Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Námskeið Akureyri Egilsstaðir ísafjörður Reykjavík Reiki I 5. júlí 12. júlí 19. júlí 26. júlí Reiki II 6.júlí 13. júlí 20. júlí 27. júlí Reikimeistari 7. júlí 14. júlí 21. júlí 28. júlí Þróun í kennslu á reiki-námskeiðum gerir nú öllum kieift að læra að nota og beita reiki til andlegrar uppbyggingar og betri iíðan. Lægra gjald þýðir að reiki-námskeið er nú á allra færi. Reiki I (fyrir byrjendur) kr. 5.000. Reiki II (framhaldsnámskeið) kr. 7.000. Reikimcistara-námskcið kr. 20.000. REIKimiðstöðIN Skúlagötu 26. Reykjavlk. I versl. BETRA LÍF í Borgarkringlunni, Rvík, færðu bæklinginn, „Reiki fyriralla" (póstsendur út á land, sími 581-1380) með 35 spurningum og svörum um reiki. Dæmi: „Hvað hefur reiki umfram yoga?“ „Hvað getur reiki gert fyrir mig?“ „Hvernig er reiki kennt?" o.fl. U ngmennin elta tískuna og götulíf stórborganna ber þess vitni SjáHsKjáp mtl Reikt MÖRG erum við meira og minna föst í klóm tískunnar og í hinum upplýsta heimi er oft á tíðum ótrú- legt að sjá hversu ráðandi hún er. Margar þjóðir eiga sér eigin tísku, sem ræðst þá gjarnan af hefðum. Hefðir verða hins vegar sífellt fyr- ir meiri áhrifum tískusveiflna, ekki síst fyrir tilstuðlan unga fólksins sem hrífst með. Tískan getur jafn- vel á augabragði breytt yfirbragði iðandi mannlífs stórborgar. Þar sem í gær voru allir klæddir í mjúka jarðliti og konur báru tösk- ur úr basti eða höri, sést enginn í dag nema íklæddur skærum lit- um, kvenfólk í síðum eða vel stutt- um pilsum, þröngum „Barbie“-bol- um og helst með töskur úr plasti, þykkbotna skóm og með svo stuttar hálsfestar að allt eins gæti verið um hundaólar að ræða. Amsterdam mannsins. Ekki verður um villst hverjir hafa peninga og getu til að eltast við tískustraumana því í huga unga fólksins er það tákn kapítalismans að klæðast tísku- fatnaði, versla í réttum verslunum og eiga réttu merkin. Þeir sem á annað borð eru í aðstöðu til að versla í tískuverslunum, sem enn sem komið eru fáar, gera það svo um munar og klæðast hversdags eins og þeir séu á leið á diskótek eða tónleika, nýkomnir úr verslun- arleiðangri frá Mílanó, París eða New York. Á sama tíma ganga margir jafnaldrar þeirra sem minna mega sín í einföldum fatn- aði og þeir sem verst eru settir, sem í raun og veru er meirihlut- inn, í görmum. Áhangendur tískunnar Upplýsingasími: 562-3677 Af evrópskum borgum er Amsterdam eflaust kunnust fyrir fijálsræði og hleypidómalausa stefnu hvað klæðaburð snertir, en um 1970 eða í lok gleðiára hippa og blómabarna, var sem borgin blómstraði. Konur og menn sköpuðu sér eig- in fatastíl frekar en að fylgja reglum eða línum tískunnar, hver klæddist því sem hann vildi og best hentaði. íslendingar, jafnt sem aðrir, flykkjast til Amsterdam ár hvert til að kaupa fatnað og fylgi- hluti, til eigin nota eða fyrir verslanir og fyrir hvaða markað tískunnar sem er. í Amsterdam getur maður átt von á að sjá svo að segja hvað sem er í sambandi við klæðaburð, ennþá sjást leifar hippatímabilsins, nokkuð er um pönkara, diskófrík og allt þar á milli. Þrátt fyrir þessa fjölbreytni klæðir unga fólkið sig jafnt sem aðrir yfirleitt í samræmi við veðráttu á daginn, en vindur svo kvæði sínu í kross þegar kvölda tekur og haldið er út á líf- ið. Um þessar mundir eiga merki eins og Diesel og Fred Perry gjarnan upp á pallborðið. Stelpurnar klæðast skærlitum eða svörtum þröngum fatnaði og margir strákanna minna eldra fólkið á heit- asta tímabil Mick Jaggers og félaga í kringum 1970. Hong Kong í Hong Kong eru poppstjörnur og sjónvarpsstjörnur ásamt íþróttafólki mjög ráðandi í mótun tískunnar. Krakkarnir virðast láta sig hafa hvað sem er og skiptir þá ekki máli hvaða árstíð er um að ræða. Ef þungir og lokaðir skór eru í tísku láta þau ekki sól og sumar hafa áhrif, heldur klæðast einmitt þess háttar skóm, en viðurkenna þó að þau gangi ekki líkt því eins langt í þeim efnum og jafnaldrarn- ir í Tókyó. í dag er enginn maður með mönnum í Hong Kong nema hann beri stórt Swatch-úr, klæðist þröngum skærlitum bolum úr gerviefnum eða plasti og sé virki- lega með á nótunum í orðsins fyllstu merkingu. Búkarest Eitt af þeim löndum sem á und- anfömum árum hefur fengið að kynnast krafti tís- kunnar svo um munar er Rúmenía. Þó að ekki séu nema um fimm og hálft ár liðin síðan Rúmenía opnaði dyrnar fyrir hinum vestræna heimi og þá um leið heimi tískunnar, þá eru áhrif hennar þegar orðin töluverð. Unga fólkið er þar í fararbroddi sem víða annars staðar. I Búkar- est, höfuðborg landsins, er tískan hvað mest áberandi og þar blasa við ótrúlegar andstæður peninga- mannsins, meðaljónsins og fátæka Það sést best hve ráðandi tískan og straumar hennar geta verið hverju sinni, að hvort sem við erum stödd í Hong Kong eða Amsterdam, Búkarest eða heima á íslandi þá er staðreynd að nú klæðast áhangendur tískunnar lit- ríkum fatnaði helst úr nylon, polyester eða vis- kose, glansandi eða jafn- vel með plastáferð. Fatn- aðurinn á umfram allt á að vera þröngur og sýna sem best allar línur. Svart og hvítt á líka upp á pall- borðið, segja frömuðir tískunnar, einnig brúnir og drappaðir litir. T tösk- ur, veski og að sjálfsögðu skómir, ásamt spennum og öðru smádóti, gegna stóru hlutverki til að full- komna útlitið. Það sem í dag er „heitast“ eða mest í tísku, verður á morgun úrelt og jafnvel fáránlegt, en þá taka við nýjar línur, litir, snið og efni skapað af stílistum, tísku- hönnuðum, tónlistarfólki og íþróttafólki eða öðrum áhrifavöld- um tískunnar. Við hin fylgjum þessu eftir, eins og lömb á leið í sumarhagann þar sem við dveljum þar til tími er kominn til að snúa aftur heim í hús og taka við næsta skammti af straumum og stefnum tískunnar. ■ Guðlaug L. Arnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.