Alþýðublaðið - 08.12.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.12.1920, Blaðsíða 1
CáeíIÖ íit aí A.lþýðuflokknum 1920 Miðvikudaginn 8. desember. 283 tölubl. Víslr o§ lanðsverzlnnln. Út af ummæium í »Vísi« í gær liefir verið leitað upplýsinga hjá iandsverzluninni um sykur- og kola- verð, og hafa fengist þessar skýr- ingar: Sykurverðið. Landsverzlunin tiefir engar sykurbirgðir fyririiggj- •andi, hvorki hér í Reykjavík né 4U ura Iand. Hún getur því engu tapað á verðfalli á sykri. Nægur sykur mun vera til hjá ’&aupmönnum í landinu til nýjárs. Landsverztunin hefir þó keypt ^ykur, sem kemur næst með Guli fossi. Engar líkur eru til þess, að aðrir geti selt sykur við svo lágu verði, sem þá mun verða selt hjá lienni. Molaverðið. Landsverzlunin hefir sélt kolin 2 kr. ódýrara skippund- áð heldur en hf. Kol og Salt. Kolin, sem hf. Kol og Salt selur, «ru létt skozk kol, sem varla er hægt að nota til skipa, en mest- öll landsverz’unarkolin eru gufu- skipakol, sem eru 25 kr. og þar yfir dýrari tonnið i innkaupi held- ur en skozku kolin. Ástæðurnar til þess, að Iandsverzlunin réðst i þessi kolakaup, voru þær, að hf. Xol og Salt keypti aðeins skozku kolin, sem voru ódýrust, en aðeins var hægt að fá smáfarma af stöku sinnum, svo að fyrirsjáanlegur var kolaskortur i landinu, ef lands- verzlun gerði ekki stórkaup á kol- um, ekki sízt vegna yfirvofandi oámuverkfalla. Þess vegna var ráð- ist í mikil kaup frá Englandi og Amerlku, og keyptar þær beztu tegundir sem hægt var þá að fá, en eins og vitanlegt er, fengust þá aðeins ósálduð kol, þó að gufuskipakol væru. — Upp á hvesju skyldi »Vísir« finna næst? Bioin: Nýja Biosýnir: „íslenzk- ar myndir" og „Málamyndargift- wg*. GamlaBiosýnir: „Æskubrek*. 6nim. Katnban í jtðregi. Um mánaðamótin okí.—nóv. fór Guðmundur Kamban til Krist íaníu og hé!t þar fyrirlestur um enska skáldið Oscar Wilde. Social Demokraten (norska) far&st svo oið um fyrirlesturinn, sem hafði verið mjög vel sóttur: »Fyrirlesturiric, sem stóð yfir í 2 stundir, var óvenju fróðlegur; hann var ekki úrtak úr hinum fögru verkum skáldsins, heldur sem lofgerð til mannsins Osear Wilde og sem áfelling á enskt réttarfar. Listamaðurinn og fagurfræðing- urinn Oscjr Wilde var dæmdur í tveggja ára betrunarhúsvist fyrir glæp, sem aldrei var sannaður, og sem aldrei var minst á við fjöida annara rnanna, og er hann kom úr fangelsi, varð hann að lifa undir dulnefni l Frakklandi. Kamban hafði safnað nýjum og miklum gögnum um málsóknina á hendur Oscar Wilde." Fyrsta kvöldið var Kamban í þjóðleikhúsinu og horfði þar á leikrit sitt, »Vér morðingjar®, sem ætíð var leikið fyrir fullu húsi. Þótti honum leikurinn takast vel og var einkum hrifinn af leik frú Dybwad (Normu). Áhorfendurnir vissu að höfundurinn var viðstadd- ur og lintu þeir ekki látum fyr en hann sýndi sig á leiksviðinu. — Hann var kallaður fram 8 eða 10 sinnura i leikslokin, ýmist einn, eða með frú Dybwad og Oddvar, þeim er lék Ernest. Verðlæbkun. Hún breiðir um sig verðlækkunin sem verz!. V. B. K. byrjaði á á vefnaðarvör- um, og er slíkt vel farið. Einnig eru ýmsar nauðsynjavörur að lækka, smátt og smátt, og „Litia Búðin" reið á vaðið með ýmsar tóbaksvörur. Jarðarför okkar hjartkæru fóstur- dóttur, Sigriðar G. M. Guðjóns- dóttur fer fram föstudaginn IOl þ. m. frá heimili okkar kE. I e. m. Óðinsgötu 32. Sigriður Kristjánsdóttir. Símon Simonarson. mbhbmmmammamLZ €rleað simskeyti. Khöfn, 7. des. Bandamanrafunður. Símað er frá Berlín, að sendi- menn bandamanna komi saman f Bryssel 13. þ. m , til þe=.s, fyrsfc um sinn, að rannsaka hve miklar eigi að verða skaðabæturnar frá Þjóðverjum. Jfirnbrautarverkfallið. Sfmað er frá Kristjaníu, a9 verkfallið haldi áfram, en altaf komist þó fleiri iestir af stað. Sinn-Feinar hóta illn. Sfmað er frá London, að Sinn- Feinar hóti að mýrða alla Ira, sem byrji samninga við Breta. Alþjóða verkamannaþing verður haldið 22. þ. m. Ræðlr það um útvegun óunnra efna, gengfsbætur, undirbúning undir þjóðnýting framleiðslutækjanna ogf varúðarreglur gegn ofsóknum gegn verklýðshreyfingunni. Myndir frá íslandi, 1. kaffi, Reykjavfk, eru um þessar mundir sýndar f Nýja Bio. Myndirnar em af ýmsu hér: höfninni, Esjunnr, götuhlutum, Iaugunum, Islands- glímunni í fyrrasumar o. fl. Sjást þar ýmsir Reykvíkingar. Myndirn- ar eru góðar, en óviðkunnanlegar eru skýringarnar við þær suro- staðar og jafvvel r&ngar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.