Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 C 3 Listsýning Þorgerðar Sigurðardóttur ÞORGERÐUR Sigurðardóttir. Heilagur Marteinn frá Tours. Trérista 1995. Til dýrðar heil- ögum Marteini ÞORGERÐUR Sigurðardóttir myndlistarmaður sýnir verk íslandsvinátta Kundera Milan Kundera er einn virtasti rithöfundur samtímans og er íslenskum lesendum kunn- ur af fímm skáldsögum og fjölda greina sem birst hafa eftir hann á íslensku. Færri vita hins vegar að Kundera er mikill áhugamað- ur um ísland og íslenska menningu og hefur heimsótt landið alloft. Friðrik Rafnsson, þýðandi Kundera á íslensku, sagði Þresti Helgasyni frá íslandsáhuga rithöfundarins. sín í Hallgrímskirkju í sumar í boði Listvinafélags Hallgríms- kirkju og Listasafns Hallgríms- kirkju. Þorgerður sýnir þar trérist- ur sem hún hefur unnið að undan- förnu til dýrðar heilögum Marteini biskupi frá Tours. V erndardyrlingur margra kirkna „Heilagur Marteinn var vernd- ardýrlingur margra kirkna á ís- landi í kaþólskum sið, m.a. á Gren- jaðarstað, fæðingarstað Þorgerð- ar. Þar í kirkjunni hékk um aldir fornt altarisklæði með myndum úr lífi og starfi dýrlingsins. Franski vísindamaðurinn og ferða- langurinn Paul Gaimard og leið- angur hans höfðu klæðið á brott frá íslandi árið 1836, og teiknari leiðangursins, Auguste Mayer, gerði þá af því myndir sem birtust í ferðabók Gaimards 1838. Klæði þetta er nú varðveitt í Louvre- safninu í París, og hefur einu sinni verið fengið að láni til íslands, það var á sýninguna íslensk myndlist í 1100 ár á Kjarvalsstöðum 1974. Þorgerður hlaut fyrir nokkru starfslaun og styrk til þess að kynna sér þetta klæði í Frakklandi og hefur hún sýnt afraksturinn af þeirri vinnu í vetur, fyrst á stórri einkasýningu í Gerðarsafni í Kópa- vogi fyrir jólin, og aftur í vor í Hveragerði, þar sem hún hafði aðstöðu til þess að þrykkja mynd- irnar. Hvarvetna hafa þessar myndir vakið mikla athygli og aðdáun, og er það listastjórn Hall- grímskirkju mikið fagnaðarefni að fá að kynna nokkrar af þeim í kirkjunni í sumar, því mikill fjöldi gesta sækir Hallgrímskirkju á sumrin, almennir kirkjugestir, er- lendir ferðamenn og gestir á sum- artónleikum kirkjunnar,“ segir í kynningu. Sýning Þorgerðar verður opnuð við hátíðlega athöfn eftir messu í kirkjunni á hvítasunnudag 26. maí nk. og verður þar til ágúst- loka. TEKKNESKI rithöfundur- inn, Milan Kundera, sem búsettur er í Frakklandi hefur allt frá æskuárum haft brennandi áhuga á íslandi og ís- lenskri menningu. Sem barni þótti honum þetta skrýtna land lengst norður í Atlandshafi spenn- andi. Fljótlega fór hann svo að fá veður af bókmenntatilburð- um þjóðarinnar sem byggði það ojg las töluvert af Islend- ingasögum og verkum Halldórs Laxness sem þýdd höfðu verið á tékknesku. íslandsá- hugi Kundera hefur orðið til þess að landið hefur verið nefnt nokkrum sinnum í bókum hans, fyrst í skáldsögunni Kveðjuvalsinum sem kom út árið 1973, svo í Bókinni um hlátur og gleymsku frá 1979 og í Óbærileg- um léttleika tilverunnar frá 1984 og nú síðast í næstnýjustu bók- inni, Hinar sviknu erfðaskrár, sem er greinasafn. í þeirri bók segir Kundera frá gönguferð í kirkju- garðinum við Suðurgötu í Reykja- vík með íslenskum vini sínum. Gönguferðin verður tilefni til hug- leiðinga um viðhorf þessa íslend- ings til vináttunnar sem er annað en Kundera á að venjast; íslend- ingurinn lítur svo á að hann sé dyravörður við einkalíf vinar síns en þurfi ekki sífellt að vera að hnýsast í það, eins og vinum er oft hætt við að gera. Farið huldu höfði Friðrik Rafnsson, sem hefur þýtt nokkrar skáldsögur og grein- ar Kundera á íslensku, segir að Kundera hafi heimsótt ísland alloft. „Hann hefur hins veg- ar forðast að vekja á sér athygli á meðan hann hefur dvalist hér, jafnvel farið huldu höfði enda er honum illa við sviðsljósið. Þetta hefur þó breyst aðeins í síðustu heim- sóknum hans, hann hefur verið opnari og kynnst fleira fólki.“ Áhuga Kundera á íslandi segir Friðrik að megi að nokkru leyti rekja til þess að ísland er smáþjóð eins og föður- land hans, Tékkland. „Kundera hefur velt hlutskipti smáþjóða í veröldinni svolítið fyrir sér og telur megineinkenni þeirra vera að þær viti að þær geti horfið einn góðan veðurdag. Hann hefur því fundið til samkenndar með þessari þjóð hér norður frá en framándleiki landsins hefur kannski ekki síður vakið áhuga hans. Hann hefur hrifist mjög af hijóstrugu lands- laginu, svo sem af mosagrónu hrauninu á Suðurnesjum. Lega landsins er líka allt önnur en heimalands hans sem er í Evrópu miðri.“ Áhuginn hefur smitast Áhugi Kundera á íslenskri menningu hefur þegar smitað út frá sér. Það var ekki síst fyrir hans orð að franska útgáfufyrir- tækið Gallimard fékk áhuga á að gefa út skáldsögu Guðbergs Bergssonar, Svaninn, en Cather- ine Eyjólfsson vinnur nú að þýð- ingu hennar á frönsku sem koma mun út hjá þessu virta forlagi í október næstkomandi. íslensk myndlist hefur einnig vakið athygli hans, einkum hefur hann heillast af verkum Kristjáns Davíðssonar en eitt þeirra prýðir nú veggi heimilis hans í París. „Hann varð hugfanginn af kraftin- um í verkum Kristjáns“, segir Friðrik, „honum þótti hann vera af sama meiði og sá kraftur sem býr í íslenskri náttúru." Fagurfræði örvæntingarinnar Eins og kunnugt er hefur Kund- era sýnt íslenskum lesendum sín- um sérstaka velvild með því að bækur hans og greinar hafa í seinni tíð oft komið út á sama tíma, hér og í Frakklandi, eða því sem næst. Skemmst er að minnast greinar sem hann birti í október síðastliðnum í tilefni af því að Vaclav Havel, forseti Tékklands, sæmdi hann heiðursorðu tékkn- eska lýðveldisins. Greinin birtist samtímis í fjórum dagblöðum í Evrópu; franska dagblaðinu Le Monde, ítalska dagblaðinu Repu- blika, spænska dagblaðinu EI Pais og hér í Morgunblaðinu. Einnig mætti nefna skáldsögumar Ódauðleikann og Með hægð sem komu út samtímis í Frakklandi og hér á landi í þýðingu Friðriks árið 1990 og 1995. Að sögn Friðriks er Kundera nú að vinna að grein í bók um írska myndlistarmanninn, Francis Bacon, sem gefin er út í tilefni af sýningu á verkum hans í Pompidousafninu í París í júní. Greinin fjallar um fagurfræði ör- væntingarinnar sem Kundera telur að Bacon hafi átt sameiginlega með landa sínum Samuel Beckett. Segir Friðrik að lesendur Tímarits Máls og menningar megi eiga von á þessari grein í íslenskri þýðingu með haustinu. Milan Kundera Engill eyðingarinnar í verkum Sábatos og García Márquez Tengslin við rómönsku Ameríku eru sterk á Spáni og koma ekki síst fram í bókaútgáfu og bókmenntaumræðu skrifar Jóhann Hjálmarsson. Rithöfundar á borð við Mario Vargas Llosa og Octavio Paz eru meðal dálkahöfunda spænskra dagblaða og það þykir sjálfsagt að greina reglulega frá því hvað Emesto Sábato og Gabriel García Márquez eru að fást við. Ernesto Sábato García Márquez Það er helst í æsk- unni og friðarhugsjón Gandhís sem Sábato eygir von, en ógn- valdamir eru tækni- væðingin, stóru fýrir- tækin, bijálaðir vís- indamenn og efna- hagsleg keppikefli, að hans mati. García Márquez í stríð við eiturlyfjamafíuna Væntanleg er ný skáldsaga eftir Gabriel García Márquez: Skilaboð RNESTO Sábato frá Arg- entínu er meðal kunnustu rithöfunda rómönsku Ameríku. Skáldsaga hans, Göngin, er til í íslenskri þýð- ingu. Hann kom við í Madríd um daginn og nokkur þreytumerki á honum að sjá, orðinn 85 ára og ekki bjartsýnn á framtíð mannkyns. Sjálfur er hann sprottinn úr heimi vísindanna, en trúir síður en svo á hjálpræði þeirra. „Þau munu ekki bjarga mannkyninu," segir hann, „ekki heldur tæknin og sagan vitn- ar ekki um neinar framfarir." En hvað er þá sem hjálpar? Það er rithöfundurinn í Sábato en ekki eðlisfræðingurinn sem svarar þeirri spurningu: „Það eru hinar miklu harmrænu bækur sem bjóða mann- inum hjálpræði." Skáldsaga Sábatos sem ber nafn Abaddons, engils eyðingarinnar, kom út 1974 og verður að öllum líkindum hin síðasta. Hann segist kasta handritum sínum á eldinn, en er samt að fást við verk sem hann kallar Fyrir endalokin. Titill- inn getur í senn merkt ævilok höf- undarins og jarðarinnar. Sábato lærði eðlisfræði í París og starfaði við Curie-stofnunina þar. Á kvöldin sat hann á Dome í hópi súrrealista, meðal þeirra voru skáldin Breton og Tristan Tzara og málarinn Matta. frá þeim sem var rænt. Sagan er að stórum hluta heimildaskáldsaga um heim eitur- lyfjasölu og eiturlyfjadreifingar í heimalandi höfundar, Kólumbíu. í þeim efnum ræður Pablo Escobar ríkjum og hefur reynst erfiður við- ureignar. García Márquez tekur mið af því þegar níu blaðamönnum var rænt og þeir hafðir í haldi frá því í ágúst 1990 til júní 1991. Meðal þeirra var dóttir fyrrverandi forseta Kólumbíu og ritstjóri blaðsins E1 Tiempo. Eftir samninga við mann- ræningjana þar sem gengið var að flestum kröfum þeirra var blaða- mönnunum sleppt og voru þeir allir heilir nema einn sem særðist í skot- bardaga. Það vakti fyrir García Márquez að lýsa hvemig atburðir af þessu tagi snerta einstaklinga og fjöl- skyldur þeirra og reyndar þjóðina í heild. Slíkum hörmungum ætlar ekki að linna í Kólumbíu. Fyrir tveimur mánuðum var tveimur hátt- settum mönum rænt og er talið ömggt að þeir séu í höndum eitur- lyfjamafíunnar. Þegar García Márquez var í Kól- umbíu fyrir skömmu barst honum bréf frá mannræningjum. Hann sneri að fáeinum klukkustundum liðnum heim til Mexíkóborgar þar sem hann býr og unir sér með bók- um sínum og minningum og nýtur tónlistar. í blaðaviðtali segir García Márquez að eftirsjáin sé höfuðvið- fangsefni bóka sinna; allt sem hann hafi skrifað eigi rætur í bernsk- unni. Mat hans á eigin bókum er breytilegt, en nú þykir honum Ástin á tímum kólerunnar best. Ástin hefur löngum verið aflgjafi bóka hans. Skilaboð frá þeim sem var rænt kemur út í Kólumbíu 11. eða 14. maí nk. og verður bókin í fyrstu prentuð í 200.000 eintökum. Á Spáni kemur hún út 15. maí. Útgef- andi er Mondadore. Bókin er 336 síður og hafa nokkrir kaflar úr henni birst í blöðum og timaritum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.