðeins brugðist við því með því að kynna þær skynsamlegu fiskveiðar sem hér séu stundaðar og þá áherslu sem lögð sé á að ofveiða ekki fiskistofna. „Hvort þessi að- gerð Unilevers er upphafið að öðru meiru átta ég mig ekki á,“ segir Sigurður. „Þetta er hinsvegar gild ástæða til að vekja okkur til umhugsunar og hvetja okkur til að vera á varð- bergi. Mín tilfinning er sú að þetta eitt og út af fyrir sig hafi lítil áhrif, en ef aðrar sambærilegar aðgerðir bætist við versni ástandið." Sjálfsagt að láta heyra í sér „Mér lýst ekkert á þetta,“ segir Magnús Bjarnason, framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar. „Það er ljóst að þetta hefur ekki bætandi áhrif á veiðar okkar og vinnslu, en ég geri mér ekki grein fyrir hvaða áhrif þetta hefur. Ég get ómögulega spáð fyrir um hvort þetta hefur áhrif á lýsisverð.“ Hann segist ekki vita hver við- brögð lýsisframleiðenda verði, en það sé líklega eitthvað í gangi nú þegar. „Það er sjálfsagt að láta heyra í sér,“ segir hann. Niðurlagning gaffalbita hefst á ný A VEGUM Borgeyjar hf. í Horna- fírði er hafin niðurlagning síldar fyr- ir Rússlandsmarkað. Framleiðsla á gaffalbitum hefur legið niðri hjá Borgey í nokkur ár en Strýta á Akur- eyri hefur verið í þessari vinnslu. Á síðust.u vertíð var síld söltuð í 39 þúsund tunnur hjá Borgey. Nú er verið að eftirflaka síld fyrir Skand- inavíumarkað. Borgey heldur eftir 3.000 tunnum fyrir eigin gaffalbita- framleiðslu. Afurðirnar líka vel Borgey keypti á síðasta ári síld- arsöltunarhús við Bátstanga með til- heyrandi búnaði úr þrotabúi Fiski- mjölsverksmiðju Hornafjarðar. Áður hafði félagið haft þessar eignir á leigu í þijú ár. Einar Sveinn Ingólfsson, fjármálastjóri Borgeyjar hf., segir að með i þessum kaupum hafi verið tæki til niðurlagningar á síld. Fyrir- tækið hafi haldið fólki með þekkingu á framleiðslunni og reynt aðeins fyrir sér á síðasta ári. Afurðimar hafí líkað vel og því hafi verið ákveðið að hefja niðurlagningu á þessu ári. Nú er einungis beðið eftir dósun- um og hefst vinnslan á næstunni. Grétar Amþórsson söltunarstjóri segir að teknar hafí verið frá 3.000 tunnur af síld fyrir niðurlagninguna, sem þýðir að framleitt verður í 1,3 milljónir dósa. Telur Grétar að vinna við þetta standi fram eftir öllu ári. Skipaleiðarar Við framleiðum skipaleiðara í öllum lengdum. Viðgerða- og varahlutaþjónusta fyrir gamla leiðara. „Við lítum á það alvarlegum aug- um ef farið verður að ráðast á þenn- an iðnað í heild sinni af öfgasamtök- = HÉÐINN = SMIÐJA STÓRASI6 • GARDABÆ • SlMI 565 2921 • FAX 565 2927 Hönnun • smíöi • viögerðir • þjónusta ______________ ELLINGSEN Grandagarði 2, Rvík, sími 55-288-55, grænt 800-6288 ARA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.