Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 C 5 Mikil söluaukning hjá innlendu mörkuðunum Selt fyrir 4,6 milljarða fyrstu 6 mánuði ársins Sala Islandsmarkaðar (ISM) 1996 í millj. kr. og samanburður við Reiknistofu fiskmarkaða (RSF) ÍSM RSF Jan. 370,20 313,51 Feb. 400,90 334,26 Mars 557,50 464,30 Apr. 306,70 235,50 Maí 500,40 407,30 Jún. 353,10. 269,29 Samtals 2.542,70 2.118,27 Á FYRSTU sex mán- uðum ársins voru seld um 71.581 tonn á fisk- mörkuðum hér á landi að verðmæti um 4,6 milljarðar króna. Það er töluverð aukning frá sama tíma í fyrra en allt síðasta ár voru seld rúm 107 þúsund tonn á fiskmörkuðunum. Fiskmark- aður Suðurnesja er langstærsti markaður landsins og voru seld þar 23.590 tonn á fyrstu sex mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra um 18 þúsund tonn og söluaukningin því 31%. Heildarverðmæti er um einn og hálfur milljarður og verðmætaaukningin um 200 milljónir eða um 17%. Mun meira hefur verið selt af loðnu á Fiskmarkaði Suðurnesja nú en í fyrra, alls um 4.800 tonn miðað við 1.460 tonn á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Sé loðnan undanskilin er magnaukningin á fyrri helmingi þessa árs um 13%. Aukning i fiestum tegundum Sala hefur aukist í allflestum teg- undum. Þó hefur orðið samdráttur í djúpkarfa og sandkola en þar er um sáralítið magn að ræða og um 8% samdráttur í ufsasölu. Olafur Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri fiskmarkaðarinns, segir það sér- staklega ánægjulegt að nú sé aftur að aukast sala á þorski eftir margra ára samdrátt en sala á þorski jókst um 23% miðað við síðasta ár. Þá séu flatfisktegundir að koma sterk- ar inn auk þess sem töluverð aukn- ing hefur orðið í karfa og um 27% aukning hefur orðið í ýsu. „Við erum afskaplega sáttir við aukningu á meðan aflaheimildir hafa dregist saman. Það sýnir að menn eru í auknum mæli að velja þessa leið. Ég er sérstaklega ánægður með karfaaukninguna og tel að hún helgist af því sala á unnum karfa á Þýskaland hefur aukist. Þá er einnig gaman að sjá aukningu í flat- fiski og tegundum sem þóttu ómerkilegar áður fyrr, eins og keila og langa,“ segir Olafur. Sala eykst f júní Ólafur segir athyglisvert að tölu- verð söluaukning hafi orðið í júní- mánuði eða um 31% aukning. „Venjulega hefur nú botninn dottið úr þessu í maí en ein af skýringun- um á þessari aukningu í júní er sú að það eru fleir bátar sem bera í söluna hjá okkur, fleiri öflugri við- skiptavinir sem jafnvel eru í tug- milljóna króna sölu og því verður salan dreifðari. Einnig höfum við verið að reyna að auka þjónustuna og gera markaðinn meira aðlaðandi fyrir bæði kaupendur og seljendur og vonandi hefur það eitthvað að segja varðandi þessa aukningu. Við höfum verið að þreifa fyrir okkur með gæðakerfi auk þess sem við erum með mjög öflugt tölvukerfi sem minnkar hættuna á lágu verði,“ segir Óli. Afnám tvöföldunar hefur áhrif Á fyrstu sex mánuðum ársins voru seld 39.920 tonn á fiskmörk- uðum íslandsmarkaðar hf. og er verðmæti sölunnar um tveir og hálfur milljarður króna. Fiskmark- aður Breiðafjarðar er stærsti mark- aður íslandmarkaðar en í gegnum markaðinn fóru rúm 10.600 tonn á fyrri helmingi ársins að verðmæti 863 milljóna króna. Það er 1.200 tonna aukning frá sama tíma í fyrra eða um 22%. Markaðurinn hefur fram að þessu byggt að stórum hluta á afla af smábátum og línu- bátum á tvöföldunartímabilinu. Tryggvi Ottósson framkvæmda- stjóri markaðarins, segir erfitt að gera sér grein fyrir hvaða áhrif afnám línutvöföldunar komi til með að hafa á fiskmarkaðinn. „Ég er samt hræddur að það verði minnk- andi framboð á þessum gæðafiski sem línufiskurinn er. Á móti kemur að kvótar hafa verið auknir og ef það yrði meira framboð á leigu- kvótamarkaðnum þá yrði jafnvel leigt meira af þorskkvóta inn á svæðið. Það gæti þýtt að menn reyndu helst að ná þessum kvóta í dragnót eða net og ná í stærri fisk fyrir saltfiskverkun. Þá vantar fisk til að fylla upp í það skarð sem línufiskurinn skilur eftir sig sem kemur þá til með að þýða dýrari markað í flakavinnslunni,“ segir Tryggvi. VÍKINGUR ÞH var afhentur á Raufarhöfn á dögunum. Níundi smábátur Garðars afhentur Sala fiskmarkaðc Fiskmarkaður Fiskmarkaður Suðurnesja ) á íslandi 1993 þús.tonn millj.kr. 1994 þús.tonn millj.kr. 1995 þús.tonn millj.kr. 30. júni 1996 þús.tonn millj.kr. 27,0 1.843 26,3 1.992 27,9 2.136 24,0 1.556 Fiskmarkaður Breiðafjarðar 13,7 1.084 17,3 1.549 17,7 1.585 10,5 863 Fiskmarkaðurinn 11,9 905 15,3 1.133 11,5 762 10,6 393 Fiskmarkaðurinn í Þorlákshöfn 9,7 858 8,2 634 8,9 666 6,7 409 Fiskmarkaður Vestmannaeyja 7,2 457 7,1 508 12,6 885 5,4 394 Faxamarkaðurinn 6,4 478 4,7 342 5,9 486 3,7 254 Fiskmarkaður ísafjarðar 5,6 412 3,7 324 3,3 303 0,7 52 Fiskmarkaður Snæfellsnes 4,9 381 5,9 520 4,2 383 1,8 157 Fiskmarkaður Hornafjarðar 2,8 213 3,3 253 8,1 476 4,1 255 Fiskmarkaður Vestfjarðar 2,4 177 1,4 112 1,5 117 1,1 83 Skagamarkaðurinn 2,3 167 3,1 233 2,9 220 1,2 84 Fiskmarkaður Dalvíkur 0,8 57 0,8 74 2,3 223 0,9 82 Fiskmarkaður Vopnafjarðar 0,3 28 0,8 72 0,4 38 Fiskmarkaður Hólmavíkur 0,3 22 0,5 43 0,2 11 Fiskmarkaður á Skagaströnd 0,2 22 0,4 30 Faxalón 0,6 41 0,1 9 0,1 7 0,1 11 Fiskmarkaður Tálknafjarðar 0,4 28 0,2 14 0,6 53 5 Fiskmarkaður Húsavíkur 0,4 27 Fiskmarkaður Bolunqarvíkur 0.4 30 1 Samtals 85,5 6.901 98,1 7.769 107,6 8.524 71,6 4.658 GARÐAR Björgvinsson, bátasmið- ur, afhenti níundu nýsmíði sína á Raufarhöfn á dögunum en hann segist nú að öllum líkindum hafa lagt bátasmíðar á hilluna því það sé ekki lengur grundvöllur fyrir rekstri slíkra báta. Hann hyggst leita til náttúruverndarsamtaka í baráttu sinni gegn kvótakerfinu. „Stjómvöld hafa lagt af þessa atvinnugrein, bátasmíðar. Þau hafa lagt af þær náttúruvænu veiðar sem smábátar stunda og afþakkað sér þann arð sem þær skapa. Stjórnvöld vilja óarðbæra stórútgerð og versn- andi lífskjör fyrir almenning, vilja safna fjámunum samfélagsins á fárra hendur. Fái kvótakerfið að halda velli verða erfíðir tímar á ís- landi að 12 árum liðnum, því eftir um það bil 12 ár verða allar togveið- ar lagðar á hilluna, því ný og nátt- úruvæn aðferð til að taka fískinn er í hönnun um þessar mundir,“ segir Garðar. Snýr sér tll náttúruverndarsamtaka Garðar segist ekki ætla að eyða meira púðri í blaðaskrif á íslandi heldur og snúa sér til Grænfrið- unga og annarra náttúruverndar- samtaka með sín mál. „Ég hef barist gegn kvótakerfinu og ætla ekki að hætta fyrr en því er komið fyrir kattarnef því einhver verður að þora að betjst fyrir framtíð þjóð- arinnar. Ég vona að mér endist þrek til þess að koma stjórn fisk- veiða á íslandi í viðunandi horf. Ef við ekki göngum skynsamlega um miðin verða þau tekin af okk- ur. Það eru ekki trillukarlar sem hafa valdið hruni fiskstofna, það er ofnotkun þungra trollveiðifæra sem er skaðvaldurinn svo og fjöru- trollið fræga, dragnót." VIII skipta samtökunum Garðar telur að skipta þurfí upp samtökum smábátaeigenda eigi árangur að nást í þeirra málum. „Mér finnst að trillukarlar séu mjög slakir að standa á rétti sínum. Nú vil ég að menn skipti þessum hóp því málin standa þannig að Land- samband smábátaeigenda skiptist í tvo hópa, auraapa sem stefna á það að koma í verð lifandi fiski og hins- vegar manna sem vilja lifa með sínu starfi og hafa gaman af því og físka sér til lífsviðurværis og því verður að stokka þennan hóp upp,“ segir Garðar. Meira frá Marokkó ÚTFLUTNINGUR sjávarafurða frá Marokkó jókst verulega á síðasta ári. Alls fluttu Marokkómenn tæplega 233.000 tonn sjáv- arafurða utan og var það aukning um 11% frá fyrra ári. Verð- mæti útflutningsins jókst heldur meira eða um 14%. Útflutning- ur á fiskiny'öli og lýsi margfaldaðist og mikil aukning var á sölu á niðursoðnum fiski. Þrátt fyrir að útflutningur á ferskum fiski og skelfiski hafi minnkað, jókst verðmæti þessara afurða á heildina litið. VINNSL USKIP Nafn StaarA Afii llppist. afla Löndunarat. BYLGJA VE 75 277 112 FRERI RE 73 896 119 Ýsa Hafnarfjörður VENUS HF 519 1002 350 Karfi Hafnarfjöröur j HÖFRUNGUR III AK 250 784 123 Grálúöa Akranes GUORÚN HLlN BA 122 183 16 Grálúöa Patreksfjörður i GYLLIR IS 261 172 12 Grálúöa Flateyri BRBTTINGUR NS 50 582 49 Grálúða Vopnafjörður SNÆFUGL SU 20 599 71 Grálúöa Reyöarfjörður UÓSAFELL SU 70 549 26 Grálúða FáskrúAsfjörður SUNNUTINDUR SU 59 298 51 I Grálúöa Djúpivogur | TOGARAR Nafn Stsarö Afll Upplat. afla Löndunarst. | BJÖRGÚLFUR EA 312 424 10* . Karfi Gémur HAUKUR GK 25 479 12* Ýsa Gámur | HÓLMANES SU 1 451 12* Karfi Gámur KLAKKUR SH 510 488 53* Ýsa Gámur SVEINN JÓNSSON KE 9 298 13* Karfi Gámur ^ BERGEY VE 544 339 35* Þorskur Vestmannaeyjar [ OALA RAFN VE 5OB 297 7 Karfi Vwt.mannaew.at j JÚN VÍDALlN ÁR 1 451 114 Kaifi Þorlákshöfn [ orró n. þorlaksson re 203 485 ; 11 Ýsa Rsykiavlk STURLAUGUR H. BÖÐVARSSON AK 10 431 125 Ýsa Akranes i RUNÓLFUR SH 135 312 117* Ýsa Grundarfjörður ] DÁGRÚN iS 9 499 54 Grálúöa Bolungarvík ! SKAFTI SK 3 299 77 Ýsa ísafiörður HARÐBAKUR EA 303 941 115 Ýsa Akureyri | EYVINDUR VOPNI NS 70 451 52 Grótúöa yopnafjörður GULLVER NS 12 423 109* Ýsa Seyðisfjörður HÓLMA TINDUR SU 220 499 58 Ýsa Eskifjörður j HOFFELL SU 80 548’ 62 Þorskur Fáskrúðsfjörður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.