Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 1
•^J ^ FOSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 BLAÐ B ¦ DOMUBINDAAUGLÝSINGAR KARLA OG KVENNA/2 ¦ SVIÐSSKREKK UR/3 BÍSLENSKUR LEIR/4 ¦ DÚKKUR MEÐ DOWN'S SYNDROM/6 ¦ FÓRNARLÖMB KYNJAMISRÉTTIS7/7 ¦ BLÓMASKREYTINGAR/8 Línuskautar $ fyrir krakka og jakkafatamenn ÞAÐ er fljótlegur ferðamáti og góð líkams- æfing að ferðast um á línuskautum. íþrótt- in nýtur vaxandi vinsælda hérlendis en í stórborgum Evrópu og í Bandaríkjunum er vart þverfótað fyrir skautafólki á harða- spretti milli staða með vasadiskó í eyrun- um. Meira að segja hafa margir póstburð- armenn keypt línuskauta til að flýta fyrir sér. I New York skauta jakka- fataklæddir verðbréfasalar á Wall ¦ Street á milli kauphalla til að missa örugglega ekki af bestu kjörunum. Ekki hefur þó enn sem komið er sést til íslenskra viðskipta- jöfra eða kaupsýslumanna á þessum nýju farartækjum, en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Línuskautar njóta mikillar hylli hjá börnum og unglingum hér á landi en sí- fellt færist í vöxt að eldra fólk bregði sér á slíka skauta. Léttir og meðfærllegir Fyrir byrjendur er betra að fara varlega og æfa sig á opnum útivistarsvæðum svo sem í Elliðaárdalnum, á göngubrautinni á Ægisíðu eða á skautasvellinu í Laugardal því umferðin á götunum getur reynst hættuleg. Skautarnir eru léttir og meðfærilegir og því er auðvelt að yippa þeim á axlirnar á milli skautatúra. Á þeim eru annað hvort fjögur eða fímm hjól. Til að byrja með er best að kaupa sér skauta með fjórum hjól- um en þeir sem eru lengra komnir notast við fimm hjól því á þeim er hægt að ná mun meiri hraða. Byrjendur lenda oft í því að fljúga á höfuðið, en einungis er bremsa aftan á hægri skautanum. Þeir bera þá gjarnan hendurnar fyrir sig og því eru úlnliðsbrot algeng. Það er nauðsynlegt að vera vel varinn, setja hjálm á höfuðið og nota hlífar á hnén, olnbogana og úlnliðina. Að sögn þeirra sem til þekkja tekur það um viku að ná tökum á línu- skautunum ef æft er í einn klukktíma á dag. Ekki skaðar ef þekking á hjóla eða ísskautum er fyrir hendi. Til þess að teljast góð- ur í faginu er lengri æfing þó nauð- synleg. Þeir sem eru bestir gera alls kyns hunda- kúnstir á skautunum, svo sem að hoppa og snúa sér við í loftinu eða skauta upp og niður stigahandr- ið og gangstéttarbrúnir. Erlendis er íþróttin keppnisgrein en skautafélög hér á landi hafa nýlega hafið keppni í línuskautahokkí. Víða í Reykjavík má einnig sjá börn í götu- hokkí á línuskautum. Skautarnir fást i leikfangabúðum og íþróttavóruverslunum og kosta allt frá 3.500 krónum upp í um 20.000 krónur. Þeir eru seldir í alls konar litum með reim- um eða smellum. Hjálmar kosta yfirleitt um 2.000 krónur og hlífarnar saman í pakka eru á svipuðu verði. Einnig er hægt að kaupa varahluti í skautana svo sem leg- ur og ný hjól. Ekki fylgir þó línuskaut- unum sérstök fatatíska eins og hjólabrettunum. ¦ Þoéer nauósyn- legt að vera vel varinn með hjólma og hlífor. Gildirlil.il.lúlí í'iíí! niiMiiiii liiniir rnilíisl Aifaskpiði - Eddufelli - firensásvegi - Rofaba? - herbrekku \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.