Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 C 3 _______________________________VIÐTAL_______________________________ Starfsemi Mjölverksmiðjunnar hf. á Hvammstanga gengur vel eftir endurreisn Eina sérhæfða rækju- mjölsverksmiðja lands- ins er á Hvammstanga. Þar er úrgangi frá rækjuverksmiðjum breytt í verðmæta út- flutningsvöru og um leið leyst umhverfismál staðanna sem nýta sér þjónustu hennar. Helgi Bjarnason ræddi við Karl Sigurgeirsson framkvæmdastjóra. STARFSEMI Mjölverksmiðjunnar hf. á Hvammstanga felst í því að taka rækjuskel og annan úrgang frá fimm rækjuverksmiðjum, þurrka og mala í rækjumjöl, sem frekar ætti að heita rækjuskelmjöl vegna þess að skelin er uppistaðan í hráefninu. Karl Á. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Mjölverksmiðj- unnar segir að miðað við landaða rækju megi áætla að fyrirtækið fái liðlega þriðjung af landaðri rækju hjá viðskiptafyrirtækjum sínum. Hratið kemur frá Meleyri hf. á Hvammstanga, Særúnu hf. á Blönduósi, Hólanesi hf. á Skaga- strönd, Dögun hf. á Sauðárkróki og Sigurði Ágústssyni hf. í Stykkishólmi. Hús Mjölverksmiðj- unnar er rétt hjá rækjuvinnslu Meleyrar og er úrgangurinn leidd- ur um leiðslu milli húsanna þar sem hann fer í gegn um rækjuskilju til að taka vatnið frá. Hratið frá liin- um verksmiðjunum er flutt í gám- um með vörubílum. Notað í laxafóður Karl segir að töluverð reynsla sé komin á starfsemina þó þetta Atta bátar fá 100 tonn eða meira ÁTTA krókabátar fá yfir hundrað tonna þorskaflahámark á næsta fískveiðiári samkvæmt nýrri út- hlutun. Tveir krókabátar frá Grímsey fá stærstu úthlutanirnar, samtals um 322 tonn. Alls mega 561 þorskaflahámarksbátar veiða um 20.700 tonn á næsta fiskveiði- ári. Tveir aflahæstu krókabátarnir eru báðir úr Grímsey líkt og í fyrra, Óli Bjarnason EA 279 fær 164 tonn og Kristín EA 27 fær 157 tonn. Olafur HF 251 úr Hafnar- firði fær 147 tonn, Hrönn ÍS 303 frá Suðureyri fær 139 tonn, Kló RE 147 úr Reykjavík fær 119 tonn, Glaður BA 226 frá Tálknafirði fær 112 tonn, Múkki BA 20 frá Pat- reksfirði fær 101 tonn og Þrándur KE frá Keflavík fær rúm 100 tonn. Fiskistofa birtir þessa úthlutun með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða á þorskaflahá- marki einstakra krókabáta. Jafn- framt getur krókabátum á þor- skaflahámarki fjölgað eða fækkað þegar athugasemdir eigenda hafa verið afgreiddar. Þorskaflahámark allra króka- báta hefur hækkað um 20 % eftir aukaúthlutun á þorskveiðikvóta fyrr á þessu ári. Á síðasta fiskveiði- ári völdu um 400 krókabátaeigend- ur þorskaflahámrkið og fengu þá í sinn hlut rúm 17.200 tonn. Þá fengu fimm krókabátar 100 tonn eða meira í sinn hlut. Hæsta út- hlutun var þá um 137 tonn. Úrgangur gerður að útflutningsvöru RÆKJUHRATI mokað í þurrkara Mjölverksmiðjunnar hf. fyrirtæki hafí ekki starfað nema í eitt ár. Sjálf verksmiðjan hefur verið starfrækt í fimmtán ár en hefur reyndar tvisvar orðið gjald- þrota. Snemma á síðasta ári var stofnað nýtt félag um reksturinn með þátttöku rækjuverksmiðjanna á Hvammstanga, Blönduósi og Sauðárkróki, sveitarfélaganna á þessum stöðum og fóðurverksmiðj- unnar Laxár hf. á Akureyri. Karl segir að reksturinn hafi gengið vel þennan tíma. Verð á mjöli hafi farið hækkandi og sé góður grund- völlur fyrir rekstrinum. Framleidd eru 40-50 tonn af mjöli á mánuði úr 800-1000 tonn- um af hráefni. Þrír starfsmenn Morgunblaðið/Helgi Bjamason KARL A. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Mjölverk- smiðjunnar hf. vinna við framleiðsluna, auk þess sem Karl er framkvæmdastjóri í hlutastarfi. Laxá selur afurðirnar. Rækjumjölið er aðallega notað sem stofn í laxafóður og er fóðurfram- leiðandinn Skretting í Noregi stærsti viðskiptavinurinn. Mjölið fer þó til fleiri kaupenda. Meðal annars er talið að það sé notað í lyf, smyrsl og matvæli. Mest er flutt út í stórum sekkjum en hluti þess einnig í smærri pokum. Gufan framleldd með raforku Vélbúnaður verksmiðjunnar er gamall og er fýrirhugað að end- urnýja liann sem fyrst. Eins vill Karl byggja betri mótttöku til þess að taka við aðkomna hráefninu. Verksmiðjan notaðist lengst af. við olíu til gufuframleiðslu. Þegar ketillinn bilaði var ákveðið að kaupa rafskautaketil í staðinn og nota rafmagn til að framleiða guf- una. Jafnframt var gerður samn- ingur um kaup á ijúfanlegri raf- orku, svokallaðri afgangsorku. Hefur þetta reynst vel, að sögn Karls. Áð vísu þurfti að loka ansi mikið fyrir raforkuna í febrúar þegar loðnufrysting stóð sem hæst en því var bjargað með varakatli. „Ég er hins vegar áhyggjufullur vegna stóraukinnar eftirspurnar stóriðju eftir rafmagni. Ef raforku- fyrirtækin hafa ekki nægjanlega orku mun það hugsanlega bitna á okkur,“ segir hann. Mun ódýrara er að framleiða gufu með rafmagni og það er auk þess umhverfismál. „Það er á allan hátt miklu þrifalegra að nota raf- magnið," segir Karl. Eingöngu jákvæöar hliöar Vinnsla rækjuúrgangsins er ekki síðra umhverfismál. „Forsenda þess að sveitarfélögin gerðust hluthafar í Mjölverksmiðjunni hf. var að rækjuverksmiðjumar lofuðu að hætta að sleppa rækjuhrati út í holræsakerfið eins og sums staðar var gert. Þá vildu menn stuðla að fækkun vargfugls. Ég tel að þessi rekstur hafi eingöngu jákvæðar hliðar,“ segir Karl. Verksmiðjan greiðir ekki fyrir hratið en kostar flutning þess og vinnslu. Hún undirgengst einnig þær skyldur að flytja hratið nógu ört frá vinnslunum. Sums staðar er rækjuúrgangur- inn settur í sjóinn og hleðst þá stundum upp og úldnar á fjöm. Segir Karl að það sýni hversu mikil- vægt umhverfismál það sé fyrir staðina sem beini úrgangi sínum til Hvammstangaverksmiðjunnar eða fiskimjölsverksmiða sem vinni hann sem aukaafurð. „Rækjuiðnað- urinn hefur gjörbreyst á örfáum ámm. Verksmiðjumar vom að vinna innfjarðarrækju á vetram, sáralítið magn miðað við það sem nú er þegar þær taka á móti þús- undum tonna hver og eru starf- ræktar allt árið um kring. Úrgang- urinn hefur aukist samsvarandi og því hefur aukist mikilvægi þess að ganga frá honum með viðunandi hætti,“ segir Karl. DURACON gólkfni eru ætluð til nota ánökog blaut i&na&arsvæ&i s.s. fyrir matvælai&nað og á sta&i þar sem getðar eru mildar kröfur til vatnsþéltleika, viðnám gegn kemiskum efnum, slamleika, fxiínað og ftábærl slitþol. DURACOhigólfefni eru einnig ælluð u/anhúss á svalir, bílageymslur, skipsþillör, vinnsludekk, brýr o.s.frv. DURACON gólfefni er sett á yfir 270.000 L fermetra á ári um allan heim. SOLTUN 24- 105 RE' S: 511-2300/511-2360 FAX;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.