Morgunblaðið - 02.06.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.06.1996, Qupperneq 1
VERÐBRE YTIN G AR A NYJUM BILUM - RE YN SLUAKSTUR Á TORFÆRUTÆKI - MERCEDES-BENZ SPRINTER HJÁ GUÐMUNDITYRFINGSSYNI - HLIÐARBELGIR BMW ILADA ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200 BEINN S(MI: 553 1236 1996 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ BLAÐ moi MAMTlDIN BYCCISTA HÍFDINNI Tryggðu þér nýjan fjölskyldubíl núna. Þýsk gæði á ótrúlega lágu verði. Síml: 554 2600 387 notaðir bílar fluttir inn a arinu Honda Shuttle bílarnir komnir HONDA á íslandi hefur fengið fyrstu bílana af Honda Shuttle gerð sem byrjað var að framleiða á síð- asta ári. Þetta eru sjö manna fjöl- notabflar, með 2,2 lítra, 150 hest- afla bensínvélum með beinni, raf- eindastýrðri innsprautun. Eftir breytingar á vörugjaldi kostar Shuttle um 2,8 milljónir króna en kostaði fyrir breytingar 3.159.000 kr. fjö'notabílar eru yfirleitt með góðum og kraftmiklum vélum og þiggja allt það besta frá stærri gerðum fólksbfla viðkomandi fram- leiðanda. Shuttle er þar ekki undan- skilinn. Bíllinn er ákaflega skemmtilegur í akstri, röskur og þýður. Vökvastýrið þyngist við auk- inn hraða. Bíllinn er nokkuð vel búinn. Hann er með ABS-hemlakerfi, tveimur líknarbelgjum og þjófavörn á ræsingu. Þá fylgir honum geisla- spilari með útvarpi, loftkæling og rúður og speglar eru rafdrifnir. Samlæsing er í bílnum og vélarlæs- ing. Hins vegar er enginn snúnings- hraðamælir sem sumir munu líklega sakna. Bíilinn sem hér verður seldur fæst einvörðungu með 2,2 lítra vélinni og fjögurra gíra sjálfskipt- ingu með gírstöng í stýrisstöng- inni. Sex komast fyrir í sæti, sjö ef þrír sitja þétt í sætisbekknum aftast. Mið- og framsæti eru með armpúðum. Hægt er að leggja bekkinn niður þannig að slétt gólf myndast. Þannig nýtist bíllinn til alhliða flutninga. ■ Toyota smíð- ar forngrip TOYOTA hefur ákveðið að smíða endurgerð af fyrsta fólksbíl fyrirtæk- isins, AA bílinn sem fyrst var kynnt- ur árið 1936. Bíllinn verður þó með nýrri tækni og í vélarhúsinu verður 4,0 lítra V8 vélin úr Lexus LS400. Framleiðslan verður takmörkuð og hefst núna í sumar. Þeir sem ætla að kaupa sér nýjan AA af árgerð 1936 þurfa að snara út fímm og hálfri milljón ÍSK. Morgunblaöið/Ásdís HONDA Shuttle fjölnotabíll skemmtileg viðbót við bílaflóru landsmanna. MIKIL aukning hefur orðið á inn- flutningi notaðra bíla á þessu ári. Fyrstu fimm mánuði ársins hafa ver- ið fluttir inn 387 notaðir fólksbílar en á sama tíma í fyrra voru þeir aðeins 82. Þetta er 372% aukning Langflestir eru bílarnir fluttir inn frá Bandaríkjunum en töluverður hluti einnig frá Þýskalandi. Mest hefur verið flutt inn af Mercedes- Benz á þessu ári, 83 bílar í saman- burði við níu bíla í fyrra. 52 Jeep Cherokee hafa verið fluttir inn, voru tveir fyrstu fimm mánuðina í fyrra og 32 Toyota hafa verið fluttir inn. Langflestir bílanna eru skráðir í Reykjavík, 153 alls, 36 í Kópavogi, 33 á Akureyri, 30 í Hafnarfírði en færri annars staðar. _ Nýskráningar notaðra innfluttra bifreiða í jan.-maí1995 og 1996 ■ 1995 ■ 1996 Jan. Feb. Mars Apríl Maí Rauður BMWZR sýndur í Perlunni BIFREIÐAR og Landbúnaðarvélar hafa fengið hingað til lands BMW Z3, opinn sportbíl, sömu tegundar og James Bond ók í kvikmyndinni Gullauga. BMW Z3 vakti mikla athygli þegar hann var frumkynntur fyrr á þessu ári. Verksmiðjurnar anna hvergi eftirspurn eftir þessum nýja bíl en hann verður sýndur á sýningu B&L í Perlunni um helgina. Z3 er með 1800 rúmsentimetra vél, ABS hemlakerfi, loftkælingu, spólvörn og ýmsum öðrum búnaði. Hann er framleiddur í Suður- Karólínu í Bandaríkjunum. BMW Z3 er tveggja manna, fjögurra metra langur blæjubfll, með 1,8 I vél en er einnig framleiddur með 1,9 1 115 eða 140 hestafla vélum. Bíllinn er með hefðbundnu BMW útliti á framenda en er einkanlega sportlegur á að líta. Eyðslan er tæpir 8 1 og hámarkshraðinn nærri 200 km á klst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.