Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 1
¦: :5áf':i: i ¦ '--'ii'-Í ';¦¦'.' :i''i;' -i-:ÍÍ ff'lif llsiHBliyii HJl : " : : iHH ;:-;;i;:&i:illls í fHtfrgmtÞfafeft ísa6 KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 22. MAI BLAÐ C Valur Fannar Gísla- son semur vid Arsenal Gerir samning við enska úr- valsdeildarfélagið til þriggja ára Valur Fannar Gíslason verður næsti atvinnumaður íslands í knattspyrnu. Enska úrvalsdeildarlið- ið Arsenal bauð honum samning til þriggja ára og ákvað miðvallarleik- maðurinn að taka boðinu en hann fer út með unnustunni, Margréti Ein- arsdóttur, og Stefáni, bróður sínum, í lok næsta mánaðar. „Þetta er eiginlega komið í gegn og er 100% öruggt," sagði hapn við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Ég fer út í lok júní en æfingar hefjast 8. júlí og samningurinn er til þriggja ára." Valur Fannar, sem er 19 ára í ár, vakti athygli með piltalandsliði 18 ára leikmanna og yngri í riðlakeppni Evrópumótsins í Norður-írlandi á liðnu hausti, átti stóran þátt í að ísland komst áfram í 16 liða úrslit og var valinn besti maður keppninn- ar. Arsenal bauð honum og Stefáni bróður hans til æfinga í janúar sem leið og æfðu þeir hjá félaginu í tvær vikur en tilboðið kom í kjölfarið. „Það hefur alltaf verið draumur minn að komast út en ég bjóst ekki við því á þessum tíma. Þeir sögðu við mig að ég væri ekki keyptur með það í huga að ég léki með aðalliðinu Gull og brons í Danmörku KONRÁÐ Stefánsson sigraði í opnum flokki á Opna danska meistaramótínu í kumitee um helgina, hafði betur gegn öHum fjórura mótherjum sínum. Hall- dór Svavarsson varð f |>r iðja sæti í -65 kg flokki, sigraði í finun viðureignum en tapaði einni. Keppendur í hvorum flokki voru 35 en 350 keppendur frá tiu löndum voru með. Ingólf - ur Snorrason, kepptí i -80 kg flokki en komst ekki á verð- launapall og somu sögu er að segja af Eydísi Líndal, sem keppti í -60 kg flokki. Þetta er annað af tveimur stærstu karate- móluin sem haldin eru á Norður- löndum. næsta tímabil heldur væri verið að hugsa um framtíðina." Valur Fannar er frá Eskifirði og lék með Austra en er aðbyrja fjórða tímabilið með Fram. „Ég á von á staðfestingu frá Arsenal á næstu dögum en skrifa undir samninginn þegar ég fer út." Stefán, sem er að Ijúka 10. bekk grunnskólans og leik- ur með Austra, fer með honum og verður með unglingaliði félagsins. Ólafur Helgi Árnason, formaður knattspyrnudeildar Fram, sagðist ekki geta staðfest að Valur Fannar væri að fara þar sem hann hefði ekki fengið neina pappíra þar að lút- andi frá Arsenal. Talsmaður félags- ins hefði hringt einu sinni og önnur samskipti hefðu ekki átt sér stað á milli félaganna í þessu máli. Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Fram frá því í fyrra og verður Valur Fannar fjórði leik- maður félagsins frá síðasta tímabili sem fer í atvinnumennsku. Birkir Kristinsson fór til Noregs og Kristján Jónsson og Pétur Marteinsson til Svíþjóðar. Þá hafa sex leikmenn til viðbótar frá liðnu ári gengið til liðs við innlend félög fyrir nýbyrjað tíma- bil. VALUR Fannar Gíslason fer frá Fram tll Arsenal. Viðræður við KSI um Laugardalsvöll Borgarráð samþykkti í gær til- lögu íþrótta- og tómstunda- ráðs um að teknar verði upp form- legar viðræður við Knattspyrnu- samband Islands um hugsanlega aðild að byggingu stúku við Laug- ardalsvöll, öðrum framkvæmdum og rekstri vallarins. Rætt hefur verið um að KSÍ standi að hönnun, uppbyggingu og fjármögnun gegn fastri árlegri greiðslu til fram- kvæmda og reksturs úr borgarsjóði í allt að 15 ár. KSÍ annist jafnframt rekstur Laugardalsvallar. í erindi ÍTR til borgarráðs kem- ur fram að allt frá árinu 1992 hafi staðið yfir viðræður milli borg- aryfirvalda og KSÍ um byggingu stúku við Laugardalsvöll og lag- færingar á núverandi mannvirkjum við völlinn. KSÍ hafi lýst sig reiðu- búið til að taka beinan þátt í kostn- aði við framkvæmdirnar og að kanna til hlítar að taka við rekstri vallarins í einni eða annarri mynd. Þá segir að viðræður hafi farið fram um framkvæmdirnar og að rætt hafi verið um að reisa nýja yfirbyggða stúku fyrir allt að 3.500 manns, ný sæti í eldri stúku fyrir allt að 3.500 manns, klukku og tímatökutæki fyrir knattspyrnu og frjálsíþróttir, aðgöngumiðahlið við aðalinngang, bætta aðstöðu frjáls- íþróttamanna yfir Baldurshaga og endurnýjun bað- og búningsklefa. Elín styrkt fram að ÓL í GÆR var undirritaður samn- ingur milli Óly mpíuncf ndar íslands, Sundssambands ís- lands, Hafnarfjarðarbæjar, Sparisjóðs Iíafnar- fjarðar, Vélsmiðju Péturs HaU- dórssonar, Glerborgar hf., Fjörukráar- innar, ís- lenskra matvæla hf. og Sundfélags Haf narfjarðar um að þau fjár- magni undirbúning Elinar Sig- urðardóttur, sundkonu úr SH, fyrir Ólympíuleikana í Atlanta í sumar. Samningurinn tekur til tímabilsins frá 1. apríl á þessu ári til 1. ágúst nk. og er að verðmæti 730.000 kr. Verði afgangur af sjððnum að tímabilinu loknu rennur hann i minningarsjóð Guðmundar Ólafssonar sundmanns en sjóð- urinn er í vörslu SH og styrk- ir afburða sundmenn. Þetta er fjórði samninguriuii sem Óí og SSI standa saman að í sam- vinnu við fyrirtæki og sveitar- félóg. Elín stefnir að þátttöku i 50 metra skriðsundi á leikunum og er 16/100 úr sekúndu frá lágmarkinu, en það er 26,80 sekúndur. Með samkomulag- inu stefna hlutaðeigandi aðilar að þvi að Elin geti æft og keppt á sama grundvelli og aðrir bestu sundmenn landsins, en tíl þess þarf hún að keppa er- lendis. EUn sagði í samtali við Morgunblaðið að hún væri glöð og ánægð með þennan stuðning. Með honum gæti hún einbeitt sér að æfingum og keppni fram að Ólympíuleik- um. Hún hefði farið í tvær æfingaferðir nú í vor tíl Þýska- iands og Bandarikjanna og í dag fer hún til Mónakó með Ólympíuhópi SSÍ tíl keppni og í kjSIfarið væri annað mót í Cannet i Frakklandi. Á þessum mótum yrði allt lagt í sölurnar til að ná lágmarkinu. Reynt við ÓL-lág- morki Frakklandi ÓLYMPÍUHÓPURINN í sundi, sem keppir að þvi að ná lág- mörkum fyrir Olympíuleikana í Atlanta, heldur í dag til Frakkla tids þar sem simd- mennirnir taka þátt í tveimur mótum. Hópurinn er skipaður Arnari Frey Ólafssyni, Þ6r, Eydisi Konráðsdóttur, Kefla- vík, Elínu Sigurðardóttur, SH, Loga Jes Kristjánssyni, ÍBV og Magnúsi Konráðssyni, Keflavík. Fyrra niótið fer fram i Mónakó um næstu helgi og það seinna í Canet 1. og 2. júní. Arnar Freyr keppir í 200 og 400 m skriðsundi, er 1,45 og 1,97 sek. frá lágmörkum, Eiín i 50 m skriðsundi, er 0,15 sek. frá lágmarki, Eydis í 100 m flugsundi, er 0,20 sek. frá lágmarki, Magnús í 100 m bringusundi, er 1,49 sek. frá lágraarki og Logi Jes i 100 m og 200 m baksundi, er 1,19 og 3,35 sek. frá lágmörkum. KNATTSPYRNA: KYNNING AIBV OG LEIFTRI í 1. DEILD KARLA / C2-C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.