Morgunblaðið - 24.05.1996, Side 7

Morgunblaðið - 24.05.1996, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 B 7 DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Kristinn VILLT yfirbragð á hangikjötinu. Gúrkubitar í miðju þunnskorinnar hangikjötssneiðar. Vinstra meg- in er salvía, sveppir og kerfill þar á bak við. Hinum megin eru vínber og mynta og síðan mjaðurt dreift út á diskbarminn. kjötið og furðar sig á því að ekki skuli vera komið sérhæft steikhús fyrir lambakjöt. En lamb er ekki sama og lamb. Eftir að matreiðslumeistarinn úr Reykjavík komst í sveitina vaknaði hjá honum áhugi á að fá að vita hvaðan hráefnið væri því bragðið fer eftir því hvort lambið er alið á fjalli, á mýrum í láglendinu eða við sjó. Nefnir hann sem dæmi að í Frakklandi séu fjöru- lömbin dýrari en annað kjöt vegna saltkeimsins. Jón hef- ur áhuga á að fá að velja sér hráefni frá ákveðnum bændum en segir málið erf- itt í framkvæmd fyrir svona lítinn veitingastað. „Það er frábært að fá að fást við þetta. Fá að gera allt eftir eigin höfði, allt frá því að teikna matseðilinn til þess að skreyta disk- inn og elda matinn," segir Jón. Hann segir að viðskiptavinirnir séu mjög áhugasamir um tilraunirnar, spyiji mikið um jurtirnar, ekki síst þær óhefðbundnu. Kryddið framleitt í sveitinni Góð samvinna er við Ingólf Guðnason sem ræktar krydd í Engi. Oft eru lifandi kryddjurtir í potti á borðinu. Þær gefa frá sér skemmtilegan ilm og ætl- ast er til að fólk klípi af blöð til að borða með matn- um eða fá sér með teinu. Hvítlauksolían sem þar stendur á borðum svo og kryddedikið er einnig framleitt í Engi. Ef Jón vantar blóm fyrir veislu fer hann niður í gróðurhús og er þá gjarnan beðinn um að tína blóm- in sjálfur. Og þau standa lengi þeg- SKÁLAÐ í gúrku. ar þau koma svona ný. Skreyting- arnar eru sérstakar og stundum borðbúnaðurinn sjálfur. Þannig tálgar Jón staup úr gúrkum og þá geta menn borðað glösin þegar þeir eru búnir með snafsinn. Eftir þetta tala Tungnamenn ekki um að fá sér í staupinu heldur að fá sér í gúrku! ■ Helgi Bjamason Hollur er heimafeng inn baggi Breytt mataræði Það er hægara sagt en gert að breyta mataræði sínu en ráðið sem Liz leggur til er þetta: „Ég sann- færi sjálfa mig um að ég hafi ver- ið slæm manneskja og að ég geti orðið betri ef ég fer að borða holl- an mat.“ Og blaðakonan hefur því við að bæta að appelsínuhúð sé vissulega langt frá því að vera hættuleg en gott sé að ímynda sér að hún sé vitnisburður um slæma heilsu og þá ætti að ganga vel að halda sér við holla fæðið. Að ráði Lizar er best að borða eingöngu ávexti og grænmeti fyrstu tvær vikurnar því þá geti líkaminn einbeitt sér að því að losa eiturefnin sem valda appelsínuhúð- inni úr líkamanum. Blaðakonan segist að vísu hafa gefist upp á því á fjórða degi og bætt hýðishrís- gijónum, haframjölskökum og hrís- kökum á matseðilinn og hún dregur ekki úr hversu erfitt það var að halda sig við rétta mataræðið. Þegar þessar tvær löngu vikur eru liðnar má fara að borða gróft brauð og gróft pasta. Liz leggur til að kjöt og fiskur sé ekki borðað- ur nema tvisvar til þrisvar í viku og að þessi matvæli eigi að vera sem ferskust og án allra aukefna. Hvítt brauð og pasta, sykur og skyndimatur sé á hinn boginn mat- ur sem beri að forðast. Einnig skal borða mjólkurvörur í lágmarki sam- kvæmt kenningu Lizar nema hvað fituskert jógúrt er í lagi en í stað- inn bendir hún á tofu og sojavör- ur. Fitu og olíur ber einnig að var- ast en ef í harðbakkann slær má nota ofurlítið af ólífuolíu. Skyndi- kaffi er mjög slæmt en nýmalað kaffi betra. Að sögn blaðakonunnar er ekki ómögulegt að halda sig við ráðlegg- ingar Lizar og segist hún meira að segja hafa grennst um 6 kíló á fjórum vikum þótt hún hafí aldrei orðið svöng allan tímann - hún hafí reyndar borðað einhver reiðinnar býsn af leyfílegu fæðutegundunum. Reynsla hennar er einnig sú að löng- unin í feitan mat hefur minnkað, hún drekkur minna af kaffí en áður og borðar sex skammta af ávöxtum og grænmeti á dag. Það hljómar vissulega ekki freistandi að nudda líkamann með þurrum og snörpum bursta áður en farið er í steypibaðið en engu að síður segir blaðakonan að það sé ávanabindandi. Samkvæmt kenningunni á að stijúka líkamann löngum strokum frá lófum og iljum í átt að hjartanu daglega í fimm mínútur í senn til að örva sogæða- kerfið og flýta fyrir útskilnaði eit- urefnanna. Sitjandinn má gjarnan fá svolítið meira nudd en aðrir lík- amspartar og best er að nudda hann með hringlaga hreyfíngu. Burstinn á að vera hijúfur en það má mýkja hann með því að væta hann. Burstið ekki þar sem húðin er viðkvæm eða ef sár eru á henni og munið að tíu mínútna nudd er ekki betra en fimm mínútna. Þegar appelsínuhúðin er á bak og burt er nóg að nudda lík- amann tvisvar til þrisvar í viku. Síðan er ekki verra að stunda einhveija líkamsrækt þótt hún sé ekki bráðnauðsynleg til að losna við appelsínuhúðina. Sund er til dæmis tilvalið. Hvað sem öllu þessu líður segir blaðakonan í lok greinar sinnar að appelsínuhúðin hafi ekki látið hana með öllu í friði síðan enda hafi henni ekki tekist að fylgja fyrir- mælum Lizar sem skyldi. Baráttan við appelsínuhúðina er sem sé erfið og eilíf. ■ Snarað yfir á íslensku úr She, maí 1996/mhg. Líkaminn burstaður MEÐ AUGUM LANDANS Rútan hans Steina á...... María Elínborg Ingvadóttir hefur búið í Moskvu sl. ár þar sem hún gegnir starfi viðskiptafulltrúa Útflutnings- ráðs íslands við íslenska sendiráðið. i ÉG SIT við gluggann minn °S horfi ni-- Ég . . held mig inni við alla ■■■ helgina, ég var að fá ® hósta og kvef og þar sem $ \ ekki vera að því f g ] að vera veik í vikunni \g* £ sem nú er að hefjast og Onenni alls ekki að hósta og snýta mér framan í alla þá sem ég þarf að hitta, þá sit ég hér í ull- arsokkum og ullarpeysu og drekk heitt te með hunangi, sef þessi ósköp og haga mér yfirleitt eins og ég sé fárveik, í þeirri von að ég nái að svæla pestina út. Það var leiðindaveður í gær, en nú skín sólin, þótt lágt sé á lofti og ég þarf að taka á honum stóra mínum til að láta þetta fína göngu- veður ónotað. Það er svosem ekki amalegt útsýnið héðan, í fjarska er Hvítahúsið, utanríkisráðuneytið í einni af tertunum sjö og gyllt hvolfþök Kremlar. Nær sé ég að- eins í kirkjuna mína, svo er lög- regluráðuneytið hérna á móti og Seðlabankinn. Þaðan sem ég sit, sé ég vel ofan í garðinn hjá lögregluráðuneytinu. Það var einmitt einn sólbjartan sunnudagsmorgunn snemma í sumar, sem ég sat hérna við gluggann og sötraði teið mitt og horfði á, mér til nokkurrar furðu, að skriðdreka var ekið eftir göt- unni, honum beygt inn á lóð lög- regluráðuneytisins, þar sem hon- um var lagt. Á eftir fylgdu tvær rútur og út úr þeim stukku her- menn sem stilltu sér upp fyrir framan húsið. Ég hafði einmitt verið að velta því fyrir mér, af- hverju verðirnir við hliðið væru komnir í skotheldu vestin sín. Ég hugsaði með mér, að nú hefðu ein- hverjir forhertir berserkir hótað að skjóta Moskvu-búum skelk í bringu og þá er öll öryggisgæsla hert. Nú eru skriðdrekarnir tveir í garðinum og um tíma í sumar var líka myndarleg vélbyssa þarna. Ég vorkenndi hermönnunum þar sem þeir ýmist stóðu eða sátu í brennandi sólinni, án þess svo mik- ið sem að taka ofan húfurnar. Af einhveijum ástæðum hefur aldrei gripið mig neinn óhugur yfír því að hafa þetta vopnabúr hinum megin við götuna, ég lít svo á að það bæti öryggið í hverfínu. Rúturnar, sem koma með og sækja hermennina við vaktaskipt- in, vekja alltaf hjá mér Ijúfar minn- ingar um Steina rútu. í gamla daga, það er að segja fyrir ónefnd- um áratugum síðan, var brún, þyngslaleg rúta notuð í áætlunar- ferðir frá Akureyri og austur í sveitir og bílstjórinn hét Steini. Það var eitthvað vinalegt við þessa rútu og mér fannst að þau Steini væru heimsborgarar, þau fóru svo víða, austur um allar sveitir og sáu svo margt nýtt og framandi, enda bar rútan það með sér, að hún átti mörg leyndarmál og gæti sagt margar lífsreynslusögur. Verra var, að benzínstækjan var svo sterk inni í rútunni, að oftast vor- um við systkinin orðin bílveik, áður en rútan var komin suður að flug- velli. Ég heyri enn stunurnar í vélinni, þegar rútan erfiðaði upp beygjurnar í heiðinni og það var ákveðinn léttir að ná upp á brún. En það var eitt sinn er fjölskyld- an var á leið í sveitina til afa og ömmu í Aðaldalnum, við systur höfum líklega verið þriggja og fimm ára gamlar, og einmitt í miðri fljótsheiðinni, en þar voru engar beygjur, bara löng, brött brekka, að systir mín hrópaði upp yfír sig: „Steini, stoppaðu rútuna, stoppaðu rútuna strax, ég missti skóinn minn.“ Vegna bílveikinnar, sat hún við opinn gluggann og lík- lega hélt Steini að stelpukjáninn hefði kastað skónum út um gluggann og hann stoppaði bílinn. Skóinn hafði hún misst af sér á gólfið, en hún systir mín var þess fullviss að skórinn hefði lent bein- ustu leið niður á veginn, enda steinkastið og drunurnar þvílíkar, að stundum var erfitt að trúa því að eitthvað skildi á milli farþeg- anna og vegarins. Mikið skammað- ist ég mín fyrir litlu systur mína þá, enda ætlaði Steini aldrei að koma rútunni aftur af stað í brattri brekkunni, á meðan samferðafólk- ið hló dátt, skreið hún niður á gólfi til að leita að skónum sínum og ég á eftir henni og ef grjótið hefði ekki virst ætla að hafa það af með ósvífnum og tillitslausum barsmíðum að bijóta sér leið í gegnum gólfið, hefði ég líklega haldið mig undir sætinu, það sem eftir var ferðarinnar. Gaman væri að vita, hvort rút- urnar haldan götunnar séu jafn gamlar og rútan hans Steina. María EUnborg. ■ FRÁ Moskvu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.