Alþýðublaðið - 08.12.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.12.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ €1 | Ilmvötn ónauðsynleg’, jg I| þegar hin góða Ideal- sápa er notuð. - Fæst i j Laug-aveg'S Apóteki. J «1 4SS 4 *.* P¥S «4* í*Viá «»* pytj n» í !%SíP §*2*P Jólavindl sem kostuðu 40 kr. 100 st., fást nú fyrir 25 kr. 100 st. Opið kiukkan 1—5. — Laugaveg 4 9. pr. Arni Benediktsson: Jóh. Norðfjörð ¥erkalýðsfélögin í Rvik hafa ákveðið að haida kvöidskemtun ásamt hlutaveltu suunud. 12. des. Þeir, sem hefðu f hyggju eð gefa rnuai, eru vinsamlega beðnir að koma þeim í Alþ.húsið fyrir föstud.kvöld. AUir áhugasamir félags- menn og konur styðjið féiagsskapinn Nánar augiýst síðar. — Nefndin. Sfór afsláitur verður gefínn af grammófónum, silfurborðbúnaði o. fl. tií jóla. ÆanEasfrœfi 12. ~ úéfi. cfflorðfjöró. 9khöqa,i? andinn. Amensk /andnemasaga. (Framh.) En hcyrðu: ef við gerum útrás til málamynda, getum við leitt at- hyglina að okkur, og reiðmaður, sem þekkir skóginn eins vel og þú, getur komíst fram hjá þeim á meðan. Þú getur fengið Brún minn. A hálfri klukkustund ertu kominn til vina minna, og þar hittir þú dugandi drengi, sem brátt munu koma með þér til þess að bjarga okkur*. „Það er erfitt fyrir rfðandi mann að komast framhjá hóp af rauðskinnujn", mælti Nathan; „þeir hafa ekki að eins hnffa og axir, heldur líka byssukúlur. Nei, það sem eg geri, verð eg að gera í laumi. Eg verð að læðast fram hjá þeim og fara gangandi. Með Guðs hjálp, og Péturs litla, mun mér takast það“. Ef betur hefði staðið á hefði Roland hikað við, að þyggja þá fórn, sem Nathan var fús til að fórna. En neyðin var of mikil til þess að hugsa um annað en frelsi. .Farðu þá í Guðs friði“, sagði fiann, „líf okkar er í hendi þinni. Það verður langt þangað til þú kemst gaagandi til landnemanna. Eg er ekki ríkur, en eg skal launa þér, með öllu því, sem eg á til“. „Vinur“, sagði Nathan hnar- reistur, „það sem eg geri, geri eg ekki vegna ágirndar, heldur vegna meðaumkvunar með veslings stúlk- unum". „Vertu mér ekki reiður; gerðu það sem þú getur, lff okkar er ef til vill komið undir einni einustu mínútu". „Eg skal gera alt sem í mínu valdi stendur", svaraði Nathan, „en vertu hughraustur, notaðu ekki skotfærin að óþörfu, gættu þess, að félagar þínir missi ekki kjarkinn, og láttu þinn eigin kjark ekki bila; og þá skal eg, vinur, ef Guð lofar, koma aftur og bjarga ykkur". Að svo mæltu bjóst Nathan til krottferðar. Hann fekk Roland akotfæri sín, svo hann gæti skift |ví milli „setuliðsins", því næst óátt hann löfin á leðurúlpu sinni við belti sér, svo hann yrði lið- ugri í hreyfingum, og kallaði á Pétur, sem hann hafði búið um í öruggasta stað rústanna; og hafðí héppi legið þar án þess að láta hið minsta á sér bera. Þó Nathan væri skotfæralaus, nema með eitt skot í byssunni, vildi hann þó taka hana með sér, enda þótt hún væri honum til trafala. Hann hélt á henni í hendinni, kom hnífnum fyrir á brjósti sér, þar sem hann suðveldlega náði til hans, og skipaði Pétri litla að fara á undan og vísa leiðina. Er hann hafði kvatt í snatri, lagðist hann á magann á jörðina og hvíslaði að Pétri: „Gerðu nú skyldu þína, Pétur“. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðrikmn. Prentemiðian Gutenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.