Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF RoC LÁCMARKS OFNÆMI ENCIN ILMEFNI Skreytingar úr gaddavír eða rósum Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir SIGNÝ Ormarsdóttir, fatahönnuður, er lengst til vinstri. Hún hannaði og saumaði fatnaðinn sem fyrirsæturnar íklæðast á myndunum. Fremst er Guðrún Sigurðardóttir, eigandi Tóm- stundaiðjunnar, og til hægri, Uffe Balslev, skreytingarmaður. Tyggjó kann að hindra holu í tönn SYKURLAUST tyggjó, tuggið í tuttugu mínútur að lokinni mál- tíð, kann að hindra tann- skemmdir að einhverju leyti. Bradley Beiswanger, doktor í tannlækningum, við Indiana há- skólann í Indianapolis, segir að rannsókn, sem hann og sam- starfsmenn hans gerðu nýverið, staðfesti niðurstöður ýmissa undangenginna rannsókna. Þátttakendur í rannsókn Beiswangers voru fjórtán hund- ruð ungmenni. Helmingur þátt- takenda var látinn tyggja tyggi- gúmmí tvisvar til þrisvar á dag eftir máltíðir. Áberandi færri tannskemmdir komu í ljós hjá þeim heldur en hjá félögum þeirra I hinum hópnum sem ekk- ert fengu tyggjóið. Samkvæmt þessu er ekki óvit- laust að fá sér bara tyggjó í eftirrétt. Slíkur dessert hentar EFTIRLÆTIS eftirréttur tannanna. engan veginn nægilegur tími, og bursti yfirleitt tennurnar fram- anverðar best. I Prevention er haft eftir tannfræðingi að gott ráð sé að snúa verklaginu við og byrja að bursta tennurnar innan- verðar, því varla geti nokkrum fundist tennurnar hreinar ef þær eru ekki burstaðar að framan- verðu. ■ Tilboðsdagar t G'ýtor/cinum 22.Jú/t ti/Si.Já/t Allt með afslætti i versluninni! • DOWAN garn • ANNABEL FOA ^arn • P-T- Sarn fjU • GADNSTUDIO garn . s\ W/U • DALE garn • ÚT&AUMðPÚDAC • ÚT6AUM&GADN • HANDPPJÓNAÐAD PEYSUP • PDJÓNABLÖD • HANDAVINNUBÆKUD • PPJÓNAP • tólud STORKURI ga/mueiisyun Laugavegi 59, sími 551 8258 líka einkar vel fyrir þá sem eiga sífellt í stríði við aukakílóin. Tannburstun í tvær mínútur í heilsutímaritinu Prevention segir, að nauðsynlegt sé að gefa sér tvær mínútur til að bursta tennurnar. Flestir haski verkinu þó af á 45 sekúndum, sem sé ÓVENJULEGUR brúðar- vöndur unninn úr blævæng. SÉRSTAKIR vendi fyrir homma og lesbíur. Eg-ilsstöðum. Morgunblaðið. TÓMSTUNDAIÐJAN á Egilsstöð- um leggur mikla áherslu á að vera með nýjungar í skreytingarlist. Nýjungamar felast í því að fylgj- ast með straumum og stefnum, bæði í tísku og viðhorfum. Guðrún Sigurðardóttir er eigandi Tóm- stundaiðjunnar. Hún segir mark- mið fyrirtækisins að nýta sem mest úr náttúrunni og um leið að sýna fólki að það eru margir möguleikar og margar leiðir sem hægt er að fara við gerð skreyt- inga. „Náttúran er gjöful og hægt er að nota allt sem finnst. Ég nota „ruslið“ úr náttúrunni og klæði það í nýjan búning. Á móti því nota ég afskorin blóm og laða um leið fram það grófa úr náttúrunni og það fína í blómunum. Svo finnast líka hlutir á víðavangi sem eru þar til komnir af manna völd- um, svo sem ryðgaður gaddavír og alls kyns ryðgað járn og spýtur sem hentar vel í skreytingar. Þess- ar grófu skreytingar falla ekki að smekk allra, en ítreka um leið það val sem viðskiptavinurinn hefur við kaup á skreytingum. Ég tel að náttúruleg efni eigi eftir að koma mun meira í ljós í skreyting- arlistinni í framtíðinni, enda er sú hugsun að koma skýrt fram víða erlendis, meðal annars í gerð skreytinga, að nýta það sem til fellur í náttúrunni og draga um leið úr notkun plastefna“ segir Guðrún. Sérstakir blómvendir og leiðisskreytingar Tómstundaiðjan selur brúð- kaupsvendi sem eru sérstak- lega hugsaðir í brúðkaup fyrir homma og lesbíur. „Það sem gerir þá sérstaka er að þeir eru þannig hannaðir að báðir eða báðar geta haldið á vend- inum. Annars eru þessir vend- ir ekkert frábrugðnir öðrum vöndum nema að þessu eina leyti. Ég leitast við að draga fram gróft og fínt og þegar ég hef viðað að mér hráefni þá koma hugmyndirnar flæð- andi um leið og ég vinn við viðkomandi skreytingu.“ I Tómstundaiðjunni eru einnig unnar útfarar- og leiðisskreytingar. Þar er nátt- úran líka áberandi. Guðrúnu finnst fólk oft ekki leyfa kransinum í útfararskreyt- ingum að njóta sín nógu vel. „Kransinn er tákn eilífðarinnar, óendan- leikans, og hann þarf að sjást. Það virðist vera hér á íslandi, að þegar keyptur er krans þá er hann kaffærður blómum bara af því að það ríkir einhver hefð fyrir því. Við þurf- um að bijóta upp hefðirnar og skoða hlutina víðara samhengi“ segir Guðrún. „RUSLIÐ" úr náttúrunni klætt nýjan búning. Fallegar leiðis- skreytingar úr náttúrulegu hráefni. BRUÐ ARV ONDUR fyrir steinaldarfólk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.