Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 8
VIDSKIPn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 Fyrírtæki Sigurjóns Sighvatssonar og félaga færir út kvíarnar Festa sig í sessi utan Bandaríkjanna SIGURJÓN Sighvatsson og félagar í Lakeshore Entertainment eru að auka við sig í dreifingu utan Bandaríkjanna. FYRIRTÆKI Siguijóns Sighvats- sonar, Lakeshore Entertainment, hefur fest kaup á eignum dreifing- arfyrirtækisins Trans Atlantic Ent- ertainment, sem fela meðal annars í sér safn ríflega 350 kvik- og sjón- varpsmynda. Kaupverðið er á milli 20 og 30 milljónir dollara, að sögn Sigurjóns, eða ríflega 1-1,3 millj- arðar króna. Kaupin hafa verið túlkuð í Daily Variety sem liður í útþenslu Lakeshore í dreifingu og sölu kvikmynda á mörkuðum utan Bandaríkjanna. Siguijón er forstjóri fyrirtækis- ins, sem var stofnað í árslok 1994 af Ted Tannebaum og Tom Rosen- berg (sem er umsvifamikill á fast- eignamarkaði í Chicago), en Sigur- jón gekk til liðs við fyrirtækið í fyrra og á fjórðung þess. Lakeshore er með dreifingarsamning við Para- mount kvikmyndaverið innan Bandaríkjanna og á síðarnefnda fyrirtækið hlut í því fyrrnefnda. í hópi efni- legustu nýliða „Með þessum kaupum erum við komnir í dreifingaraðstöðu um allan heim og getum selt og dreift þeim kvikmyndum sem við framleiðum, auk þess sem eldri myndimar auð- velda gerð samninga. Við emm því að færa út kvíarnar, en eftir kaup- in mun TAE kallast Lakeshore Int- ernational," segir Siguijón. Fyrirtækið hefur að undanförnu leitað fyrir sér á ýmsum erlendum mörkuðum og horfir sérstaklega á fyrirkomulag sem hefur verið að ryðja sér æ meir til rúms á meðal smærri aðila og sjálfstæðra í banda- rískri kvikmyndaframleiðslu. Það byggist í stórum dráttum á að sjón- varps- og kvikmyndafyrirtæki í Evrópu eða Asíu leggi fé í fram- leiðslu myndarinnar, gegn því að hreppa rétt til dreifingar hennar á tilteknu svæði, til dæmis Þýska- landi og Austur-Evrópu. TAE-fyrirtækið átti afþreyingar- myndir sem margir kannast við, á borð við t.d. Hellraiser-myndaröð- ina, Wanted Dead or Alive, Children of the Corn og Soul Man, auk ný- legra listrænna mynda á borð við Angela, Female Perversion og Murder in Mind sem skartar breska Ieikaranum Nigel Hawthorne í aðal- hlutverki. Siguijón segir talsverðar vonir bundnar við Lakeshore í bandarísk- um kvikmyndaheimi, og þykir það meðal „efnilegustu nýliða“ í hópi fyrirtækja af þessari stærðargráðu og á því sviði sem Lakeshore starf- ar. Þeir eru með 15 kvikmyndir í deiglunni. Ýmsar stærðar- gráður mynda „Við erum að vinna að gerð mynda sem kosta frá 3-30 milljóna dollara og erum bjartsýnir á fram- haldið, þótt svo að þessi markaður sé nær óútreiknanlegur," segir Sig- uijón. Meðal nýrra verkefna fyrirtækis- ins er kvikmyndin „Polish Wedd- ing“, sem sænska leikkonan Lena Olin og breski leikarinn Gabriel Byrne leika aðalhlutverkið í, róman- tísk gamanmynd sem kallast „The Real Blonde“ í leikstjórn Tom Di- Cillo og hefur Matthew Modine samþykkt að fara með aðalhlut- verkið, auk þess sem viðræður standa yfir við Isabellu Rosselini, að sögn Siguijóns, auk mynda sem nefnast „Till There Was You“ og „Box of Moonlight". Þessu til við- bótar má nefna að Paramount hyggst dreifa myndinni „Kids In the Hall Brain Candy“ sem Lakeshore framleiddi. Verkefni á íslandi í bígerð Siguijón segir koma til greina að vinna að mynd hérlendis á næsta ári, þar sem bæði íslenska og enska yrði töluð, og yrði myndin sennilega unnin í samvinnu við Friðrik Þór Friðriksson, sem myndi þó ekki annast leikstjórnina. Vinnuheiti myndarinnar er Feldur og yrði son- ur Sigurjóns, Þórir Snær, einn framleiðenda. „Við í Lakeshore myndum leggja fé í myndina og nota sölukerfí okkar," segir Sigur- jón. Fólk Nýir starfs- menn hjá Opnum kerfum OPIN kerfi hf. hafa nýverið ráðið til starfa eftirfarandi starfsmenn: • HELGI Pétursson hefur verið ráðinn starfsmaður í þjónustu- deild. Helgi stundaði nám í tölvunarfræðum (BS) í Southern Illinois Univers- ity 1982-1985. Hann hóf störf hjá IBM 1985 og starfaði þar til 1992, þegar hann hann var ráðinn til Nýherja. Helgi mun starfa við PC-tölvur og tengingar PC- véla við allar aðrar vélar. Hann er kvæntur Lísu Pétursson og eiga þau tvö börn. • ÁRNI Gunnarsson hefur verið ráðinn í sölu og markaðsdeild og er ábyrgur m.a. fyrir markaðs- etningu á UN- IX-netþjónum. Árni útskrifað- ist frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1981 ogsem rafeindarverk- fræðingur (MS) fráAUCíDan- mörku árið 1988. Árni vann hjá IBM á íslandi sem Systems Eng- ineer (þjónusta við net, gáttir og stýrikerfi) 1988-1993 ogvann síðan hjá Einari J. Skúlasyni hf. sem markaðsstjóri 1993-1996. Árni er kvæntur Guðrúnu Dís Jónatansdóttur, bókmennta- og fjölmiðlafræðingi, og eiga þau tvö börn. • HALLDÓR Pétursson hefur verið ráðinn í sölu- og markaðsde- ild og er ábyrgur m.a. fyrir mark- aðssetningu á UNIX-vinnustöðv- um. Halldór útskrifaðist frá MA 1980 og sem tryggingaverk- fræðingur frá Háskóla íslands 1991, í bygg- ingaverkfræði frá Chalmers Tekninska Hög- skola í Gauta- borg. Hann var deildarstjóri virkjanaáætl- anadeildar Orkustofnunar frá 1991-1995 og vann síðan hjá Verkfræðistofunni Hnit hf. og Samsýn ehf. við þróun ogþjón- ustu við landupplýsingakerfi. Hall- dór er kvæntur Kristínu Hö- skuldsdóttur, ritara hjá Kæli- smiðjunni Frost, og eiga þau tvö börn. Ráðin til Kjötum- boðsins hf. • PÁLL Gústaf Arnar hefur ver- ið ráðinn sem framleiðslustjóri hjá Kjötumboð- inu hf. Páll hefur undanfarin ár verið sláturhús- stjóri hjá Kaup- félagi Þingey- inga. Páll lauk prófí sem iðn- tæknifræðingur frá Tækniskóla íslands árið 1993. Hann er stúdent frá Menntaskólanum við Sund árið 1985. Páll er kvæntur Kristínu Björk Magnúsdóttur rönt- gentækni og eiga þau tvær stúlk- ur. • NÍNA Kristinsdóttir hefur verið ráðin sem matvælafræðing- ur til Kjöt- umboðsins. Nína lauk námi í mat- vælafræði við Háskóla íslands árið 1995. Hún er stúdent frá Menntaskólanum við Sund árið 1991. Síðastliðið sumar vann Nína á Rannsóknar- stofu í Lyfjafræði en áður hafi hún unnið hjá Hans Petersen. Helgi Pétursson Ámi Gunnarsson Halldór Pétursson Páll Gústaf Arnar Torgið Leitað á erlend mið ÍSLENSK sjávarútvegsfyrirtæki sækja í auknum mæli í érlend verk- efni vegna aflasamdráttar á ísland- smiðum. Þar er að finna fjölmörg vænleg tækifæri því í hópi 20 stærstu fiskveiðiþjóða heimsins eru 11 þróunarlönd og hefur afla- hlutdeild þeirra aukist úr 27% af heimsaflanum árið 1950 í rúmlega 50% árið 1994. Miklir möguleikar virðast vera fyrir hendi á að flytja út tækni og þekkingu varðandi veiðarnar. Sam- starfsaðilum erlendis er kennt að beita betur þeim skipum sem þeir hafa aðgang að og nota rétt veið- arfæri við veiðarnar. í erindi Guðbrands Sigurðsson- ar, framkvæmdastjóra þróunar- sviðs íslenskra sjávarafurða, á aðalfundi íslenska fjársjóðsins í síðustu viku kom fram að ÍS er að breytast úr þjónustufyrirtæki sem þjónar innlendum framleiðendum í þekkingarfyrirtæki sem er að vinna á heimsmarkaði. ( Namibíu eiga ÍS 20% í útgerð- arfélaginu Seaflower White fish corp. á móti namibíska ríkinu. Þar rekur fyrirtækið þrjá ísfisktogara ' og einn frystitogara ásamt full- komnu frystihúsi sem opnað var þann 1. desember á síðasta ári. Seaflower White fish corp. hefur yfir 10.000 tonna kvóta að ráða og er aflinn að mestu leyti Suður- Afríku lýsingur. Á Kamtsjatka í Rússlandi gerði ÍS samning við UTRF, stærsta út- gerðarfélagið á Kamtsjatka, um rekstur á 26 togurum og veiðar á 140.000 tonna kvóta félagsins auk þess að sjá um vinnslu og sölu á afla togaranna. Bæði í Namibíu og á Kamtsjatka hefur íslensk þekking og reynsla reynst vel og skilað miklum ár- angri. Guðbrandur ráðleggur forsvars- mönnum íslenskra fyrirtækja, sem vilja starfa að erlendum verkefn- um, að fara til staða þar sem grunngerð þjóðfélagsins er í lagi. Eins að velja staði þar sem þekking og veiðitækni íslenskra sjómanna nýtist. Góður undirbúningur nauðsynlegur Helsta hindrun íslenskra fyrir- tækja á alþjóðamarkaði er vöntun á áhættufjármagni, verkefnin eru oft á tíðum mjög stór miðað við þann mælikvarða sem þau eru að vinna á. Annað sem háir íslending- um er léleg tungumálakunnátta. í Austurlöndum fjær er aðallega töluð kínverska og japanska og í Suður-Ameríku spænska eða portúgalska. Allt eru þetta tungu- mál sem mjög fáir íslendingar tala og skilja. Víða er verkkunnátta og -þekking ólík íslenskri og oft þarf að byrja á að kenna starfsmönnum rétta umgengni og þrifnað í kring- um hráefnið. Mismunandi viðhorf og lífsgildi ásamt stjórnarfari í við- komandi ríki hafa einnig mikið að segja um hvernig erlendu verkefn- in ganga. Til þess að koma í veg fyrir seinni tíma vandamál þá þurfa íslensk fyrirtæki sem ætla í sam- starf við erlenda aðila að gæta þess strax í upphafi að hlutverk beggja aðila séu skýrt skilgreind. Guðbrandur benti á að gott samgöngukerfi skipti miklu líkt og ÍS hafi reynt í Víetnam á síðasta ári. „Þegar við vorum að þreifa fyrir okkur um samstarf þar í fyrra komumst við að því að í Víetnam eru einungis tvær útflutningshafnir og þegar kemur að útflutningi á afurðum þá myndast algjört öng- þveiti þar. Þess vegna ákváðum við að bíða með samstarf þar í nokkur ár.“ Verkefni ÍS á Kamtsjatka er stórt og segir Guðbrandur að þar hafi skipt miklu máli að þeir hafi þekkt vel til á Kamtjatka áður en þeir gerðu samning við UTRF. Til að mynda hafi tungumálaörðugleikar haft meiri áhrif heldur en búist var við. Þrátt fyrir það væru jákvæðar hliðar samstarfsins fleiri en þær neikvæðu og mjög líklega yrði skrifað undir langtímasamning um áframhaldandi samstarf á Kamt- sjatka í ágúst næstkomandi. Þrátt fyrir minnkandi afla á ís- landsmiðum hefur heimsaflinn aukist á undanförnum árum og munar þar mestu um aukningu í eldi. Margt bendir til að aflahlut- deild íslendinga eigi eftir að aukast á næstu árum. Sjávarútvegsfyrir- tæki sem þegar hafa leitað verk- efna erlendis geta miðlað öðrum áhugasömum aðilum af reynslu- og viskubrunni sínum. Að mörgu er hins vegar að hyggja þegar kem- ur að staðarvali og ýmislegt sem getur tafið og komið í veg fyrir áætlaðar framkvæmdir á alþjóða- vettvangi. GH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.