Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF Þagnarskyldan Trúnaður starfsfólks og skjól- stæðinga er höfuðatriði sam- skiptanna, og hvílir hann á þagnarskyldu starfsstétta. Gunnar Hersveinn kannaði viðhorf til þessa siðaboðs, fann dæmi um trúnaðarbort, og ræddi við prest, hjúkrunar- __ fræðing og heimspeking um mikilvægi, eðli og mörk þagnarskyldu. HEIMURINN myndi hrynja ef menn bæru ekki traust hver til annars. Traust er í raun frumskil- yrði mannlegra samskipta. Það er trúnaður milli manna, hollusta sem veitir öryggi. Það versta sem menn upplifa er annarsvegar að vera ekki treyst og hinsvegar að vera svikinn af þeim sem treyst var. Traustið er hornsteinn mannfé- lagsins, því meira traust milii manna, því haldbetra og heilbrigð- ara samfélag. Hins vegar er myndin önnur ef traustið minnkar. Því minna traust, því meiri árekstrar og deii- ur verða: Almenningur hættir að treysta stjórnmálamönnum, sjúk- lingar læknum, sóknarbörn prest- um og stéttir níða skóinn hver af annarri. — Prestur segir frá heimsókn Kona upplifði vandamál O heima hjá sér vegna þess að fyrrverandi eiginkona ““ mannsins hennar sótti á T rúnaðarbrestur Trúnaðarbrestur er orð sem hljómað hefur hærra en áður síð- ustu ár, en í samskiptum fólks er fátt jafn mikilvægt og trúnaður. Bresturinn hlýtur því að hafa al- varlegar afleiðingar í för með sér, en hann felst í því að skyldan við einstaklinginn hefur verið brotin, tii dæmis skyldan um að þegja yfir því sem manni hefur verið trúað fyrir sem leyndarmáli. Dr. Vilhjálmur Ámason heim- þau. Konan var alveg að 3 gefast upp á ástandinu en var þá hvött til að heim- sækja ákveðinn prest og segja honum allt af létta. Presturinn tók vel á móti henni og hlustaði, og leið henni betur eftir. Nokkrum vikum síðar hitta þau hjónin hina fyrrverandi eig- inkonu. „Þá kemur í Ijós að hún vissi að ég hafði farið til prests- ins,“ segir konan, „og hún vissi líka ástæðuna.“ Hún hafði nefnilega sjálf leitað til prests- ins með sömu mál. „Ég fór þá aftur til prestsins og spurði hann um þetta. Hann viðurkenndi og sagðist mega segja hverir leituðu til hans. Það væri ekki trúnaðarbrot." Konan segir að presturinn hafi sagt eiginkonunni fyrrver- andi að hann þekkti vandamálin vegna þess að hún hefði komið til hans og sagt honum frá þeim. Svo virðist sem prestinum hafi verið laus tungan. „Mér finnst rangt hjá honum að segja henni frá þessu,“ segir hún. „Hann sagði þeim sem síst skildi því sem ég trúði honum fyrir." Læknaritari bregst Maður hafði átt við vímuefna- vandamál að stríða þegar hann var 17 ára, og gekk til geðlækn- is að beiðni foreldra sinna. „Læknirinn var lengi að vinna trúnaðartraust mitt, en loks sagði ég honum opniskátt frá mínum málum,“ segir hann. „Stúlka úr sama bæjarfélagi og ég var læknaritari á stofunni hjá honum og þekkti fjölskyldu mína. Hún hitti pabba einu sinni á förnum vegi og tekur að vitna í það sem ég sagði lækninum og engum öðrum.“ Pabbi fer svo að spyrja mig út í eitthvað sem hann átti ekki Morgunblaðið/Þorkell að vita. Ég gekk á hann og kemst að því að stelpan er að blaðra um mín mál sem hún hefur ritað eftir lækninum," segir hann. Maðurinn tók þetta mjög nærri sér og hætti strax hjá geðlækninum. „Þetta var það ekki á bætandi," segir hann. „Síðan hef ég alltaf haft varann á mér og reyni að gæta þess að það sem ég trúi læknum fyr- ir sé ekki skráð. Blaðrað í móttöku Kona var hjá lýtalækni vegna fegrunaraðgerðar eftir bílslys. Stúlkan í móttökunni segir henni í óspurðum fréttum að sameiginlegur kunningi þeirra væri að koma í aðgerð og líka hverskonar aðgerð. „Aðgerðin sem hann var að fara í,“ segir konan, „var honum örugglega mjög viðkæmt mál og trúnaðarmál við lækni. Ég gladdist ekki að vera sagt frá þessu, og gat líka átt von á að stúlkan segðis frá minni að- gerð.“ spekingur hefur ritað um þagnar- skyiduna í bók sína Siðfræði lífs og dauða, og beinir athyglinni að samskiptum starfsfólks í heil- brigðisþjónustunni við sjúklinga sína. Hann telur þagnarskylduna bæði nytsama og góða starfsreglu, sem treysti trúnaðinn og sé for- senda þess að samskipti sjúklinga og starfsfólks beri ávöxt. Algjör trúnaður leiðir líka til þess að sjúklingurinn segir meira og líkur á réttri greiningu aukast. „Hin siðferðilegu rök fyrir þagnarskyldunni snúast um það að virða sjúklinginn sem 'mann- eskju óháð því hvort hann kemur til með að heyra af brotinu eða ekki og óháð því hvaða áhrif það hefði á hann ef hann vissi af því að þagnarskylda hefði verið rof- in,“ segir Vilhjálmur. Hver einstaklingur á sér leynd- armál sem hann kærir sig ekki um að aðrir viti, stundum enginn en stundum deilir hann þeim með sínum nánustu. Læknar, prestar, sálfræðingar, vinnuveitendur og fólk úr fleiri starfsstéttum er hleypt inn í innsta hring leyndar- málanna, og varðar það jafnvel sálarheill að þagnarskyldan sé haldin. Trúnaðurinn þarf að vera alger og ef, eins og Vilhjálmur segir, starfsmaður rýfur þennan trúnað og „blaðrar um málefni hans er hann ekki bara að misnota aðstöðu sína og haga sér heimskulega, heldur er hann að vanvirða þessa manneskju og fótumtroða rétt hennar til einkalífs." En að kjafta frá og blaðra um einkamál annarra sem trúað hefur verið fyrir er því líka hneisa fyrir þann sem talar. Hann verður minni maður á eftir, sem varhugavert er að upplýsa um leyndarmál. Hvenær er rétt að brjóta þagnarskylduna? Mikilvægi þagnarskyldunnar er ótvírætt, hinsvegar geta verið á henni undantekningar, til dæmis þegar almannaheill er í húfi, hags- munir saklausra einstaklinga eða hagsmunir einstaklingsins sjálfs. Þagnarskyldan getur nefnilega stangast á við aðrar siðferðis- skyldur og lotið í lægra haldi. Til dæmis ef læknir teldi hættu á að tiltekinn flugstjóri fengi hjarta- áfall, eða sjúklingur væri hættu- legur umhverfi sínu. Trúnað getur verið rétt að bijóta. í kvikmyndinni Prestur sem sýnd var í Háskólabíói í vetur er sögð saga af presti sem kemst að því að unglingsstúlka er misnotuð kynferðislega af föður sínum. Presturinn reynir að tala um fyrir föður telpunnar, hins vegar bannar Sigríður Snæbjörnsdóttir r Olafur Oddur Jónsson Unnið eftir ströngum siðareglum SIGRÍÐUR Snæbjörns- dóttir, hjúkrunarfor- stjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir að allt starfsfólk sem ráðið er á sjúkrahúsið sé bundið þagnarskyldu sem gildi líka eftir að það lýkur störfum. Hún segir að á síðustu árum hafi verið hert á þagnar- skyldunni á sjúkrahús- inu. „Við tökum þessa reglu mjög al- varlega," segir hún, „bæði vegna þess að sjúklingurinn á rétt á að skyldan sé haldin og vegna þess að lögsóknir hafa færst í vöx á síðustu árum.“ Hún segir að læknar og hjúkrun- arfræðingar séu flesta daga með mjög viðkæmar upplýsingar í hönd- um en það sé á valdi sjúklingsins að segja öðrum frá sínum málum. Hvað er gert ef grunur leikur á að starfsmaður rjúfi þagnarskyldu? „Það er tekið mjög alvarlega á því. Strax yrði rætt við viðkomandi og kannað hvort hann hafi kjaftað frá. Hins vegar þarf að fara var- lega í leit að sökudólgi því upplýsingamar gætu hafa farið frá einhverj- um í fjölskyldu sjúkl- ings.“ „Yfirmaður ræðir við starfsmanninn og brýnir þagnar- skylduna fyrir honum. Ég man hins- vegar ekki eftir að þetta hafi talist brottrekstrarsök, sem merkir að starfsmaðurinn hefur bætt ráð sitt.“ Hvað er með það sem gestir í heimsóknartímum sjá? „ Við reynum eftir fremsta megni að vernda sjúklinga fyrir slíku eða að kjaftagangur fari af stað“. Hún segir að reynt sé að hlífa þekktu fólki eins og stjórnmálamönnum, sem gætu lent í ágangi vegna fólks annarra skoðana. „Okkur finnst okkur bera skylda til að hlífa fólki við slíku þegar það liggur veikt á sjúkrahúsi," segir hún og bætir við að þagnarskyldan sé brýnd í bækl- ingum sem sjúklingar og aðstand- endur fá afhenta til dæmis á geð- deildum. En aðgangur að sjúkraskýrslum? „Það eru fyrst og fremst læknar og hjúkrunarfræðingar sem hafa aðgang að öllum upplýsingum, “ segir hún. „Aðgangur og öryggi fara saman til að hver sem er geti ekki komist í sjúkraskýrslur. Svo eru það ritarar sem vélrita allar sjúkraskrár og skrifa þeir allir undir þagnareið. Hún segir að nemar, sumarfólk, afleysingafólk og allir aðrir skrifi undir þagnareiðinn. „Þagnarskyldu- na vegur þyngra eftir því sem stofn- unin stækkar og starfsfólki fjölgar." Sigríður segir að siðareglur séu alltaf umræðuefni þegar nýtt starfs- fólk byijar og ef eitthvað kemur upp á er það tekið fyrir innan deilda eða á öðrum vettvangi. ■ Má ekki segja hverjir leita ráða ÞAGNARSKYLDAN er sú regla sem haldin er í heiðri þegar um er að ræða persónulegar upp- lýsingar," segir Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur í Kefla- vík. „Fullri þagmælsku er heitið og undantekning á þagnar- skyldunni verður einungis gerð með samþykki viðkomandi. Per- sónulegar upplýsingar varða einkalíf fólks, sem er öðrum hulið, eða það deilir aðeins með trúnaðarvinum og ættingjum. Allir eiga rétt á að hafa sín leyndarmál og í sálgæslu presta er oft stofnað til samskipta, þar sem viðkomandi er hvattur til að vera opinn um viðkvæm einkamál. Eina rétta viðhorfið í þessu sambandi er að heita fullri þagmælsku." HvaA má segja og hvað ekki? „Grundvallarreglan í sál- gæslu er: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ og aðalatriðið er að hlusta. Sérhver einstakl- ingur sem nýtur aðstoðar á rétt á að vita að trúnaður ríki innan stuðningshópsins og persónu- legum upplýsingum megi aðeins deila með öðrum með samþykki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.