Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KENNING um að næring- arskortur með vaxtar- seinkun í frumbemsku geti leitt til kransæða- sjúkdóms og skyldra vandamála, var rædd á ráðstefnu íslenskra bama- og heimilslækna um ungbamavemd, sem haldin var nýlega á Hótel Sögu. Þar voru kynntar nýjar leiðbeiningar um ungbamavemd, gefnar út á veg- um Landlæknisembættisins, en í þeim er meðal annars fjallað um næringu ungbama. Fram kom að tengsl era milli næringar ungbama á fyrsta ári og sjúkdóma á fullorð- insárum. Gestur Pálsson bamalæknir og einn frammælenda sagði að rann- sóknir beindust meðal annars að því hvort eitthvað sem gerðist í fram- bemsku gæti haft áhrif á heilsu manna síðar á ævinni. Við viðamikl- ar rannsóknir á tengslum næringar ungbama og sjúkdóma síðar á lífs- leiðinni á undanförnum áratugum hefur fátt bitastætt komið í ljós. „Þær hafa að miklu leyti snúist um hvort samsetning næringar á fyrsta aldursári hafí áhrif á tíðni ofnæmis hjá bömum og fullorðnum og þá aðallega um tengslin við kúamjólku- reggjahvítu," sagði hann. „Því hefur verið haldið fram að bijóstagjöf svo og það að draga að gefa bömum ákveðnar fæðutegundir, svo sem físk og egg, hafí fyrirbyggjandi áhrif hvað ofnæmi varðar. Niðurstöður rannsókna hvað þetta snertir era ekki afgerandi en benda þó til að með því að hafa börn með ofnæmi í ætt eingöngu á brjósti fyrstu sex mánuðina megi fresta væntanlegum ofnæmiseinkennum án þess þó að með nokkurri vissu sé hægt að fyrir- byggja slík einkenni og er þá fyrst og fremst átt við exem.“ Sjaldgæft á íslandi Á síðastliðnu ári birtust niðurstöð- ur rannsóknar á glútenóþoli í Sví- þjóð. Glútenóþol er Iangvinnur sjúk- dómur, ævilangt vandamál, sem byggist á því að sá sem sjúkdóminn hefur þolir ekki eggjahvítuefnið glút- en sem er í ýmsum komtegundum. Meðferðin er glútenfrítt fæði og verður sjúklingurinn þá einkenna- laus. Ýmis vandamál fylgja ómeð- höndluðum sjúkdómi, í versta falli illkynja meinsemd í göm. „Þessi sjúkdómur er mjög sjaldgæfur á ís- landi og hafa menn velt fyrir sér mögulegum umhverfísáhrifum á tíðni sjúkdómsins," sagði Gestur. í Svíþjóð hefur nýgengi glúten- óþols hjá bömum á undafömum ára- tugum verið 1:1.000 nýfæddra bama en á íslandi um það bil 1:60.000 nýfæddra. Rannsóknir á Englandi, Skotlandi og íslandi leiddu í ljós að tilfellum hafði fækkað veralega eftir 1970. „Menn héldu að ástæðan væri sú að bömin vora lengur á brjósti en áður auk þess sem byrjað var að gefa þeim grauta sem innihéldu glút- en seinna en áður var venjan," sagði hann. „Svíar hafa staðið mjög vel að rannsóknum á bömum með niður- DAGLEGT LÍF UNGBARNAVERND Það eru tengsl milli næringar ungbarna og sjúkdóma á fullorðinsárum GESTUR Pálsson barnalæknir. Morgunblaðið/Kristinn gang og vanþrif. Þeir ákváðu að breyta næringu ungbama á áranum 1983-1984 á þann hátt að byija að gefa þeim graut sex mánaða í stað fjögurra áður auk þess sem mæðum- ar vora hvattar til að hafa bömin á bijósti í að minnsta kosti sex mán- uði. Á sama tíma var glútenmagnið í grautnum tvöfaldað. Ætlunin var að fækka sjúkdómstilfellum en af- leiðingin varð í staðin sú að að ný- gengið fjórfaldaðist, jókst í 4:1000 nýfæddra. Þetta sýnir að þegar breyting er gerð á næringu ungbama getur það haft afdrifaríkar afleiðing- ar og má fullyrða að þama hafí ver- ið sýnt fram á bein tengsl milli nær- ingar ungbama á fyrsta aldursári og fullorðinssjúkdóms. Spumingin er hvort það sama á við um aðra sjúkdóma." Hagstæðari umhverfisáhrif? Engin nákvæm rannsókn hefur farið f ram á íslandi á næringu barna á fyrsta aldursári. Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að slík rannsókn stendur nú einmitt yfir. „Mörgum hefur fundist, sem það skipti litlu máli hvað börnum er gef- ið að borða eða hvemig samsetning Ögrandi verk á mörkum velsæmis? Á VEGGJUM standa uppstopp- aðir reðir af hvölum metra út í loftið, í.krukkum reðir af ís- lenskum spendýrum og í hillum 4% Qölbreytt úrval af limum gerð- j um úr vaxi, viði, sápu, súkku- Q/t laði, járni eða öðram efnum. Ég er á skrifstofu reðurstofustjóra ís- lands (RÍS), nánar tiltekið í hinu óopn- aða íslenska reðasafni (HIR). Sigurður Hjartarson sagnfræðing- ur hefur safnað reðum allra íslenskra spendýra til sjós og lands. Rað má geyma á fjölbreyttan hátt Þegar Sigurður var ungur í sveit var nautssin notuð til að keyra kýrn- ar áfram. Síðar langaði hann að eignast slíkan grip, hugsanlega mætti nota sinina sútaða sem kenn- araprik. Stuttu síðar fékk hann fjór- ar naustssinar og ein þeirra telst nú fyrsta eintak Hins íslenska reða- safns, frá árinu 1974. „Ég var lengi skólastjóri á Akra- nesi og eignaðist í þeirri tíð nokkra hvali,“ segir Sigurður, „ hér er reð- ur af búrhval 1975, langreyði ’78, sandreyði ’83 og hrefnu ’84.“ Söfnunaráráttan lét á sér kræla með hugmyndinni um að safna reðr- um allra íslenskra spendýra. Það er spennandi verkefni vegna þess að spendýraflóran hér er fátæk og hægt að ná fullkomnun. Einnig era möguleikar á geymslu fjölbreytileg- ir. „Líka er alltaf hægt að halda áfram vegna flækinga sem koma hingað eins og ef andarnefja kæmi í heimsókn," segir Sigurður. „Einnig er þetta ögrandi verkefni og svo hef ég líka gaman af því, að sumum finnst reðasafn á mörkum velsæmis og verða hneykslaðir. Morgunblaðið/Ásdís SIGURÐUR Hjartarson og reðir uppsettir á skjöld með silfur- plötu fyrir ofan hann. Talið frá vinstri: Langreyður, sandreyður og hrefna. Svartrotta veiðist ekki oft Sigurður Hjartarson er menntaður í Edinborg í Skotlandi í sögu róm- önsku Ameríku og bjó í tvö ár í Mexíkó ásamt fjölskyldu sinni, árin 1980-82, til að kynnast löndunum af eigin raun. Hann eignaðist marga fagra gripi í Mexíkó, en Þorsteinn Jónsson, nú bókaútgefandi, minnti hann á reðasöfnunina með því að senda honum reðurbein af ungum landsel yfir hafið árið 1981. Sigurður á reði af öllum selateg- undum sem koma til íslands, en þeir era blöðraselur, hringanóri, kampsel- ur, landselur, útselur, vöðuselur og rostungur. Munir safnsins eru langflestir fengnir á níunda áratugnum og nýj- asti gripurinn er af háhyrningi sem gekk á land á Melrakkasléttu 8. októ- næringarinnar er,“ sagði Gestur. „Reynt hefur verið að líkja sem mest eftir brjóstamjólk og þannig varð þurrmjólkin til. Reikna má nokkum veginn út hvað bamamatur á að inni- halda en áðumefnd breyting á nær- ingu ungbama í Svíþjóð olli sjúkdómi sjúkdómi sem viðkomandi einstakl- ingur hefði ef til vill ekki fengið annars. Menn erfa eiginleikánn til að fá sjúkdóminn en til að fá ein- kenni þarf utanaðkomandi áhrif, í þessu tilviki óeðlilega samsetta nær- ingu, það er of mikið glúten." Gestur sagði að á síðastliðnum fímmtán árum hafi hann tekið fjöld- an allan af mjógimissýnum frá börn- um hér á landi í leit að áðurnefndum sjúkdómi, glúteinóþoli án þess að greina sjúkdóminn. „Þetta hefur valdið mér töluverðum heilbrotum," sagði hann. „Áður höfðu einungis örfá slík sýni verið tekin frá bömum hér á landi og ég var viss um að fjöldi bama hér hefði sjúkdóminn ógreind- an. Fyrr á áram var byijað mun fyrr en nú að gefa börnum hér á landi glúten og þverbrotnar þær reglur sem til dæmis giltu í Svíþjóð um næringu ungbama. En reyndin varð sem sagt önnur. Eina skýringin er að umhverf- isáhrifín séu að einhveiju leyti hag- stæðari hér á landi því erfðamunstrið mun vera það sama hjá báðum þjóð- unum. Engin nákvæm rannsókn hefur farið fram á íslandi á næringu bama á fyrsta aldursári til að kanna þetta nánar og er ánægjulegt að geta sagt frá því að slík rannsókn stendur yfir einmitt nú.“ Tengsl næringar við kransæðasjúkdóm Gestur sagði einnig frá rannsókn- um bresks læknis, D.J.P. Barker, sem hefur sett fram kenningu um tengsl ónógrar næringar í fram- bernsku og á fyrsta aldursári við kransæðasjúkdóm og skyld vanda- mál, það er háþrýsting, hækkaða blóðfítu og sykursýki á fullorðins- áram. Barker leitaði meðal annars skýringa á því hvers vegna sumir af þeim sem lifa heilbrigðu lífí eiga við þessi vandamál að etja á fullorð- insárum engu síður en þeir sem syndga hvað hreyfingu, matarræði og reykingar varðar. „I skrifum Bar- kers er því velt upp hvort eitthvað, sem gerist snemma á lífsleiðinni valdi sjúkdómum á fullorðinsáram," sagði hann. „Það merkilega er að þegar heilsufar um það bil 16 þúsund ein- staklinga, sem fæddust á árunum 1907 til 1930 á ákveðnum svæðum á Bretlandi var kannað kom í ljós að dánartíðni úr kransæðasjúkdómi á fullorðinsáram var hæst á þeim svæðum, þar sem ungbarnadauðinn var hæstur upp úr aldamótum. Frek- ari athuganir leiddu í ljós að dánar- tíðni úr kransæðasjúkdómi var hæst hjá þeim sem vógu minna en 2500 grömm (10 merkur) við fæðingu og er þá ekki átt við fyrirbura, en lægst hjá þeim sem vógu meira en 4300 grömm (rúmar 17 merkur). Þessu fylgdi einnig aukin tíðni áhættuþátta ber í fyrra. í safnskrá stendur að Eyþór Margeirsson, Hjálparsveit Kópaskers, hafi lagt RÍS-HIR hann til. Ef stórfísk rekur á land hefur Sig- urður skjótar hendur og tryggir sér reður hans, með aðstoð fagmanna, áður en hann skemmist. Nagdýrareður er lítill og minnstur á hagamúsinni. Þeir hafa fengist á safnið meðal annars méð hjálp hreinsunardeildar Reykjavíkurborg- ar. Af fágætum munum má nefna reð af svartrottu, sem er eina dýrið sem veiðst hefur í Reykjavík síðan 1971. Björn Einarsson veiddi rottuna í ágúst 1992, en hún kom hingað til lands sem laumufarþegi á skipi. Annað, eins og reður af svíni og hrossi, kemur frá sláturhúsum. Reyndar er allt gefíð á safnið, því Sigurður er ekki veiðimaður sjálfur. Aftur á móti er hann forseti Tófu- vinafélagsins og er algerlega á móti refadrápi. „Er hann alveg normal?" Sigurður hefur sennilega fengið meiri viðbrögð við söfnunaráráttu sinni en ýmsir aðrir safnarar. „Konur verða stundum skrítnar á svipinn þegar þær heyra um reðasafnið. Karlmenn geta líka efast um hvort allt sé með felldu og spurði einn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.