Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ1996 B 7 PAGLEGT LÍF SIGURÐUR VALUR SIGURÐSSON HALLDÓR BALDURSSON Lifandi myndavél „'ÉG FÆST við verkefni af öllu tagi,“ segir Sigurður Valur Sigurðsson, myndskreytir. „Ég get nefnt Story board eða teiknað handrit fyrir kvik- myndagerð, aðallega auglýsingar. Einnig einfaldar teikningar eins og á mjólkurfernunum. Þær eru líklega þekktastar, enda á hvers manns borði á hveijum einasta degi. Myndskreyt- ingar í bækur. í raun mála ég og teikna hvað sem er, auk þess að vinna mikið á tölvu." Hvað kom til að þú hófst störf við myndskreytingar? „Ég hafði verið á sjó á sumrin í mörg ár, en nennti því ekki lengur og fór að vinna á auglýsingastofu.“ ... svo þú varst á sjónum? „Já, ég var einnig í ballett og Myndlista- og handíðaskólanum á veturna. Það kemur sér vel í mynd- skreytingum að hafa flölbreyttan bakgrunn. Það gefur manni sjón- minni þegar maður er að tína upp úr hausnum á sér og raða í myndirn- ar. Eftir að ég gifti mig lærði ég málun og frjálsa myndlist í Ecoie des Beaux Arts í Frakklandi í þrjú ár. Ég hóf svo fullt starf á auglýsinga- stofu þegar ég útskrifaðist. Fimm árum síðar fór ég að starfa sjálf- stætt. Þá misstu margir vinnuna í auglýsingabransanum. Þeir sérhæfðu voru fyrstir til að fara, þar á meðal ég. Það kom sér ágætlega fyrir mig vegna þess að það býður upp á meiri möguleika að vinna sjálfstætt. Þá getur maður unnið fyrir margar stof- ur. Það er líka takmarkandi fyrir auglýsingastofu að hafa aðeins einn myndskreytara vegna þess að stíllinn getur orðið dálítið einhæfur." Hvenær fékkstu fyrst áhuga á því að teikna? „Það var áður en ég man eftir mér. Þá glímdi ég mest við líkamann og dýr. Maður sem getur málað mód- el skammlaust getur teiknað hvað sem er. Það stöðvar hann ekkert. Ég var haldinn fullkomnunaráráttu og Kafað „ÉG FÆST við myndir af öllu tagi, - alvarlegar, á léttu nótunum og allt þar á milli,“ segir Böðvar Leós, myndlistarmaður. „Ég var til dæmis að ljúka við að myndskreyta kennslubók fyrir Námsgagnastofnun þar sem bregður fyrir gamni og al- vöru. Auk kennslubóka geri ég svo myndir fyrir auglýsingastofur, fyrir- tæki og tímarit." Hvernig stóð á því að þú byrjaðir á myndskreytingum? „Ég útskrifaðist úr Myndlista- og Morgunblaðið/Þorkell handíðaskólanum árið 1980 og hóf störf hjá auglýsingastofunni Argus. Þar færðist ég alltaf meira og meira yfir í að teikna myndir og mynd- skreyta. Ég rak svo auglýsingastofu í eitt til tvö ár, en fór að vinna sjálf- stætt sem teiknari árið 1984.“ Hvenær vaknaði áhugi þinn á því að teikna og mála? „Strax í frumbernsku var ég sí- teiknandi. Ég var pínulítill þegar ég teiknaði allt sem ég sá á blað - var einskonar lifandi myndavél. I fyrstu reyndi ég að ná hlutum „realískt“, en síðar meir áttaði ég mig á því að það var hægt að fara fram úr „realismanum“. _ Það hefur hjálpað mér að fást við hreyfingar lík- amans að ég var í bal- lett. Ég hef þó aldrei teiknað ballettdansara nema upp úr mér. Ég hef aldrei þorað að biðja ballettdansara að sitja fyrir,“ segir Sig- urður sposkur á svip. „Ég var svo feiminn - þær eru svo sætar,“ bætir hann við og hlær. „Það er aftur á móti ekki vandamál að fá góð módel. Ég fæst við módelteikningu til að halda mér við. Maður getur ekki endalaust tekið út án þess að leggja inn. Ég hætti einu sinni að fást við módelteiknun í fjög- ur ár og það gerði mér ekki gott.“ Hvernig er að teikna á tölvu? „Það býður upp á endalausa mögu- leika,“ segir Sigurður Valur. Hann fer að lýsa tölvu sem hann er að festa kaup á og eftir lýsingunum að dæma væri hún efni í heilt bókasafn. „Eina vandamálið við að vinna á tölvu er að þá er engin frummynd," segir hann. „Einu sinni var gerð teiknimynd sem heitir „Mikki mús fer á Nýlistasafnið". Nýlistamaður „kó- peraði" eitt listaverkið á myndlista- sýningu teiknimyndarinnar og nefndi það „Eftirmynd af nútímalistaverki sem aldrei var til“. Það er eins með tölvulistaverkin. Þau eru ekki til. Þau eru bara ■ stafrænir bitar, t.d. 01110000011010001, sem hægt er að prenta út á myndrænu formi." ■ Morgnnblaðið/Þorkell BÖDVAR LEÓS í sálardjúpin fór að skrifa sögur og myndskreyta þær. Þegar ég hætti í menntaskóla og skipti yfir í Myndlista- og hand- íðaskólann sá ég fljótt að það átti vel við mig.“ Hvað er skemmtilegasta verkefni sem þú hefur fengist við? „Verkefnin hafa verið mörg og misjafnlega skemmtileg. Ég get nefnt bókina „Málvísi 3“, sem ég myndskreytti fyrir Námsgagnastofn- un, sem dæmi um skemmtilegt verk- efni. Þar hafði ég algjörlega fijálsar hendur. Það er yfirleitt skemmtilegt að myndskreyta bækur vegna þess að þar fær maður texta upp í hend- urnar og fær að valsa um að vild. Annars má hafa jafn gaman af öðr- um verkefnum ef þau eru skemmtileg viðfangs." Hvernig gengur að hafa í sig og á með myndskreytingum? „Yfirleitt hefur verið nóg að gera. Reyndar dró aðeins úr framboði á verkefnum síðustu árin á krepputím- anum, en það hefur færst aftur í betra horf. Hvað um myndlistina, - hefur hún sætt afgangi? Ég var með sýningu á blýants- teikningum og málverkum austur á Selfossi í sumar. En maður þjónar listinni öðruvísi, - með því að kafa í sálardjúpin. Ég verð að viðurkenna að ég sinni því ekki nóg. Ég eyði öllum deginum í að lita og teikna, er alveg búinn á kvöldin og þá er ekki það fyrsta sem mér dettur í hug að fara að lita og teikna. Ég mætti þó gera meira af því.“ Hleypur enginn í skarðið „ÆTLI það sé ekki óhætt að segja að það sé þrennt sem ég sérhæfi mig í,“ segir Halldór Baldursson, teiknari. Hann telur upp blaðamyndskreytingar, myndir í barna- og kennslubæk- ur og loks auglýsingateikning- ar.“ Hvað finnst þér skemmtileg- ast? „Þetta er hættuleg spurning. Ef ég nefni eitt getur verið að mér finnist annað á morgun. Ég vil helst ekki gera upp á milli. Blaðamyndskreytingar ein- kennast af miklum hraða vegna )ess að þær þurfa helst að vera tilbúnar í gær, eins og þú þekk- ir sjálfur. Það getur verið skemmtilegí, að glíma við þær vegna þess að þar fær maður útrás fyrir sköpunargleðina. Auglýsingar geta verið skemmtilegar og barnabækur verða skemmtilegri eftir því sem þessi hérna gutti verður eldri,“ segir Halldór og klappar þriggja ára syni sínum, Baldri Kolbeini, á kollinn. Er hægt að hafa lifibrauð af myndskreytingum ? „ Já, ég held að þetta sé reynd- ar að tniklu leyti óunninn mark- aður ennþá. Ég gæti trúað að það væri rúm fyrir tíu til tutt- ugu stöðugildi í viðbót. Það er hægt að teikna mun fleira fyrir þessi fyrirtæki sem eru að nota myndskreytingar. Enn sem komið er byggir þetta fag á lítilli hefð. Það má líta á þá sem eru að fást við þetta sem frumherja - enda er ekki hægt að læra þetta hérlend- is. Það vantar heila kynslóð síð- an Halldór Pétursson og Tryggvi Magnússon voru og hétu um miðja öldina. Að mínu mati eru margir möguleikar í þessu fagi. Það er t.d. hægt að hanna útlit á alnet- inu eða teiknimyndir fyrir sjón- varp. Fagið er líka að breytast með tölvutækni sem flestir myndskreytarar notajöfnum höndum við teikningar." Er erfitt að þurfa alltafað fá nýjar og nýjar hugmyndir? „Sum verkefni krefjast ekki mikillar hugsunar - maður þarf bara að teikna. Auglýsingastofur koma t.d. yfirleitt með fullmótað- ar hugmyndir. Þegar maður þarf að fá hugmyndina sjálfur getur það verið mun seinlegra en að teikna. I vinnu við barnabækur byggir maður mest á eigin stíl.“ Hvað er skemmtilegasta verk- efnisem þú hefur fengið? „Ég gæti nefnt svo margt. Mér finnst skemmtilegt að fást við BYKO-blaðið þar sem ég er alltaf með skrýtlur á miðviku- dögum og fæ algjörlega frjálsar hendur. Annars á ég erfitt með að gera upp á milli.“ Ertu á leið ífrí? „Já, í stuttan skottúr í kring- um landið.“ Morgrinblaðið/Þorkell Kemur það oft fyrir? „Nei, það er mjög erfitt að haga þannig málum að ég kom- ist í frí. Það þarfnast töluverðr- ar skipulagningar. Égþarf að vinna fram í tímann og svo passa ég mig á að vera ekkert of lengi. Enda er þetta starf þess eðlis að það getur enginn hlaupið í skarðið fyrir mann í þeim föstu verkefnum sem maður er með.“ Góða ferð. „Þakka þér fyrir.“ N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.