Morgunblaðið - 09.06.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 09.06.1996, Síða 1
Hvað kostar leigubíllinn? FERÐABLAÐIÐ frétti af ís- lending sem var nýlega á ferð í Svíþjóð. Hann tók leigubíi á flugvellinum í Arlanda til Kista, sem er úthverfí Stokk- hólms. Leigubílstjóri frá Un- ited Taxi 020 rukkaði hann um 495 sænskar krónur, sagði að það væri fast verð. Nokkr- um dögum síðar fór okkar maður sömu leið til baka með Taxi Kúrir og greiddi þá 280 sænskar krónur. Hann segist hér eftir muna að kynna sér verðið áður en hann velur bíl. Ferðaþjónusta er ört vaxandi at- vinnugrein við Di- skóflóa á vestur- strönd Grænlands. Uummannaq er fallegur bær á lit- illi eyju innarlega í Uummannaq firði í flóanum. 2 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 BLAÐ C Danmörk Ódýrir bílaleigubílar fyrir íslendinga Tveggja vikna gjald: Opel Corsa, dkr. 2.995 Opel Astra, dkr. 3.590 Opel Astra st., dkr. 3.990 Opel Vectra, dkr. 4.390 Innif. ótakm. aksturog tryggingar. Fáið nánari verðtilboð. Nýkominn sumarhúsalisti sendist ókeypls fjölbreytt úrval sumarhúsa um alla Danmörk. internatípnat Car Rental ApS. Uppl. á Islandi sími 456-3745. Skemmtisigling um Faxaflóa nýtur vaxandi vinsælda hjó íslendingum jafnt sem útlendingum AMSTERDAM Lundaskoðun og sjóstangaveiði eða bara sigling inn í sólarlagið SKEMMTISIGLING um Faxaflóa nýtur vaxandi vinsælda. Margir útlendingar nýta sér þennan möguieika og Islendingar eru líka að komast á bragðið með sjóstangaveiði á flóanum eða lunda- skoðun í Lundey. Sigling inn í sólarlagið á fallegu sumarkvöldi heillar líka. Andrea frá Hafnarfirði er 50 manna bátur sem gerir út frá Ægisgarði í Reykjavík. „Við erum með þriggja til fjögurra stunda sjóstangaveiði- ferðir," segir Davíð Pétursson. „Það eru 24 stang- ir um borð og aflinn er grillaður þar og borinn fram með meðlæti." Andrea fer út skv. pöntun en til stendur að setja líka upp fasta áætlun. Ferðin kostar 3-4.000 kr. á mann eftir fjölda í hóp. Andrea er leigð út til útsýnis- eða kvöldsigl- inga fyrir 25.000 á klukkutímann. Kvöldsigling fyrir almenning Árnes er 80 manna skip sem gerir út á sjó- stangaveiði og skoðunarferðir á Faxaflóa þar sem lundar, höfrungar og hvalir eru vinsæl sjón. Að sögn Jörundar Guðmundssonar, er skipið mest notað fyrir 40-80 manna hópa. „Það er oftast beðið um mat í ferðunum og þá bjóðum við sjávar- rétti, oft grillaða." Árnes verður líka í áætlunar- siglingum að kvöldlagi 1-2 í viku. „Þetta verður tveggja ti! þriggja tíma sigling um sundin blá sem Morgunblaðið/Ásdís ÁRNES á leið í höfn. kostar 2.500,“ segir Jörundur. Hótel Vík gerir Perlu út. „Við bjóðum aðallega þriggja tíma sjóstangaveiðiferðir,“ segir Jóhannes Valgeir Reynisson. Perla fer líka með fólk í kvöldtúra og lundaskoðunarferðir út í Lundey. „Það kemur Reykvíkingum ótrúlega oft á óvart að hér er fullt af lunda. Perla tekur 6 farþega í sjóstangaveiðina og kostar ferðin 4.600 krónur á mann. Fuglaskoðunin tekur einn og hálfan tíma og kostar 3.200. 12 komast í þá ferð. Frá Suðurnesjum og Akranesl Helga Ingimundardóttir gerir út bátinn Eldey frá Suðurnesjum. „Við bjóðum ferð út að Eldey og þá leggjum við upp frá Sandgerði. Síðan erum við með styttri ferðir frá Keflavík," segir Helga. Eldeyin tekur 50 manns. Styttri ferðirnar taka 3 tíma og kosta 3.900 krónur á mann. Þær lengri taka fimm og hálfan tíma og kosta 6.500. Á Eldingu 2. er farið í sjóstangaveiði, bæði frá Akranesi og Reykjavík. „Við setjum upp þriggja tíma ferðir, en annars geta þær verið eins langar og fólk vili,“ segir Gísli B. Árnason. Elding 2. tekur átta manns og er hægt að panta bátinn bæði frá Akranesi eða Reykjavík. Þriggja tíma ferðin kostar 4.000 kr. á mann og er boðið upp á kaffi og meðlæti um borð ■ ► Kaupglaðir ferðalangar í Amsterdam hafa ástæðu til þess að kætast yfir nýjum lögum sem heimila verslunareigendum að hafa opið á sunnudögum milli kl. 12 og 17. Upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn og söfn eru al- mennt opin á sunnudögum líka. LEGOLAND ► Legoland hið danska hefur opnað útibú í Windsor í London og stefnir í framtíðinni á frekari landvinninga, því hvorki fleiri né færri en 15 ný Legolönd eru á teikniborðinu. Næst er á áætlun að opna Legoland í San Diego eftir þrjú ár. Það er reyndar spurning hvort rétt sé að kalla Legolandið í London útibú frá því í Danmörku, því það tvöfalt stærra og reiknað er með því að 1,4 milljónir manna heimsæki það fyrsta árið. Staðurinn í London er byggður upp á sama hátt og sá í Danmörku, þar eru litlar útgáfur þekktra bygginga, Big Ben klukk- unnar og Tower turns, svo dæmi séu tekin. Alls eru um 800 bygg- ingar í nýja Legolandinu og 700 lestir, skip, kranar, dýr og mann- eskjur. Allt úr legokubbum, en alls fóru 50 milljón kubbar í her- legheitin. Stærsti hluturinn er risaeðla úr 250 þúsund kubbum. Stóra Austurlandaferðin, 5. okt. 3 vikur Perlur Austurlanda í einni ferð: Draumaeyjan BALI, viðskiptaundrið SINGAPORE, brennipunktur Austurlanda HONG KONG á tímamótum, besti verslunar- og skemmtistaður Austurlanda BANGKOK, á ótrúlegum kjörum. Fá sæti laus. Ferð ársins „TÖFRAR 1001 nætur“ 17. okt. 3 vikur. Sérkennilegur, heillandi heimur Austurlanda. Ótrúleg fegurð á frábæru verði. Örfá sæti laus. nda e ValI«^‘áhá‘Wf OkKar sambön «. þinn ba9ur FERÐASKRIFSTOFAN rnrn^ HEIMSKLUBBUR INGOLFS Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564 Sigling á Karíbahafi eða sæluvika á draumaeynni Dominikana Siglingar á nýjustu skemmtiskipum heimsins. Enn nokkrir klefar lausir á tilboði 2 fyrir 1. Umboð á íslandi: CARNiVAL CRUISE LINES. Dvöl á fegurstu eyju Karíbahafs með öllu inniföldu á PUERTO PLATA VILLAGE NÝTUR SfAUKINNA VINSÆLDA. Spennandi valkostur á verði Evrópuferðar. Ferðir allt árið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.