Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF N ey sla á vaxta og grænmetis kann að hindra svefnleysi og sjúkdóma ÞÝSKI líffræðingurinn Dr. Rolf Dubbels uppgötvaði fyrstur vísinda- manna að efnið melatónín er að finna í ýmiss konar grænmeti og ávöxtum. Dr. Dubbels vonar að nið- urstöður sínar geti haft í för með sér gerbreytingar á lifnaðarháttum fólks en rannsóknir hans eru enn sem komið er mjög skammt á veg komnar. Nýlega komust japanskir vísindamenn að því að efnið er einn- ig til staðar í hrísgrjónum, maís og höfrum. Fyrir skömmu dvaldi Dr. Dubbels í sumarleyfi á íslandi en notaði einn- ig tækifærið til að rannsaka tómat- ana í gróðurhúsunum í Hveragerði sem hann telur líkur á að séu mjög melatónínríkir. Þar hitti Daglegt líf hann að máli. Undanfarið hefur mikið verið fjallað um melatónín í erlendum blöðum og tímaritum. Um er að ræða náttúrulegt efni sem framleitt er í mannslíkamanum en hverfur með aldrinum. Það er einnig fram- leitt í töfluformi og margir trúa því að ein melatóníntafla á dag geti komið í veg fyrir svefnleysi og haft fyrirbyggjandi áhrif á ýmsa alvar- lega sjúkdóma svo sem Alzheimer, alnæmi og krabbamein. Að auki á efnið að geta hægt á öldrun líkam- ans og þannig stuðlað að eilífri æsku. Skiptar skoðanlr Skiptar skoðanir eru meðal vís- indamanna um gagnsemi og notk- un efnisins, flestir eru þó fullir tor- tryggni þar sem virkni þess á fólk hefur ekki verið nægilega rannsök- uð en tilraunir á efninu hafa fyrst og fremst verið bundnar við til- raunadýr. Melatóníntöflur eru skil- greindar sem lyf hér á landi og hafa verið fluttar inn til landsins í um eitt ár. Notkun þess er hins vegar afar takmörkuð og aðeins veitt í undanþágutilfellum. I flest- um evrópulöndum er efnið einugis afhent gegn lyfseðli. Undantekning þar á er Holland en þar og í Banda- ríkjunum eru töflurnar flokkaðar sem fæðubótaefni og eru seldar í heilsubúðum og matvöruverslun- um. Ekkert lát er á vinsældum þess í Bandaríkjunum og framleið- endur anna ekki eftirspurn. Dr. Rolf Dubbels hefur rannsak- að melatónín í mörg ár við háskól- ann í Bremen og í fyrra komst hann af því að efnið er að finna í mismiklum mæli í ýmsum græn- metis- og ávaxtategundum. Al- mennt segir hann þó mun meira melatónín vera í grænmeti en ávöxtum. „Engum hafði fyrr hugkvæmst að melatónín væri að finna- í jurtarík- inu en frá því efnið var uppgötvað fyrir tæpum fjórum áratugum, hafa rannsóknir beinst fyrst og fremst að mönnum og dýrum,“ segir hann. Melatónín er ekki nýtt af nál- inni. Að sögn Dr. Dubbels hefur það verið til í að minnsta kosti 80 milljónir ára. í mönnum er efnið framleitt í heilaköngli, litlum kirtli í miðjum heilanum en framleiðslu þess er stjórnað af birtu. Heila- köngull í ungum börnum framleiðir mikið af melatóníni sem nær há- marki um sex ára aldur. Styrkur efnisins í blóði fer síðan að falla nokkru áður enbörn ná kyn- þroska- aldri og minnkar síðan jafnt og þétt það sem eftir er ævinnar. Tllraunadýr llfa lengur Dr. Dubbels hefur tröllatrú á töframætti melatóníns. Tilgáta hans er sú að í framtíðinni geti rétt mataræði ásamt tveggja tíma útiveru á dag, því birta er melatón- íni nauðsynleg, komið í veg fyrir svefnleysi og ýmis konar alvarlega sjúkdóma. „Þar sem rannsóknir mínar eru enn á byrjunarstigi er ekki hægt að fullyrða neitt enn sem komið er.“ Dr. Dubbels segir það styrkja tilgátu sína að í ýmsum heilsuvör- um svo sem jurtatei og náttúrulegum smyrslum er einnig að Morgunblaðið/RAX DR. ROLF Dubbels skoðar tómatana í Hveragerði. fínna melatónín. „Hingað til hefur lækningamáttur þessa varnings verið hjúpaðar leyndardómi en nú er kannski komin skýringin á því hvað gerir hann svona heilsusam- legan." Dubbels bendir á að krabbamein er mun sjaldgæfari sjúkdómur í Asíu og Afríku þar sem mun meira er borðað af grænmeti og ávöxtum en á Vesturlöndum. Þó ekki sé hægt að yfirfæra rann- sóknir á dýrum á menn, hafi komið í ljós að mýs og rottur sem fá dag- legan skammt af melatóníni lifi 30 prósent lengur en hinar sem fá ekkert af efninu. „Undanfarna mánuði hef ég ver- ið svo upptekinn við að kynna upp- götvanir mínar að enginn tími hef- ur gefist til rannsókna. Bráðlega verður þó gerð bragarbót á því. Vonandi verður einnig komið á ráðstefnu helstu sérfræðinga á þessu sviði.“ Hrísgrjón heilsusam- legri en appelsínur? Dr. Dubbels hefur flokkað matvæli í þrennt eftir melatónín- magni. Mest af efninu er að finna í höfrum, hrísgijónum og maís. Þar á eftir er efnið að finna í gulrótum, engi- fer, hnetum, hreðk- um, seljurót og tóm- ötum. Minnst af efn- inu er hins vegar í an- anas, eplum, appels- ínum, banönum, jarðar- beijum, agúrkum, kiwi, káli, paprikku, rauðbeðum, spergilk- áli, spínati, vínbeijum og lauk. Dr. Dubbels segist ekki vita hvaða hlutverki melatónín gegni í þessum matvælum en það hefur hann hugsað sér að rannsaka. Aðspurður hversu mikið af ávöxtum og grænmeti sé nauðsyn- legt að borða segir Dr. Dubbels að í einni töflu af melatóníni séu yfir- leitt á bilinu 2 til 5 milligrömm. Til að ná þeim skammti þurfi að innbyrða óheyrilegt magn af græn- meti. Hins vegar bendi margt til þess að um ákveðið þróu'narferli melatónins í líkamanum sé að ræða, svo dagskammturinn er ef til vill mikið minni. „Melatónín er ekki kraftaverka- lyf eins og haldið hefur verið fram og ég er ein- dregið á móti óhóflegri notkun þess. Það á einung- Brúðar- bikarinn sem tengist gamalli þjóðsögu „VIÐ vonum náttúrulega að hjón höndli hamingjuna með því að drekka úr þessum bikar á brúð- kaupsdegi sínum,“ segir Jón Sig- urjónsson gullsmiður um bikar þann sem nú fæst í verslun hans, Jóni & Óskari á Laugavegi 61. „Bikarinn er upprunninn frá Þýskalandi og samkvæmtgam- alli þjóðtrú er hann tákn þess að ástin geti yfirstigið allar hindranir sem á vegi hennar verða,“ segir Jón ennfremur og vísar til þjóðsögunnar sem fylgir bikarnum og er eitthvað á þessa leið: „Fyrir langa löngu var fögur stúlka sem hét Kúnigúnd. Hún var ástfangin af ungum og metn- aðarfullum gullsmiði sem hafði játað henni ást sína. Af þeim sökum hafnaði hún mörgum hátt settum og vel efnuðum biðlum, föður hennar til mikillar mæðu. hun b r Dag einn ákvað hún að segja föður sinum frá þeirri ást sem hún bar til gullsmiðsins unga. Faðir hennar sem var voldugur hefðarmaður varð þá svo reiður að hann lét henda unga mannin- um í dimma dýflissu og sór þess eið að þau skyldu aldrei eigast. Þetta kramdi lyarta Kúnig- úndar og jafnvel bitrustu tár hennar fengu ekki breytt ákvörðun föðurins. En dag einn, þeg- var p nærað- fram- komin af harmi, lét hann loks undan og sagði: „Ef gullsmiður þinn getur smíðað bikar sem tvær manneskjur geta drukkið úr samtímis, án þess að missa niður einn dropa, skal ég frelsa hann svo þú getir orðið brúður hans.“ Faðirinn var hins vegar sannfærður um að enginn maður gæti leyst slíka þraut. BRUÐARBIKARINN þykir vera tákn um ást, tryggð og vel- gengni þeirra sem úr honum drekka. En ástin fyllti unga gullsmið- inn þvílíkri andagift að á nokkr- um dögum mótuðu fimir fingur hans bikar sem enginn maður hafði áður séð. Bikarinn var í laginu eins og hans heittelskaða; neðri helmingur bikarsins var mótaður eins og stórt sítt pils en á efri hlutanum héldu upp- réttir armar á hreyfanlegri skál. Ekkert var eins auðvelt og fyrir tvær manncskjur að drekka sam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.