Alþýðublaðið - 08.12.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.12.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Verkmannafélagíð Dagsbrún heldur fund i Góðtemplarahúsinu fimtudaginn 9. þ. m. kl. 71/* siðd. Á dagskrá verða ýms mál, sem félsgið varðar, og eru medlimirnir því ámintir um að fjölmenna. Félagsstj 6 rnin. blaðsíns er ( Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg i síðasta Iagi kl. IO árdegis, þann dag, sem þær «iga að koma i blaðið. Áskriftargjald ein jk x*. á 'tnánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. æindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Vinbrugg leyft? Hneyksli eða bannlagagat? Svo sem menn rekur eí til vill minni til, kom í haust út auglýs- ing frá >Hinum íslenzku efna- smiðjums þess elnis, að þær byggju til og seldu skósvertu, iimvötn, hármeðöi o. fi. Hitt mun færri mönnum kunnugt, að um sama ieyti fékk forstöðumaður ofannefndrar verksmiðju 2 föt, eða kriag um 500 Iítra af hrein- um vínanda frá Danmörku. 500 lítra I Hvernig gat maðurinn fengið þetta? Og hvað hafði hann að gera við þetta ? Þetta eða þessu líkt varð mér. að orði, er eg heyrði þetta, og svipuð spurning hefir mætt mér hjá þeim, sem eg hefi minst á þetta við. Vitanlegt er það þó, að vér lifum í bannlandi og að hér er bannaður tilbúningur og aðflutningur áfengra drykkja, — nema til lyfja og iðnaðar. Þá er það og vitanlegt, að forsætið I stjórn landsins skipar sá maður, sem margir æðstu menn Good- templarareglunnar studdu ákaft til þingsetu fyrir þennan bæ fyrir einu ári. Hvernig má þetta þá verða ? Svarið er ofur einfalt. Stjórnar- ráðið hefir leyít manninum ótak- markaðan innfiutning á vínanda til iðnaðar. Hvorki lögreglustjóri né umsjónarmaður áfengiskaupa gátu neitt skift sér af þessu. Maðurinn hampaði bréfinu og þar stóð leyfið svart á hvítu. Þó var maðurinn svo kurteis að láta þess getið við umsjónarmann áfengis kaupa, að fyrst um sinn mundu sér nægja 500 lítrar á mánuði, en síðar þyrfti áreiðanlega meira, þegar »forretningin« yxi. Og ekki var við þad komandi að fá vín- andana afhentan smátt og smátt, eins og vant er að iðnaðarmenn fái. 500 lítra í einul Minna dugði ekki. Hvað á svo að gera við þetta? Auðvitað búa til skósvertu, hár- meðöl og fieira. En þarf mikinn vinanda í skósvertu? Eg spyr i fávizku minni. Og hvað þurfum vér mikið af hármeðölum? Þarf 12000 Htra á ári af hárlyfjum, sem í eru 50°/o af vínanda? Hve milcið hefir verið flutt inn undan- farið af slíkrl vöru? Mér er spurn. Og ef svo er nú uð þetta fer ekki alt í skósvertu(l) og hárlyf, hvað verður þá um afganginn? Eg get ekki ieynt því að það er grunur minn og margra fleiri, að hér sé um að ræða hvorki meira né minna en áfengisbrngg í stórnm stíl. Og þ«ð sem verra er, brugg, sem stjórnarráðið ó- beinlínis leyfir. En hvort er þá heldur um að ræða stórhneyksli frá stjórnarinnar hálfu eða gloppu á bannlögunum? Getur stjórnarráðið engan veg- inn trygt það, að vínandi, sem fluttur er inn samkv. 2. gr. bann- laganna, sé eigi notaður til þess að brugga áfenga drykki? Þarf eg ekki annað en koma til stjórnar- ráðsins og segja: BEg hefi fundið upp nýja aðferð til að búa til hár- lyf. Eg þarf að flytja inn 10000 Iítra af hreinum vfnanda til þess. Þetta er iðnaðarfyrirtæki, og verð- ur rekið í stórum stíl", — þarf eg ekki annað til þéss að fá ótak- markað leyfi til innflutnings? Má eg síðan brugga koníak eða hvað sem mér sýnist úr vínandanum, láta einn dropa af „vellyktandi*1 saman við, hella síðan á glös og láta standa á miðanum: „styrkir hárið“, og selja sfðan hverjun® sem hafa vill, og þá helzt þeir® sem vita að þetta má nota víðar en í hárið? Hefir stjórnin gefið þetta leyfi að þarflausu, og i trássi' við landslög, eða gat hún ekki neitað um það? Ef stjórnin gat ekki neitað ura slíkt Ieyfi, þá vil eg spyrja templ- ara: Er þarna ekki alvarleg gloppa á bannlögunum, sem vert væri að reyna að gera við hið fyrsta að> tækifæri gefst? Ingimar Jón-son. Merkar bækur. Folk-Lore in the Old Testament heitir bók eftir Sir James Frazer (höfund hins mikla verks um þjóð- sagnir, „The Golden Bough*)i Hún er eins og nafnið beadir é um þjóðsagnir í Gamla Testament- inu, og eins og við er að búast. af höfundi þessum feykilega fróð- leg og skemtileg. [Margar þjóð> sagnir eru til um allan heim, fc. d. sagan af flóðinu mikla og sag- an af Babelsturni. Sir James Fra- zer segir, að sumpart berist þjóð- sagnir mann frá manni og land úr landi yfir afarstór svæði, en sumpart myndist samskonar sögur á stöðum er Iiggi fjarri hver öðr» um — afleiðing þess hve manns- andinn er alstaðar líkur sjálfum sér. Sama sagan og sagan af Sindarellu er t. d. bæði til meðal Indíána í Ameríku og Maóríanna á Nýja Sjálandi. Bók þessi er í þrem bindum og. kostar 37 s. 6 d. Macmillans forlag, Reader.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.