Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 B 5 -I- DAGLEGT LIF F rá póstver slun í verslunarstórveldi þar sem póstverslun er aftur í hávegum DAGLEGT LIF Gjörsamlega uppgefin af þreytu Einn viðmælandi Morgunblaðsins, sem ekki vill láta nafn síns get- ið, segist hafa vaknað einn morgunn fyrir sjö árum með suð fyrir hægra eyranu og hafi það hijáð hana stanslaust síðan. Orsök eyrnasuðsins hjá henni er þekkt, en það er vegna æxlis í innra eyra, nálægt heyrnar- og jafnvægistaug. Hún segir að eyrnasuðinu fylgi mikil vanlíðan; þreyta og höfuðverkjaköst en auk þess eigi hún afar erfitt með svefn. „Tónninn inni í eyranu er mjög sterkur og samfelldur og mætti helst líkja honum við valtón símans með örlitlum trufl- unum,“ segir hún og bætir því við að á kvöldin sé hún gjörsamiega uppgefin af þreytu og vanlíðan. Hún segist hafa farið i aðgerð fyrir nokkrum árum til að láta fjar- lægja æxlið en aðgerðin hafi því miður ekki tekist. „Æxlið er á mjög viðkvæmum stað í innra eyra og er því vandasamt að fjarlægja það án þess að skemma eitthvað annað í staðinn. Möguleikar mínir eru því ekki margir; annaðhvort að fara í áhættusama aðgerð eða að reyna að lifa við eyrnasuð og vanlíðan sem þvi fylgir,“ segir hún. Hún segist hafa reynt ýmislegt til að gera sér lífið bærilegra. „Mér finnst til dæmis best að vera í al- gerri þögn og stundum nota ég eyrnatappa ef það eru mikil læti í kringum mig. Þá fór ég á sínum tíma til sálfræðings til að ræða þá vanlíðan sem fylgir suðinu, en sá sagðist ekkert geta hjálpað mér; ég yrði að glíma við þetta sjálf,“ segir hún vonsvikin. Hún segist þó aftur hafa fengið áhuga á að gera eitthvað í sínum málum eftir að fræðslufundur Heyrnarhjálpar um eyrnasuð hafi verið auglýstur nú fyrir skömmu. „Það var mér mikill styrkur að hitta annað fólk sem þjáist af því sama og ég og er það von mín að þessi hópur geti kom- ið saman reglulega og miðlað af reynslu hvers annars en jafnframt sameinast um þá vanlíðan sem fylgir eyrnas- uði,“ segir hún að lokum. ■ „Fínleg náttföt í fallegu sniði. Fal- leg flík er eykur kvenlegan yndis- þokka.“ „Frúarnáttkjóll úr næl- on-efni. Hentugur fyrir konur á öllum aldri." „Óli Lokbrá náttföt. Hentug og þægileg fyrir ungar stúlkur." lauk varð Arndís aðstoðarverslunar- stjóri í Skeifunni og ári seinna var hún orðinn verslunarstjóri þar, fyrsta konan til að gegna því starfi. Hún stoppaði hins vegar ekki lengi þar. Árið 1987 söðlaði hún alveg um, skellti sér til Svíþjóðar þar sem hún nam viðskiptafræði með rekstr- arráðgjöf sem aðalfag. Eftir fjögurra ára Svíþjóðardvöl lá leiðin til Banda- ríkjanna þar sem dvalið var í eitt ár og svo kom hún heim. Alla leið heim til Hagkaups. „Eg fór í ýmis sérverkefni til að byija með en tók svo í ársbyijun 1993 við stöðu starfsmannastjóra Hagkaups og gegndi henni þar til um síðustu áramót. Þá var ég búin að fá mig fullsadda á skrifstofustarf- inu og sóttist eftir því að fá að breyta til. Ég tók póstverslunina að mér í eitt ár til að byija með, svo verður framhaldið bara að koma í ljós.“ Sendum allt nema ís „Allt nema ís út á land,“ svarar Arndís þeirri spurningu hvaða vöru Hagkaup selji í gegnum póst. „Ann- ars sendum við hvað sem er. Við tökum til dæmis til vörur í uppskrift- ir sem fólk les upp fyrir okkur í sím- ann. Við sendum frosna vöru, aðra en ís, og svo tökum við stikkprufur við og við til þess að kanna hvort sendingin hafi ekki skilað sér í góðu ásigkomulagi. Fólk er líka hvatt til að láta okkur endilega vita ef eitt- hvað fer úrskeiðis." Það er markmiðið að ekki líði meira en tveir dagar frá pöntun til afhendingar vöru. „Því miður hefur verið svo mikil aukning hjá okkur frá áramótum að það hefur komið fyrir að sendingartíminn verði lengri. Þó við séuni með tíu manna starfs- hóp hér á kvöldin til að taka pantað- ar vörur til, þá dugar það ekki alltaf til.“ - Nú vill blaðamaður gjarnan vita hveijir séu bestu viðskiptavinirnir. „Þeir eru í Vestmannaeyjum, á Vest- fjörðum og á Austfjörðum," segir Arndís, með skiptinguna á hreinu. Viðskiptin hafa líka aukist mjög á Akranesi og í Borgarnesi undanfarið. „Svo erum við með komin með við- skiptavin í Bandaríkjunum," segir Arndís. „Það er bandarísk kona sem fær Hagkaupsblaðið frá dóttur sinni sem býr á íslandi. Hún hefur pantað hjá okkur ýmsa sérvöru.“ Góöar tölur Rekstur póstverslunarinnar hefur ekki gengið samkvæmt áætlun und- anfarin ár, en frá síðustu áramótum hefur umtalsverð aukning átt sér stað. Á þeim fimm mánuðum sem liðnir eru frá áramótum, hefur veltan farið hátt í 60% yfir þá áætlun. „Þetta eru góðar tölur,“ segir Arndís og leggur áherslu að. á þær megi þakka valinkunnu liði starfsfólks sem leggi metnað sinn í að efla gengi póstverslunarinnar. Hefja til fyrri vegs og virðingar. Arndís er beðin að kíkja í bókhald- ið og hún finnur út að metið er 224 pantanir á einum degi. Það var í mars þegar Hagkaupsblaðið sýndi úrval hjóla sem voru nýkomin í verslanirnar. Frekari skoðun á bók- haldi segir okkur að meðalþyngd pakkanna sé um 1,5 kíló, en þá er búið að taka út þyngstu pakkana, svo sem hjól, sláttuvélar og grill. Ef höfuðborgarbúar panta fyrir meira en fjögur þúsund krónur fá þeir vöruna senda heim í hlað sér að kostnaðarlausu. íbúar lands- byggðarinnar þurfa að panta fyrir tíu þúsund krónur til þess að fá fría heimsendingarþjónustu. Og það er allur gangur á því hvað fólk kaupir mikið í hverri pöntun. Arndís segir ódýrustu pöntunina hafa verið upp á 289 krónur og þá dýrustu upp á um 160 þúsund krónur. Póstverslun Hagkaups er sem stendur rekin sem sérdeild í sérvöru- deild Kringlunnar, en Arndís segir það vel koma til greina að endur- skoða það fyrirkomulag ef áfram- haldandi vöxtur verður á starfsem- inni. „Þetta er að verða töluvert umfangsmikið, sérstaklega eftir að við tókum við Netkaupum, tölvu- verslun Hagkaups. Ein hugmyndin er sú að reka þetta sem sérverslun með áframhaldandi áherslu á lands- byggðina." Tölvurnar komnar inn í dæmlö Arndís segir einn kost póstversl- unarinnar vera að þar sé hægt að hringja eða senda inn pantanir allan sólarhringinn. „Starfsfólkið svarar í símann á opnunartíma og utan hans er símsvari í gangL Þá er hægt að senda pantanir á fáxi og í gegnum tölvu, þannig að í raun er póstversl- unin opin allan sólarhringinn." Netkaup er tölvuverslun Hag- kaups, þar sem tölvutengt fólk getur pantað sér vörur. „Það hefur ekkert verið gert til þess að markaðssetja þennan verslunarmáta hjá okkur,“ segir Arndís. „Netkaup var til skamms tíma deild hjá Hofi, eignar- haldsfélagi Hagkaups, en það þótti henta vel að póstverslunin tæki við rekstrinum og sú varð raunin 1. apríl sl. Við erum að byija á því að yfirfara þessi mál og í framtíðinni verður þetta sem sagt hluti af póst- versluninni. Við erum að þreifa okk- ur áfram með þessa þjónustu, enda viljum við ná tökum á því sem við erum að gera og ná að gera það vel, áður en við förum út í frekari þróun.“ ■ Hanna Katrín Friðriksen ÞAÐ hefur margt breyst'í verslun- arháttum íslendinga frá því að ung- ur maður að nafni Pálmi Jónsson setti á stofn litla póstverslun árið 1959. Póstverslunin sendi út vöru- lista með sérvöru um allt land. Hægt var að kaupa vörulistann í áskrift og þegar mest var voru áskrifendur um tólf hundruð. Árið 1960 opnaði Pálmi litla versl- un í „Fjósinu" við Miklubraut og þarmeð fór boltinn að rúlla. Pálmi varð síðar kenndur við Hagkaup, enda litla póstverslunin fyrsti vísir- inn að rekstri verslunarstórveldisins. Fyrstu árin var póstverslunin rekin samhliða öðrum verslunarrekstri, en þegar Hagkaup flutti í nýtt húsnæði í Skeifunni var þáttur póstverslunar- innar orðinn ansi lítill og var það áfram næstu árin og áratugina. Mánaðarlegt Hagkaupsblað Það var svo í lok níunda áratug- arins að ákveðið var að rífa upp póstverslun Hagkaups. Þar réð með- al annars þrýstingur frá íbúum landsbyggðarinnar sem vildi fá að njóta viðskipta við Hagkaup. Starf- semi póstverslunarinnar var flutt í húsnæði fyrirtækisins í Kringlunni og tveir starfsmenn ráðnir til þess að stjóma málum. Póstbæklingar voru gefnir út fjórum sinnum á ári og í kjölfar útgáfunnar varð rífandi sala - sem sagt fjóra mánuði á ári. Þess á milli var salan hálfdauf. Fastir viðskiptavinir voru þó alltaf fyrir hendi og það sýndi þörfina fyrir þennan kost. Fyrir rúmu ári var enn ákveðið að breyta rekstri póstverslunarinnar. Nú átti póstbæklingurinn að koma út mánaðarlega með ítarlegum upp- lýsingum um vöruúrvalið í Hagkaup, bæði matvöru og sérvöru. „Það er eiginlega ekki rétt að kalla Hag- kaupsblaðið póstbækling því blaðið er sent inn á hvert heimili í landinu og því er ætlað að gagnast öllum viðskiptavinum Hagkaups, óháð því með hvaða hætti þeir gera innkaup sín,“ segir Arndís B. Sigurgeirsdótt- ir, í spjalli við blaðamann, en Arndís hefur verið yfirmaður póstverslunar Hagkaups frá síðustu áramótum. Síðan þá hefur enn meiri vigt verið lögð í póstverslunina, starfsfólki fjölgað og nú eru þau fjögur sem starfa þar, auk Amdísar. Þrátt fyrir stuttan starfstíma „í póstinum" er Arndís öllum hnút- um kunnug innan Hagkaups, en hún kom fyrst þangað árið 1983. „Það sem vakti áhuga minn á fyrirtækinu var að vinur minn var þar í starfs- þjálfun og ég ákvað að sækja um líka. Starfsþjálfunin tók 9 mánuði, en hún miðar að því að kynna fólki það sem reksturinn snýst um, auk þess sem hún er leið fyrir stjórnend- ur að finna út hvaða störf henta fólki best. Þegar leið á starfsþjálfun- artímabilið var mér beint inn á stjórnunarsviðið,“ segir Arndís. Hún fékk ýmis sérverkefni og segist í raun hafa fengið mjög góð tækifæri til að sýna hvað í henni bjó. Menn hélduað ég væri skrítln Kveðjan sem afgreiðslufólk á kössunum í Hagkaup kastar á við- skiptavini er eitt afreka Amdísar frá starfsþjálfunartímabilinu. Það var nefnilega hún sem átti hugmyndina að „Góðan daginn" Morgunblaðið/Kristinn „PÓSTÞJÓNARNIR" hjá Hagkaup. Önnur frá hægri er Arndís B. Sigurgeirsdóttir, yfirmaður póstversl- unarinnar. Við vinstri hlið hennar er Rut Gunnarsdóttir og hinum megin Guðni Þórisson og Ólöf Olsen. ávarpinu. „Menn héldu að ég væri orðin eitthvað skrítin þegar ég fór fyrst að impra á þessu, en það tókst að koma þessu inn hjá starfsfólk- inu,“ segir Arndís. „Hvernig fínnst þér þetta?“ spyr hún svo blaðamann. Og jú, vissulega er það notalegt að fá svona kveðju, en hins vegar þyk- ir blaðamanni hún stundum fara fyrir ofan garð og neðan ef hugur fylgir ekki máli. „Það á ekki að vera þannig," segir Arndís. „Þá er hugarf- arið ekki rétt.“ Talinu er aftur snúið að ferlinum innan Hagkaups. Eftir að þjálfuninni FYRIR skömmu voru haldnir tveir fyrirlestrar í Norræna húsinu um eyrnasuð, sem er hvers kyns hávaði eða hvinur sem heyrist frá eyra eða höfði. Félagið Heyrnarhjálp stóð fyrir þessum fyrirlestrum og að sögn Jó- hönnu S. Einarsdóttur, framkvæmda- stjóra félagsins, vöktu þeir mikla at- hygli. Telur hún að um 250 manns hafi mætt á þá báða. Auk þess hafí fjölmargir hringt á skrifstofu Heyrn- arhjálpar til að spyijast fyrir um og ræða nánar um eyrnasuð. I framhaldi af því hafa svo margir skráð sig í félagið. Samkvæmt upplýsingum frá Heyrnar- og talmeinastöð íslands er vægt eyrnasuð mjög algengt fyrir- bæri. Næstum allir finni fyrir slíku eftir mikinn og hvellan hávaða eða jafnvel upp úr þurru, en yfirleitt hverfi það eftir smátíma. Rannsóknir sýni hins vegar fram á að um 10-20 pró- sent af öllu fólki finni fyrir langvar- andi eymasuði. Einar Sindrason háls,- nef- og eyrnalæknir' er yfirlæknir á Heyrnar- og talmeinastöð íslands. Rannsóknir á eyrnasuði hafa verið hans áhugamál í áratugi og hefur hann sjálfur þjáðst af því í fjöldamörg ár. Einar segir að á síðastliðnu ári hafi 149 manns komið til Heyrnar-og talmeinastöðvar íslands beinlínis út af eyrnasuði. „Slíkt suð getur verið mjög mismunandi og mismikið. Sumir líkja því við bassatón en aðrir tala um að þetta séu mjög háir tónar. Enn aðrir segja að styrkur tónsins sé mjög breytilegur; stundum vægur og stund- um sterkur," segir hann. Hávaðl algengasta orsökfn Eyrnasuð er í flestum tilvikum ekki flokkað sem sjúkdómur heldur sé það ástand sem hijái fólk og hafi mismun- andi áhrif á hvem og einn. Orsakir þess geta verið fjölmargar; sumar þekktar en aðrar óþekktar. „Lang- meiri möguleikar em á að það lagist. Að sögn Einars má ýmislegt reyna, til að draga úr styrk eyrnasuðsins og gera það bærilegra. Til dæmis ef að eyrnasuði fylgir heyrnartap geta heyrnartæki verið góð hjálp. „Heym- artækið magnar þannig umhverfis- hljóð og deyfir eyrnasuðið eða tekur það alveg í burtu í einstökum tilvik- um. Ef ekki er um að ræða heyrnar- deyfð er hægt að senda viðkomandi í ýmis konar tilraunastarfsemi. Til dæmis erum við með ákveðið tæki sem kallast „suðari“ eða „masker“. Fundið er út á hvaða tíðnisviði eyrnasuðið er og síðan er reynt að líkja eftir þessum tóni og annar sendur inn í eyrað,“ •segir hann. „Auk þess er ég að prófa ákveðið lyf á fólki með eyrnasuð, en sem stendur er ekki mikill árangur af því. Þá er verið að prófa að senda fólk í háþrýstimeðferð. Hún byggir á því að þegar suðið er nýbyijað, sé hugsan- lega um að ræða lítið sár í eyranu sem síðan valdi varanlegri skemmd. Þegar sjúklingur er í háþrýstiklefa er auð- veldara að koma blóði til þessa svæð- is eða líffæris og koma þannig í veg fyrir að það skemmist. Viðkomandi er þá sendur í tíu til tuttugu skipti í klefann í þeim tilgangi. Hafa sumir náð bata en aðrir ekki,“ segir hann. Eins og fyrr var minnst á hefur eyrnasuð hijáð Einar í fjöldamörg ár. Hann segir að það hafi byijað þegar hann starfaði á mjög háværum vinnu- stað á menntaskólaárunum. „Ég er þó fyrir löngu hættur að líta á eymasuðið sem vandamál hjá mér og hugsa sem minnst um það. En það er einmitt það fyrsta sem ég ráðlegg mínum skjól- stæðingum; mikilvægast sé að þeir reyni að gleyma eymasuðinu. Passa sig að hafa aldrei algera kyrrð og sofna jafnvel við útvarp,“ segir hann að lok- um. ■ Arna Schram flestir af þeim sem eru með eyrnasuð hafa fengið það eftir að hafa unnið í hávaða. Auk þess getur einn hávær hvellur eða sprenging valdið því að fólk fái langvarandi suð fyrir eyrun, til dæmis er þó nqkkuð um að skyttur þjáist af slíku. Á hinn bóginn hafa margir sem eru með eymasuð aldrei unnið eða verið í hávaða,“ segir hann. Hvað er til ráða? „Það fyrsta sem er gert þegar ein- hver kvartar yfir eyrnasuði er að senda viðkomandi í heyrnarfræðilega rannsókn til að komast að uppruna suðsins. Lítið sem ekkert er hægt að gera við eyrnasuði nema um sé að ræða sjúkdóm í heyrnartauginni, ytra- eða miðeyra. Meðferðin við eyrnasuði fer því eftir aðstæðum og ræðst að miklu leyti af því hvort viðkomandi sé með einhvern sjúkdóm sem veldur eyrnasuði og hægt er að lækna. Ef ekki, eins og raunin er í langflestum tilvikum, er hægt að útskýra á fag- mannlegan og nærgætinn hátt að þarna sé því miður komið nokkuð sem viðkomandi verður að læra að lifa með,“ segir hann, en bætir því við að stundum læknist eyrnasuð af sjálfu sér. Reglan sé þá yfirleitt sú að þvi styttri tíma sem suðið hefur verið því Índíánatíska að hætti Pocahontas TEIKNIMYNDAHETJAN Pocahontas frá Walt Disney nýtur ekki aðeins vinsælda í kvikmyndahúsum heldur einnig í tískuheiminum. Á hárgreiðslu- sýningu Gianni Versace sem haldin var nýlega, voru fyrir- sæturnar með mávafjaðrir í hárinu að indíánasið. Þar gætti áhrifa frá teiknimyndinni uin indíánastúlkuna Pocahontas. Fjaðrir gegna einnig lykilhlut- verki í auglýsingum frá Chann- el og þegar John Galliano kynnti haust- og vetrartískuna voru andlit sýningarstúlknanna máluð að hætti indíana. Tíðarandi og tíska í vörulista Hagkaups FLEST er breytingum undirorpið og margt breytist meira á 35 árum en póstlisti Hagkaups. Vetrarlist- inn 1961-1962 var veglegur, 52 blaðsíður, en hérna er um að ræða 2 tölublað 1. árgangs. I formála segir að ein helstu vandkvæðin á að gefa út svona vörulista hér á landi, sé óstöðugleiki verðlagsins. „Þar má segja að allt sé á hverf- anda hveli: innkaupsverð erlendis, kaupgjald hér, gengisskráning og nú síðast breytingar á tollskránni og e.t.v. hækkun söluskatts og reyndar fleira, sem allt hefur áhrif á endanlegt verð hverrar vöru.“ Nýi listinn sem gildir til 12. júní 1996, er 20 blaðsíður, en í stærra broti. Þar leikur matvaran stærra hlutverk, en húsgögn og stærri heimilistæki eru meira áberandi í eldri listanum. Að öðru leyti er vöruúrvalið ekki svo mjög ólíkt, lýsir bara tíðaranda og tísku hvors tíma um sig. ■ Að búa við eyrnasuð ELFA Dögg Einarsdóttir leik- skólakennari hefur verið með eyrnasuð í fjöldamörg ár. Hún er jafnframt heyrnarskert og er talið að eyrnasuðið sé tengt þvi. Hún segir að suðið sé stanslaust og að tónninn sé ekki sá sami í báðum eyrum. „Suðið er hvorki hátt né skerandi og má frekar lýsa því sem hvin fyrir eyrum,“ segir hún. „Eg reyni að láta það ekki pirra mig þótt óhætt sé að segja að þetta sé mjög þreytandi þegar til lengri tíma er litið. Eg reyni að hugsa sem minnst um þetta og sem betur fer truflar þetta ekki svefninn hjá mér,“ segir hún enn- fremur. Elfa segist hafa notast við heyrnartæki, sem magni umhverf- ishljóð og deyfi þannig eyrnasuðið og hafi það gefið góða raun. Þá finnst henni óþægilegt að vera í algerri þögn. A þann hátt hafi hún með tímanum fundið út hvað hent- ar henni best til að minnka áhrif suðsins og smám saman hafi hún lært að lifa með þvi. ■ Morgunblaðjð/Halldór Einar Sindrason yfirlæknir á Heyrnar- og talmeinastöð íslands hefur fylgst með eyrnasuði í áratugi. Suð í eyra er vandamál sem margir íslendingar þekkja «*■ ■ - ■ „Pæg^i- legog hentug hettukápa, sem allar dömur vilja nú eign- ast.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.