Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1996 D 7 FRÉTTIR íslandsmarkaður seldi fyrir 4,8 milljarða 5% arður greiddur út eins og í fyrra ISLANDSMARKAÐUR seldi 61 þúsund tonn í fyrra fyrir jafnvirði 4,8 milljarða króna. Árið áður, 1994, voru seld 57 þúsund tonn fyrir 4,5 milljarða kr. og nam sölu- aukningin því 7% milli ára. Hagnaður af rekstri markaðarins nam á síð- asta ári 1,8 milljónum kr. af 29 milljóna króna tekjum. Árið áður voru tekjur nær hinar sömu en hagnaður þá um 2,6 milljónir kr. Munar þar mestu um að ijármagnstekjur voru nokkru hærri árið áður. Eigið fé Is- landsmarkaðar er 35 milljónir kr. af 130 milljóna kr. eignum. Veltufjár- hlutfall er 1,0 og eiginfjárhlutfall 0,26. Arðsemi eiginijár var 7,7%, en var árið áður 13%. Þetta -kom fram í máli Ágústs Einarssonar, stjórnarformanns Is- landsmarkaðar, á aðalfundi félags- ins fyrir skömmu. Viðskiptin á ábyrgð markaða íslandsmarkaður heldur utan um allar ábyrgðir fiskkaupenda og er eftirlit með þeim þætti orðið gott, að sögn Ágústs. „Mjög lítið er um að kröfur tapist. Alltaf geta þó smávægileg mistök gerst, en við- skiptin eru ætíð á ábyrgð fiskmark- aðanna sjálfra. Þetta hefur reynst einn helsti kostur íslandsmarkaðar og skiptir markaðinn mun meira máli en áður í allri starfsemi ein- stakra markaða." Fram kom að innlendir fiskmark- aðir seldu nú orðið fyrir tæpa tíu milljarða kr. á ári og væri fisksala í gegnum innlenda uppboðskerfið nú með umfangsmestu viðskiptum, sem færu fram hérlendis. „Ef ég man rétt, þá veltir hlutabréfamark- aðurinn um fimm milljörðum kr. á ári. Við erum með tvöfalda veltu hans og hefði fáa órað fyrir því fyrir nokkrum árum.“ 56% markaðs- hlutdeild Markaðshlutdeild íslandsmark- aðar á síðasta ári var 56% í verð- mæti á móti 44% hlutdeild Reikni- stofu fiskmarkaðanna á Suðurnesj- um. Stærsti fiskmarkaðurinn innan íslandsmarkaðar er Fiskmarkaður Breiða- íjarðar með 1,6 millj- arða veltu, síðan kem- ur Fiskmarkaður Vest- mannaeyja með 900 milljóna kr. veltu, Fisk- markaðurinn hf. í Hafnarfirði með 760 milljónir, Þorlákshafn- armarkaður með 690 milljónir, Faxamark- aður með 630 milljónir og Skagamarkaður með 220 milljónir. Á aðalfundinum var samþykkt að greiða út 5% arð, eins og í fyrra. Gengi nýrra hlutabréfa í íslandsmarkaði í fyrra var 1,4 sem þýðir, að mati Ágústs, bærilega ávöxtun á framlagi hluthafa þann tíma, sem markaðurinn hefur starf- að og vel það. „Það er spá mín að eign ÍM eigi eftir að verða mjög verðmæt í framtíðinni. Ánægjulegt er að hafa verið þátttakandi á upp- hafsárum fyrirtækis, sem mun starfa með vaxandi þrótti næstu áratugina, jafnvel hasla sér völl í fleiri löndum og verða með fjöl- breyttari rekstur en aðeins uppboð á ferskum fiski. Mögu- leikarnir eru miklir,“ segir Ágúst. Islandsmarkaður á og rekur uppboðskerfið BOÐA með samtengd- um uppboðum og upp- gjörskerfi. Það var endanlega tekið í notk- un á síðasta ári. Geng- ið hefur á ýmsu við þróun kerfisins, sem klæðskerasaumað hef- ur verið að íslenskum aðstæðúm, að sögn stjórnarformannsins. „Þrautseigja viðskipta- vina okkar hefur verið aðdáunarverð og má segja að þetta hafi heppnast vel og kerfið gangi nú eins og til var ætl- ast. Það hafa verið viss tímamót í rekstri íslandsmarkaðar á þessu og síðasta ári með því að hafin er al- menn notkun á tölvukerfinu. Næstu skref í notkun þess er að sjá hvort ekki geti aðrir nýtt sér það, t.d. landbúnaðurinn, en í athugun er að nota það við grænmetisuppboð. Einnig gætu opnast möguleikar fyrir kerfið í útlöndum. Það er í raun ótrúlegt að hægt sé nú orðið Ágúst Einarsson að sitja hvar sem er á landinu og taka þátt í samtengdu uppboði á hreinum markaðsgrundvelli. Fisk- markaðir eru án efa eitt hreinasta form markaðshagkerfisins,“ segir Ágúst. Íslandsmarkaður hefur frá stofn- - un verið til húsa í Faxaskálanum, en á þessu ári flutti markaðurinn sig um set að Mýrargötu 26 sem er leiguhúsnæði. Starfsmenn eru þrír talsins. Framkvæmdastjóri er Andrés Hallgrímsson. Þokkalegar horfur Ágúst segir að horfurnar fyrir yfirstandandi ár séu þokkalegar. Fiskmarkaður ísaijarðar hafi ný- lega bæst í hópinn og einnig væru fjölmargir aðrir markaðir tengdir. „Brýnt er að koma upp mörkuðum á Austfjörðum og sterkari stoðum á Norðurlandi. Gert er upp mánað- arlega og hagnaður er af starfsem- inni það sem af er þessu ári. Reglu- lega eru sendar út upplýsingar til fiskmarkaðanna um stöðu ábyrgða og ávallt varað við ef einhver teikn em á lofti um að menn fari yfir ábyrgðir sínar. Aðalsmerki fískmarkaðanna er að menn geta treyst viðskiptunum, þ.e. að allar fjárhagslegar skuld- bindingar eru að fullu tryggðar og hefur það tekist í tíu ára sögu markaðanna. Miðað við umfang við- skiptanna, hefur einstaklega vel tekist til. Oft á tíðum hafa sam- skipti við Póst og síma verið erfið- leikum bundin, en ÍM verður að treysta á ýmsa aðila í þjónustu sinni og ræður ekki alltaf þeirri umgjörð, sem hann býr við,“ segir Ágúst Einarsson. Tveir nýir stjórnarmenn TVEIR nýir stjórnarmenn voru kjörnir í stjórn íslandsmarkaðar hf. á aðalfundi fyrir skömmu. Kristján Þorsteinsson, yfirmaður upplýs- ingasviðs Eimskips, tók við varafor- mennsku, en hann situr í stjórninni fyrir hönd Burðaráss, sem keypti hlutabréf í íslandsmarkaði á sl. ári fyrir fjórar milljónir. Auk Krisjáns kom Páll Pálsson, framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðar Vestmanneyja, nýr inn í stjórnina, en sá markaður hefur frá áramótum aukið hlutafé sitt í íslandsmarkaði úr tveimur í fjórar milljónir. Aðrir stjórnarmenn eru Ágúst Kristján Páll Þorsteinsson Pálsson Einarsson, formaður, fyrir hönd Faxamarkaðar hf., Grétar Friðriks- son framkvæmdastjóri Fiskmarkað- arins hf. í Hafnarfirði og Páll Ing- ólfssón framkvæmdastjóri Fisk- markaðar Breiðaljarðar hf. Faxa- markaður og Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði eiga átta milljóna kr. hlutafé hvor í Islandsmarkaði. Fisk- markaður Breiðaíjarðar á fjórar milljónir og Þorlákshafnarmarkað- urinn á eina milljón. íslandsmarkað- ur, sem stofnaður var árið 1991, á og rekur uppboðskerfið BOÐA, sem sér um fiskuppboð ásamt því að vera samræmingaraðili og gæta hagsmuna tengdra markaða út á við. Morgunblaðið/Sigriður KRISTJÁN Möller, forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar, tilbúinn með kökuna á bryggjusporðinum. Hvorki tekið tillit til burðargetu né veiðireynslu ÍSLEIFUR VE 63 kom með full- fermi, rúm 1.100 tonn, til Sigluijarð- ar í fyrradag. Síldin, sem er átulaus og góð, fór í bræðslu hjá SR-mjöli á Siglufirði. Að sögn Gunnars Jónssonar, skip- stjóra á ísleifi, er mikil ferð á síld- inni og fremur stuttur tími, sem hún gefur sig, en þó er það helst um lág- nættið, svona frá kl. níu að kvöldi til tvö að nóttu, að síldin kemur vel upp. Gunnar sagði að þeir héldu beint á miðin aftur að lokinni löndun fyrst þeir væru komnir af stað á annað borð. En hann var mjög óhress með hvernig að kvótaúthlutuninni var staðið. Gunnar sagði það fyrir neðan allar hellur að hvorki væri tekið tillit til veiðireynslu né burðargetu skip- anna heldur einhverrar rúmtaksmæl- ingar, sem enginn hefði heyrt nefnda fyrr en nú. ísleifur hefði góða veiðireynslu sl. tvö ár og lesti 1.130 tonn bæði af loðnu og síld, en hann hefði einungis fengið úthlutuð 3.300 tonnum. Aftur á móti skip, sem lestuðu mun minna, fengju jafnvel úthlutað talsvert meiru. Sem dæmi nefndi hann að Jón Kjartansson, sem lestar 1.100 tonn, hefði fengið úthlutað þriðja stærsta kvótanum eða 4.800 tonnum. Hugleiðing um humar í stað trolls hvetur Guðmundur Ingason til gildrunotkunar í humrinum. að fá leigða kvóta og stunda þenn- an veiðiskap með gildrum. Þannig fengjum við sölumennirnir betri og verðmeiri vöru til að að selja, frysta, ferska eða jafnvel lifandi. Höfundur er framkvæmdastjóri útflutningsfyrirtækisins G. Ingason hf. A TVINNUAUGL ÝSINGAR Matsveinn Vanur matsveinn óskar eftirföstu plássi sem kokkur, jafnvel afleysingakokkur og háseti. Meðmæli ef óskað er. Geymið auglýsinguna. Upplýsingar í síma 552 5241. Stýrimaður óskar eftir plássi Upplýsingar í síma 463 3111. Hraðfrystihús Tálknafjarðar hf. óskar eftir bátum í viðskipti. Upplýsingar í símum 456 2530 og 456 2616 eftir kl. 17 á daginn. Guðmundur Ingason AHUGALEYSI útgerðarmanna fyrir humarvert- íðinni er að verða æ meira með hverju ári. Þetta er bara „fokk“ og varla tekur því að vera á jafn óarðbærum veiðiskap. Hvernig væri þá að breyta þessu? í stað þess að stunda humarveið- arnar með trolli, sem á margan hátt fer illa með þessi verðmæti og eftirsóttan skelfisk, af hveiju hvetj- um við þá ekki kvótaleysingja til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.