Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DEB þjónustan flytur til Kanada DAVID Butt, hjá DEB þjónustunni á Akranesi, sem hefur undanfarin ár unnið að þróun og smíði brennsluhvata sem stuðla að eldsneytis- sparnaði og mengunarvörnum í díselvélum, hefur verið ráðinn sölustjóri hjá fyrirtæki í Kanada og mun hann flytja þangað alla sína starfs- semi. David gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir grandvaraleysi í mengurn- arvarnamálum. Segir takmarkaðan áhuga á sparnaði og mengunarvömum hér David hefur undanfarin ár reynt að selja og kynna framleiðslu sína hér á landi en við fremur litlar undirtektir. Honum hefur hinsveg- ar orðið nokkuð ágengt erlendis og mun í haust flytja alla starfs- semi sína til Nova Scotia í Kanada. Umboðsaðili DEB þjónustunnar í Kanada, Howboldt Industries, hef- ur boðið David sölustjórastarf í deild sem sérhæfir sig í eldsneytis- spamaði en fyrirtækið hefur smíð- að brennsluhvata fyrir DEB þjón- ustuna í tvö og hálft ár og segist David vera mjög ánægður með samstarfið fram að þessu. Honum var boðið starfið þegar hann var á ferð í Kanada nú fyrir jól og mun David flytja út með fjölskyldu sína nú í ágúst. „Það er kannski of strangt til orða tek- ið að ég hafi gefist upp hér á ís- landi. Markaðurinn er miklu stærri í Kanada og þar eru menn opnari fyrir tækni af þessu tagi því þar hafa opinberir aðilar sett skýr markmið í mengunarmálum, bæði varðandi C02 mengun og krabba- meinsvaldandi efni í útblæstri díselvéla. Það gefur mér fleiri tækifæri og þá meiri sölu og hagn- að.“ Ekkert framkvæmt á íslandi David segir að í Kanada og reyndar víðar séu mengunarvarna- mál mjög í brennidepli. Þar fái síld- ar- og loðnubræðslur ekki starfs- leyfi nema mengun sé algerlega í lámarki. „Islenska ríkisstjórnin hefur rætt mengunarmál en því miður hefur ekkert verið fram- kvæmt. Það var sett á stofn C02- nefnd og þegar hún hætti störfum þá var sett á laggirnar önnur nefnd til að fjalla um störf C02-nefndar- innar. Á meðan ástandið er svona og enginn vill taka ákvarðanir, verð ég því miður að fara erlendis til að koma minni framleiðslu á framfæri,“ segir David. Viðræður við bandaríska herlnn David var á ferð í Kanada og Bandaríkjunum í júní ásamt tals- mönnum Hawboldt Industries og áttu þeir m.a. í viðræðum við kan- adísku strandgæsluna og kana- díska sjóherinn og segir David að þessir aðilar séu einmitt að leita að einhverskonar sparnaði í elds- neytismálum. Þeir eyði um 20 millj- ónum bandaríkjadala í eldsneyti á ári og því sé 2% sparnaður nokkuð sem munar um. Þar að auki hefjist viðræður við bandaríska herinn í næsta mánuði sem miklar vonir séu bundnar við. David segir að Umhverfið hf. í Reykjavík hafi tekið að sér umboðs- sölu fyrir búnaðinn og áframhald- andi þjónustu við þá aðila sem þeg- ar hafi fengið hann. Túnfískveiðar í ágúst VON ER á tveimur japönskum tún- fiskveiðiskipum hingað til lands um mánaðamót og munu íslenskir eftir- litsmenn fara um borð í skipin. Skipin munu stunda tilraunaveiðar á túnfisk í íslenskri lögsögu í ágúst og mun eftir það verða tekin ákvörðun um hvort framhald verður á veiðunum en þær eru samstarfs- verkefni Hafrannsóknastofnunnar og japanskra aðila. Að sögn Jakobs Jakobssonar, forstjóra Hafrann- sóknastofnunnar, fara tveir menn frá stofnuninni um borð í skipin og kynna sér veiðiaðferðir og fylgjast með afla. LANDAÐ Á GRUNDARFIRÐI Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Mikil ýsuveiði hefur verið á Látragrunni ÁGÆTIS veiði hefur verið hjá ísfisktogurum víða við landið að undanförnu. Mjög góð ýsu- veiði var á Látragrunni í júní og togarar hafa fengið góðan þorskafla suðaustur af landinu. Skipstjórar sem Verið ræddi við segja að allstaðar sé þorsk að fá en flestir forðist hann vegna kvóta- leysis. Ágætís þorskveiði en fáir að veiðum Mokveiði hefur verið á Látra- grunni undanfarna tvo mánuði og mörg skip að koma að landi með 100 tonn af ýsu á þriggja til fimm daga fresti. Klakkur SH landaði um 530 tonnum af ýsu á Grundarfirði eftir aðeins sex veiðiferðir eftir sjó- mannadag og fram að mánaðamót- um. Þess má þó geta að skipveijar á Klakki tóku sér vikufrí i millitíð- inni til að vera á námskeiði á vegum. SVFÍ. Gísli Svan Einarsson, útgerðar- stjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings, segir þetta vera einstakan árangur enda hafi aflaverðmætið í júní verið rúmlega 37 milljónir. Að sögn Gísla er Klakkur nú lagður af stað í Smuguna. Þorskveiðí fyrir austan Ágætis þorskveiði hefur verið fyrir Suðausturlandi en fremur fá skip hafa verið á veiðunum í vor enda eiga margar útgerðir lítið eft- ir af þorskvóta og hafa þess í stað einbeitt sér að grálúðu eða öðrum tegundum. Eins og greint hefur verið frá í Verinu hefur Gullver NS fengið góðan afla út af Hvalbak í vor og sömu sögu er að segja af Bjarti NK en skipið hefur verið að koma með um 130 tonna afla að landi eftir 4-7 daga veiðiferðir. Freysteinn Bjarnason, útgerða- stjóri Síldavinnslunnar hf. á Nes- kaupstað, segir uppistöðu afians vera þorsk en annars sé aflinn ufsa- og ýsublandaður. „Við eigum rétt nægan þorskkvóta til að þrauka út fiskveiðiárið. Við höfum stílað upp á að þessi kvóti dugi skipinu en hann dugði þremur skipum hér áður fyrr,“ segir Freysteinn. Hann segir að Bjartur NK haldi uppi vinnslu í frystihúsi fyrirtækisins og átti von á því að ekki þyrfti að koma til lokana í sumar. Síldarkvótmn sjöfaldast í verði GANGVERÐ á síldarkvóta er mjög hátt um þessar mundir, leigan á aflamarki getur verið allt að 120 þorsktonn. Salan á aflahlutdeild síldarkvóta er á um 61,6 til 71,1 milljónir eftir því hvað í boði er, sem og hvar þorskurinn er á verðbilinu 90-95 krón- ur í Ieigu. Síldarkvótinn hefur að sögn Jakobs Jakobssonar, sölustjóra fyrirtækisins Bátar ;og búnaður, sjö til áttfaldast í verði á síðustu átján mánuðum. Miklar hreyfingar í lok kvótaársins NÚ líður senn að lokum fiskveiðiársins og viðbúið að það setji svip sinn á kvótaviðskipti á næstu dögum. Skipasalan Bátar og búnað- ur er elsta skipasalan í landinu og að sögn Jakobs, jafnframt elsta kvótamiðlun landsins. Hann segir að fyrirtækið þjónusti allar helstu og öflugustu útgerðir landsins í kvótamiðlun en það sé óijúfanlegur hluti af skipasölu að flytja aflahlutdeildir og aflamörkin fyrir bát- ana þegar þeir eru seldir. Jakob segir að þegar fiskveiðiárinu fari ; að ljúka þá gerist ýmislegt í kvótaviðskiptun- um. Sumar tegundir hækki eins og til dæmis þorskverð geri núna og sé komið í 95 krón- ur. Hann segir mikið framboð á ufsa og ýsu I en eftirspurnin eftir ýsu hafi aukist með góðri veiði að undanförnu. Það hafi hinsvegar ekki ennþá þýtt neina hækkun á leiguverði á ýsu, það sé ennþá á 3 krónur. „Menn kaupa ys- una einfaldlega á 3 krónur og fiska hana ; vegna þess að hún er ódýr. Síðan á eftir að ! koma í ljós hvernig þetta þróast, því menn eru til dæmis að bíða eftir því hvemig Smug- an kemur út,“ segir Jakob. Lítil hreyfing á karfa Mjög lítil hreyfing hefur verið á karfavið- skiptum upp á síðkastið. „Ég get nú ekki alveg sagt til um hveijar hinar eiginlegu for- sendur eru fyrir því,“ segir Jakob, „því karf- inn var guils ígildi fyrir 2-3 mánuðum síðan. Síðasta leiguverð var 43 krónur fyrir um 3 vikum síðan. Það hefur hinsvegar engin hreyfing verið á karfanum síðan og ég er með um 150 tonn hérna inni.“ Hann segir hinsvegar vera að lifna yfir grálúðunni um þessar mundir og nú sé leiguverðið á henni um 25 krónur, kolinn hafi hríðlækkað, kom- inn niður í 10 krónur og rækjan sé á um 75 krónur. Síldin sjöfaldast í verði Jakob segir sviptingar í viðskiptum með síld hafa staðið lengi yfir og hann hafi leigt Morgunblaðið/Ásdis JAKOB Jakobsson, sölustjóri. fyrsta aflamarkið fyrir fiskveiðiárið 96-7 í febrúar á þessu ári. Gangverð á síldarkvóta sé mjög hátt um þessar mundir, leigan á aflamarki geti verið allt að 120 þorsktonn. Salan á aflahlutdeild síldarkvóta sé á um 61,6 til 71,1 milljónir eftir því hvað í boði er, sem og hvar þorskurinn er á verðbilinu 90-95 krónur í leigu. Síldarkvótinn hefur að sögn Jakobs sjö til áttfaldast í verði á síð- ustu átján mánuðum. „Það er langt frá því að síldarslagurinn sé yfirstaðinn því afla- mörkin liggja nokkuð eftir. Menn hafa verið að beijast um varanlegu síldina. Það eru ein- hveijir sem ennþá eiga aflahlutdeild sína eft- ir en vilja bíða og sjá til. Sömuleiðis segir Jakob að mikil eftirspurn sé eftir varanlegum loðnukvóta. Síðasta hreyfing á loðnukvóta hafi verið fyrir um átta mánuðum síðan en núna vanti tilfinnan- lega varanlegan loðnukvóta. Jakob segir mjög erfitt að segja til um verð á loðnukvótanum núna. „Það er ekki hægt að segja til um hið endanlega verð fyrr en það er frágengið. Menn vilja bara ekki láta loðnuna frá sér núna vegna þess að framleiðnin skilar svo miklu hjá útgerðunum. Það má til dæmis sjá á því að búið er að stórauka bræðslugetu verksmiðjanna víðast hvar,“ segir Jakob. Mikill áhugi á þorskaflahámarki Viðskipti með þorskaflahámark smábáta eru að fara í fullan gang eftir að lögum um veiðar krókabáta var breytt nú í vor. Að sögn Jakobs hefur verið afgreitt töluvert mikið af þorskaflahámarki, þegar sé búið að ganga frá sölu á þriðja hundrað tonna og mikill áhugi á viðskiptunum. Hann segir að núna fari veitt þorskaflahámark á um 160 krónur miðað við úthlutunina 1. september en á um 170 krónur óveitt. Jakob segir að það sé hærra verð en reiknað hafi verið með í upphafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.