Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 B 7 Leikmenn Markverðir: Albert Sævarsson Ármann Haraldsson Varnarmenn: Vignir Hlegason Guðjón Ásmundsson Gunnar Már Gunnarsson Gunnlaugur Jónsson Milan Jankovic Sveinn Guðjónsson Miðjumenn: Atli Sigurjónsson Bergur Eggertsson Hjálmar Hallgrímsson Jón Freyr Magnússon Júlíus Daníelsson Ólafur Öm Bjamason Róbert Sigurþórsson Sigurbjöm Dagbjartsson Zoran Ljubicic Sóknarleikmenn: Þórarinn Ólafsson Grétar Einarsson Ólafur Ingólfsson Páll Valur Bjömsson Æfðu hjá Glasgow Rangers GRINDVÍKINGAR fóru í æfingabúðir til Skotlands um páskana og voru þar í í átta daga. Þeir æfðu á aðal- æfingasvæði Glasgow Ran- gers og léku þijá æfingaleiki í ferðinni. Fyrst léku Grind- víkingar gegn 1. deildarlið- inu Clydebank og gerðu jafntefli 2:2 með mörkum Ólafs Ingólfssonar og Guð- mundar Torfasonar, þá gerði liðið jafntefli við 1. deildarlið Hamilton, 1:1, og síðan einnig jafntefli gegn utandeildarliði, 2:2. Fjórir farnir, þrírtil KR GRINDVÍKINGAR hafa misst fjóra leikmenn úr byij- unarliði sínu sl. keppnistíma- bil. Tómas Ingi Tómasson fór tU Noregs og Þorsteinn Guðjónsson, Þorsteinn Jóns- son og Björn Skúlason fóru með Lúkas Kostíc tíl KR. Þeir skor- uðu fýrir Grindavík GRINDAVÍK skoraði 26 mörk 11. deildarkeppninni í fyrra. Tómas Ingi Tómasson skoraði flest mörkin, eða sjö. Ólafur Ingólfsson skoraði sex, Milan Jankovic fjögur, Zoran Ljubicic þijú og Grét- ar Einarsson tvö, Gunnar Már Gunnarsson, Jón Freyr Magnússon og Þorsteinn Jónsson eitt hver, eitt mark var sjálfsmark. KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson GUDMUNDUR Torfason, þjálfarl Grindvíkinga, fyrir mlðju, ásamt fjórum af lykllmönnum sínum, Grétari Einarssynl, Mllan Jankovlc, Zoran LJublclc og Ólafl Ingólfssyni. Mætum til leiks til að skemmta okkur“ Markverðir: Ólafur Gottskálksson Bjarki Guðmundsson Varnarmenn: Jakob Jónharðsson Kristinn Guðbrandsson Ragnar Steinarsson Karl Finnbogason Georg Birgisson Snorri M. Jónsson Miðjumenn: Eysteinn Hauksson Haukur I. Guðnason Guðjón Jóhannsson Jóhann Guðmundsson Jóhann Magnússon Unnar Sigurðsson Adolf Sveinsson Sóknarmenn: Jón Stefánsson Ragnar Margeirsson Róbert Sigurðsson Óli Þór Magnússon KR-ingar spá- meistarar þriðja Leikmenn ■ ■ - •.: I - segir GuðmundurTorfason, þjálfari Grindvíkinga, sem hafa misstfjóra leik- menn úr byrjunarliði sfnu „AÐALATRIÐIÐ hjá okkur er að halda okkur við efnið og hafa gaman af því sem við erum að fást við, skemmta okkur. Knattspyrnan er einföld og skemmtileg, þannig að við ætlum ekki að fara að flækja hana,“ sagði Guðmundur Torfason, þjálfari Grindavíkur- liðsins, sem leikur sitt annað keppnistímabil í 1. deild. Guð- mundur sagði að róðurinn yrði erfiður hjá Grindvíkingum. „Við höfum misst fjóra leik- menn úr byrjunarliði okkar í fyrra og þá er Jón Freyr Magn- ússon veikur og má ekki æfa um tfma. Það segir sig sjálft að það er mikil blóðtaka að missa fjóra ieikmenn úr liði, sem var spáð neðsta sætinu ífyrra, einsog nú.“ Grindavíkurliðið er ungt, flestir leikmenn eru á aldrinum átj- án til tuttugu ára. Það verður mikið álag á strákunum - að þeir MMMM^^M standi sig. Ég hef Sigmundur Ó. trú á þeim. Við Steinarsson erum með reynda sknfar leikmenn, sem veita ungu strákunum styrk, eins og Grétar Einarsson, Milan Jankovic og Ólaf Ingólfsson. Grindavíkurlið- ið er mjög jafnt, en við megum ekki við miklum blóðtökum - það yrði slæmt ef reyndir leikmenn meiðast eða fara í leikbönn. Hópur- inn hjá okkur er ekki það breiður, að hann þoli forföll. Við vonumst eftir að geta styrkt hópinn og erum að athuga þá möguleika að fá leikmenn. Það er ekki um auðugan garð að gresja hér á landi. Það er of snemmt að segja hvað við gerum, en við stefn- um að því að styrkja okkur. Það er metnaður hjá Grindvíkingum.“ „Það er óráðið hvort ég leiki með, en ég er tilbúinn í slaginn. Ég vona þó að þjálfarinn komist ekki í liðið,“ sagði Guðmundur, þegar hann var spurður hvort hann ætlaði sér að leika með. Guðmund- ur lék með Fylki í 2. deildarkeppn- inni í fyrra, en hann lék síðast í 1. deild 1986 með Fram og kvaddi þá sem markakóngur — skoraði nítján mörk. Guðmundur hélt þá út og lék með Beveren, Winterslag og Genk í Belgíu, Rapid Vín í Austurríki, St. Mirren og St. Jo- hnstone í Skotlandi. Hafa nýir leikmenn komið til Grindavíkur? „Við fengum Berg Þór Eggerts- son frá Reyni í Sandgerði og þá er Þórarinn Ólafsson kominn á fulla ferð, hann meiddist á miðju síðasta keppnistímabili og lék að- eins sex leiki. Markmiöið er að byrja vel Grindavík leikur sinn fyrsta leik gegn Val að Hlíðarenda á fimmtu- daginn, þar sem Grindvíkingar fögnuðu sigri í fyrra, 0:3. „Við munum að sjálfsögðu reyna að endurtaka leikinn. Það er markmið okkar að byija vel, sem er mikil- vægt fyrir framhaldið. Það getur þó allt gerst í knattspyrnunni - Grindavík tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í fyrra, á sama tíma og FH-ingar fögnuðu tveimur sigr- um, en það dugði þeim ekki - þeir féllu. Það er hörð og spenn- andi keppni framundan í 1. deild. Leikir eins og KR - ÍA, Breiðablik - ÍA og KR - Fylkir lofa góðu. Eins og staðan er nú reikna flestir með ÍA, KR og ÍBV berjist á toppn- um og Leiftur og Breiðablik blandi sér einnig í þá baráttu. Keppnin verður jafnari en undanfarin ár og yfirburðir Skagamanna verða ekki eins miklir. Það segir sína sögu, að KR-ingar sem töpuðu stórt, 0:5, fyrir Skagamönnum í meistara- keppninni í fyrra, sneru dæminu við og unnu 3:1 um helgina. Önnur fimm lið verða í neðri pakkanum - Grindavík, Keflavík, Stjarnan, Fylkir og Valur. Þar sem mótið er stutt, aðeins átján leikir, má ekkert útaf bera. Ef eitthvert eitt HVAÐ SEGIR LOGI OLAFSSON? Styrkur Gríndavíkur er vamaríeikurínn Það er mikil blóðtaka fyrir lið að missa fjóra lykilmenn, eins og Grindavík gerði. Það getur farið svo að þjálfarinn, Guðmundur Torfa- son, verði að taka fram skóna og leika með liðinu. Styrkur Grinda- víkur er vörnin. Markvörðurinn ungi Albert Sævarsson stóð sig vel þeg- ar hann kom inn í liðið í fyrra. Fyrir framan hann er Milan Jankovic, sem er klókur og góður skipuleggjari og við hlið hans 21 árs landsliðs- maðurinn Ólafur Öm Bjamason, sem er öflugur. Grindavík leikur leikað- ferðina 4-5-1 og getur liðið komið skemmtilega á óvart. Helsti veikleiki Grindavíkur er hvað leikmannahópur liðsins er lítill og þarf lítið að koma upp á, til að Grindvíkingar lendi í vandræðum. Grindavík er spáð falli eins og í fyrra. Ég hef trú á því að Grindvíkingar geti gert góða hluti í sumar, ef þeir ná að skipuleggja leik sinn vel — þá sérstaklega að koma í veg fyrir að fá mörg mörk á sig í leik,“ sagði Logi Ólafsson, landsliðs- þjálfari, um Grindavíkurliðið. lið nær afgerandi forskoti í byrjun, verður erfitt að ná því. Það sama er uppi á teningnum í neðri hlutan- um - það getur orðið erfítt fyrir lið sem byijar illa, að rétta úr kútn- um.“ Guðmundur var þekktur á ámm áður fyrir sín þrumuskot og skor- aði hann ófá mörk með langskotum utan af velli. Á undanförnum ámm hafa fáir leikmenn komið fram í sviðsljósið, sem skora mikið af mörkum utan af velli. „Það er rétt, það hefir borið minna á því en í öðrum löndum í Evrópu. Leikmenn hér virðast vera ragir við að skjóta þegar þeir fá tækifæri til þess. Það eru margar góðar skyttur hér á landi, sem geta skotið utan af velli. Þeir leikmenn eiga að gera meira af því að skjóta fyrir utan vítateig.“ Hvaða leikmenn koma til með að skora mörkin fyrir Grindavík? „Grétar Einarsson er marksæk- inn leikmaður og einnig hafa þeir Ólafur Ingólfsson og Zoran Ljubicic skorað fyrir okkur í leikj- um að undanförnu. Milan Jankovic skorar reglulega og þá vona ég að Ólafur Bjarnason skori mörk frá miðsvæðinu. Okkar aðalmál er að hafa varnarleikinn á hreinu, en að sjálfsögðu sækjum við. Til að skora mörk þurfum við að sjálf- sögðu að sækja. Eins og ég sagði, þá ætlum við að hafa gaman af því sem við erum að fást við - skemmta okkur,“ sagði Guðmund- ur Torfason. arið i roð KR-INGUM var spáð íslandsmeistar- atitlinum í knattspyrnu þriðja árið í röð, í spá fyrirliða, þjálfara og for- ráðamanna liðanna tíu í deildinni. Þessi spá hefur ekki gengið eftir síð- ustu tvö árin því Skagamenn voru meistarar bæði árin. Nú er Keflvíking- um og Grindvíkingum spáð falli, en í fyrra var Breiðablik og Grindavík spáð falli, en það gekk heldur ekki eftir því það voru Fram og FH sem féllu í 2. deild. Spáin er aðeins til gamans gerð því úrslit á íslandsmótinu ráðast ekki í kaffisamsæti. Spáin FYRIRLIÐAR, þjálfarar og formenn knatt- spyrnudeilda 1. deildarfélaganna, alls þrjá- tíu manns, spáðu um gengi iiðanna í deild- inni á blaðamannafundi sem KSÍ hélt í gœr. Lokaröð liðanna, samkvæmt spánni, var eftirfarandi; hægt var að gefa liðunum stig, frá einu og upp í tíu. Hámarksstiga- fjöldi er 300 stig, lágmarksfjöldi 30. stíg l.KR.......................262 .262 .251 .192 .180 .126 .119 .109 ...74 ...51 2. ÍA......... 3. ÍBV....... 4. Leiftur.... 5. Breiðablik 6. Stjarnan... 7. Fylkir... 8. Valur..... 9. Keflavík... 10. Grindavík. Knattspyrnuiðkendur tryggðir KSÍ og Sjóvá-AImennar hafa gert með sér samning um að allir þeir sem iðka knattspyrnu hérlendis verði tryggðir. Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvá- Almennra, sagði að þessi samningur væri stuðningur tryggingafélagsins við iþróttastarfið í landinu. Hann sagðist ánægður með samninginn við KSÍ og að um 12.500 einstaklingar myndu njóta þessarar iðkendatryggingar í sumar. Sjóvá-AImennar munu greiða ágóðahlut af vátryggingunni, reiknuðum etir sérstökum reglum og verður ágóðinn lagður I sérstakan sjóð sem nefndur verð- ur Afrekssjóður KSIog Sjóvá-Almennra. Viðurkenning úr sjóðnum verður veitt árlega, þó ekki fyrr en árið 1998. Greiðslur úr sjóðnum skulu vera til viðurkenn- ingar á starfi unglingadeildar eða unglingadeilda knattspyrnufélaga sem þykja hafa skarað fram úr á hverjum tíma. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal KJARTAN Másson, þjálfarl Keflvíkinga, lengst tll vlnstrl, ásamt Óla Þór Magnússynl, Jóhannl Magnússynl, Ólafl Gottskálkssyni og Ragnarl Margeirssyni, fyrirllða. Spuming um tíma og þolinmæði - segir Kjartan Másson, þjálfari Keflvíkinga KJARTAN Másson tók við Keflavíkurliðinu sl. haust af Þorsteini Bjarnasyni og Þóri Sigfússyni. Hann þekkir veltil íKeflavík því hann var þjálfari liðsins síðast 1991 til 1993. Hann hefur þjálfað meira og minna síðan 1974 eða í rúm tuttugu ár og ætti því að vera vel sjóaður í þjálfarastarfinu. „Ég ætlaði að hætta þessu alveg fyrir tveimur árum en það er eitthvað við þetta starf sem togar í mann. Ætli það sé ekki spennan sem fylgir þessu. Það er krefjandi að vera þjálfari í 1. deild og það er oft lítið sof ið,“ sagði Kjartan. Hann segir að sumarið gæti reynst Keflavíkurlið- inu erfitt því ákveðin kynslóðaskipti hafi nú átt sér stað hjá liðinu. Keflavíkurliðinu er spáð falli, en hvað segir þjálfarinn um það: „Ég hef fengið svona spá áður með Keflavíkurliðið og mér mmmmmmmmm ^emur þetta því ValurB ekki á óvart. Það Jónatansson verður mitt hlut- skrifar verk í sumar að af- sanna þessa spá. Við eigum allt að vinna og sanna að við ætlum okkur ekki að falla. Ég veit að sumarið verður erfitt, það er ekki nokkur spurning,“ sagði Kjartan. - Hverjar eru helstu breytingarn- ar á leikmannahópnum frá síðustu leiktíð? „Við höfum misst þtjá reynda leikmenn. Helgi Björgvinsson er farinn úr vörninni, Marco Tanasic af miðjunni og Kjartan Einarsson úr framlínunni. Þetta voru allt máttarstólpar liðsins í fyrra. Ég er með unga og efnilega stráka sem fá nú tækifæri. Þeir eru kannski ekki alveg tilbúnir í þenn- an slag en þeir fá tækifæri og geta sprungið út. Ég held að liðið komi til með að breytast til batnað- ar þegar líður á tímabilið." - - Hvernig hefur gengi liðsins verið í vorleikjunum? „Það hefur verið svona upp og ofan. Ég hef notað þessa vorleiki til að prófa mig áfram með liðið. Það eru miklar breytingar á liðinu frá því í fyrra og það tekur tíma að fullmóta það.“ - Hvert er markmiðið hjá þér í sumar? „Það er fyrst og fremst að halda sætinu í deildinni. Ég yrði ánægð- ur ef við enduðum í einu af sjö efstu sætunum. Eins og ég sagði þá er ég með ungt lið og það tek- ur sinn tíma að móta það. Ef við sleppum við fall þá hræðist ég ekki næstu ár. Liðið er mjög efni- legt og þetta verður því spurning um tíma og þolinmæði. Það gæti tekið tvö til þijú ár að byggja upp sterkt 1. deildarlið. Ég er viss um að það er til efniviður í það.“ - Kefiavíkurliðið tekur þátt í Toto-keppninni eins og í fyrra. Verður ekki mikið álag á leikmenn liðsins í sumar vegna þessa? „Þetta verður mjög erfitt sumar en jafnframt skemmtilegt verkefni. Það er ljóst að ég verð að keyra á stórum hópi leikmanna vegna þessa mikla álags. Það verður skemmti- legt fyrir strákana í liðinu að upp- lifa þetta og þeir fá ómetanlega reynslu út úr Toto-keppninni sem á eftir að nýtast þeim síðar. Það yrði gaman að mæta liði eins og Inter Milan í keppninni.“ - Hvaða lið koma til með að beij- ast um íslandsmeistaratitilinn að þínu mati? „Það verða sjálfsagt KR, ÍA, ÍBV og Leiftur sem fyrirfram eru talin líklegust. KR-ingar eru sterkari en þeir hafa verið áður og ég held að Ragnar fyrirliði RAGNAR Margeirsson verð- ur fyrirliði Keflvíkinga í sumar. Kjartan Másson, þjálfari liðsins, sagði að strákamir í liðinu vildu fá Ragnar sem fyrirliða og hann hafí orðið við ósk þeirra. „Ragnar hefur mikla reynslu sem leikmaður og ætti að geta miðlað af henni til ungu strákaima í liðinu,“ sagði Kjartan. það sé ekki alveg að marka Skaga- liðið fyrr en um mitt mót. Guðjón Þórðarson, þjálfari, er þekktur fyrir að keyra lið lengi í þungum æfing- um og síðan endar hann yflrleitt mótið vel. Eyjamenn eru líka með geysilega sprækt og skemmtilegt lið. Leiftur er með óhemjugóða leik- menn innanborðs og þetta verður spuming um hvemig Óskari Ingi- mundarsyni tekst að búa til eina góða heild. Ég held að þegar hann er kominn með alla leikmennina norður á Ólafsfjörð, á einn ferkíló- metra, ætti það að takast. Leiftur hefur alla burði til að geta blandað sér í toppbaráttuna.“ Fimm millj- ónir til félaga TRYGGINGAFÉLAGIÐ Sjóvá- Almennar, styrktaraðiii 1. deildarinnar I knattspyrnu, mun greiða fimm milljónir króna og skiptist upphæðin á félögin eftir árangri þeirra. íslandsmeistararnir fá 700 þúsund krónur í sinn hlut en þau iið sem falla í 2. deild fá 445 þúsund krónur hvort. Sjóvá-Almennar leggur einnig til verðlaunafé fyrir 2. og 3. deild karla. Tvær milljón- ir króna verða veittar í 2. deild og 1,5 milljónir króna í 3. deild þar sem skiptingin fer eftír árangri liðanna í deildinni. HVAÐ SEGIR LOGI OLAFSSON? Keflvíkingar ern vinnusamir Keflavíkurliðið er að mörgu leyti óskrifað blað. Liðinu er nú spáð falli og það eitt ætti að herða leikmenn enn frekar fyrir átökin. Liðið er skipað ágætis blöndu af reyndum og ungum og efnilegum leikmönn- um. Liðið hefur hins vegar misst þijá góða leikmenn frá síðasta ári; þá Kjartan Einarsson, Tanasic og Helga Björgvinsson. En það leynast alltaf góðir knattspyrnumenn í Keflavík. Helsti styrkleiki Keflvíkinga er að þeir eru mjög vinnusamir og leggja sig fram. Það er kraftur í Keflvíking- um og ef ég þekki Kjartan Másson þjálfara rétt ætti spádómurinn um fall að æsa upp dýrið. Þeir hafa ekki fengið aðkomumenn til liðsins heldur ætla að byggja eingöngu á heimamönnum og það myndast oft betri stemmning í svoleiðis leikmannahópi. Ég held að Keflvíkingar eigi góða möguleika á að breyta spánni,“ sagði Logi Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.