Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF DOMUBIIMDI Blátt blóð og vængjasláttur UNGU, fallegu konumar í dömubindaauglýsingunum eru einkar léttar í spori, frjálsar í fasi, glaðlegar og hamingju- samar. Ef þær eru ekki að valhoppa um iðgrænar grund- ir, tipla fáklæddar og fjaðurmagnaðar í flæðarmálinu i sól og sumaryl, faðma og kyssa íturvaxna sveina, sitja þær í hópum og rabba saman um ágæti tiltekinna dömu- binda. Af þessu má ætla að konur séu aldrei meira í essinu sínu en einmitt það tímabil í mánuðinum sem þær hafa blæðingar og dömubindi séu endalaus uppspretta spak- legra umræðna um ágæti þeirra og mismunandi eigin- leika. I sumum auglýsingum koma konur fram fyrir skjöldu og lýsa hvemig líf þeirra var nánast martröð áður en þær uppgötvuðu að ákveðin dömubindi gátu leyst þær úr fjötr- um vonleysis, kvíða og hreyfitakmarkana. Auglýsingar af þessu tagi hafa tröllriðið fjölmiðlum undanfarin ár og orðið tilefni til alls kyns aula- brandara. Efalítið kannast margir við einhveija slíka, t.d. um konuna sem bjargaðist úr flug- slysi vegna þess að hún var með dömubindi með vængjum. í nokkrum áramótaskaupum Sjónvarpsins hefur skopið einnig snúist heilmik- ið um þessi þarfaþing flestra kvenna. Fátt bend- ir til að lát verði á spauginu að sinni, enda stöð- ugt að koma nýjar auglýsingar um fyrirbærið sem sumar eru vatn á myllu spaugaranna. Mörgum finnst sú gerð auglýsinga sem nú tíðkast á dömubindum vera grófleg móðgun við skynsemina og gangi algjörlega á skjön við raunveruleikann. Flestum ber saman um að blæðingatímabilið sé fjarri því að vera svo ljúft sem auglýsingarnar láta í veðri vaka. Meðan tíðaverk- ir, máttleysi og jafnvel þunglyndi hijáir sumar konur nokkra daga í mánuði er varla við öðru að búast en að þær séu hinar fúlustu þegar þær horfa á sjónvarpið og sjá tindilfættar yngismeyjar, sem sagðar eru með „þetta mánaðarlega", hoppa yfír stokka og steina svo ótrúlega fijálsar, brosmildar og léttar í lund. Allt þetta er ósköp léttvægt í samanburði við að gefa í skyn að konur séu sínkt og heilagt að ræða saman um dömubindi og í hugum þeirra komist fátt annað að. Vita- skuld helgast auglýsingarnar af samkeppni framleiðenda. Þótt dömubindi séu flestum konum nauðsyn er álitið að þær kaupi fremur eina tegund en aðra, sé ágæti og um- framkostir hennar tíundaðir nógu rækilega. Lögun, stærð, þykkt, rakadrægni, mismunandi lagaðir vængir eða vængjaleysi er sagt skipta afskap- lega miklu máli við valið. Margar auglýsingar sýna fram á einstaka rakadrægni dömubind- anna. í sumum sjónvarpsauglýsingum geta neytendur fylgst með slíkum prófunum, sem gerðar eru á snyrtilegum rannsóknarstofum. Fagurblár vökvi er jafnan notaður í slíkar próf- anir og oftar en ekki er um samanburðarrann- sóknir að ræða þar sem auglýsta dömubindateg- undin kemur ætíð mun betur út en einhver ónefnd teg- und, sem nánast hrindir frá sér vökvanum. Efalítið eru skiptar skoðanir á því hvernig á að auglýsa og kynna nauðsynjavöru eins og dömubindi. Hafa slíkar auglýsingar einhver áhrif? Eru dæmi um að dömubinda- auglýsingar, sem eru mörgum konum lítt að skapi, hafi þveröfug áhrif og þær sniðgangi tiltekna tegund einungis vegna þeirra? Eiga auglýsingarnar að vera á fræðilegu nótunum eða slá á létta strengi? Kæmi sér ef til vill best fyrir þorra kvenna að framleiðendur hættu að auglýsa og kappkostuðu fremur að lækka vöruverðið, sem er þó nokkuð stór, mánaðarlegur útgjaldaliður kvenna? Daglegt líf fékk tvær auglýsingastofur, Hvíta húsið og Hér & nú, til að bregða á leik og búa til öðruvísi auglýs- ingar um dömubindi en þær sem tíðkast hafa að undan- fömu. Til að fá mismunandi sjónarmið karla og kvenna til þessara mála var Hvíta húsið beðið um að fela verkefnið í hendurkörlum, enHér&núkonum. ■ VaIgerður Þ. Jónsdóttir. Vatná myllu spaugara Fagurblár vökvi í prófanir Ofurmannleg dömnbindi? almost-SUPER dömubindin fljúga ekki, þau breyta ekki persónuleika þínum, þau eru ekkert sérlega áhugavert umræðuefni, þau eru ekki ósýnileg og koma ekki í veg fyrir höfuðverk og hormónasveiflur. En þau skila hlutverki sínu fullkomlega! a 1 m o s t SUPER n d i HVÍTA HÚSID Samúðarfullir fimmmenningar Morgunblaðið/Golli F.V. Halldór Guðmundsson, Heiðar Gunnlaugsson, Páll Hannes- son og Þorsteinn Guðmundsson, sem heldur á auglýsingunni. A myndina vantar Magnús Loftsson. FIMMMENNINGARNIR Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Þor- steinn Guðmundsson, textamað- ur, Magnús Loftsson, teiknari, Heiðar Gunnlaugsson og Páll Hannesson, tenglar og hug- myndafræðingar í Hvíta húsinu, segja að eftir að hafa setið á rökstólum og spáð og spekúler- að í hvernig best væri að aug- lýsa dömubindi, hafi þeir ein- læga samúð með þeim sem taka að sér slík verkefni. Halldór segir að „heiðurinn" af þeim dömubindaauglýsing- um, sem hafa verið mjög áber- andi á síðustu misserum, tengist ekki nafni Hvíta hússins á nokk- urn hátt, og þar á bæ hafi menn í fyrsta sinn spreytt sig á dömu- binda-viðfangsefninu vegna beiðni Daglegs lífs. „Þessar aug- Iýsingar eru yfirleitt erlendar með íslenskum texta eða fram- leiddar eftir erlendum handrit- um og fyrirrnyndum," staðhæfir Halldór. Hann telur að vörur eins og dömubindi, þvottaefni og þess háttar séu oft mjög svipaðar að gæðum og því sé markmið fram- Ieiðandans fyrst og fremst að festa vörumerkið í sessi. „Vita- skuld hafa auglýsingar mismikil áhrif. Þó efast ég um að dömu- bindaauglýsingar, sem sumum þykja kjánalegar, selji minna en aðrar.“ Hvort sem slíkar auglýsingar selja eða ekki, viðurkenna félag- arnir í Hvíta húsinu að hafa verið undir töluverðum áhrifum frá þeim. „Við komumst á létt flug og brandarar um flugdreka og álíka fyrirbæri voru látnir fjúka. Niðurstaðan varð samt sú að farsælast væri að hafa aug- lýsinguna á jarðbundnu nótun- um, en slá þó um leið á létta strengi með skírskotun til þekktra auglýsinga. Við gengum því til verks með „vitræna nálgun“ viðfangsefnis- ins í huga. Textinn er málefna- legur, en vöruheitið, myndin og fyrirsögnin kallar á athygli og fær fólk til að lesa textann." Aðspurður hvort ekki væri hagkvæmast fyrir neytendur að leggja af allar auglýsingar um dömubindi segir Halldór að menn telji, ranglega, að þáttur auglýsinga valdi hærra vöru- verði. „Lögmál markaðarins eru einfaldlega þau að auglýsingar auka sölu, sem þá gerir fram- leiðendum kleift að framleiða vöruna í meira magni, sem loks skilar sér í lægra vöruverði."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.